Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 20. mars 1990 Umferð reiðmanna, ný garðlönd og heitar gangstéttir í borgarstjórn. Hið óvenjulega gerðist: Allar tillögur minni- hlutans náðu í gegn Tillaga Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúar fram- sóknarmanna, um að fela Borgarskipulagi og gatna- málastjóra að skipuleggja umferð hestamanna í borg- inni, var samþykkt í borgarstjórn fyrri helgina. Sigrún Magnúsdóttir flutti einnig tvær aðrar tillögu sem líka voru samþykktar. Önnur þeirra var um að Hitavcitu Reykjavíkur og gatna- málastjóra yrði falið að útbúa bæk- ling þar sem húseigendum er leið- beint um hvemig heppilegast er að nýta bakrennsli frá húsum til snjó- bræðslu á gangstéttum og bílastæð- um. 1 bæklingnum skulu verða leið- beiningar um hvemig leggja skal snjóbræðslukerfi og hvemig afla skal leyfa og teikninga. Enn var samþykkt tillaga frá Sig- rúnu Magnúsdóttur um að beina því til Borgarskipulags nú við endur- skoðun aðalskipulags Reykjavíkur, að borgarbúum yrði séð fyrir nægj- anlegum garðlöndum nú þegar sýnt er að garðlöndin að Korpúlfsstöðum verða að víkja. Þá var samþykkt að vísa tillögu frá Kristínu Á. Ólafsdóttur um að láta útbúa leiksvæði með sleða- brekku í Vesturbæ syðri til íþrótta— og tómstundaráðs og tillögu frá Bjama P. Magnússyni um að hætta að nota stöðumæla í borginni og taka í þeirra stað upp sölu á klukku- kortum var vísað til borgarráðs. Þannig gerðist sá fátíði atburður í borgarstjóm á yfirstandandi kjör- tímabili, að engin tillaga frá minni- hlutaflokkunum var felld. Sigrún Magnúsdóttir lagði á borgarstjómarfundinum fram bókun vegna byggingaleyfis til sorpbögg- unarstöðvar í Gufunesi. Þar vom fyrri skoðanir Framsóknarmanna ít- rekaðar varðandi sorpböggunarstöð- ina og bent á að finna hefði átt stöð- inni annan stað íjær íbúðarbyggð. Akstur þungaflutningabíla til og frá stöðinni í gegn um Grafarvogs- hverfið hlyti að teljast afar óheppi- legur vegna umhverfismengunar, hávaða og jafnvel slysahættu. —sá Fiskmat í 80 ár í nýútkomnu fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða er stiklað á stóm í sögu fiskmats hér á landi, en I. janúar sl. vom liðin 80 ár frá gildistöku laga um fiskmat hér á landi. Þau kváðu á um skyldumat og skoðun á útfiuttum saltfiski til Spánar og Ítalíu. í fréttabréfinu er komið inn á helstu vandamál sem Islendingar hafa átt við að glíma varðandi vöm- vöndun. Þá er einnig varpað ljósi á hversu brýnt hagsmunamál gæðamat í sjávarútvegi hefúr ætið verið. í af- mælisblaðinu er fjöldi merkra mynda sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Kindur heimt- ast í lok Góu Runólfur Runólfsson, bóndi í Fljótsdal í Rangárvallasýslu, heimti fyrir skömmu sjö fuílorðnar ær. Það vom vélsleðamenn scm óku fram á kindumar um tíu kíló- mefrurn austan við bæinn. Fljótsdalur er austasti bær í Fljótshlíð og er talið víst að æmar hafi leitað inn á afrétt eftirað leitum lauk í haust, en það hefur komið fyrir áð- ur. Kindumar vom þokkalegu ástandi en höfðu þó lagt töluvert af. Mikill snjór hef- ur verið á afrétti Fljótshlíðinga í vctur og þykir Ijóst að æmar hafa ekki átt alltof góðavist á íjöllum. Ovíst er hvort æmar hafa komist í hrút þama upp á fjöllum, en Runólfur taldi það ekki útilokað. Hann sagði hugsanlegt að fleiri ær væm enn upp á afrétti a.m.k. vantar nokkrar ær í viðbót fni Fljótsdal. Runólfur býr eingöngu með fé og er með um 400 ær á fóðrum í vetur. -EÓ Hér stígur Júlíus Sólnes umhverfisráðherra út úr Ijallabfl ráðuneytisins. Júlíus mun án efa passa sig á að aka ekki utan vega og merktra slóða þegar hann fer að kanna umhverfi landsins í sumar. Tímamynd Pétur. Júlíus kynnir átak gegn akstri utan vega Júlíus Sólnes umhvcrfisráðherra kynnti fyrir helgi átak gegn akstri ut- an vega og merktra slóða. Að átakinu standa Náttúruverndarráð, Vegagerð ríkisins, Landssamband íslenskra vélsleðamanna, Lögreglustjórinn í Reykjavík, Ferðaklúbburinn 4 x 4 og Slysavamafélag Islands. I reglugerð um náttúruvemd frá ár- inu 1973 er allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegaslóða bannað- ur. Þar segir jafnframt að nauðsynleg- um akstri á slíkum svæðum skuli jafn- an hagað svo, að engin óþörf spjöll eða lýti á landi hljótist af honum. Á ámm áður voru gerðir fjöldi vegaslóða í tengslum við mannvirkja- gerð t.d. við byggingu virkjana og raf- Auknar vinsældir hjónabandsins vandfundnar í manntalsskýrslum: Fráskildum fjölgar Fráskildu fólki (að lögum) hefur Qölgað um þriðjung á aðeins fimm árum. Um 10.520 Fslendingar voru flokkaðir í þennan hóp um síðustu áramót, cn hann hafði þá stækkað um 2.630 manns á hálfum áratug. Þótt vegur hjónabandsins sé talinn vaxandi á ný (af lærðum mönnum ( fjölmiðlaviðtölum) veröur þess trauðla vart I manntalsskýrslum Hagstofunnar enn sem komið er a.m.k. Giftu fólki hefur nær ekkcrt ljölgað síðustu fimm árin. Fjöldi hjónavigslna virðist því einungis nægja til að vega upp á móti slitum hjúskapar, annars vegar vegna skilnaða og hins af völdum andláts annars makans. Ekkjum og ekklum fjölgaði ura 4-5% á þessum árum. Aðeins rúmlega helmingur (53,7%) tvitugra íslendinga og eldri er í hjónabandi og samvistum við maka, eða um 90.900 manns. Ógiftir á þessum sama aldri er um 54.300 manns sem er 9.000 (20%) fieiri en fyrir fimm árum. Ekkjur og ckklar eru jafn margir og þeir sem eru skíldir að lögura, rúmlega 10.500 manns (þar af 78% konur). Þá eru ótalin rúmlega 3.200 manns, sem skilið hafa að borðí og sæng cða slitið samvistum við maka af öðrum orsökum þótt skilnaður að lögura hafi ekki farið fram. Þessi hópur er einnig um fjórðungi stærri en fyrir fimm árum, Gift fóik er því eina hjúskaparstéttin sem ekkert hefúr stækkað á siðari hluta þessa áratugar. Tæplega 170 þúsund ís- lendingar voru tvítugir og eldri í lok siðasta árs. - HEI lína eða þegar verið er að girða. Þá lögðu menn af stað á bíl og létu ýtuna elta sig, uns komið var í ógöngur þá var snúið við og sami leikur leikinn þar til endapunkti var náð. Til er nokkur fjöldi slíkra slóða og geta menn leitt líkur að því hversu góðar þær eru. Eftir að menn gerðu sér grein fyr- ir verðmæti ósnortinnar náttúru hefur verið reynt að spoma gegn akstri utan vega. Á síðari árum hafa menn eink- um beint sjónum sínum að jeppum af ýmsum stærðum og gerðum. Slíkum ökutækjum hefur fjölgað mikið hér á landi. Sumir jeppaeigendur hafa af- skaplega gaman af því að reyna bílana við erfiðar aðstæður og þá einkum í brekkum þar sent bannað er að aka. í bæklingnum um akstur utan vega segja félagar í Ferðaklúbbnum 4x4, en í honum eru áhugamenn um fjór- hjóladrifsbifreiðar: „Jeppamenn: Lát- um öll landspjöll heyra sögunni til. Utbúnaður fjórhjóladrifsbifreiða í dag er orðinn svo góður að það að valda náttúruspjöllum sýnir aðeins kunn- áttuleysi viðkomandi til ferðalaga." - EÓ Sjómannafélag Reykjavíkur: Harðorð mótmæli Tímanum hefúr borist eflirfarandi yfir- lýsing frá stjóm Sjómannafélags Reykja- víkur: Á liðnum ámm hefúr Sjómannafélag Reykjavíkur oftlega deilt hart á útgerðir kaupskipa og átök því orðið, vegna tak- markalitillar leigutöku erlendra leiguskipa mönnuðum erlendum sjómönnum frá lág- launalöndum Austur-Asíu. Sjómannafé- lagið hefur vegna þessa ítrekað varað við að atvinnuöryggi Islendinga sé stcfnt í hættu verði útlendingum veitt takmarkalít- il heimild til að starfa hér á landi til sjós eða lands. Eimskipafélag Islands brást þannig við að í stað þess að fylgja eftir óskadraumi sínum um erlendar áhafnir á Fossana stofnuðu þeir fýrirtæki erlendis þar sem þægindafánum varð við komið og fluttu nokkur skipa sinna þangað. í ljósi þessa lýsir stjóm Sjómannafé- lags Reykjavíkur furðu sinni á ummælum formanns Eimskipafélags íslands á aðal- fúndi félagsins 15. þ.m. Meginkrafa formannsins er að gera það mögulegt að manna skip félagsins er- lendum áhöfnum svo hægt sé að lækka laun áhafna. Til þess að svo geti orðið þarf félagið, sem að langmestu leyti stcndur í samkeppni við sjálft sig um siglingar til ís- lands, á ríkisstyrk að halda, þ.e. að fella niður skatta íslenska ríkisins sem gangi til skipafélagsins svo launum áhafna verði náð af launastigi þriðja heimsins. Islenska þjóðin hlýtur að spyija hvort þetta sé nauð- synlegt til handa óskabami nokkurra auð- kýfmga sem með stórgróða sínum hakka markvisst undir sig arðvænlegustu fyrir- tæki landsins. íslenskir sjómenn og þjóðin öll á kröfú og heimtingu á að stjóm Eimskipafélag ís- lands gefi skýringu á þessum orðum for- mannsins og fyrirætlunum félagsins í þessu máli. Um leið og Sjómannafélag Reykjavík- ur mótmælir slíkum kröfum og fyrirætlun- um harðlega samþykkir stjóm þess að vinna að óskum fjölmargra verkamanna og sjómanna um stofnun flutningaverka- mannasambands allra þeirra sem starfa að flutningum hvort heldur er í lofti, á láði eða legi sem standi vörð um atvinnuöryggi Islendinga. Athugunum á „Laugavegsskjálft- unum“ hætt: SPRENG- INGAR TALDAR ORSÖKIN skjálftamælum á þrem stöðum í nágrenni við húsið að Laugavegi 178. Þeir skjálftar sem greindust á tækjunum eru líklegast vegna sprenginga í húsgrunnum í ná- grenninu," sagði Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur á Veður- stofúnni. Ragnar sagði að flesta skjálft- ana sem fundist hefðu á rakarastof- unni í austurenda hússins mætti skýra á þennan hátt. Þó væm ástæður sumra hræringa sem greindust á tækjum Norrænu eld- fjallastöðvarinnar um daginn að nokkru óljósar. Ekki væri þó útilokað að eitt- hvað af þeim tengdust húsinu sjálfu að einhverju leyti. Eins gætu þær stafað frá jarðskorpunni og að ein- hver spenna hefði verið að leysast úr læðingi. Þessar hræringar væru þó það smáar að engin sérstök ástæða væri að rannsaka þær frekar eða að grafast fyrir um orsakir þeirra. —sá m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.