Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. mars 1990 Tíminn 9 Saga frá 18. öld Þórunn Valdimarsdóttir: Snorri á Húsafelli — Saga frá 18. öld. Almenna bókafélagið 1989. „Loksins, loksins ..." Þannig hófst frægur ritdómur fyrir mörgum ára- tugum um tímamótaverk í íslenskum bókmenntum. Nú er ástæða til þess að endurtaka þessi upphafsorð. Nú er tilefnið ís- lenskt sagnffæðirit. Loksins, loksins kemur út sagnfræðirit sem brýtur blað í íslenskri sagnfræði, sem er samantekt og útlistun á lífshlaupi Snorra á Húsafelli og rannsókn á til- tækum heimildum sem snerta öld hans, átjándu öldina. Höfúndurinn fetar ekki þá slóð, sem sagnfræðingar hafa iðkað hér á landi undanfama áratugi og e.t.v. lengur, að skrifa sögu fortíðarinnar eftir hagtölum og úr (eins og segir um umsögn á bókar- kápu) sögulegri fjarlægð, kaldri yfir- vegaðri fjarlægð. Hagtölur em ágæt- ar en þær verða aldrei með bestu úr- vinnslu sagnfræði. Það var hárrétt hjá Otto von Bismarck að hagtölur eða statistik væri uppfundin af andskot- anum til að villa um fyrir fólki. Hag- tölusagnffæði og prósentusagnffæði er alltaf steindauð. Það þarf meira til þess að sagan komist til skila. Það duga heldur ekki „söguskoðanir“ sem túlka fyrri tiðir eftir ákveðnum formúlum, sem er ætlað að komast að hvatanum að vissri atburðarás um- fjallaðra tímabila. Til þess að skrifa góða sagnffæði þarf auk hagtaln- anna, heimildir beinar og óbeinar ffá þeim tíma sem sagan fjallar um, í rauninni allt sem bókfest hefúr verið og að auki leifar og minjar frá tíma- bilinu. Skáldskapurinn og þjóðsög- umar era lykillinn að meðvitund þess fólks sem lifði tímana og fyrst og ffemst trúarbrögðin. Viðbrögð fyrri tíðar manna verður að skynja og meta á þeirrar tíðar forsendum en ekki út ffá „hagtölum mánaðarins 1990“. Mótunarafl 18. aldar eins og fyrri alda voru trúarbrögðin á 18. öld, lút- herskur pietismi og patemalismi (landsfoðurhyggja). Samskipti byggðust meira á persónulegum tengslum en ópersónulegum skrif- ræðisformúlum. Heimsmyndin var tveggja heima, þessa og annars heims, þar sem öllu réttlæti var end- anlega fúllnægt, og þessi heimur var fjarri því að vera aðeins það sem menn sáu og þreifúðu á. Það bjó margt í þokunni og dulinna afla gætti í hugarheimi hvers og eins, bæði góðra og illra. Meðvitund þjóðarinn- ar var margra vídda. Þórann Valdimarsdóttir skilur og skynjar afstöðu Snorra til þeirra breytinga sem fylgdu upplýsingunni, hún skrifar: „Vísindatrúin sem kom í kjölfar upplýsingar eða skynsemi- stefhunnar sýnir eins og öll mannleg fyrirbæri vafasöm einkenni ef lögð er á hana of sterk áhersla. Stakkurinn sem vísindahyggjan sníður skynjun mannsins er ... þröngur ... Vísinda- hyggjan leiddi að lokum til almenns trúleysis. En heilastöðin sem frá örófi alda hefúr séð um sambandið við hið óræða og guðina situr eftir í höfði hvers manns þótt uppsöfnuð viska mannkyns hafi búið til geimferjur.“ Höfúndur skrifar sögu Snorra og 18. aldar ffá sjónarhóli þess tíma sem Snorri lifði. Hún gengur inn í 18. öld- ina og skynjar hana og skilar henni til Þórunn Valimarsdóttir lesandans að undangenginni mjög ít- arlegri heimildarannsókn og athug- unum á öllum tiltækum skrifúm Snorra. Þjóðsagan fyllir myndina og í henni hefur Snorri lifað með þjóð- inni og með skrifum Þórannar um veraldarvafstur og embættisfærslu Snorra, skýrist mynd hans en hún varast að „krakka í eða túlka ævi hans“. Það kallast kurteisi og tillits- semi að hlíta banni Snorra, enda skrifar höfúndur: „Hann skipar mér að sveima hægt í kringum spor hans og kryfja hann varlega með pennan- um.“ Þetta efnir höfúndur og með slíkum ágætum að hæglátt sveim hennar umhverfis Snorra skilar hon- um óútlistuðum en jafhffamt snarlif- andi til lesandans. Efni þessarar bókar og efhismeðferð gefúr tilefni til ítarlegra skrifa um hana en í stuttu máli er aðall hennar í fyrsta lagi skilningur á öldinni og þá bæði í sólskini í Húsafellsskógi og gróðurilminum að vori í Aðalvík, ískulda og allsleysi útskaganna þegar ísinn liggur fyrir landi og hryllingi móðunnar „menn og dýr þá deyja“ (Látra Björg) og viðbrögðum mann- anna við ósköpunum. I öðra lagi kemur hér fram óvenjulegt og rétt mat á stjómarfari og verslun sem hef- ur hingað til verið afgreitt í sagn- ffæðiritum sem saga kúgunar ef ekki illvilja, sama gildir um stjóm kirkj- unnar. Menn njóta hér sannmælis og það er stutt ótvíræðum heimildum. Sönn aldarfarslýsing er e.t.v. hæpin staðhæfing en innlifun Þórannar í þessa öld opnar okkur öldina og Snorri kemur sjálfur til dyranna og býður okkur í bæinn og þar er gott að koma. Siglaugur Brynicifsson Oflátungsháttur fer smáþjóö illa Tilefni þessarar orðsendingar er pist- ill Garra miðvikudaginn 8. febrúar þar sem rætt er um mengunarvanda Evrópu, sérstaklega Austur-Evrópu, og hlut Islendinga í því að bæta þar úr. Enda þótt ég vilji síst draga úr heilbrigðum metnaði okkar Islend- inga, sem megum hrósa happi yfir að eiga þær hreinu orkulindir sem við eigum, og þótt við vissulega getum átt þátt í því með þekkingu okkar á nýtingu jarðhita að draga úr mengun í útlöndum þá er nú samt best að of- metnast ekki. Oflátungsháttur fer öll- um illa og þeim verst sem smáir era. Þá er stutt í þá ímynd sem lýsir sér í orðunum: „Sáuð þið hvemig ég tók hann, piltar?" I Garrapistlinum segir svo: „For- ystuhlutverk íslands í mengunar- vömum kemur af sjálfú sér þegar menn hafa skilið að hingað má sækja orku handa Evrópu, sem enga meng- un skilur eftir sig. Fyrir utan það mikilsverða starf að leiðbeina þjóð- um við að nota jarðvarma til að hita upp byggingar er tæknilega hægt að flytja rafmagn til Evrópu frá vatns- Leiörétt- ingar I grein minni Á letraskránum, sem birtist í Tímanum 8. mars sl., vora fá- einar prentvillur og á tveimur stöðum féll niður hluti málsgreinar og tel ég rétt að endurtaka þá fyrstu, þar sem síðasti parturinn hafði fallið brott. I „Fyrir nokkram dögum gekk djúp óveðurslægð yfir landið og olli víða umtalsverðu tjöni á mannvirkjum, en vikum og mánuðum fyrr lá yfir þjóð- inni kyrrstæð menningarhæð ef svo má segja, það er hið svönefhda jóla- bókarflóð, sem era þó engar jólabæk- ur í gömlum og kristilegum skiln- ingi.“ f' III fjórðu málsgrein átti að standa tveimur öðram en ekki tveim. III í sjöttu málsgrein var ætlunin að stæði samkvæmt handriti, ... „þótt hún sé orðin 72ja ára gömul,“ en ekki 72 ára (sjötíu og tveir ára, þ.e. ritgerð aflsvirkjunum á íslandi...“ Síðar seg- ir: „Þótt hér hafi mikið verið virkjað af vötnum á undanförnum áratugum era samt yfir 90% óvirkjaðs vatnsafls eftir í landinu. Það væri hægt að leggja töluvert niður af brúnkola- vinnslu fyrir það rafmagn sem feng- ist úr því vatnsafli. Forysta gegn mengun hlýtur að beinast að því hvaða orka gæti komið í staðinn fyrir þá orku sem liggur eins og ský fýrir sólu f Evrópu. Það er því eðlilegt að Island komi þar við sögu.“ Vissulega getur Island komið þar við sögu, en samt er auðséð af pistl- inum að höfúndur áttar sig ekki á þeim stærðarhlutföllum sem hér skipta máli. Skal því farið nokkram orðum um þau. Orkulindir okkar í vatnsafli og jarð- varma era vissulega stórar borið saman við nýtingu okkar á þeim hingað til. En þær era ekki stórar bor- ið saman við orkunotkun Evrópu. Á þessu flaskar Garri í pistlinum. Talið er unnt að virkja vatnsorku hér á landi er nemur mili 40 og 50 tera- wattstundum (Twh) á ári jafnódýrt Tryggva Þórhallssonar). IV I vísu dr. Jóns Þorkelssonar féll niður stafúr í annarri línu og rétt er hún svona: Ótal fræðin afreksmanns era á letraskránum, meira þó í huga hans, hvarf með honum dánum. Um miðbik tíundu málsgreinar, þar sem rætt er um niðjatöl Tryggva Þór- hallssonar, hefúr einni línu verið sleppt, en yrði svona í réttu sam- hengi: „Væri æskilegt og við hæfi, að eitt bindi þeirrar sögu yrði niðjatöl þau af Ströndum, sem Tryggvi hafði á sín- um tíma gert uppkast að og sent heim í hérað, en þau munu flest ef ekki öll týnd og tröllum gefin nema e.t.v. eitt og eitt í höndum áfjáðustu bókasafn- ara.“ VI Vegna þess að það dróst nokkuð hjá mér að senda greinina til birting- ar, þá vildi ég að fram kæmi hvenær ég lauk henni, sem var 30. janúar sl. Jóhann Iljaltason eða ódýrara en raforka kostar frá hefðbundnum kolakyntum rafstöðv- um; þar af líklega 30 á svo lágu verði að áhugavert geti verið í tengslum við raforkufrekan iðnað. (1 terawatt- stund, Twh, er 1000 gígavattstundir, Gwh). Árið 1989 unnum við um 4 Twh úr vatnsorku. Tæknilega mögu- leg raforkuvinnsla úr jarðvarma er mun óvissari en hefúr verið metin á um 190 Twh á ári í 100 ár. (Einungis raforkuvinnsla úr jarðvarmanum skiptir máli þegar rætt er um útflutn- ing á orku). Af því mun ekki borga sig að virkja nema hluta; óvíst hve stóran. Svo stórfelld nýting háhita- svæða hér á landi myndi einnig hafa umhverfisvanda í för með sér; þar á meðal mengun. Við ráðum þannig yfir orkulindum sem leyfa okkur að gera hvort tveggja í senn: Byggja upp raforku- frekan iðnað í landinu sjálfú og flytja út raforku. Hve miklu er varið í hvort um sig getur verið álitamál, en að mati undirritaðs er tæplega raunhæft að reikna með meiri útfútningi á næstu áratugum en 10 til 15 TWh á ári ef við ætlum jafhffamt að halda opnum möguleikum á stóriðju í land- inu sjálfú í veralegum mæli. Hér skiptir ekki aðeins sjálft orkumagnið máli heldur líka kostnaður orkunnar. Til að flytja út 10 til 15 TWh á ári þurfa sæstrengimir að geta flutt 1500 til 2000 MW. Samanlagt afl raf- stöðva á íslandi nú er um 900 MW. Lítum nú til Evrópu. Raforkunotkun á Bretlandseyjum er um 300 TWh á ári, annað eins í Frakklandi og um 400 í Vestur-Þýskalandi, eða samtals um 1000 TWh á ári í þessum þremur löndum. I Vestur- og Austur-Evrópu allri, að Sovétríkjunum eða Evrópu- hluta þeirra undanskildum, er árleg raforkuþörf um 2500 TWh á ári. Yf- irgnæfandi hluti þessarar raforku er unninn í eldsneytiskyntum rafstöðv- um eða kjamorkurafstöðvum. I samanburði við þessar tölur fer heldur lítið fyrir okkar 10 til 15 TWh á ári þótt þar sé um að ræða 2,5 til nærri fjórfalda núverandi vinnslu okkar. Þær spara ekki svo afskaplega mikið af brúnkolum að mikið slái á mengunina þeirra vegna. Að auki era brúnkol lítið notuð til að framleiða rafmagn á Bretlandseyjum; því landi sem við myndum helst flytja rafmagn til vegna nálægðar þess. Nokkra öðra máli gegnir um út- flutning á jarðhitaþekkingu. Þar er heimamönnum hjálpað til að nýta sínar eigin hreinu orkulindir. En einnig hún dugar skammt gegn brún- kolamenguninni. Brúnkol eru svo til eingöngu notuð til raforkuvinnslu. Jarðhiti víðast hvar í Evrópu er lág- hiti, með allt of lágt hitastig til að hann henti til að framleiða rafmagn. Það er helst á Italíu, Grikklandi og e.t.v. í Júgóslavíu sem era háhita- svæði sem nýta má til þeirra nota. Þetta er ekki sagt til að draga úr okk- ur kjarkinn. Við getum verið stolt af okkar framlagi til mengunarvama í heiminum þótt við ætlum okkur ekki „forystuhlutverk í mengunarmálum". Við skulum hafa í huga að „það er maður þótt hann láti rninna". Oflát- ungsháttur fer smáþjóð illa og öragg- ur vottur um hvimleiðan kvilla: Minnimáttarkennd. Jakob Bjömsson Sjálfstæðistefnan og aðgerðir Barna- Sólveig Pétursdóttir, formaður Bamavemdamefndar, stefnir að því að komast á Alþingi sem þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Eins og mörgum er kunnugt þá stendur sá stjómmálaflokkur vörð um hagsmuni fjölskyldunnar gegn afskiptum rikisvaldsins. Formaður Bamavemdamefndar vinnur hins vegar að því að sundra fjölskyld- unni. í stað þess að beita stuðning- súrræðum við fjölskyldur sem eiga í tímabundnum erfiðleikum er grip- ið til þeirra harkalegu aðgerða að taka böm af kynforeldram sínum. Vegna þess að sjálfstæðismaður- inn Sólveig Pétursdóttir breytir gegn sannfæringu sinni sem yfir- lýstur fylgjandi sjálfstæðisstefn- unnar, eins og aðrir nefndarmenn, hefúr orðið að grípa til þeirra að- gerða að stofna samtök sem standa vörð um hagsmuni fjölskyldunnar. Þetta félag ber heitið Fjölskyldu- vemd og hefúr í huga að vinna að sameiningu fjölskyldunnar og gengur út ffá því að fjölskyldan sé homsteinn þjóðfélagsins, eins og sjálfstæðismenn fúllyrða og trúa. Takmarkalaus afskipti rikisvalds- ins af hagsmunum fjölskyldunnar em stórhættuleg í réttarriki og eiga ekki að eiga sér stað. Þessar bama- vemdamefndir minna helst á sellu- fúndi sósíalista. Hvað er Sólveig að gera i slíkum hænsnakofa?! Þessar aðgerðir Sólveigar Péturs- dóttur og Gunnars Sandholt, sem er framkvæmdastjóri Félagsmála- stofhunar og situr í nefhdinni með Sólveigu, minna einna helst á vinnubrögð erkióvina þeirra í Kreml. Kremlarmenn hafa þó séð að sér að einhveiju leyti, en Sólveig og Gunnar haga sér eins og óþægir krakkar. Þess vegna er þörf á félaginu Fjöl- skylduvemd, alvöra mannúðarsam- tökum sem bera hag fjölskyldunnar fyrir brjósti, því fjölskyldan er máttarstólpi þjóðfélagsins. Þar sem gagnrýni þessi og yfirlýs- ing fæst ekki birt á síðum þess dag- blaðs sem kallað hefúr sig blað allra landsmanna, þ.e. Morgunblaðsins, sendist þetta bréf Tímanum. Einar Ingvi Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.