Tíminn - 17.03.1990, Page 10

Tíminn - 17.03.1990, Page 10
20 HELGIN Laugardagur 17. mars 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁLSAKAMÁL Heimilisvinurinn myrti sex móður Óheppnin elti löngum Lisu Guardiola og þegar hún var myrt þá misstu sex ung barna I Hvað olli því að fremur óvelkominn heima- gangur svipti þrenna unga tvíbura móður sinni? Hann gaf enga viðunandi skýringu sjálfur og ólíklegt er að hann sitji inni lengur en 15 árfyrir vikið. Hefði einhver verið að virða fyrir sér skóglendið þennan svala morgun hinn 16. nóvember 1987 þá hefði hann séð grannvaxna konu hlaupa niður stuttan slakka að næsta húsi. Hún datt en stóð upp aftur. Augljóst var að eitthvað var ekki með felldu. Konan var með skelfingarsvip á and- litinu og æddi bara áfram. Aða baki hennar í ffiðsælu umhverfi við inn- ganginn að Regional—garðinum, gat að líta ólýsanlegan hrylling. Nokkrum mínútum síðar opnaði ná- grannakonan dyr sínar og varð litið framan í tárvott andlit kunningja- konu sinnar sem skalf öll á beinunum og stamaði með erfíðismunum hvað hún hafði séð rétt áður. Konan dró hana inn í húsið, studdi hana til sætis og hringdi síðan í neyðarsímann. Nokkru neðar við sömu götu var Ir- vine—lögreglustöðin, fámenn en vel metin stöð. Bíll var þegar sendur að garðinum sem er staðsettur milli Santa Ana og Costa Mesa í Or- ange—umdæmi í Kalifomíu. Fulltrúi lögreglustjóra í Or- ange—umdæmi, Richard Olson, kom á eftir lögreglubílnum. Þá var klukkan rúmlega sex að morgni. Menn vissu hvar þeir áttu að leita og þegar þeir litu inn í kjarrið sem var hálfskrælnað vegna þurrkanna sáu þeir að konan hafði ekki séð neinar ofsjónir. Sú sem hringdi hafði eftir henni að „það lægi nakið lík í kjarr- inu“. Það var þar sannarlega, lá á grúfú og var af feitlaginni konu. Yfir efri hlut- anum og niður fyrir mitti var lauf og sprek. Líkið var nakið að öðru Ieyti en því að skrautlegar bikini—buxur voru flæktar um annan öklann. Það þótti strax benda til kynferðislegs of- beldis eða að minnsta kosti tilraunar til slíks. Aðkoman var óhugnanleg en Olson var vel þjálfaður í starfi og byijaði á að ganga úr skugga um að konan væri látin. Þá hraðaði hann sér að bíl sínum og kallaði á alla þá hjálp sem til reiðu var. Þetta var upphafið að einu erfiðasta morðmáli í sögu umdæmisins. Rann- sóknin lá eins og mara á Olson i meira en tvö ár. Hann hugsaði um málið ffá því hann vaknaði á morgn- ana og þar til hann sofhaði á kvöldin allan þann tíma. Eftir rannsókn sem tók yfir mikið svæði, jafnvel út yfir landamerki Kalifomíu, þá lauk málinu á mjög svo óvenjulegan hátt í þéttsetnum réttarsal á heitu síðdegi í júní 1989. Þá var það ekki mál Olsons lengur, bom móður sína. heldur herskara annarra sem unnið höfðu sleitulaust að rannsókn þess. Hver var hin myrta? Þegar slóðin lá til Houston í Texas tóku Winkelman lögregluforingi og tæknimenn hans við. Þegar allt var samanlagt höfðu menn hér gullið tækifæri til að láta reyna á alls kyns rannsóknartækni sína. Morguninn sem líkið fannst kom í hlut Olsons að skýra fyrir rannsókn- arlögreglumönnum hvemig hann kom að því. — Henni var fleygt héma, sagði einn. — Þetta kemur ekki heim og saman öðmvísi. Enginn mótmælti því svo sem. Kon- an virtist vera af mexíkönskum upp- mna og enginn kannaðist við hana úr nágrenninu. — Hver hættir á að fleygja líki inni í íbúðahverfi þegar örstutt er í óbyggð svæði í tvær áttir? spurði annar. Læknirinn setti plastpoka um hend- ur líksins til vamar þeim. Þar sem um nauðgun virtist að ræða var líklegt að konan hefði tekið á móti árásarmann- inum og undir nöglum hennar gætu Ieynst leifar af húð hans og jafnvel blóð. Ekkert sem bent gat til hver konan var, var á líkinu, ekki einu sinni hringur og hvergi nálægt var neinn hlut að sjá. Læknirinn taldi að konan hefði ver- ið kyrkt með vír eða einhvers konar spotta. Síðan var búið um líkið og það flutt í líkhúsið, enn ónafngreint. Það var þó ekki lengi. Menn höfðu strax farið að finkemba næsta ná- grenni í leit að einhveijum vísbend- ingum. Gægst var á bak við hvert tré og hvem mnna og loks fann einhver kvenveski. Engir peningar vom í því en nóg af skilríkjum. Samkvæmt þeim hét hún Lisa Mar- ia Guardiola, var bláeyg, 178 sm há og tæp 90 kg. Hún var skráð til heim- ilis í fjölbýlishúsi í Santa Ana. Olson ók þangað og ræddi við hús- vörðinn. Hann kvaðst ekki vita til þess að neinn með þessu nafni byggi í húsinu. Nokkrir íbúar sögðu einnig að þeir hefðu aldrei heyrt minnst á Lisu Guardiola. Hins vegar könnuð- ust yfirvöld við hana. A skrám þeirra sást að gefin hafði verið út ákæra á hendur henni 1984 fyrir að gefa út innstæðulausar ávísanir hvað eftir annað. Hún lét allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta. Læknirinn fann ekki margt á líkinu annað en farið á hálsinum og nokkrar skrámur. Undir líkinu fannst effi hluti baðfatanna en bönd í honum vom of sver til að falla að kyrkingar- farinu. Læknirinn staðhæfði að það væri eftir grannan spotta, jafnvel skóreim. Líklega hefði hún verið myrt milli kl. tvö og þijú um nóttina. Tæknimenn lögreglunnar töldu sig vissa um að Lisa hefði verið myrt á öðmm stað og líkið síðan flutt til garðsins. Ekki var unnt að sjá að kon- unni hefði verið nauðgað en þó hafði að líkindum verið gerð tilraun til þess. Sex bama móðir Leitarmenn fúndu skó Lisu, nælon- þráð og ódýrt armbandsúr í nær fimm km fjarlægð, meðffam fáfomum veg- arspotta. Nú fékk lögreglan upplýs- ingar um hvar Lisa hefði í raun átt heima og fór þangað. Það var þriggja herbergja íbúð í Anaheim. Það sem þeir komust að þar gerði málið enn flóknara. Lisa var sem sé hamingju- samlega gift og sex bama móðir. Hvemig stóð á því að hún hafði verið á baðfotum úti um miðja nótt? Það kom í hlut Olsons að tilkynna eiginmanninum að lík hefði fúndist og væri sennilega af konu hans. Skömmu síðar staðfesti hann það formlega. Lisa Guardiola hafði verið 24 ára. Maður hennar sagði að hjóna- bandið hefði verið prýðilegt og böm- in sex vom þrennir tvíburar, fimm drengir og ein stúlka, á aldrinum fimm ára til 11 mánaða. Aðfaranótt 16. nóvember sagðist Guardiola hafa boðið góða nótt og farið í rúmið um tvöleytið en þá hefði Lisa verið inni í stofú að horfa á sjón- varpið. Þegar hann vaknaði var hún horfin. Hann hringdi til vina og ætt- ingja og lét sér detta í hug að hringja á lögregluna líka. Þær upplýsingar sem lögreglan fékk hjá ættingjum vora þær að morðið væri bara einn harmleikurinn enn hjá fjölskyldunni. í fyrsta lagi þjáðist Lisa Guardiola af krabbameini í barka og leið stöðugar þjáningar. Ástand hennar hafði versnað því hún hafði ekki ráð á að kaupa þau lyf sem hún þurfti á að halda. Auraráðin vom svo lítil að Lisa hafði nokkmm ámm áður gripið til þess ráðs að skrifa inn- stæðulausar ávísanir. — Hún gerði það af því bömin höfðu ekkert að borða, sagði eigin- maðurinn. — Við gátum hvergi feng- ið hjálp. Allar leiðir virtust lokaðar. Eins og það nægði ekki þá hafði hann sjálfúr misst vinnuna sem vörubíl- stjóri. Fjölskyldubíllinn stóð í bíl- skúmum því ekki vom til peningar fyrir bensíni. Húsaleigan var í skuld og mánuði áður hafði Lisa verið 10 daga á sjúkrahúsi vegna krabba- meinsins og útilokað var að þau gætu borgað þann reikning. Lögreglumenn ræddu við nágrann- ana og þeir sem þekktu Guardi- ola—fjölskylduna bám henni vel söguna. Fólk þama var yfirleitt fá- tækt en deildi með sér því sem af- gangs var. Hvar var heimilisvinur- inn? í kjölfar morðs Lisu Guardiola greip um sig hræðsla á svæðinu. Sumir fengu sér byssur og allir fóm að læsa að sér, jafnvel um hábjartan dag og hleyptu engum ókunnugum nálægt dymm sínum. Allir vom vissir um að kynferðisglæpamaður gengi laus. Glæpir vom sjaldgæfir á þessum slóðum. Sjö ár vom liðin síðan þama hafði verið ffamið morð og sá morð- ingi hafði verið dæmdur til dauða og sat í fangelsi. Lögreglan velti fyrir sér hvort hér væri um að ræða geðbilaðan mann. Leitin og rannsóknin færðust óðfluga

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.