Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 15. mars 1990 Fimmtudagur 15. mars 1990 Tíminn 11 Rafmagnseftirlit ríkisins hvetur fólk til að sýna ábyrgð varðandi raflagnir í heimahúsum, og bendir jafnframt á að þriðjungur bruna síðari ár hefur mátt rekja til rafmagns: Fjórðungur íbúðarhúsa í borginni eldgildrur Ætla má að um íjórðungur húsa í Reykja- vík hafi gamlar raflagnir, sem eru vanbúnar öryggistækjum s.s. engir lekastraumsrofar. Sú kvöð var lögð á rafveitur fyrir um 60 ár- um að halda uppi reglubundnu eftirliti með raflögnum og búnaði með vissu árabili. Að sögn Guðbjarts Gunnarsson fræðslu- og upplýsingafulltrúa Rafmagnseftirlits rikisins hefúr ekki verið hægt að framfylgja þessu eftirliti í sambandi við íbúðarhúsnæði sem skildi í Reykjavík, vegna mikillar Qölgunar íbúða. Hann sagði að á smærri þóttbýlisstöð- um sé ástandið í mörgum tilfellum betra, þar sem tekist hefur að framkvæma reglulegar athuganir. Rafmagnseftirlil ríkisins hefur látið gera 18 mínútna langa sjónvarpsmynd er ber heit- ið „Af litlum neista“. Myndin ijallar um endumýjun á gömlum raflögnum í gömlum húsum. Guðbjartur Gunnarsson sagði að það væri reynsla rafmagnseftirlitsmanna að þeg- ar fólk fer út í að endumýja íbúðir sínar, þá vilji oft gleymast að athuga rafmagnið. Jafn- vel hafi verið kostað miklu til dýrra innrétt- inga, sem Iokað hafi af ónýtar raflagnir. Guðbjartur sagði að markmiðið með gerð myndarinnar væri að ná til húseigenda fyrst og fremst, því nauðsynlegt sé að þeir séu meðvitaðir um að þeir beri sjálfir ábyrgð á raflögnum í húsum sínum. Vekja þurfi at- hygli húseigenda á nauðsyn þess að þeir hafí sjálfír frumkvæði að úttekt á rafkerfi íbúða sinna, t.d. við eigendaskipti, breytta starf- semi í húsnæðinu, eða þegar annað viðhald fer fram. í niðurstöðum nefndar sem félagsmála- ráðherra skipaði á sl. ári til að meta stöðu brunamála á Islandi, kemur fram að eldsupp- tökum af völdum rafmagns fari fjölgandi. Árin 1981 til 1988 varþriðjungurallrabruna í landinu af völdum rafmagns og tjónið 350 milljónir króna, eða fjórðungur allra bruna- tjóna þetta tímabil. Þess má geta að á síðasta ári eru orsakir bruna á svæði Slökkviliðs Reykjavíkur raktar í 17 tilfellum til raflagna og í jafn mörgum tilfellum til rafmagns- tækja. Rafmagnseftirlitið hefúr á undanfomum árum útbúið um 30 stutta þætti fyrir heimil- in, sem sýndar hafa verið í sjónvarpi. Auk þess sem stuttar fræðslumyndir hafa verið ffamleiddar fyrir fagmenn á rafmagnssvið- Eftir Agnar Óskarsson Þegar Rafmagnseftirlit ríkisins hóf starf- semi sína fyrir um 60 árum var sú kvöð lög á rafveitur að þær héldu uppi reglubundnu eft- irliti með raflögnum og búnaði með vissu millibili. Rafmagnseftirlitsmenn vom sendir í hús með nokkurra ára millibili til að athuga hvert ástand raflagna væri. Að sögn Guð- bjarts gekk þetta vel fyrstu árin, á meðan t.d. í Reykjavík vom 6 til 7 þúsund íbúðir. I reynd er þetta orðið svo á helsta þéttbýlis- svæðinu, að atvinnu- og þjónustuhúsnæði hefur haft forgang um slíkt eftirlit, en íbúð- arhúsnæði mætt afgangi. Guðbjartur sagði að ýmislegt annað bæri að skoða í þessu sambandi, þ.e. kæra húseigendur sig um það að eftirlitsmenn séu að koma á fimm til tíu ára fresti, banka uppá og fá að skríða inn í skápa og út í öll hom til að kanna hvort það sé jarðtengdur tengill og hvort rétt öryggi séu i töflum. „Ég held að það sé tímabært að vekja athygli húseigenda á þvi, að þeir bera ábyrgð á sínum gerðum og eignum. Það er ekki hlutverk rafveitna í þessu tilfelli að sjá um að raflagnimar séu í lagi, frekar en að samtök pipulagningamanna eða hitaveitur eigi að sjá um að pípulagnir séu í lagi,“ sagði Guðbjartur. Rafveitur taka hins vegar út lagnir í öllum nýbyggingum og sinna beiðn- um um úttekt raflagna í gömlu íbúðarhús- næði, eftir því sem þörf er. Hjá Rafmagnseftirlitinu em uppi hug- myndir að á þessu ári verði farið í að skoða ffysti- og fiskvinnsluhús landsins, þar sem oft verður mikið tjón þegar brennur. Sagði Guðbjartur að lyrirhugað sé-að búa til stutta kvikmynd sem farið yrði með, í von um að úr yrði bætt, þar sem við á. „Það er víða pott- ur brotinn á þeim vinnustöðum sem öðrum,“ sagði Guðbjartur. I sjónvarpsmyndinni „Af litlum neista“ kemur fram að eigendur húsa sem em 20 ára gömul og þaðan af eldri ættu að láta löggilta rafverktaka gera úttekt á rafkerfi húsa sinna, áður en of seint er. Auk þess er öllum húseig- endum frjálst að leita til rafveitunnar til að fá mat eftirlitsmanna hennar á ástandi raflagna. Þegar framkvæma á lagfæringar á raflögnum húsa, þurfa húseigendur að fylgjast með því að verktaki tilkynni framkvæmdimar til við- komandi rafveitu, sem síðan sér um úttekt á verkinu. A það var bent í myndinni að oft vilji gleymast þegar raflagnir em lagfærðar i hús- um að skipta um töfluna sjálfa. Þegar um gamlar töflur er að ræða getur komið upp sú staða að merkingar em ófullnægjandi, þ.e. hvað hvert öryggi stendur fyrir, varhúsin ut- an um öryggin brotin og jafnvel límd saman og leiðslur berar. Þessi frágangur bíður hætt- unni heim. Þess má geta hér að samkvæmt reglum í dag eiga tenglar i eldhúsi, baðher- bergi og þvottahúsi að vera jarðtengdir. Fyrir 1970 var ekki talið varhugavert að setja rafmagnstöflur upp í geymslum íbúða eða fjölbýlishúsa, þetta er talinn mikill ókostur, þar sem aðrir íbúar hússins hafa þá ekki greiðan aðgang að töflunni. Nú em hins vegar rafmagnstöflur settar á þann stað sem auðvelt er að komast að, þá í sameiginlegu rými, svo ef kviknar í þá á slökkvilið auð- veldara með að finna töfluna til að taka straum af húsnæðinu, ef með þarf. í þeim til- fellum sem rafmagnstafla er á öðmm stað s.s. í geymslu eins íbúa hússins, er nauðsyn- legt að merkja staðinn greinilega. Elstu raflagnir í húsum hér á landi em um eða yfir 60 ára gamlar. A svo lögnum tíma getur ýmislegt gerst í raflögninni. Súrefni og loftraki geta haft sín áhrif, einangmn molnar af, þar sem víramir hitna og kólna á víxl. Tengingar losna og neistar geta myndast. Ör- yggisráðstafanir sem áður vom ekki þekktar eða ekki viðhafðar, em komnar til sögunnar, s.s. jarðtenging og lekastraumsrofar. Þá hafa rofar og tenglar breyst. Sjálfvirk vör haf komið í stað bræðivara og lokaðar málm og plasttöflur hafa komið í stað hinna opnu og óvörðu tréspjalda. Þá hafa plastpípur komið í stað jámpípa, sem í mörgum gömlum hús- um em meira og minna ryðgaðar í sundur vegna ónógrar upphitunar og raka fyrr á ár- um. Síðustu tvo til þijá áratugi hafa orðið miklar framfarir á raforkusviðinu með tilliti til öryggis. Ný þekking og ný tækni hefúr leitt af sér breytt og bætt efni til raflagna. Rafmagnseftirlitið telur sér skylt að stuðla að því að almenningur eigi þess kost að fylgjast með framfomm á þessu sviði, enda meginhlutverkið að fyrirbyggja hættur og tjón af völdum rafmagns. Þess vegna var far- ið út í gerð myndarinnar „Af litlum neista", sem tekin verður til sýningar í sjónvarpi á næstunni. Eins og getið var um í upphafi, þá em mörg dæmi þess að húseigendur hafi látið endumýja húsnæði sitt að öllu öðm leiti en því að raflagnir em ekki lagfærðar. Haukur Ársælsson eftirlitsmaður hjá Rafmagnseflir- liti ríkisins sagðist hafa komið í eftirlitsferð í íbúðarhús í þéttbýli úti á landi. Um var að ræða gamalt hús sem endumýjað hafði verið að utan jafnt sem innan. „Þegar við fómm að skoða aðaltöfluna i kjallaranum ætluðum við ekki að þora að opna hana, því það mátti i raun taka hana í nefið,“ sagði Haukur. I stof- unni hafði verði þiljað yfir svokallaðar fitt- ingslagnir, sem em utanáliggjandi og ekki hægt að draga í nema að losa lögnina frá, auk þess sem einangmn molnaði öll af við við- komu. í þessu tilfelli þurfti að rífa þiljumar frá þar sem því var við komið, til að leggja raflögnina eða að hafa lögnina utanáliggj- andi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.