Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 20. mars 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandí: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun : Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð I lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þýsk stjórnmál Nú geta menn hent á milli sín í gamni og alvöru að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hafi sigrað í kosningum í Austur- Þýskalandi. Hin skjótu umskipti í stjómmálum Austur-Þýska- lands eftir fall 40 ára kommúnistastjómar í landinu hafa leitt til þess að Kristilegi lýðræðisflokkurinn verður langstærsti þingflokkur nýkjörins þjóðþings landsins með nærri 41% af heildaratkvæðatölu kosn- inganna og fúll 48% ef miðað er við samanlagt at- kvæðamagn hans og smáflokka sem mynda með hon- um stjómmálabandalag. Austur-þýskir kjósendur hafa snúist meira til fylgis við hægri flokka en búist var við. Allt fram á kjördag var því hampað, að skoðanakannanir bentu til þess að sósíaldemókratar hefðu mest kjósendafylgi. Fjarri fer því að sú spá hafí ræst, því að flokkur þeirra nær því ekki að vera hálfdrættingur á við bandalag hægri manna. Nú em fréttaskýrendur auk þess famir að rifja það upp, að skoðanakannanir hafí sýnt að helmingur þeirra, sem spurðir hafa verið, hafa ekki viljað svara neinu til um hvem flokk þeir styddu. Hægri menn hafa þannig átt mikið fylgi hjá þeim sem vom óákveðnir í skoðanakönnunum. Þetta þýska dæmi sýnir hversu vandasamt getur verið að túlka niður- stöður skoðanakannana. Austur-þýsku kosningamar hafa líkst því þegar klakastíflur bijótast ffam í vorleysingum. Alls munu 24 flokkar og framboðshópar hafa boðið fram í þjóð- þingskosningunum og hvorki meira né minna en 13 þeirra eignast þingfulltrúa frá einum upp í eitt hundr- að sextíu og fjóra, þrír flokkar hafa 65 þingsæti eða meira, Kristilegi lýðræðisflokkurinn hefur 164 sæti, sósíaldemókratar 87 og Flokkur lýðræðislegs sósíal- isma, sem er gamla kommúnistafylkingin endurborin, hefur hlotið 65 þingsæti og er því þriðji stærsti flokk- ur landsins. Það vekur athygli að samtökin Nýr vettvangur, sem létu mest að sér kveða í mótmælaherferðinni gegn Honeckerstjóminni í haust, höfðu sáralítið fylgi í kosningunum. I kosningabaráttunni hafa þau reynst lausbeisluð og forystulítil og einskis mátt sín gagn- vart skipulögðum kosningaáróðri hægri manna og sósíal-demókrata, sem nutu dyggilegs stuðnings vest- ur-þýskra flokksforingja. Málflutningur Kohls kanslara hefur greinilega mátt sín mikils í Austur- Þýskalandi. Afstaða hans til skjótrar sameiningar þýsku ríkjanna hefur átt hljóm- gmnn hjá austur- þýskum kjósendum, og loforð hans um að tryggja sparifjáreigendum hagstæð skipti á austur-þýskum mörkum hefur án efa átt stóran þátt í sigri hægri manna. Þrátt fyrir þennan mikla sigur hægri flokkanna, er gert ráð fyrir að þeir muni ekki neyta sigursins með því að útiloka stjómarsamstarf með sósíaldemókrötum, heldur muni þeir þvert á móti beitast fyrir myndun ríkisstjómar á breiðum gmnd- velli, sem fýrst og fremst merkir að vinna með sósíal- demókrötum, enda hafa arftakar kommúnistafýlking- arinnar verið fyrirfram afskrifaðir sem samstarfsmenn. Þróun þýskra stjómmála mun reynast forvitnileg á næstunni. lllllll GARRI 11 llllllllllli 1111 liillil illfll lilllll flllliffll 1 1111111 Ilfllillil iflfll 1 111 ilfllf illllff III llfffllll 111111 öðru hverju berast fréttir um dráp á blaóamönnum. Manndráp er auðvitað alltaf vondur glæpur, og dráp á blaðamanni heyrir til því slöleysí að þvi viðbættu, að blaðamenn eru oftast drepnir fyr- ir fréttaöflun. Í styrjðldum þykir ekki tiitökumál þótt biaðamenn falli, enda eru þeir meðal her- manna. Kunnastir slíkara manna, sem hafa fallið á seinni hluta ald- arinnar, eru þeir Ernie Pyle og Ijósmyndarinn Frank Capa. Scm betur fer er minna um það að blnðamenn séu teknir af lífi með dómi fyrir að siona skyldustörf- um sfnum. Óhætt mun að teija Arabaríki utan þess sem kallast verða réttar- ríki. Þar eru raál dæmd sam- kvmmt trúarbragðariti og þar er réttarsalurinn oftar en hitt of- stækissamkunda sern hvergi mundl þrifast meðal siðaðra þjóða. Mörg þessara rikja eru alltaf að opinbera algjört siðleysi í meðferð á fóiki. Þar er fólk háls- höggvið á torgum fyrir smávægi- legar yfirsjónir sem varða ekki einu sinni við Iög í siðmenntuðuin faeimi. Þetta er enn börmulegra vegna þess að Arabar eru ná- grannar okkar og sumir kynþætt- ir þeirra böíða nú ákaflega tii samúðar siðaðra þjóöa vegna langvarandi deilna við fsraeis- menn. En bafa siðaðar þjóðir ein- hverjum skyidum að gegna við fólk, sem kveðið hefur upp dauða- dðro yfir rithöfundi af því hann skrífaði ciilhvað um rélltrúnað þeirra sem þeim féll ckki? Og þurfa menn að reka stór erindi meöai siöaðra þjóða fyrir menn sem taka óvopnaðan blaðamann og drepa hann þar sem hann er að sínna skyidustörfum sinum? Siðleysi Araba er stórum átak- aniegra en einbverjir þeir kostir sem þeir kunna að hafa. Siðaðar þjóðir verða að koma þeim i skiin- ing um, og það raeð afdráttarJaus- um hætti, aö við þá er ekki hægt að tala neinum silkitungum án meðan þeir ástaunda gróft siðlevsi og beita tíl þess æðstu valdastofn- unum ríkja, eins og dómstólum í lrak. Vestur-Evrópa hefur orðið áhorfandi að miklu siðleysi á þess- ari öld. Svo nærtæk dæmi séu tek- in skal minnt á uppgang na/ista í Þýskalandi, þar sem stjómvöld og dómstóiar ástunduðu siðleysi til að geta komið niiiijónum manna fyrir kattarnef á „löglegan* hátt. Samhliða nazismanum, og þó öUu lengur, blómstraði kommúnisi- minn með sama hættí. Siðleysi og dómstólar héldust þar í bendur, samanber réttarhöldin 1937. Kommúnismanum er nú að Ijúka, Það getur orðiö lengra og vanda- samara verk að kenna Aröbum mannasiði og venja þá af heifta- ræði, sem virðist öðru hvcrju ráða gerðum þeirra og atliæfi. Blaða- maðurínn Bazofts hafði ekkert brotíð af sér sem kemur nærri þvi að varða líilát, írakar aðhafast ekkert, sem ekki er vitað um nú þegar, ef hölð er í huga sú mikia tækni, sem beitt er viö njósnir nú á dögum. Dómurínn yfir honum er ekki annað en vitnísburður um ofstæki siðlausra manna. Garri VÍTT OG BREITT Óskabarn á vergangi Mogginn heldur áfram að hrella Eimskip sem á í svo harðri sam- keppni að stjómin heldur áfram að kaupa félög og hlutabréf og lætur iíklega ekki staðar numið fyrr en tekist hefúr að ná meirihluta bréfa í Arvakri. Þá mun Morgunblaðinu líka hætta að blöskra græðgi og yfir- gangur óskabams þjóðarinnar og Reykjavíkurbréf verða lögð niður. Höfúndar þess merka bréfs vom aldeilis hlessa um helgina, annan sunnudaginn í röð, á umsvifúm Eimskips á hlutabréfamarkaði og telur sjálft Morgunblaðið að hringa- myndun og einokunaraðstaða sé ekki eðli hlutafélaga og frjálsrar samkeppni. Þetta hafa nú margir vitað lengi og að hlutafélög án hlutabréfamark- aðar og með klásúlum í félagslögum um forkaupsrétt þeirra sem eiga er ekkert annað en hláleg skrípamynd af kapítalisma, frjálsri samkeppni og eintaklingshyggju. A Islandi em hlutabréf aldrei fol á eðlilegum markaði nema þegar fyrirtækin em um það bil að fara á hausinn eða orðin gjaldþrota. Óskabamið sem eitt sinn var, er orðið að tæki til að vemda hagsmuni nokkurra fjölskyldna og er frjálsri samkeppni um eignaraðild álíka lokað og mesta dýrindið í einkaeign, en er skráð hlutafélag á pappírum og í gamni, sjáifur Arvakur. Ósamkeppnishæft Fjárfestingafyrirtækið sem geng- ur undir heitinu Eimskip og rekur m.a. flutningastarfsemi safnar víðar glóðum elds að höfði sér en hjá starfsmönnum Arvakurs. Sjó- mannafélag Reykjavíkur er heldur óhresst með þá yfirlýsingu Halldórs frá Bæ, að nú eigi að fara að ráða sultarlýð frá fjörrum heimshomum til að sigla skipum félagsins. Vegna fátæktar og mannsæm- andi kjarasamninga hefur Eimskip ekki efni á að láta íslenska farmenn sigla skipum sínum. Stjómarformaðurinn hefði uppi þann boðskap á aðalfúndi óska- bamsins, að til að standast sam- keppnina á heimshöfunum væri ótækt að láta íslenska sjómenn sigla farkostum Eimskipafélagsins. Maðurinn, og væntanlega aðrir í stjóminni, halda að það sé nauðsyn- legt að láta fólk frá malajalöndum eða öðram láglaunasvæðum sigla íslenskum skipum til að standast samkeppni. Hann skírskotar til ann- arra siglingaþjóða, sem oft finnst heppilegt að skrá skip sín í einhverri Líberíunni, þar sem lög um trygg- ingar og mannréttindi, hvað þá starfsréttindi em ekki brotin, því þau em ekki til. Svona er komið fyrir íslenskum siglingum og þetta er reisnin á stærsta flutningafyrirtæki landsins. Islenskir farmenn era ekki brúklegir til að færa vaminginn heim og þar ofan í kaupið þarf að gera skip þjóð- arinnar, eða fjölskyldnanna, svo al- þjóðleg, að fjárfestingafirmað Eim- skip verður ekki skattskylt á Islandi. Flutt úr álfunni Stjómarformaður íjölskyldnanna og hlutabréfa Háskólans boðar mikla samkeppni á höfúnum og að stríðið sé tapað ef skipin verða skráð á Islandi og íslenskar áhafnir eiga að sigla þeim. Hér verður ekki getum að því leitt hver hefur biásið þessum vís- dómi í brjóst formannsins, fremur en hvað kemur honum tii að halda að Evrópa og heimurinn allur breyt- ist einhver ósköp árið 1992. En fyrir þann tíma þarf að verða búið að umskrá skipin, reka íslensku sjómennina í land og skrá þurfalinga annars og þriðja heimsins á skipin til að standast samkeppni. Alltaf er heldur óljóst við hveija á að fara að keppa 1992. Þá er mein- ingin að sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins verði að vem- leika og láta sumir íslenskir fram- kvæmdamenn þannig að þá muni ís- lenskir atvinnuvegir og athafnalíf missa af einhveijum ósköpunum ef ekki er fylgt þar með. Það er með öllu óútskýrt hvers vegna ekki er hægt að reka jafn dýr og fúllkomin skip og þau sem Eim- skip á með áhöfnum sem em svo þurftaffekar að þær þurfa meira en kjaftfylli af hrísgijónum fyrir vinnu- framlag sitt. Samt em til nægir pen- ingar til að fjárfesta út og suður í öli- um fjandanum öðram en skipum og vel hæfúm starfskrafti. Svo era menn að röfla um að framtak, dugnaður þjóðarinnar sé mesta auðlindin og menntun besta fjárfestingin. Það sem einu sinni var óskabam þjóðarinnar er nú orðið svo alþjóð- legt, að hinn fomi Þórshamar má ekki lengur vera merki félagsins og hafa umboðsmenn fjölskyldnanna ákveðið að það verði ekki notað lengur. Þeir segjast hafa orðið fyrir að- kasti erlendis fyrir merkið sem verið hefur á skipum félagsins allt frá 1915 og nú verði að láta undan út- lendum misskilningi og Ieggja merkið niður og lofa að nota það aldrei meir. Þeir sem einhverja nasasjón hafa um íslenska sögu vita hve siglingar era nátengdar sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðarinnar og hvers vegna allir landsmenn sam- einuðust um að stofna skipafélag 1915. Nú taka forráðamenn Eimskips fyrirskipunum utan úr heimi um hvemig þeir mega eða mega ekki merkja skipin og hvaða merki þeir mega hafa í bréfahausum fyrirtækis- ins. Og þeir eru að undirbúa að hvorki skipin né skipshafnimar hlýti íslenskum lögum eða kjarasamning- um undir því yfirskini að samkeppni sé að harðna og sömu aðilar þykjast vera málsvarar frjálsrar samkeppni. Þeir verða burðugir þessir eða hitt þó heldur ef þeir ætla að taka þátt í trylltri samkeppni innan Evr- ópubandalagsins um markaði og þjónustu, en hafa svo ekki einu sinni efni á að hafa evrópskar áhafnir á skipum sínum eða reka þau eins og íslensk eða evrópsk fyrirtæki. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.