Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. mars 1990 Tíminn 5 Jarðskjálfti, tæplega fimm stig á Richter-kvarða, skók höfuðborgarsvæðið í gær. Stöðugir skjálftar frá því á aðfararnótt laugardagsins. Búist við skjálftavirkni næstu daga: Eru skjálftarnir undanfari eldgoss? Allsnarpur jarðskjálftakippur varð á höfuðborgar- svæðinu um fimmtán mínútum fyrir ellefu í gærmorgun. Á undan sterkasta skjálftanum komu smærri skjálftar og síðan fylgdu smærri skjálftar í kjölfar þess stóra. Upptök skjálftanna voru við vesturbakka Kleifarvatns en tals- verð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi um helgina sem náði hámarki með skjálftunum í gær. Skjálftinn sem varð laust fyrir klukkan 11 náði um fimm Richter-stigum. „Upptökin eru á eldvirku svæði og þessar hrinur sem einkenna eld- virk svæði eru gjarnan skýrðar vegna nálægðar við hraunkviku," sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofunni. Ragnar sagði að skjálftavirkni á Kleifarvatnssvæðinu hefði byrjað aðfararnótt laugardags en þá hefði orðið um 3,4 Richter-stiga skjálfti. Skjálftar hefðu síðan haldið áfram mest alla helgina og síðan kom stærsti skjálftinn í gærmorgun; tæp fimm Richter-stig - En er eldgos hugsanlegt á þess- um slóðum? „Það má segja að alltaf þegar jörðin hreyfist hér á landi, megi gera ráð fyrir að kvika geti hreyfst í tengslum við það. Samt sem áður verða tiltölulega sjaldan eldgos þarna og orðið mjög langt síðan síðast. Nú er ekkert sem sérstaklega bendir til þess að eldgos sé að hefjast. Því er þó ekki að neita að því lengur sem skjálftavirknin stendur, þeim mun meiri líkur verða á því að einhver yfirborðsvirkni af völdum kviku verði, það er víst kallað eldgos,“ sagði Ragnar. Skjálftinn fannst mismunandi mikið á Reykjavíkursvæðinu og einna sterkast í Garðabæ. Þá hristist hús ritstjórnar Tímans að Lynghálsi rækilega og buldi í þvf og lausir hlutir færðust til. Almannavarnir sendu frá sér til- kynningu í gær vegna skjálftanna. Þar segir að skjálftinn í gær væri sá sterkasti síðan 1973. Búast mætti við fleiri skjálftahrinum á næstu dögum. Ekki væri þó ástæða til að óttast og vart væri að búast við stærri skjálftum. Þó væri fólki bent á að kynna sér vel leiðbeiningar Al- mannavarna um viðbrögð gegn jarð- skjálftum á bls. 860 í símaskránni. í gærkvöldi var ekki vitað um neinar teljandi skemmdir á húsum eða mannvirkjum utan þær, að ný- byggt hús við Fagrahjalla skemmdist nokkuð og sprungur mynduðust í gólfplötu, í lofti og í veggjum. Eigandi hússins, sem vaknaði við gauraganginn í gærmorgun sagði að skemmdirnar væru ekki tiltakanlega miklar og fremur auðvelt ætti að vera að lagfæra þær. -sá Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur við útprentunina af jarð- skjáiftamælinum. Hann bendir á þar sem „stóri“ skjálftinn er skráður, en eins og sjá má hefur skjálftavirknin verið mjög mikil. Tímamynd Árni Bjarna m} Wf l*?l L ||u Samtökin Nýr vettvangur stofnuö um síðustu helgi. Fjöldi Alþýöubandalagsfólks í samtökunum: Hef ur Alþýdubandalagið loks endanlega klofnað? „Ætlunin er að halda prófkjör 7.-8. apríl og að því munu Alþýðu- flokkurinn og Nýr vettvangur standa. Prófkjörið verður opið og fleiri samtök en ofannefnd geta tekið þátt í því, enda verður reynt að fá fleiri til liðs við hugmyndina um sameiginlegt framboð félagshyggju- fólks í Reykjavík," sagði Svanur Kristjánsson prófessor, einn af stofnendum stjórnmálasamtakanna Nýs vettvangs. Svanur sagði að bréflegt samband yrði haft við fulltrúaráð Framsókn- armanna í Reykjavík, Kvennalist- ann og Alþýðubandalagið, þar sem þeim yrði gefinn kostur á að taka þátt í prófkjöri Nýs vettvangs og að standa að framboði á vegum hans. „Listinn verður sjálfstæður og það verða engin samtök, hvorki Alþýðu- flokkurinn né aðrir, sem eiga fulltrúa í borgarmálaráði hans með at- kvæðisrétt. Borgarmálaráðið verður sjálfstæður aðili, sem undirbýr þátt- töku í kosningunum og ákveður listabókstafinn og heiti framboðs- ins,“ sagði Svanur Kristjánsson. Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur lýst því yfir, að hún verði ekki í framboði á vegum Alþýðubanda- lagsins í kosingunum í vor. Hún hefur jafnframt nú lýst því yfir, að hún muni bjóða sig fram í prófkjöri Nýs vettvangs. Aðrir, sem gefið hafa kost á sér í prófkjörið, eru Valgerður Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og rit- ari Nýs vettvangs, Kristrún Guð- mundsdóttir gjaldkeri og varafor- maður Nýs vettvangs Ragnheiður Davíðsdóttir blaðamaður, sem kjör- in var formaður hinna nýju samtaka á stofnfundi um helgina, Ólína Þor- varðardóttir dagskrárgerðarmaður og Hrafn Jökulsson blaðamaður. Auk Kristínar og Hrafns er fleira fólk, sem tengst hefur Alþýðubanda- laginu áberandi í samtökunum, svo sem fyrrverandi varaformaður og allnokkrir núverandi miðstjórnar- menn. Má túlka það sem svo að flokkurinn hafi klofnað? „Það hefur ekki orðið neinn form- legur klofningur í flokknum. Það er þó staðreynd, að félagar sem gegnt hafa trúnaðarstöðum og verið áber- andi í flokknum hafa lýst yfir stuðn- ingi við annan lista en G-listann,“ sagði Stefanía Traustadóttir formað- ur Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Stefanía sagði, að verið væri að undirbúa framboð G-listans í Reykjavík og frá þvi yrði ekki hvikað. Stefanía minnti á ummæli sín fyrir um einu og hálfu ári síðan þegar Birting var stofnuð. Þá sagði hún að félagsstofnunin gæti hugsan- lega leitt til klofnings flokksins. „Mér sýnist að ekkert hafi gerst síðan þá sem gert hafi þau orð ómerk," sagði hún. Stefanía sagði að Alþýðubanda- lagið í Reykjavík hefði það hlutverk samkvæmt lögum sínum og flokksins að sjá um að bjóða fram G-lista í Reykjavík og það yrði gert. Ekkert annað Alþýðubandalagsframboð væri á dagskrá né heldur í boði. Ekki tókst að hafa tal af Ólafi Ragnari Grímssyni formanni Al- þýðubandalagsins vegna þessa máls en Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og fyrrverandi formaður sagði að þetta væru alvarleg tíðindi og margan félagann hefði sett hljóðan þegar þessar fréttir komu fram. Þá hefði hann orðið var mjög harðra viðbragða félaga í flokknum um allt land vegna þessara tíðinda. „Það hefur legið fyrir um nokk- urra vikna skeið að verið sé að undirbúa framboð á vegum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík sem ák- veðið var á fundi fyrir nokkrum vikum. Því kemur þetta okkur í opna skjöldu," sagði Svavar. - Þar sem einkum virðist um að ræða Alþýðuflokksfólk og fólk úr Birtingararmi Alþýðubandalagsins sem stendur að Nýjum vettvangi, má þá gera ráð fyrir að það endur- spegli skoðanaágreining innan Al- þýðubandalagsins og að fólk þaðan eigi fleira sameiginlegt með Alþýðu- flokksfólki en Alþýðubandalagi? „Ég geri út af fyrir sig ráð fyrir því að þarna sé um að ræða fólk sem hefur bundið vonir við að hægt yrði að samfylkja öllum félagshyggjuöfl- um í borginni gegn borgarstjórnar- íhaldinu. Það er í sjálfu sér eðlilegt sjónarmið. Vandinn var bara sá að það lá snemma fyrir að Alþýðuflokk- urinn og síðan Kvennalistinn neitaði þátttöku í slíkri samfylkingu. Fram- sóknarflokkurinn hafnaði þátttöku nema að allir borgarstjórnarand- stöðuflokkarnir yrðu með. Síðan gerist það að Alþýðuflokkurinn lýsir áhuga á samfylkingu eftir að hafa afneitað hugmyndinni áður. Niðurstaða Alþýðubandalagsins í Reykjavík varð því sú að ekkert væri annað að gera fyrir flokkinn en bjóða fram hér í Reykjavík. SÁ „Hundakofi í paradís“ þýddánorsku Hundakofi í paradís eftir Ármann Kr. Einarsson kom út í norskri þýðingu Ásbjörns Hildremyr hjá Fonna forlagi í Osló fyrir síðustu jól. Útgáfan fékk styrk Norræna Þýðing- arsjóðsins. Á kápusíðu segir meðal annars: Sagan er hlý og lifandi lýsing á daglegu lífi tveggja íslenskra bræðra, Stóra Jóns og Litla Jóns, sem eru tíu og tveggja ára gamlir. Náttúra og lífskjör eru á margan hátt lík á íslandi og Noregi. Lýsingar sögunnar koma því Norðmönnum kunnuglega fyrir sjónir. Frumútgáfa bókarinnar hlaut viðurkenningu í samkeppni Náms- gagnastofnunar 1985 um létt lescfni fyrir yngri nemendur grunnskólans. Bókin er myndskreytt eftir Brian Pilkington. Hundakofi í paradís er 15. bókin sem gefin er út í Noregi eftir Ármann Kr. Einarsson. Vel sótt dorgkeppni Rúmlega hundrað veiðimenn mættu til keppni í dorgi á Geita- bergsvatni í Svínadal nú um helg- ina. Myndin er af Guðmundi Benediktssyni, sem fékk verð- laun fyrir stærsta fiskinn, 5,5 punda urriða. Guðmundur setti í annan stóran urriða, en missti hann eftir nokkurt basl. Taldi hann, að sá hafi ekki verið minni en sá, er færði honum verðlaunin. Alls veiddust á bilinu 40 til 50 smábleikjur, auk tveggja vænna urriða, annar var 5,5 pund, en hinn 2 pund. Reyndar veiddist einn lax, en var sá mjósleginn mjög og reyndist þrjú pund. Flesta fiska veiddi Rúnar Ragn- arsson, en hann veiddi 15 bleikju- titti. Stangaveiðifélag Reykjavík- ur stóð fyrir keppni þessari og líkaði mönnum almennt vel og þá ekki síst, að boðið var upp á heitt kakó og pylsur í veiðihúsi SVFR við Geitabergsvatn. Norðlend- ingar, sem ætluðu að fjölmenna á keppnina komust ekki á áfanga- stað, þar sem þeir sátu fastir í rútu sinni á Öxnadalsheiði. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.