Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. mars 1990 Tíminn 5 Bankarnir í aðlögunarvanda vegna nýs efnahagsveruleika - án verðbólgu. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Bankarnir veroa að nagræða í rekstri íslenskir bankar eiea íoasli við að laea sie að því að ar, lífeyrisskuldbindingar o.fl. verði jÉÉk íslenskir bankar eiga í basli við að laga sig að því að verðbólga hefur nú hjaðnað verulega og er orðin minni en verið hefur í áratugi. Sérstök nefnd hefur að undanförnu kannað starfsskilyrði banka og innlánsstofnana og leitað leiða fyrir banka að aðlaga sig breytíum skilyrðum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra lega rekstraráætlun og þá er kannski var spurður um niðurstöður nefndar- innar í gær á fundi með bankamönn- um og um hvernig bankarnir gætu mætt breyttu efnahagsumhverfi og jafnframt búið sig undir samkeppni á opnum alþjóðafjármagnsmarkaði. Ráðherra sagði að vissulega ylli það bönkunum aðlögunarvanda þegar verbólga félli svo snöggt sem raunin er orðin. Hann sæi þó enga von til þess að þessi breyting geti gengið þegjandi og hljóðalaust yfir þá. Það hljóti að hrikta í þeim þegar svona breyting verður og þá verði skákinni áreiðanlega snúið við og menn segi við bankana það sama og þeir hafa sagt við viðskiptavini sína á undanförnum árum: - í>ið verðið bara að hagræða og laga ykkur að veruleikanum, koma með skynsam- hægt að hjálpa ykkur eitthvað.- „Er þetta ekki það sem bankamenn eru vanir að segja við atvinnuvegina þegar þeir eru í vandræðum? Ég held að það sé kominn tími til að skákin snúi upp á bankana. Þetta er að sjálfsögðu ekki sagt af neinni meinfýsi í þeirra garð af minni hálfu, heldur er þetta kær- komið tækifæri að mínu áliti til að fylgja eftir þeirri þróun hagræðingar og umbyltingar í starfsemi bankanna sem hefur leitt af sameiningunni á undanförnu ári og hlýtur að koma þegar við tengjumst nánar og mæt- um vaxandi samkeppni frá nálægum löndum. En þá er sjálfsagt og eðlilegt að starfsskilyrðin séu samræmd, að skattareglur og heimildir til frádrátt- ar, lífeyrisskuldbindingar o.fl. verði með sama hætti og í löndunum í kring. Meginbreytingin verður þó að koma frá hagræðingu bankanna sjálfra,“ sagði viðskiptaráðherra. „Of mikið af tekjum bankanna kemur frá mun innláns- og útláns- vaxta, vaxtamunur verður að minnka. Þjónustugjöld bankanna eru of lág og standa engan veginn undir kostnaði vegna þjónustunnar. Tékkanotkun er t.d. almennari hér á landi en í nokkru nágrannaland- anna og hvert tékkhefti kostar bank- ann um 1100 kr. Viðskiptamaðurinn greiðir hins vegar aðeins 250 kr. fyrir heftið," sagði Ólafur Örn Ingólfs- son, forstöðumaður fjármálasviðs Landsbanka fslands, er hann ræddi um leiðir til hagræðingar innan bankakerfisins. Hann sagði að þar sem íslenskur markaður væri lítill væru litlar líkur á að erlendir bankar sæktust eftir að ná fótfestu hér og keppa við íslensku bankana nema þá þar sem hagnaðar- von væri mest. Smæðin hcfði í för með sér hærri rekstrarkostnað auk annars. ís- lensku bankarnir yrðu fyrirsjáanlega að endurskipuleggja rekstur sinn og útibúanet. Pað væri að mörgu leyti sjálfgefið þar sem hefðbundin bankastörf væru um margt á undan- haldi með aukinni tækni. í stað þeirra kæmi ýmiss konar sérhæfð ráðgjöf og fjármálaþjónusta. Bankarnir væru nú búnir að leggja í miklar fjárfestingar í tæknibúnaði til afgreiðslu og upplýsingaflæðis og væru þær að byrja að skila arði. Nokkuð vantaði þó á að tæknin væri notuð á hagkvæman hátt og það þyrfti að breytast. Jafnframt þyrftu stjórnvöld að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu - stöðugt gengi og lækkandi verðbólgu áfram. Óhjákvæmilegt væri að störfum í bankageiranum ætti eftir að fækka nokkuð enn. Launakostnaður bank- anna væri nú um 60% af rekstrar- kostnaði þeirra og yrði að lækka auk þess sem koma þyrfti niður öðrum rekstrarkostnaði. - sá Ríkislögmaöur sendir menntamála- og fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna meðferðar þeirra á Sturlumálinu: OHEPPILEGAR STURLUSÆTTIR Ríkislögmaður segir í greinargerð til fjárveitinganefndar Alþingis að málalyktir sem fólust í samkomulagi menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra við Sturlu Kristjánsson fyrrum fræðslustjóra á Norðurlandi eystra, verði að teljast afar óheppi- legar. Fjárveitingarnefnd óskaði eft- ir greinargerðinni og hún barst nefndinni fyrr í þessum mánuði. Hún hefur þegar verið rædd í þing- flokkum. I desember 1988 gerðu ráðherr- arnir Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson samkomulag við Sturla Kristjánsson fræðslustjóra. Sverrir Hermannsson fyrrverandi menntamálaráðherra vék Sturlu úr starfi í ársbyrjun 1987. Málið fór fyrir bæjarþing Reykjavíkur sem dæmdi í því í apríl 1988. Fallist var á að Sturla hefði brotið starfsskyldur sínar en að þær réttlættu ekki brott- vikninguna. Sturla voru dæmdar bætur að upphæð rúmlega 1400 þús- und krónur. Ríkislögmaður lagði eindregið til að dómnum yrði áfrýjað til hæstaréttar, en það var ekki gert heldur gerðu mennta- og fjármála- ráðherra samkomulag við fræðslu- stjórann eins og áður segir. Þetta telur ríkislögmaður að hafi verið afar óheppilegt. Gengið hafi verið framhjá niðurstöðu dómsvaldsins í landinu. Ekki aðeins hafi verið felld niður áfrýjun til hæstaréttar, heldur hafi menntamálaráðherra með sam- þykki fjármálaráðherra breytt með ýmsum hætti dómsniðurstöðu bæjarþings Reykjavíkur. Dómnum um bætur til handa Sturlu hafi verið breytt á þá lund að til viðbótar hafi komið sérstakarmiskabætur. Skaða- bæturnar hafi því alls verið 2,2 milljónir króna. Ríkislögmaður telur einnig að dómur bæjarþings standi sem for- dæmi um að brottvikning Sturlu hafi verið ólögmæt og því geti verið erfitt að beita forstöðumenn ríkisstofnana sem fara fram úrfjárlögum þrýstingi. Orðrétt segir ríkislögmaður: „Þessi dómur og sú staðreynd, að ríkisvald- ið sættir sig við hann sem óáfrýjað fordæmi hlýtur að veikja mjög fjár- málastjórn Alþingis og framkvæmd æðstu stjórnvalda á þeim ákvörðun- um þingsins." Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, vísar gagnrýni ríkislög- manns á bug og segir ákvörðun sína ekki hafa neitt fordæmisgildi. Hann bendir á að Birgir ísleifur Gunnars- son, forveri sinn í starfi, hafi samið um bætur við Sturlu. Menntamála- ráðherra segir að hann hafi einungis verið að bæta fyrir ranga ákvörðun Sverris Hermannssonar. Alexander Stefánsson, varafor- maður fjárveitinganefndar, sagði að sjálfsögðu hefði verið skynsamlegast að láta þetta mál fá eðlilega meðferð hjá dómstólum. Hann sagðist alla tíð hafa verið þeirrar skoðunar að ákvörðunin, að gera sérstakan samn- ing við fræðslustjórann, hafi verið röng. „Það er hins vegar of seint í rassinn gripið að skammast yfir þess- ari ákvörðun núna. Menn hefðu átt að gera það strax þegar menntamála- ráðherra tók þessa ákvörðun. Þetta var heimskuleg ákvörðun og hún var tekin af pólitískum ástæðum," sagði Alexander. í fjáraukalögum fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir aukagreiðslu til Sturlu Kristjánssonar að upphæð 793 þús- und krónur. Fjárveitinganefnd ósk- aði eftir áliti ríkislögmanns vegna þessarar greiðslu. - EÓ Myndin á brott Lögfræðingi biskupsembættisins máluð er mynd af æðstu embættis- hefur verið falið að fara þess á leit mönnum þjóðarinnar á vegg í við eigendur skemmtistaðarins skemmtistaðnum. I fyrra skiptið Tunglsins að mynd sú sem máluð var máluð mynd af Vigdís Finn- var af herra Ólafi Skúlasyni á einn bogadóttur forseta, en yfir mynd- vegg skemmtistaðarins verði ina málað þegar þess var farið á afmáð. Eins og Tíminn greindi frá leit. - ABÓ í gær er þetta í annað skiptið sem Utanríkisráðherra um viðskipti við herinn: Olíufélagið hf. ekki útilokað AUir starfsmenn Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli, 34 að tölu, hafa undirritað bréf þar sem þeir skora á forsætisráðherra að koma í veg fyrir að utanríkisráðherra stöðvi starfsemi Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli. Utanríkisráð- herra hefur nú ákveöið að lofa Olíufélagið að vera með í fyrirhug- uðu útboði þrátt fyrir að það neiti að afhenda öðrum olíufélögum eignir sínar á Keflavíkurflugvelli. Bréfið hljóðar þannig: „Undirritaðir starfsmenn Olíu- félagsins hf. á Keflavíkurflugvelli skora á forsætisráöherra, herra Steingrím Hermannsson, að koma í veg fyrir framkvæmd hótanna utanríkisráðherra um að stöðva starfsemi Olíufélagsins hf. á Kefla- víkurflugvelli. Slík misbeiting valds til þess að ráðast á fyrirtæki sem af miklum myndarskap hefur rekið atvinnustarfsemi á Keflavík- urflugvelli í áratugi er með öllu óþolandi og ósæmileg í lýðræðis- og réttarríki.“ Utanríkisráðherra hafði hótað Olíufélaginu því að ef það lofaði ekki að leigja öðrum olíufélögum aðstöðu sína á flugvellinum ef samið yrði við önnur olíufélög, myndi hann útiloka það frá þátt- töku í útboðinu. Olíufélagið neit- aði að verða við þessari ósk ráð- herrans. Hann hefur engu að síður tekið þá ákvörðun að leyfa Olíufé- laginu að vera með í fyrirhuguðu útboði. - EÓ T alið I íklegt að handboltahöllin verði reist í Kópavogi, en annar möguleiki inn í myndinni: höll á Akranesi? Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var menntamálaráðherra falið að skoða nánar hugmyndir er fram hafa komið um byggingu fjölnota íþrótta- hallar á Akranesi, sem m.a. yrði nýtt fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- bolta árið 1995. Menntamálaráðherra var jafn- framt falið að skoða hugmyndir um byggingu handboltahalla í Kópa- vogi, sem yrði reist með þátttöku Kópavogsbæjar. Meiri líkur eru taldar á að bygging undir heims- meistarakeppnina 1995 verði reist í Kópavogi, heldur en á Akranesi, en kostnaður ríkisins vegna handbolta- hallar í Kópavogi er áætlaður 300 milljónir, en lausleg kostnaðaráætl- un vegna byggingu fjölnota íþrótta- hallar á Akranesi er um 700 milljón- ir. Verði Kópavogur fyrir valinu er gert ráð fyrir að handboltahöllin verði notuð eftir keppnina, annars vegar undir skólahald og hins vegar fyrir starfsemi íþróttafélagsins Breiðabliks. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.