Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 15. mars 1990 Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna veita til minningar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingar er að veita einstaklingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis sem lítur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verka- lýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum á milli fleiri aðila. Styrkupphæð er 200.000,- krónur. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA Grens- ásvegi 16a eða skrifstofu FBM Hverfisgötu 21 eigi síðar en 3. apríl n.k. ásamt skriflegri greinargerð. Áformað er að afhenda styrkinn 1. maí n.k. Nánari upplýsingar veita: Snorri S. Konráðsson á skrifstofu MFA, sími 91-84233 og Þórir Guðjónsson á skrifstofu FBM, sími 91-28755. Félag bókagerðarmanna Menningar- og fræðslusamband alþýðu landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar I VAl'á 4 --4 •# I - i -JB i Mnr LITAÐ JARN A ÞÖK OG VEGGI Galv. stál og stál til klæðningar innanhúss Gott verð Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. | J^[ [ Sími 91-680940 "" T^JlKTiíiímíTr7? BÍLALEIGA með útibú allt í kringum GuðmundurG. JónSveinsson Sif Friðleifsd. Umhverfismálafundur Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- manna munu halda fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21. Þar munu Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og formaður Land- verndar ræða umhverfismál með spurninguna „Hvað getum við gert?“ í huga. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra talar um umhverfismál almennt. Sif Friðleifsdóttir, fulltrúi f samstarfsnefnd Norræna félagsins og ÆSl mun tala um norrænt umhverfisár og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, ræðir um mengun frá stóriðju og fiskeldi og einnig um gróðurhúsaáhrif hér á landi. Síðan verða opnar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnlr LFK og SUF Akurnesingar - Borgnes- ingar - Nærsveitamenn Námskeið á Hvanneyri laugardaginn 17. mars frá kl. 9.00-17.00 í almennum fundarsköpum. Leiðbeinandi Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Öllum heimil þátttaka, konum og körlum. Upplýsingar gefur Gerður, Hvanneyri. L.F.K. DAGBÓK Nýr sendiherra Luxborgar Nýskipaður sendiherra Luxemborgar, hr. Edouard Molitor, afhenti nýlega for- seta fslands trúnaðarbréf sitt að viðstödd- um Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnað- arráðherra, staðgengli utanríkisráðherra. Sendiherrann þáði síðan boð forseta íslands í Ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu ásamt fleiri gestum. Sendiherra Luxemborgar hefuraðsetur í London. Matariandslag (Foudscapc) eftir Erró Listasafn Islands: MYND MÁNAÐARINS Mynd marsmánaðar í Listasafni íslands er Matarlandslag (Foodscape) eftir Erró. Hér er um að ræða olíumálverk (201x302) frá árinu 1964. Myndin er í eigu Nútíma- listasafnsins (Stokkhólmi. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30 og er leiðsögnin ókeypis og öllum opin. Pennavinir: Bréf frá fötluðum skólanemendum í Frakklandi Borist hefur bréf, skrifað á ensku, frá hópi nemenda í sérskóla fyrir fatlaða. Skólinn er á Bretagne-skaga í Frakklandi. í bréfinu segir m.a., að þau geti séð eyjuna Groix (15 ferkm. og íbúatala 2727) úti á hafinu, og farið þangað í ferðir. Pví hefur vaknað áhugi þeirra á eyjum. Nú eru nemendurnir að vinna að verk- efni, þar sem unnið er að upplýsingum á 10 eyjum víðs vegar um heiminn - og í hópi þessara eyja er ísland. Nemendur hafa áhuga á að skrifast á við unglinga á íslandi og fá upplýsingar um landslag, Helgarferðir Útivistar 16.-18. mars Húsafell - Kaldidalur - Þingvellir. Gönguskíðaferð. fyrri nóttina er gist í góðu húsi, en síðari nóttina í tjaldi. Vélsleðar flytja farangur. Húsafell - Gist í góðu húsi. Sundlaug á staðnum. Gott gönguskíðaland og tilvalið að taka skíðin með. Upplýsingar og miðar í helgarferðimar á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, sími 14606. Dagsferðir Útivistar 18. mars Vogavík - Snorrastaðatjamir. Létt ganga á Reykjanesskaga. Gönguskíðaferð - Gengin verður Blá- fjallaleið. Brottför í báðar dagsferðirnar frá Um- ferðamiðstöð-bensínsölu kl. 13:00. Miðar seldir við rútu. Kirkjudagur Ásprestakalls Kirkjudagur Ásprestakalls verður sunnudaginn 18. mars. f tilefni þess verður Safnaðarfélagið með kaffisölu í sögu, listir, gróður, dýralíf og fólkið á íslandi og um íslenska siði. Verkefnið um eyjarnar kallast „ENTRE CIEL ET MER, 10 ILES, 10 SOEURS" (Milli himins og hafs, 10 eyjar, 10 systur). Póstkort væru vel þegin, segir síðast í bréfinu. Utanáskriftin er: Coopérative Scolaire LE PETIT ELEPHANT ecole du Centre de KERPAPE BP 2126 56321 LORIENT CEDEX France Á umslagi frá frönsku nemendunum var teiknaður fallegur fíll, en þau kenna félagsskap sinn við „Litla fílinn“ safnaðarheimilinu eftir messu, sem hefst kl. 14:00. Þeir, sem vilja gefa kökur, vinsamlega komi þeim til safnaðarheimilisins eftir kl. 11:00 sama dag. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag 15. mars. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Göngu-Hrólfur hittist næsta laugardag 17. mars kl. 11:00 að Nóatúni 17. JASS4cvöld í GIKKNUM, Ármúla 7 í veitingahúsinu „GIKKURINN“ Ár- múla 7 í Reykjavík verður haldið JASS- kvöld í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. mars. Jasstríóið SUSS leikur. Tríóið er skipað Halldóri Sighvatssyni, sem leikur á alt- og sópran-saxófóna, Jóhanni Krist- inssyni sem leikur á píanó og Ólafi Stollzenwald sem leikur á bassa. Frá Kvenfélagi Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur aðalfund laugardaginn 17. mars í Kirkju- bæ kl. 15:00 (kl. 3 e.h.). Gestur fundarins verður Björg Ólafsdóttir kökuskreytinga- meistari. Kaffiveitingar. Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist verður laugardaginn 17. mars í Húnabúð, Skeifunni 17, hefst kl. 14:00. Fyrsti dagur í keppni. Allir vel- komnir. Tískusýningar að Skálafelli á fimmtudagskvöldum Allt frá því að Skálafell var opnað að Hótel Esju hafa verið þar tískusýningar á fimmtudagskvöldum nær samfellt á annan áratug. Módelsamtökin undirstjórn Unn- ar Amgrímsdóttur hafa séð um sýning- arnar. Eftir smáhlé á tískusýningum í vetur hefjast þær nú aftur og byrja á fimmtu- dagskvöld. Verslunin Svanurinn sýnir nú nýjan glæsilegan tískufatnað frá SAND- PIPER og GEIGER. Á undan tískusýn- ingunum verða kynningar á snyrtivörum frá heimsþekktum aðilum. Að auki verður stiginn dans við undir- leik hljómsveitarinnar Kaskó, sem leikur öll lvöld frá fimmtudegi til sunnudags. Skálafell opnar öll kvöld klukkan 19:00. Myndlistarsýning í Eden í Hveragerði Hinn þekkti indverski myndlistarmað- ur Idwin Joseph opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði þann 14. mars. Sýningin stendur til 2. apríl. Háskólafyrirlestur: Peristrjokja og mannréttindi Elena Lúkjanova, lögfræðingur frá Sovétríkjunum, flytur fyrirlestur á vegum Lagadeildar Háskóla íslands og Lög- fræðingafélags íslands fimmtudaginn 15. mars kl. 17:15 í stofu 201 í Lögbergi, húsi Lagadeildar. Fyrirlesturinn nefnist Peristrokja og mannréttindi. Fyrirlesarinn er formaður félags ungra sovéskra lögfræðinga. Hún starfar sem sérfræðingur hjá æðsta ráði Sovétríkj- anna og hefur tekið þátt í að semja frumvarp til laga á sviði mannréttinda. Fyrirlesturinn verður fluttur á rúss- nesku, en túlkaður á íslensku. Hann er öllum opinn. Ásgeir Smári sýnir í Gallerí Borg Ásgeir Smári sýnir vatnslita- og olíumyndir í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Sýningu hans lýkur þriðjudaginn 20. mars.Umhelginaeropiðkl. 14:00-18:00 Opið er um helgina í Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðumúla 32. Þar eru til sýnis og sölu grafík, vatnslita- pastel og minni olíumyndir auk keramikverka og módelskartgripa. Laugardaga er opið kl. 10:00-14:00. Frumsýning hjá L.R.: HÓTEL ÞINGVELUR eftir Sigurð Pálsson Hótel Þingvellir er nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson og gerist það á einum haustdegi á Þingvöllum undir lok níunda áratugarins. „Verkið er „fjölskyldu- drama“ en spennandi og hlýleg kímni aldrei langt undan,“ segir í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikarar eru: Guðrún Ásmundsdóttir, Kristján Frank- lín Magnús, Inga Hildur Haraldsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Sigurður Skúlason, Sigríður Hagalín, Gísli Hall- dórsson, Karl Guðmundsson, Soffía Jak- obsdóttir og Valgerður Dan. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leikmynd og bún- inga gerir Hlín Gunnarsdóttir og tónlist Lárus H. Grímsson, Ijósahönnun Lárus Bjömsson. Frumsýning er laugard. 17. mars kl. 20:00 á stóra sviði Borgarleikhússins. 2. sýning er á sunnudagskvöld. Aðrar sýningar um helgina eru: Á stóra sviði er „KJOT" á föstudagskvöld kl. 20:00, TÖFRASPROTINN á laugard. og sunnud. kl. 14:00. Á litla sviði er sýnt LJÓS HEIMSINS og eru sýningar þar föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20:00. Fjórir myndlistarmenn sýna í Norræna húsinu Laugardaginn 17. mars kl. 15:00 hefst sýning í Norræna húsinu á verkum Krist- ins G. Harðarsonar. Sólveigar Aðal- steinsdóttur, Ingólfs Arnarsonar og Egg- erts Péturssonar. Sólveig sýnir skúlp- túra, unna í ýmis efni, svo sem við, stein, járn og gifs. Kristinn sýnir skúlptúra og ljósmyndir. 1 þrívíðu verkunum tengjast ýmis efni og myndhlutar, svo sem málverk, texti, Ijósmynd, gifs, viður og þurrkaðir fiflar. Eggert sýnir tvívíð verk, unnin með olíu á striga og ljósmyndir. Ingólfur sýnir blýantsteikningar og lág- myndir. Sýningin stendur til 1. apríl, opið er kl. 14:00-19:00 alla dagana. Aðalfundur Fuglavemdarfélagsins Aðalfundur Fuglaverndarfélags íslands 1990 verður haldinn í hliðarstofu Norr- æna hússins miðvikudaginn 21. mars. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.