Tíminn - 27.03.1990, Side 7
Þriðjudagur 27. mars 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Þórarinn Þórarinsson:
Litháen og Sovétríkin
Þing Litháens samþykkti fyrir rúm-
lega tveimur vikum að lýsa yfir sjálf-
stæði landsins og brottfor þess úr
ríkjasambandi Sovétríkjanna. Það
óskaði strax eftir formlegri viður-
kenningu annarra rikja, en ekkert riki
hefur, þegar þetta er skrifað, orðið við
slíkri áskorun. Þó munu þau vera
fylgjandi því að Litháen fái slíka við-
urkenningu, en telja málið þurfa nán-
ari athugun.
Það sem veldur þessum drætti er mat
á því hvaða áhrif það kunni að hafa á
stjómmálaþróunina í Sovétríkjunum.
Viðurkenning nú á sjálfstæði Lithá-
ens getur orðið til þess að fleiri riki
innan ríkjasambands Sovétrikjanna
fari sömu leið. Vitað er um þijú riki,
sem mundu fylgja fordæmi Litháens,
ef því yrði veitt formlega slík viður-
kenning, þ.e. Eistland, Lettland og
Georgía. Búast má við því, ef þessi
ríki fengju slíka viðurkenningu strax,
að fleiri riki fæm þessa leið og þá
mundi hálfgerð eða alger upplausn í
Sovétrikjunum fylgja i kjölfarið.
Slíkt gæti ekki aðeins haft óheppileg-
ar afleiðingar í Sovétríkjunum, held-
ur í allri Evrópu og margar viðræður
aðrar sem nú fara ffam milli austurs
og vesturs.
Hættulegt yrði þetta þó fyrst, ef það
yrði til þess að koma á fót skilnaðar-
hreyfingu í lýðveldunum í Mið-Asíu
og gæti orðið til þess að þau snemst
til liðs við Iran og önnur ríki múham-
eðstrúarmanna. Þá gætu risið upp
hreyfingar sem ekki aðeins Sovétrikj-
unum heldur Evrópu allri gæti staðið
hætta af.
Það er óttinn við slíkar afleiðingar,
sem hefur valdið því að Natóríkin og
Norðurlöndin hafa dregið að veita
Litháen formlega viðurkenningu, þótt
þau séu fylgjandi sjálfstæði þess.
Þessi riki vilja bíða átekta og sjá
hvort deilur Litháa og Rússa leysast
ekki með friðsamlegum hætti, enda
hafa Gorbatsjov og fleiri ráðamenn
Rússa lýst sig fylgjandi slíkri lausn.
En þar em ýmis ljón á vegi. Stjóm-
arskrá Sovétríkjanna gerir ráð fyrir að
einstök ríki innan sambandsins geti
lýst yfir sjálfstæði og farið úr sam-
bandinu. Hins vegar vantar allar regl-
ur um hvemig það skuli gert. Rúss-
nesk stjómvöld telja að slíkt geti ekki
gerst nema að afstaðinni þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Litháir telja meiri-
hluta á þingi viðkomandi lýðveldis
geta tekið slíka ákvörðun. Rússar
benda á að viðurkenndar alþjóðaregl-
ur um þessi efni geri ráð fyrir þjóðar-
Hættulegt yrði þetta
þó fyrst, ef það yrði til
þess að koma á fót
skilnaðarhreyfingu í
lýðveldunum í Mið-Asíu
og gæti orðið til þess
að þau snerust til liðs
við íran og önnur ríki
múhameðstrúarmanna.
Þá gætu risið upp
hreyfingar sem ekki að-
eins Sovétríkjunum
heldur Evrópu allri gæti
staðið hætta af.
Mótmælendur í Litháen leggja áherslu á sjálfstæði ættjarðarinnar.
atkvæðagreiðslu. Þá leið fóm íslend-
ingar þegar þeir slitu sambandinu við
Danmörku. Mörg slík dæmi mætti
nefna. Af þessari ástæðu hefur Gor-
batsjov talið sjálfstæðisyfirlýsingu
Litháaþings ólöglega. Litháir benda
hins vegar á að finna megi fordæmi
fyrir þeirri leið sem þeir hafa valið.
Þeir em mótfallnir þjóðaratkvæða-
greiðslu, því þeir virðast óttast að
þjóðaratkvæðagreiðsla gæti reynst
þeim óhagstæðari en þingkosningar.
Rússar telja hins vegar að þjóðarat-
kvæðagreiðsla leiði betur í ljós hinn
raunvemlega þjóðarvilja.
Þá benda Rússar á að í stjómar-
skrána vanti öll ákvæði um fjölmörg
mál, efnahagsleg og stjómmálaleg,
um skipti milli sambandsríkisins og
rikis sem segir sig úr því. Rússneska
þingið hefur nú skipað nefhd sem á
að setja reglur um þetta. Litháar hafa
lýst sig reiðubúna til að semja um
þetta mál, en þá þurfa ríki fyrst að
verða sammála um eftir hvaða regl-
um skuli fara.
Vonandi næst samkomulag um þessi
mál, en það getur tekið sinn tíma.
Rússar virðast óttast, að til vopnaðra
átaka geti komið og því gefið fyrir-
mæli um að öll vopn Litháa verði
gerð upptæk. Jafhframt hafa forsvars-
menn þeirra lýst yfir því að þeir muni
ekki beita hervaldi í Litháen.
Það gefur vonir um að kalda striðið
sé úr sögunni og friðsamleg lausn ná-
ist að Natóríkin hafa til þessa forðast
að auka á spennuna með því að viður-
kenna sjálfstæði Litháens formlega
áður en reynt er hvort Rússar og Lit-
háar geta náð samkomulagi. Þetta
sýnir einnig það traust sem þau bera
til Gorbatsjovs. Leiðtogar Natórikj-
ana skilja að Gorbatsjov verður að
fara varlega til að vekja ekki upp and-
stæðinga sína jafnt til hægri og
vinstri. Þá er það góðs viti að eftir
þessa atburði í Litháen var ákveðinn
fundur forseta Sovétríkjanna og
Bandarikjanna, þar sem vafalaust
verður rætt um þessi vandamál Sov-
étrikjanna og ekki síður þau vanda-
mál sem Bandaríkin þurfa að glíma
við í öðrum löndum.
Birgir Sigurðsson:
Alþjóðaleikhúsdagurinn
Fyrir um það bil tvö þúsund og
fjögur hundruð árum voru skrifaðir
og leiknir harmleikir og gamanleik-
ir í grísku borgríki sem hét Aþena.
Þá réð þar um skeið góðviljaður og
vitur Aþeningur sem þótti þessi
leiklist svo mikilsverð að hann
skipaði svo fyrir að almenningur
skyldi fá ókeypis á leiksýningar.
Þessir leikir voru svo djúptækir og
nærgöngulir í ffamsetningu og af-
hjúpun á mannlegri hegðun, sam-
spili æðri og lægri hvata og skír-
skotun til mannlífsins að betur
hefur ekki tekist síðan.
Nútímaleikhús á Vesturlöndum
rekur uppruna sinn til þessa gríska
leikhúss. Þangað eiga líka grimur
tvær, sem hafa orðið tákn leiklistar
um víða veröld, rót sina að rekja og
þó reyndar enn lengra aftur. Önnur
griman er tákn hins mesta hláturs:
Þegar hláturinn er orðinn svo mikill
að næsta stig er grátur. Hin griman
er tákn hins mesta harms: Þegar
harmurinn er orðinn svo mikill að
næsta stig er hlátur. Milli þessara
tveggja andstæðna, sem eru þó svo
nátengdar að þegar annarri sleppir
tekur hin við, er veruleiki leikhúss-
ins. Svo í dag sem í gær. Svo á Is-
landi árið 1990 eftir Krist sem í
Aþenu 400 fyrir Krist. Og svo ná-
komin er leiklistin lífinu að við
gætum allt eins látið þessar tvær
grímur hláturs og harms tákna
mannlífið sjálft, kannski að við-
bættri þriðju grímunni: Sviplausri
grímu tómlætisins. En hvað sem
menn annars gera við sjálfa sig fer
enginn í leikhús til að yrkja tómlæti
sitt. Þangað fara menn til að leita
sér lífs. Og þegar heppnin er með,
þegar vel er skrifað og vel er leikið,
þegar hinn mesti hlátur er svo inni-
legur og hin mesta sorg svo djúp að
ekki verður lengur skilið milli leiks
og lífs, þá er ekki lengur spurt hver
leikur, hver skrifar, hver stjómar,
hver horfir á. Þá er svið og veggir
og loft og gólf numið burt og hið
eiginlega leikhús verður til: Fágæt
og dýrmæt reynsla sem færir okkur
nær sjálfum okkur, nær hvert öðru,
brúar bilið milli manns og manns
um stund, fáein ósvikin andartök.
Um nokkurt skeið hefur verið
hörgull á góðviljuðum og vitrum
landstjómarmönnum, svipuðum
þeim og var í Aþenu fyrir 2400 ár-
um. Og ekki er mjög líklegt nú á
tímum að stund í leikhúsi, þó dýr-
mæt sé, vegi þungt í mannskæðri
leit okkar að betra lífi. En hún
hjálpar okkur að halda i horfinu og
það er ekki svo lítið.
Með það í huga halda liðsmenn
leikhúsa um allan heim alþjóðaleik-
húsdaginn hátíðlegan.
VIÐSKIPTALÍFIÐ
EBE-SKYRSLA UM RIKISFJARMAL
OG EVROPSKAN SEÐLABANKA
Intemational Herald Tribime 15.
mars 1990 (bls. 11) sagði svo ffá:
„Framkvæmdaráð (Executive
Commission) EBE hefur horfið ffá
þeirri uppástungu sinni að aðildar-
löndin tólf falli ffá umráðum yfir
fjárlögum sínum, eftir því sem þau
feta í átt til efhahagslegrar og pen-
ingalegrar einingar, að því er emb-
ættismenn EBE skýrðu ffá á mið-
vikurdaginn (14. mars).
Með því að taka þá afstöðu kemur
ffamkvæmdaráðið til móts við þær
mótbámr Breta að í núverandi
áformum EBE um ffekari samfell-
ingu felist of mikil uppgjöf full-
veldis ríkisstjóma og þinga. Bret-
land hefur verið aöildarlandanna
tólf öndverðast aukinni miðstýr-
ingu.
Framkvæmdaráð hafnaði hins
vegar breskum gagntillögum um
efhahagslega og peningalega ein-
ingu fyrir sakir gjaldmiðla sem ættu
í keppni sín á milli og hélt fast við
að EBE þarfnaðist sameiginlegs
gjaldmiðils og sambandsskipunar
seðlabanka.
Hinn sameiginlegi gjaldmiðill
hlýtur að verða hin evrópska gjald-
miðilseining sem þegar hefur verið
upp tekin í margs konar peninga-
legum- og bókhaldsfærslum, að
sögn embættismanna EBE og
Bundesbank hlýtur að verða fyrir-
mynd hins ráðgerða evrópska
seðlabanka. Evrópskur seðlabanki
ætti ekki að lúta pólitískri stjóm, en
hafa stöðugt verðlag að megin-
markmiði sinu.
Stjónarmiö framkvæmdaráðs EBE
eru fram sett í skýrslu um efnahags-
og peningalega samfellingu sem
hlaut samþykki til bráðabirgða
þiðjudaginn 13. mars, að embættis-
menn EBE segja. í skýrslunni gerir
ffamkvæmdaráðið í fyrsta sinn
grein fyrir afstöðu sinni til þessara
mála og munu fjármálaráðherrar
EBE ræða skýrsluna síðar í þessum
mánuði.
Fáfnir