Tíminn - 24.03.1990, Page 9

Tíminn - 24.03.1990, Page 9
Laugardagur 24. mars 1990 Tíminn 21 lllllllllllllllllillllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllll Séra Trausti Pétursson Fæddur 19. júh' 1914 Dáinn 5. mars 1990 Hinn 5. mars sl. lést á Sjúkrahúsi Akureyrar séra Trausti Pétursson. Með fáeinum fátæklegum orðum vil ég minn- ast þessa mæta manns og góða vinar míns. Hann var prestur okkar á Djúpavogi í 33 ár, frá 1949 til 1982. Með sínu langa og góða starfi í byggðarlagjnu ávann hann sér traust og virðingu þess fólks er hér býr. Ég ætia ekki að rekja xvisögu séra Trausta ítarlega í þessari stuttu grein. Hann var fæddur og uppalinn í Svarfaðardal og þangað leitaði löngum hugur hans. Hann hélt fast við venjur og málfar sem þar hafði tíðkast. Séra Trausti þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Föður sinn missti hann aðeins 12 ára gamall. Af frábærum dugnaði braust hann til mennta og lauk menntaskólanámi ffá Menntaskóla Ak- ureyrar árið 1940. Fór síðan í guðffæði- deild Háskóla íslands og lauk guðfræði- prófi árið 1944. Gerðist sóknarprestur í Sauðlauksdal í Barðastrandarsýslu sama ár og var þar til 1949 er hann sótti um Djúpavogsprestakall, fluttist á Djúpavog og gerðist prestur kirkjusókna á svæðinu sunnan Breiðdals að Lónsheiði. Á því svaði eru fimm kirkjur ef litla kirkjan í Papey er meðtalin. Starfaði hann hér til ársins 1982. Var einnig prófastur í S-Múlasýslu frá 1960. Eftirlifandi kona séra Trausta Péturs- sonar er Borghildur María Rögnvalds- dóttir frá Akureyri. Bjó hún manni sínum indælt heimili á Djúpavogi. Var oft gestkvæmt í prestshúsinu. Skruppu margir inn í létt kaffispjall hjá Trausta og Maríu, baeöi eftir messu í Djúpavogs- kirkju og við önnur tækifæri. Eins voru þar oft næturgestir. Mörg trúnaðarstörf hlóðust á séra Trausta eftir komu hans hingað. Ætla ég ekki að telja þau öll upp hér. Skólanefnd- arformaður var hann lengst af og átti drjúgan þátt í uppbyggingu skólahús- ntéðis á staðnum. Ánægðastur mun hann hafa verið er byggingu myndarlegs bókasafns lauk um það leyti er hann fluttist héðan. Árið 1952 hóf hann ásamt fleiri góðum mönnum gróðursetningu trjáplantna á hinu gamla höfuðbóli, Búlandsnesi. Vann hann síðan nranna mest að því að stækka og bæta þann reit. Eru þar nú hinir myndarlegustu skógar- lundir sem gaman er að heimsækja á góðum sumardegj. Kynni okkar séra Trausta hófust raunverulega sumarið 1955 er hann kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi taka að mér skólastjóm í Djúpavogs- skóla. Ég sló til og samstarf okkar var bæði langt og gott. Jafnframt því að vera skólanefndarformaður var hann einnig lengst af prófdómari og stundakenn;ui við skólann. Aðalstarf hans á Djúpavogi var að sjálfsögðu starf sóknarprestsins. Rækti hann það starf með þcirri samviskusemi, vandvirkni og virðuleika sem honum var laginn. Var honum annt um að kirkjunni væri vel við haldið og messað eftir fastri áætlun er hann setti sér. Prestsverk fóm honum vel úr hendi og var hlutur hans e.t.v. stærstur á erfiðum sorgarstundum. Hann var sá homsteinn er sóknarböm hans gátu alltaf treyst á. Séra Trausta var sérlega létt um að segja nokkur vel valin orð á mannamótum, oft án mikils undirbúnings. f góðum hópi vina og sóknarbama settist hann gjaman við orgelið og stjómaði söng. Hann lagði alúð við æfingar kirkjukórsins, æfði sjálfur raddir þegar á þurfti að halda og gat þá sungið tenór, bassa eða annað . sem við átti. Jarðarför séra Trausta fór fram fiá Akureyrarkirkju ntánudaginn 12. mars sl. Fór þá einnig fiam jarðarför frú Sigríðar Sveinsdóttur, tengdamóður hans, er látist hafði nær 100 ára að aldri hinn 1. mars sl. Frú Sigríður átti heimili hjá þeim prestshjónum á Djúpavogj og einnig eftir að þau fluttu til Akureyrar. Með þessum línum vil ég minnast séra Trausta með þakklæti fyrir gott samstarf og góðar samvemstundir urn fjölda ára. Veit ég að ég mæli þar einnig fýrir munn margra sóknarbama hans. Innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og konu minni flyt ég Maríu, dóttur, kjörsyni, tengdasyni og bamalximum. Hafið þökk fyrir allt. lngimar Svcinsson Anna Guðrún Hjartardóttir Fædd 9.9. 1907 Dáin 19.2.1990 Okkur hættir til að hugsa til líðandi daga og rifja upp það sem liðið er. Frekar situr það eftir sem okkur þótti skemmtilegt. Einmitt það er mér hug- stætt nú. Ég staldra við árið 1951. Þá um vorið var ég að koma frá Laugum í Reykja- dal og var ráðin í kaupavinnu á Geir- mundarstöðum sem em í Skagafirði. Ekki vissi ég nákvæmlega hvar sá bær var, en móðir mín fúllvissaði mig um að þar byggi sómafólk hið mesta á þrifa- og myndarheimili. Hún kvaðst þekkja Önnu húsfreyju, en hún hafði verið bamfóstra hjá móður minni á Miklabæ. Ég varð heldur ekki fyrir neinum vonbrigðum er ég kom á það heimili. Mér var tekið með alúð og frjálslegheitum, enda varð ég innan skamms orðin eins og ein af fjölskyld- unni. Á Geirmundarstöðum var ég kaupa- kona í tvö sumur og segir það sína sögu. Anna var kona kát og skemmti- leg, söng hún stundum við hin daglegu verk sem gengu hratt og vel fyrir sig, enda var hún vel verki farin og dugleg. Fjölskyldan á Geirmundarstöðum var öll músíkölsk. Eldri sonurinn Gunn- laugur var farinn að æfa sig á harmón- íku og sá yngri, Geirmundur, átti það til að reyna að laumast í hljóðfærið þegar hinn sá ekki til. Geirmundur var þá aðeins sjö til átta ára gamall. Það kom fljótt í ljós að hann hafði mikla hæfileika á tónlistarsviðinu. Þetta var Önnu móður þeirra til ómældrar ánægju og gleði. Anna Guðrún Hjartardóttir var fædd að Þrastastaðagerði á Höfðaströnd í Skagafirði þann 9. september 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Margrét Gísladóttir og Hjörtur Ólafs- son. Anna var næstelst af fimm systk- inum, en þau eru nú öll Iátin nema yngsta systirin Ásta. Anna giftist árið 1931 Valtý Sigurðs- syni frá LitF.-Gröf í Skagafirði og fóru þau að Fja að Geirmundarstöðum sama á . Bjuggu þau þar til ársins 1977 en þá fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau keyptu sér þægilega íbúð á Víðigrund 6. Valtýr andaðist þann 29. desember 1982. Anna bjó áfram i íbúð sinni þar til hún var lögð inn á sjúkrahús fýrir tæpu ári. Var það vegna heilablæðingar sem síðar leiddi til þess að hún gat ekki tjáð sig með orðum. Veit ég að þetta þótti henni mjög miður vegna þess hvað hún var alltaf skrafhreifin og félagslynd og með á nótunum í sam- ræðum við annað fólk. Anna var glæsileg kona og sópaði töluvert að henni. Hún tók mikinn þátt í félags- og menningarmálum sveitar sinnar. Um áratugaskeið var hún í kirkjukór Reynistaðakirkju og liðtæk var Anna í kvenfélagi hreppsins en þar var hún um langt árabil gjaldkeri og sat lengi í stjóm þess. Árið 1987 var hún gerð að heiðursfélaga kvenfélags- ins. Anna mun ekki hafa talið það eftir sér þótt stundum þyrfti hún að fara gangandi á kirkjukórsæfingu eða til að vinna með kvenfélaginu. Nágrönnum sínum rétti hún ósjaldan hjálparhönd, Reist var Borgarleikhús í Kringlu- mýri í því skyni að leysa af hólmi leikhúsið við Tjörnina og skapa leikendum betri aðstöðu til að flytja áhorfendum hina lifandi list, sem verða skyldi til þroska og sálargöfg- unar þeim sem á horfðu og hlýddu og stuðla þannig að aukinni og raunsærri menningu þjóðarinnar. En hvernig varð um framkvæmd þessa verks? Það var á laugardegi, þann 6. janúar 1990, sem við hjónin lögðum leið okkar í Borgarleikhúsið til að líta augum í fyrsta sinn þetta musteri leiklistar sem borgarbúar og raunar landsmenn allir höfðu kostað svo miklu til að koma upp. Sýnt var leikritið Ljós heimsins eftir skáld- sögu Halldórs Laxness. Því miður varð ég fyrir vonbrigð- U’m og ekki litlurn. Alít verkaði þarna jafnömurlega á að sjá og á að hlýða: Leiksalurinn, leiksviðið og leikurinn sjálfur, allt þetta var hvert öðru óhugnanlegra, allt virtist það sniðið við annars hæfi svo að ekkert eitt gæti verið öðru skárra. Skal ég gera hér stutta grein fyrir þessu áliti mínu: 1. Salurinn allur er málaður í dökkum lit og drungalegum, eins og til að leggja áherslu á að það sem hér fer fram skuli vera dapurlegt og gleðisnautt. 2. Leiksviðið sjálft er fáránieikinn uppmálaður. Gólfið er ekki flatt, eins og eðlilegt væri, heldur eins og efri hluti kúlu sem erfitt er fyrir leikendur að fóta sig á. Á þessari ekki síst þegar veikindi steðjuðu að. Naut ég eins og margir aðrir hjálpsemi hennar og vinargreiða. Margan sokk- inn var hún búin að prjóna og gefa þeim sem henni fannst helst vera þurf- andi. hálfkúlu eru mörg smáop með hler- um á þar sem leikendum er ætlað að troða sér upp og niður, enda óspart notuð. Umhverfis þessa hálfkúlu var fljótandi vatn. Líklega mætti kalla allan þennan leiksviðsbúnað ónátt- úrlegan eða „súrrealistískan“. Fár- ánleikinn var þarna svo yfirgengileg- ur að varla ná orð yfir. Auðséð er að hér hefur einhverjum „fáránleika- meistara" verið falin þessi furðu- smíð. 3. Ekki tók betra við er leikurinn sjálfur hófst. Jafnlágkúrulegt og sál- ardrepandi leikverk mun aldrei hafa sést hér á leiksviði fyrr. Flestar persónur leiksins eru hér gerðar jafnlítilsigldar og fráhrindandi. Leikurinn á að gerast á einum sveita- bæ. Niðursetningar eru látnir bera vatn í skjólum frá einum hluta vatnsins, þvert yfir hálfkúluna, og losa hana svo í sama vatnið hinum megin. Það er eins og bæði leikend- um og áhorfendum sé ætluð sú heimska að skilja ekki að allt er þetta sama vatnið beggja vegna hálfkúlunnar, rétt eins og sama hafið er allt í kringum fsland. 4. Annað atriði leiksins, sem eyk- ur á óhugnaðinn, er sú mikla grimmd og miskunnarleysi sem veikum niðursetningi og vinnuhjúum er sýnt af húsbændum. 5. Þriðja meginatriði leiksins, og margendurtekið, er kynlífsatriðin. Hvergi örlar á ást eða viðkvæmni eða tilhugalífi milli þeirra karla og kvenna sem í hlut eiga, heldur algjörlega undirbúningslausar sam- farir (uppáferðir), rétt eins og um Anna og Valtýr eignuðust tvo syni. Gunnlaugur Sigurður bifreiðarstjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Haraldsdóttur. Þau eiga þrjá syni. Yngri sonur þeirra Önnu og Valtýs er Hjörtur Geirmundur, hljómlistarmaður og fjármálastjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. Kvæntur Mínervu Bjömsdótt- ur, eiga þau tvo syni og eru búsett á Sauðárkróki. Anna og Valtýr tóku til sín í fóstur fram að fermingu sex ára stúlku, Hrafnhildi S. Jónsdóttur, og vom henni sem væri hún þeirra eigin dóttir. Eftir að þau hjónin fluttu til Sauðár- króks komum við hjónin off til þeirra og til Önnu eftir að hún var orðin ein. Alltaf var jafngaman að spjalla yfir kaffibolla, enda var mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, bæði á Geirmund- arstöðum og Víðigmnd 6. Mun ég jafnan minnast þessarar ágætu vinkonu minnar með hlýhug og þakklæti. Við hjónin sendum Ástu, eftirlifandi systur hennar, ásamt sonum hennar Gunnlaugi og Geirmundi og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðný Friðriksdóttir tilhleypingar búfjár væri að ræða. Þetta voru einhver óhugnanlegustu atriði þessarar li'ka þokkalegu leik- sýningar. 6. Þá er enn ótalið það atriði, sem gengur guðlasti næst, en það er sú meðferð sem Margrét frá Öxnafelli fær og sá sendiboði annars heims sem gekk undir nafninu Friðrik og varð raunverulega til að veita fjölda fólks lækningu fyrir milligöngu Mar- grétar. En hér bregður við á annan veg. Margrét er hér sýnd og túlkuð sem loddari og svikakvendi sem beitir svikabrögðum til að blekkja saklaust fólk. í fáum orðum sagt: Allt efni leiksins og túlkun þess miðar að niðurlægingu mannssálarinnar og að brjóta niður reisn hennar og göfgi sem þó býr í hverjum einum í raun og veru. Það er eins og hér sé reynt að vekja einhvers konar aðdáun áhorfenda á þessum lágkúrulegu eðl- isþáttum sem hér er reynt að hefja til vegs og þótt aðeins sjáist smá- glampar af göfugri kenndum á stöku stað þá er líkast því sem reynt sé að gera sem minnst úr þeim. Ekki skil ég hvað fyrir ráðamönn- um leikhússins vakir að taka til sýningar leikrit sem þetta, nema ef vera skyldi sú óheillaviðleitni, sem að vísu gerir víða vart við sig, að afsiða þjóðina sem mest, að rífa niður siðferðilegt viðhorf hins and- lega heilbrigða manns og eyða þeim göfugu og heilbrigðu kenndum sem hverri manneskju eru í brjóst lagðar allt frá fæðingu. Hneykslaður leikhúsgestur i TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. i PRENTSMIÐ|AN PKENTSMIOIAN [C^clciaj Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Sumir || spara sér leigubtl aórir taka enga áhxttu! UMFERÐAR RÁÐ Eftireinn -ei aki neinn LESENDUR SKRIFA LJOS HEIMSINS - AFMENNINGARLEIKRIT

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.