Tíminn - 29.03.1990, Page 17

Tíminn - 29.03.1990, Page 17
Fimmtudagur 29. mars 1990 Tíminn 17 Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Sigrun Guömundur Magnúsdóttir Bjarnason Dagskrá: Fimmtudagur 29. mars Kl. 20.00 Heilbrigðiskerfíð óbreytanlegt? Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra. Kl. 21.30 Sveitastjórnarmál - nánasta umhverfíð Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Sunnudagur 1. apríl Kl. 14.00 Skoðunarferð um Alþingi starf þess og uppbygging Jón Kristjánsson, alþingismaður Kl. 16.00 Stjórnmál framtíðarinnar Ísland framtíðarinnar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Kl. 18.00 Afhending skírteina - skólaslit Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundsdóttur. Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík Kópavogur - Kópavogur Fundur um atvinnumál, hafnarmál, skipulagsmál og umhverfismál, verður haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 20.30, að Hamraborg 5, Kópavogi. Fjölmennið og takið þátt í stefnumótun. Framsóknarfélögin Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 1. apríl n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 13.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka dagafrákl. 16-19, sími 96-21180. Framsóknarmenn í Borgarfirði Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjaðarsýslu verður haldinn á Hvanneyri (Nýja skóla) sunnudaginn 1. apríl kl. 15.00. Á fundin mæta formaður og varaformaður kjördæmasambandsins. Stjórnin SPEGILL Hér sjáum við myndimar: tv. er Oprah, þ.e.a.s. höfuð hennar, — en við hlið hennar er upprunalega myndin af Ann- Margret — fyrir 10 ámm — í módelkjólnum frá Bob Mackie Sama myndin — en skipt um höfuö! — Mynd á bandarísku sjónvarpsblaði sögð af Oprah Winfrey, en er í raun 10 ára gömul mynd af leikkonunni Ann-Margret „Þeir hafa stolið mínum kroppi!“ hrópaði Ann-Margret öskuvond þegar hún sá forsíðu tímaritsins „TV Guide“ en þar var mjög glæsi- leg mynd, sem sögð var vera af sjónvarps-konunni Oprah Winfrey. Oprah er fræg fyrir viðtalsþætti sína, þar sem hún rekur gamimar úr viðmælendum sínum miskunnar- laust. Oprah var nokkuð feitlagin og fór því í hörkumikinn megrunarkúr, sem sjónvarpsáhorfendur fylgdust með. Hún gerir ekkert með hálf- velgju, hún Oprah, og þetta varð eins og spennandi framhaldssaga í sjónvarpinu hvemig henni tókst að leggja af og grenna sig svo hún komst í sífellt lægri kjólanúmer. Þegar best lét notaði hún kjóla nr. 8, — en um það leyti sem myndin birt- ist á forsíðu TV-ritsins, sem var 26. ágúst sl., þá hafði hún bætt á sig mörgum kílóum, svo ráðamenn tímaritsins gripu til þess ráðs, að láta ljósmyndara falsa þessa mynd. Það var Bob Mackie tískuhönnuð- ur, sem hafði teiknað kjólinn á myndinni fyrir leikkonuna Ann- Margret fyrir 10 árum, sem þekkti kjólinn á myndinni, uppstillinguna á fyrirsætunni og m.a.s. hring Ann- Margretar. En hörund fyrirsætunnar hafði verið dekkt í samræmi við húð Oprah og síðast en ekki síst: Það hafði verið skipt um höfúð á fyrir- sætu myndarinnar! A forsíðu blaðsins er spurt hvort Oprah sé ekki ríkasta kona í sjón- varps-bransanum, og hún er látin sitja á peningabunka, sem greini- lega er teiknaður inn á myndina. I fyrstu var Ann-Margret reið og sár út í Oprah, en þá frétti hún að Oprah sjálf væri ekki síður móðguð við útgefendur TV-Guide, og hún hefði ekkert vitað um folsunina á forsíðunni. Oprah segist vera miður sín út af þessu máli. „Blaðaútgefendur hafa niðurlægt mig fyrir alþjóð og gefa í skyn að ég sé ekki það glæsileg að hægt sé að birta af mér forsíðu- mynd. Þetta er leiðindamái bæði fyrir Ann- Margret og mig. Þeir hafa móðgað okkur, þessir karlar! Aldrei dytti þeim í hug að gera annað eins og þetta við karl- Oprah segist hafa bætt á sig 10-15 pundum, „en þaö er vel hægt aö taka góða mynd af mér,“ sagöi hún móöguð skemmtikrafta. Mér er sem ég sjái þá setja haus af Phil Donahue (bandarískur sjónvarpsmaður) á kropp Amolds Schwarzeneggers! Þeir hafa ekkert leyfi til að koma svona fram við okkur konur," sagði Oprah með þunga þegar hún ræddi málið í sjónvarpsþætti sínum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.