Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 20. mars 1990 Þriðjudagur 20. mars 1990 Tíminn 9 í flugi -í; r £ r v \ < I Þrjár litlarflugvélaráleiðyfir Atlantshaf lentu í erfiðleikum við ísland í loksíðustu vikuBandaríkjamennogfleiri þjóðirviljaekki herðareglurumferjuflug: h vað sem það kostar ■ -..................................................................................................................................................................................................................................................................................................... Vilia frelsi íslendingar hafa þurft að hafa afskipti af þremur flugvélum á leið yfir Atlants- hafið á aðeins fjórum dögum. Þetta vekur upp þá spurningu hvort ekki sé tímabært að herða reglur sem gilda um slíkt flug. Það mun nú vera í undirbún- ingi. Hins vegar er mikil andstaða meðal Bandaríkjamanna og fleiri þjóða gegnt öllum hömlum á flugi milli landa. Al- menn andstaða er við þá hugmynd að ferjuflugmenn verði skyldaðir til að kaupa sér tryggingu áður en þeir leggja af stað yfir Atlantshafið. Oft hefur ekki munað miklu þegar flugvélar hafa lent í sjónum við ísland. Frægt er þegar eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 172-Skyhawk lenti í sjónum um 370 sjómílur suður af Vest- mannaeyjum fyrir tæplega tveimur árum síðan. Flugmennirnir ætluðu til íslands en tóku óvart stefnuna á írland. Flugvél Flugmálastjórnar beindi vélinni að veðurskipinu Lima sem var þarna statt fyrir tilviljun. Skipið bjargaði báðum flugmönnunum eftir að vélin var orðin eldsneytislaus. Það hefur hins vegar ekki alltaf tekist svona vel til. Fyrir fáum árum síðan fórst flugvél á hafinu milli Færeyja og íslands. í vélinni voru, franskur tannlæknir, kona hans og börn þeirra tvö. Þrjár vélar í vandræðum á fjórum dögum Þegar tilkynning berst frá flugmanni í erfiðleikum er venjan sú að flugvél Flugmálastjórnar er send af stað. Hún miðar síðan út flugvélina sem á í erfið- leikum og beinir henni á rétta stefnu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur síðan í kjölfar vélar Flugmálastjórnar og fylgir flugvélinni inn til lendingar eða reynir að bjarga flugmanni, ef vélin þarf að nauð- lenda. Fyrsta flugvélin sem lenti í erfiðleikum í síðustu viku, tveggja hreyfla vél af gerðinni Cessna Skymaster, var að koma frá Kanada síðastliðinn fimmtudag, þeg- ar hún lenti í vandræðum. Klukkan 19:15 tilkynnti flugmaðurinn að fremri hreyfill vélarinnar hefði stöðvast og að siglingatæki væru óvirk. Vélin átti þá ófarnar um 300 mílur til Reykjavíkur. Flugmaðurinn villtist af leið og var um 100 mílur suður af flugleið sinni þegar dönsk herflugvél, á leið frá Nuuk á Grænlandi, fann hann. ÞyrlaLandhelgis- gæslunnar, þyrla frá varnarliðinu og flugvél Flugmálastjórnar fóru til móts við flugvélina. Vélin lenti síðan heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli um klukk- an 22:30. Sólarhring síðar lenti þýskurferjuflug- maður í vandræðum. Flugvélin, sem var tveggja hreyfla af gerðinni Cessna 404- Titan, var að koma frá Syðra-Straumfirði á Grænlandi. Klukkan 17:40 óskaði hann eftir aðstoð þar sem allt benti til að eldsneytisbirgðir myndu ekki duga til Reykjavíkur. Flugvélar frá varnarliðinu voru á flugi í grennd við vélina og fóru þær á móts við hana. Frá Reykjavík fór flugvél Flugmálastjórnar og þyrla Land- helgisgæslunnar. Um það leyti sem þyrl- an kom að vélinni drapst á öðrum hreyfli hennar. Flugmaðurinn vildi ekki lenda á Rifi á Snæfellsnesi því að hann taldi sig hafa nægt eldsneyti til að fljúga til Reykjavík- ur. Þegar klukkan var 19:14 tilkynnti flugmaðurinn að hann væri að verða eldsneytislaus og um tveimur mínútum síðar hrapaði vélin í sjóinn um 25 mílum norðvestur af Reykjavík. Þegar vélin snerti hafflötinn skall andlit flugmanns- ins í mælaborð vélarinnar og við það nefbrotnaði hann. Sigmaður þyrlunnar var þegar látinn síga að vélinni og náði hann flugmannin- um upp um fjórum mínútum eftir að flugvélin lenti í sjónum. Hann var síðan fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Síðastliðið sunnudagskvöld lenti flug- vél af gerðinni Cessna 340 í vandræðum. Um borð voru tveir flugmenn, en vélin var að koma frá Bandaríkjunum. Þegar flugvélin var stödd um 100 sjómílur vestur af íslandi létu flugmennirnir vita af því að tæpt væri á að vélin næði til íslands. Ástæðan fyrir þessu var að flugmennirnir náðu ekki eldsneyti af varatank vélarinnar. Enn einu sinni fóru flugvél Flugmála- stjórnar og þyrla Landhelgisgæslunnar af stað. Flugvélin lenti síðan á Keflavík- urflugvelli um klukkan 22:30, en þá var eldsneytið að klárast úr aðaltönkum hennar. Menn ana stundum af stað í vondu veðri Páll Halldórsson er flugmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann fór tvisvar í björgunarflug um helgina. „Mjög stór hluti af okkar útköllum eru til móts við ferjuflugvélar. Það er allt of mikið um að þessar flugvélar lendi í vandræðum. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að herða reglur um þetta flug því að það verður að reyna að fækka óhöppunum. í sumum tilfellum er um eðlilegar bilanir að ræða, menn missa hreyfil o.s.frv. Mjög margir af þessum flug- mönnum hafa þetta fyrir atvinnu og vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er misjafn sauður í mörgu fé og ég hef grun um að sumir viti ekkert hvað er að gerast hérna megin á kringlunni. Menn eru stundum að fara af stað um hávetur á eins hreyfils vélum í veðri sem ég á hreinlega ekki orð yfir. Ég verð að segja að ég hef a.m.k. kosti ekki kjark í svona flug,“ sagði Páll. Snæbjörn Guðbjörnsson, flugmaður á flugvél Flugmálastjórnar, fór í öll þrjú útköllin. Hann sagðist telja algera tilvilj- un að það skuli hafa þurft að aðstoða þrjár flugvélar á fjórum dögum. Hann sagði að minna hefði verið um björgun- arflug á síðasta ári heldur en tvö árin þar á undan. Flugvél Flugmálastjórnar hefur aðeins íarið þrisvar sinnum í björgunar- flug það sem af er árinu, semsé í fyrsta sinn síðastliðinn fimmtudag. Snæbjörn sagði flugvélarnar almennt vera búnar betri siglingatækjum en áður var, margar þeirra eru t.d. með lóran- tæki. Hann sagðist telja að minna væri um að vélar lentu í villum en fyrir nokkrum árum. Það er hins vegar síður en svo úr sögunni. Flugmenn fara af stað með of lítið af eldsneyti í dag eru reglurnar þannig að ferju- flugvélar sem eru á leið til Reykjavíkur og eru með Keflavíkurflugvöll til vara íslandi, Frakklandi og samtökum einka- flugmanna. Niðurstaða fundarins var að upplýsa flugmenn betur um þær hættur sem eru því samfara að fljúga yfir Atlantshafið. Ákveðið var að Banda- ríkjamenn gæfu út sérstaka handbók sem hefði að geyma upplýsingar frá þeim löndum sem sinna þessu flugi. Búið er að gera fyrstu drög að bókinni og nú er unnið að endurbótum á þeim. Ætlunin er að ljúka við gerð bókarinnar í maí í vor áður en alþjóðanefnd um flugöryggi kemur saman í París. Guðmundur Matthíasson fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjónustunn- ar, segist vona að með því að upplýsa flugmennina betur um flugleiðina yfir Atlantshafið dragi úr óhöppum. „Tilgangurinn með útgáfu þessarar bókar er að opna hugi manna fyrir aðstæðunum á þessari flugleið. Það er ekki hægt að bera þettá saman við að fljúga yfir Bandaríkjunum þar sem veður eru miklu stilltari." íslendingar lögðu fram tillögu á fund- inum í Reykjavík um að flugmenn yrðu að kaupa sér einhvers konar tryggingu áður en þeir legðu af stað yfir Atlantshaf- ið. Engar undirtektir urðu við þessa tillögu. „Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir leggja. mikið upp úr því að það sé sem mest frjálsræði í þessum málum. Mönn- um er illa við að verið sé að setja einhverjar reglugerðir sem takmarka frelsi manna í flugi. Þjóðirnar sem þurfa að hafa mest afskipti af þessum flugvél- um, ísland, Danmörk fyrir hönd Græn- lands og Kanada, ætla hins vegar að samræma þær reglur sem gilda hjá þeim um ferjuflug. Ég geri ráð fyrir að það þýði að reglurnar verði eitthvað hertar.“ Vonast er til að þessar nýju reglur Myndin var tekin þegar þýski flugmaðurinn sem lenti í sjónum norðvestur af Reykjavíkurflugvelli kom til Reykjavikur síðastiiðið föstudagskvöld. þurfa ekki að vera með eldsneyti nema til klukkutíma flugs umfram flugvega- lengd. Það er mjög lítið fyrir hægfleygar vélar. Það þarf ekki mikinn mótvind til að þær lendi í vandræðum með eldsneyti, sérstaklega þegar flogið er á jafnlangri leið eins og frá Kanada til íslands. Sú flugleið getur tekið allt upp í 12 tíma flug. Nokkuð mismunandi er hvað menn reikna eldsneytisþörfina rúmt áður en lagt er af stað. Vélin sem lenti í Reykja- vík á fimmtudaginn átti eftir eldsneyti til þriggja tíma flugs þegar hún lenti. Hins vegar þykir lj óst að flugmaður vélarinnar sem lenti í sjónum hafi reiknað eldsneyt- isþörfina mjög þröngt. Vélin sem lenti í Keflavík átti eldsneyti til um tveggja tíma flugs ef hún hefði náð því úr varatönkunum. Þetta verður ætíð áhættusamt f lug í maí í fyrra var haldinn fundur um flugöryggi í ferjuflugi yfir Atlantshafið. Fundurinn var haldinn í Reykjavík. Á fundinn mættu fulltrúar frá Bandaríkj- unum, Bretlandi, Kanada, Danmörku, Tímamynd Pjetur komist í gagnið næsta haust. í þeim verða m.a. hert ákvæði um lágmarks eldsneytisbirgðir. „Það er hins vegar engin allsherjar lausn að herða reglurnar. Slysin verða m.a. vegna þess að flugmennirnir eru kærulausir og það mun ekki breytast jafnvel þó að reglurnar verði hertar. Þá má ekki gleyma því að flugtíminn á þessari flugleið getur verið svo breytileg- ur eftir aðstæðum hverju sinni. í þessari tegund af flugi verður alltaf til staðar viss áhætta,“ sagði Guðmundur. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.