Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 16
: 680001 - 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, ____ SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS ^-srec ÞRÖSTIIR 685060 VANIR MENN Tímiim ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990 Mikil umskipti eftir aö ASÍ, BSRB og VSÍ lögðu hornstein að stöðugs verðlagi: /erð b ólgu uni iirtO % f ágn a ðhir m- l.ma í? „Líklegt er að hinn 1. maí n.k., á hátíðis- degi verkalýðsins mælist mánaðarleg hækk- un lánskjaravísitölu innan við 10% í fyrsta sinn í langan tíma“, segir m.a. í VÍS, frétta- bréfi Verðbréfamarkaðar íslandsbanka. Jafnframt segir að mikil um- skipti hafi orðið í verðlagsmálum í þjóðfélaginu eftir að ASí, BSRB og VSÍ hafi lagt hornsteininn að stöðugu verðlagi í kjarasamning- unum í janúar. Aðspurður, hvort opinþerar spár sýndu svipaða niðurstöðu svaraði Már Guð- mundsson aðstoðarmaður fjár- málaráðherra: „Það er nokkurn- veginn öruggt, að lánskjaravísital- íslenskt í Kanann Samkomulag hefur náðst um endurnýjun samnings frá 1987 um kaup bandaríska hersins á Keflavík- urflugvelli á íslenskum landbúnaðar- afurðum. Samningurinn gildir frá t.apríl 1990 til 31.mars 1991, og verður þá endurskoðaður. Samkvæmt samingnum stefnir að því að kaupa allt að 32 þúsund pund af ungneytakjöti, 2o þúsund pund af kjúklingum og 110 þúsund pund af eggjum. Þá var á síðasta ári og hafin sala íslensks grænmetis í verslunum á Vellinum, og er stefnt að framhaldi á því, auk þess sem íslenskar „Vín- arpylsur" verða á boðstólum. Kaup- verð nautakjötsins er 3.95 dalir pundið, hækkar úr 3.50 dölum frá því í fyrra. Fyrir pundið af kjúkling- um fást 2.96 dalir, og fyrir pund af eggjum 1.50 dalir. Þetta er í fjórða sinn sem samning- urinn er endurnýjaður. hiá. an sýnir undir 10% í maí. Verð- bólga mæld í hækkun framfærslu- vísitölu gæti líka verið í kringum 10%, en hugsanlega aðeins meiri“. { VÍS er bent á, að verðbólgan hafi minnkað um allt að fjórðung frá því fyrir áramótin. Útlit sé fyrir, að verðhækkanir verði miklu minni á næstu vikum vegna stöð- ugs gengis og lítilla launahækk- ana. Jafnframt hafi skapast öflugt verðlagseftirlit almennings, óverðtryggðir vextir bankanna hafi lækkað um hátt í 10% og fleira mætti telja. „Ef til vill hefur þegar myndast hér sá ótti við verðbólgu í hugum fólks, sem alls staðar vofir yfir hjá þeim þjóðum, sem best hefur tekist að bægja verðbólgu burt úr þjóðarbúskapn- um“, segir í VÍS. En varað er við, að þótt vel hafi tekist til þessa, sé björninn ekki unninn. Mesta hættan á næstu mánuðum sé sú að þensla myndist vegna of mikillar peningaútgáfu. Slíkt peningastreymi gæti myndast við það, að ríkissjóður fjármagni halla ekki sinn á innlendum mark- aði eða að bankar auki útlán sín umfram verðlagshækkanir. Að aukin þensla sé helsta hættan, segir Már flesta sammála um. Hins vegar ekki, að hún felist hvað helst í ákvörðunum í fjár- málaráðuney tinu. Hvað mest hætta á þenslu sé í sambandi við utanríkisviðskiptin. Þ.e. Að viðskiptakjör batni veru- lega og gjaldeyrir streymi inn í landið eftir þeirri hefðbundnu leið. Batni hagur sjávarútvegsins verulega geti það leitt til launa- skriðs, fyrst í sjávarútvegi ogsíðan í öðrum greinum. Til að mæta þessu segir Már að til séu tvær leiðir: Annars vegar að taka upp virkt verðjöfnunarkerfi með greiðslum í verðjöfnunarsjóð í samræmi við tillögur þar um. Hin leiðin sé að hækka gengi krónunnar, þ.e. ef um mjög al- mennan bata er að ræða. Gengis- hækkun mundi jafngilda auknum kaupmætti jafnframt því að draga úr verðbólgu. Varðandi ríkisfjármálin og pen- ingamálin segir Már það lykil- atriði, að skattar verði ekki lækk- aðir, heldur að menn verði jafnvel tilbúnir að hækka skatta og/eða skera niður ríkisútgjöld ef mikil þenslumerki koma í ljós. - HEI Búrhvalir í heimsókn á Steingrímslirði 15. mars 1990. Búrhvalir á Steingrímsfirði Á fimmtudagsmorgni síðustu viku varð vart við stóra hvali innarlega á Steingrímsfirði, nánar tiltekið í grennd við bæinn Bassa- staði. Nokkrir hvalaáhugamenn flugu yfir staðinni fyrri hluta dagsins, og síðar fóru 10 menn saman á bát frá Hólmavík til að kanna málið nánar. í ljós kom að þarna voru 4 búrhvalir á ferð, en þeir eru sjald- séðir á Steingrímsfirði, sérstaklega á þessum árstíma. Búrhvalir leita alla jafna suður á bóginn á veturna, en eitthvað af törfum heldur sig þó við ísland allt árið. Tíminn var eina blaðið sem átti fréttaritara í hvalaleiðangri Hólm- víkinga, og að sjálfsögðu var myndavélin með í för. Síðast þegar fréttist voru hval- irnir enn á Steingrímsfirði og virt- ust una hag sínum vel. Stefán Gíslason j Menntamálaráöherra kynnir nýja stefnu í málefnum skólanna á Laugarvatni: iþróttaskóli á háskólastigi fnnan menntamálaráðuneytisins hefur undanfarna mánuði verið unnið að tillögum um nýja stefnu varðandi málefni skólanna á Laug- arvatni. Að sögn Svavars Gests- sonar inenntamálaráðherra er stefnan að setja sameiginlega lög- gjöf fyrir alta skólana. Gert er ráð fyrir, að rckstur stjórnun skólanna verði sameinaður undir nokkurs konar hcildarskóla, en þeir starfi síðan með sjálfstæðum hætti hver fyrir sig. Svavar sagði innan þess heildar- skóla, sem lagt er til að stofnaður verði og kalla má Laugarvatns- skóla, er gert ráð fyrir, að starf- ræktur verði íþróttakennaraskóli á háskólastigi og menntaskóianum verði breytt í framhaldsskóla með miklu íþróttavali og hússtjórnar- braut. „Þannig verður byggt á þeirri hefð, sem til er á Laugar- vatni, varðandi íþróttir og hús- stjórnarkennslu, sem þar var lengi starfrækt,“ sagði Svavar. Sem kunnugt er, hefur þegar vcrið ákveðið, að íþröttamiðstöð Islands verði starfrækt á Laugar- vatni. Svavar sagði að þcssar hug- myndir, sem nú væru uppi, kxmu í beinu framhaldi af þeirri ákvörð- Lagt er til, að hlutverk mennta- skólans brcytist á þann hátt, að þungatniðjan verði lögð, á mennt- un á sviði íþrótta. heilbrigðis, heilsufræði, næringarfræði og tengdra greina. Líka verði sérstak- ar námsbrautir á hússtjórnar- og heimilisfræðslusviðinu, auk þess sem nám til hcfðbundins stúd- entsprófs af bóknámsbrautum mun halda sér líkt og verið hefur. í íþróttakennaraskólanum er gert ráð fyrir, að hægt verði að leggja stund á háskólanám í íþróttakennslu til 60-90 eininga og tengdist því námi, sem fram fer í Kennaraháskóla íslands. Þá færi þar einnig fram menntun íþrótta-f þjáifara að sögn Svavars, auk þess sem leiðbeinendur, sem starfa fyrir íþróttahreyfinguna gætu sótt stna menntun þangað. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.