Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. mars 1990 ,T,ímion;.15 ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Handknattleikur-V(S-keppnin: VALSMENN MISSTU FLUGID - féllu úr efsta sæti 1. deildar Frosti Guðlaugsson átti góðan leik þegar ÍR vann Víking í 1. deildinni í handknattleik að ofan er eitt marka Frosta í uppsiglingu. um helgina. Á myndinni hér Tímamynd Pjetur. Annar sigur ÍR- inga á Víkingum Víkingar urðu að sætta sig við sinn annan ósigur fyrir ÍR-ingum í 1. deildinni í handknattleik í vetur, er liðin mættust í Seljaskóla á laugar- dag. Lokatölur voru 27-21. Víkingar höfðu frumkvæðið fram- an af leiknum, leiddu um tíma með 3 mörkum 5-8, en ÍR-ingar náðu að jafna fyrir hlé. Jafnt var í leikhléinu 13-13. ÍR-ingar hófu síðari hálfleikinn með miklum látum, gerðu 4 fyrstu mörkin og komust yfir 17-13. Vík- ingar náðu aldrei að minnka muninn nema í 3 mörk og sigur Breiðholts- liðsins var því aldrei í verulegri hættu. Þegar upp var staðið höfðu ÍR-ingar unnið 6 marka sigur 27-21. Ólafur Gylfason og Frosti Guð- laugsson léku best ÍR-inga í þessum leik, en f R-liðið lék mjög vel saman og virðist ætla að koma sterkt til leiks eftir hléið. Varnarleikurinn var sterkur og sóknarleikurinn fjöl- breyttur. Þá voru hraðaupphlaupin sem fyrr á sínum stað hjá liðinu. Birgir Sigurðsson var bestur Vík- inga að þessu sinni, en Guðmundur Guðmundsson stóð einnig fyrir sínu. Víkingar hafa ekki haft heppnina með sér í vetur, hver leikmaðurinn af öðrum hefur orðið fyrir meiðslum, nú síðast Árni Friðleifsson sem sleit krossbönd í hné. Hrafn Margeirsson er enn frá vegna hálsmeiðsla, en Dagur Jónasson lék með gegn ÍR, en hann fór sem kunnugt er í 6 mánaða leikbann vegna reglna um félagaskipti. Mörkin ÍR: Ólafur Gylfason 8/2, Frosti Guölaugsson 8, Róbert Rafnsson 5, Sigfús Orri Bollason 4 og Matthías Matthíasson 4. Víking- ur: Birgir Sigurðsson 10/3, Bjarki Sigurðsson 4, Ingimundur Helgason 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Siggeir Magnússon 2, Dagur Jónas- son 1 og Karl Þráinsson 1. BL Stjarnan úr Garðabæ virðist hafa notað hléið sem varð á keppni í 1. deildinni vel, því á laugardaginn vann liðið öruggan sigur á efsta liði deildarinnar Val, er liðin mættust í Ásgarði í Garðabæ. Lokatölur leiks- ins voru 32-27 Stjörnunni í vil. Valsmenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og höfðu yfir í leikhléi 12-14. Stjarnan var ekki lengi að jafna í síðari hálfleik, 16-16 og síðar 19-19, en eftir það tóku Stjörnu- menn öll völd á vellinum. Sigurður Bjarnason fór hamförum á þessu kafla, skoraði hvert markið af öðru og var hreint óstöðvandi. Valsmenn hresstust aðeins undir lok leiksins en það var of seint, Stjörnumenn höfðu þegar tryggt sér öruggan sigur. Leikurinn var nokkuð fjörugur og skemmtilegur á að horfa, en ekki voru gæði handknattleiksins mikil. Sérstaklega var varnarleikur liðanna í molum og markvarslan var einnig frekar slök. Sigurður Bjarnason lék afar vel í síðari hálfleik, en í þeim fyrri hafði hann ekki náð sér á strik. Einar Einarsson átti einnig góðan leik. Hjá Val léku þeir vel í fyrri hálfleik Brynjar Harðarson og Jón Knattspyrna: Horst Wohlers þjálfar Dani Danska knattspyrnusambandið hefur ráðið V-Þjóðverjann Horst Wohlers sem arftaka Sepp Pionteks með danska landsliðið í knattspyrnu. Wohlers þjálfar nú lið Bayer Uer- dingen í heimalandi sínu. Hann er 40 ára gamall og lék hér á árum áður 230 leiki í v-þýsku deildinni. Ráðning Wohlers kom mjög á óvart í Danmörku, margir áttu von á því að Richard Möller Nielsen þjálfari 21 árs landsliðsinsogÓlymp- íuliðsins tæki við A-liðinu. Sepp Piontek sem tók við danska landsliðinu 1979, mun taka við því tyrkneska í júní nk. þegarsamningur hans við danska sambandið rennur út. BL Kristjánsson, en fátt var um fína drætti í þeim síðari. Mörkin Stjarnan: Sigurður Bjarnason 8, Einar Einarsson 7/3, Skúli GUnnsteinsson 5, Gylfi Birgis- son 4, Axel Björnsson 3, Hilmar hjaltason 3 og Hafsteinn Bragason 2. Valur: Finnur Jóhannsson 6, Jón Kristjánsson 5, Brynjar Harðarson 5/1, Valdimar Grímsson 4, Jakob Sigurðsson 3 og I ngi Rafn Jónsson I. BL Sund: Góður árangur hjá Ragnheiði Ragnheiöur Runólfsdóttir sund- drottning frá Akranesi náði góðum árangri á bandaríska háskólameist- aramótinu í sundi um helgina. Ragnheiður varð í 8. sæti í úrslit- um í 100 jarda bringusundi, synti á 1:02,92 mín. og í 200 jarda bringu- sundi synti hún á 2:16,42 og varð í 11. sæti. Erfitt er að bera þessa tíma sarnan við tíma í 100 og 200 metra sundi, en ljóst er að Ragnheiður hefði sett Norðurlandamet í báðum greinun- um. Sænsk stúlka, Anne-Lie Holm- ström á Norðurlandametin, en á innanhússmeistaramótinu, sem fram fer í Vestmannaeyjum í næsta mán- uði ætti að koma í Ijóst hvort metin standa eftir að Ragnheiður hefur tekið hraustlega á í lauginni. BL Frjálsar íþróttir: Met í 60 m hlaupi Einar Þór Einarsson úr Ármanni bætti íslandsmetið í 60 m hlaupi innanhúss á alþjóðlegu móti í Dortmund í V-Þýskalandi. Einar hljóp á 6,7 sek. á handtímatöku, sem samsvarar 6,94 sek. á rafmagns- tímatöku. Eldra metið, 7,12 sck. áttu þeir Hjörtur Gíslason og Vil- ntundur Vilhjálmsson. BL Vinningstölur laugardaginn 17. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 1.158.402 2. 3 134.253 3. 4af5 101 6.878 4. 3af5 3.427 473 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.035.212 kr. UPPLYSINGAR : SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.