Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 3. apríl 1990 Orlofshúsabyggð í landi Akureyrar Skipulögð orlofshúsabyggð í landi Akureyrarbæjar er hugmynd sem yfirvöld skipulags- og atvinnumála á Akureyri hafa veríð að þróa sl. tvö ár. Nú er fyrirhugað að slíkt hverfi rísi í svonefndu Búðagili sunnan við Fjórðungssjúkrahúsið. Á næstunni verður ráðist í hönnun og skipulagn- ingu svæðisins, en hvenær framkvæmdir hefjast er ekki Ijóst á þessu stigi. Við hönnunina verður höfð að leiðarljósi Þorpsgata. Þ.e. lækur, lítil vinaleg hús í fallegu umhverfi. Framan af var hugmyndin að reisa slíkt hverfi við svonefndar Hamraborgir, en frá þeim' hugmynd var horfið því sýnt þóttJ að kostnaður við uppbyggingu þar með tilheyrandi þjónustu yrðiofdýr. Aö sögn Porieits POrs JOnssonar, ferðamálafulltrúa Iðnþróunnarfélags Eyjafjarðar, eru nú nm 40 íbúðir á Akur- eyri í eigu ýmissa félagasamtaka og fyr- irtækja. Mikill áhugi virðist vera á því að eiga orlotsiDuöir a AKureyn. Pvl vakn- aði sú hugmynd hvort ekki væri hægt að skipuleggja sérstaka orlofshúsabyggð. Flestar núverandi orlofsíbúðir eru í rað- húsum eða blokkum, og ekki fara alltaf saman þaríir orlofsgesta og vinnandi fólks. Með tilkomu sérstakrar byggðar, sem sniðin yrði að þörfum or- lofsgesta, yrðu slflc vandamál leyst. Frá svæðinu i Búðargili er stutt í verslun, þjónustu og söfh, auk þess sem sundlaug Akureyrar er á næsta leyti og sömuleiðis skemmtistaðirnir í miðbænun. Þannig nýtist betur sú aðstaða sem fyrir hendi er og sparar uppbyggingu sérstaks svæðis. Við höfum haldið að okkur höndum vegna ástandsins í efriahagsmálum þjóð- arinnar, en vonandi fer nú að rætast úr þeim svo hægt verði hefjast handa, sagði Þorleifur að lokum. hiá-akureyri Sjórannsóknaleiðangur Hafrannsóknastofnunar: Ovistlegt ástand er á norðurmiöum Tuttugu daga sjórannsóknaleið- angur rannsóknaskipsins Bjarna Sæ- mundssonar umhverfis landið leiddi í ljós að venjulegt árferði sé í hlý- sjónum að sunnan, en svalt og óvist- legt á norðurmiðum, sem helst má líkja við svonefnd svalsjávarár 1981 til 1983. Leiðangurinn stóð yfir frá 20. febrúar til 11. mars sl. I tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnun segir að þetta ástand á norð- urmiðum tengist staðháttum í straumkerfum Norður- Atlantshafs og Norðurhafs. Ber það vitni um að enn gæti áhrifa þeirra breytinga á ástandi sjávar við Island sem hófust á hafísárunum 1965-1970 og varð afturvart 1975- 1979. í leiðangrinum var einnig hugað að sex neðansjávarlögnum með 18 sírit- andi straummælum, er síðan voru lagðir á ný suður af Dohrnbanka. Mælingar þessar tengjast Alþjóða- rannsóknum á hafstraumum heims- hafanna og öðrum verkefnum sem íslendingar eru aðilar að um straum- skipti milli Norðurhafs og Norður- Atlantshafs. Leiðangursstjóri á Bjarna Sæ- mundssyni var Svend-Aage Malm- berg. —ABÓ Grandi velti tæpum tveim milljörðum kr. Heildarvelta Granda hf. árið 1989 var 1.919 milljónir króna, en var 1.551 milljón árið áður. Heildarafli togaranna nam rúmlega 21 þúsund tonnum og verðmæti hans 885 millj- ónir króna. Aflaverðmætið jókst um 191 milljón króna frá árinu á undan, en þá var verðmæti aflans 694 millj- ónir króna. Þessi verðmætaaukning kemur þrátt fyrir tæplega 3000 tonna aflaminnkun. Á síðasta ári voru framleidd 7.300 tonn af frystum sjávarafurðum og nam söluverðmæti framleiðslunnar 968 milljónum króna, en árið 1988 voru framleidd 7.700 tonn fyrir um 814 milljónir króna. Um 39% fram- leiðslunnar fóru á markaði í Evrópu, 21% til Asíu, 21% til Bandaríkjanna og 19% til Sovétríkjanna. Hlutur markaða í Evrópu hefur aukist frá fyrra ári er hann var um 16%, en sala til Sovétríkjanna hefur dregist mjög saman. Eigið fé Granda hf. í árslok 1989 var 828 milljónir króna, en það er aukning um 162 milljónir króna frá fyrra ári. Launagreiðslur til starfs- manna á síðasta ári námu samtals 568 milljónum króna —ABÓ mSIGURS MÓÐARÁTAK GEGN KRABBAMEINI 31.mars-1.april1990 Til sigurs, þjóðarátak gegn krabbameini: Meira en 35 millj. söfnuðust Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri úr söfnun Krabbameinsfélagsins um helgina höfðu safhast um 35 milljónir króna áður en eiginlegri söfnun meðal fyrirtækja, stéttar- félaga og fleiri aðila var lokið. Á annað þúsund sjálfboðaliðar um land allt tóku þátt í söfnuninni og gengu í hús. Að sögn Almars Grímssonar, formanns Krabbameinsfélags ís- lands, sýna þessar einstæðu und- irtektir ótvírætt að almenningur ber mikið traust til félagsins og vill hann koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra sjálfboðaliða sem lögðu félaginu lið sem og þeirra sem létu fé af hendi rakna. Segir hann að þessi stuðningur muni gera félaginu kleift að herða róðurinn til sigurs og takast á við ný verkefni um leið og haldið er áfram því starfi sesm þegar er hafið. Ekki er búist við að endanlegt uppgjör úr söfnuninni liggi fyrir fyrr en í lok mánaðarins. Við vígslu viðbyggingarínnar á laugardag. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti klippir kvikmyndafilmuna við vígsluna. Timamynd ge Háskólabíó: Viðbyggingin tekin í notkun Vígsla viðbyggingar Háskólabíós fór fram sl. laugardag við hátíðlega athöfn. Við vígsluna klippti frú Vigdís Finnbogadóttir forseti á þar til gerðan borða og opnaði form- lega þá þrjá sali sem nú hafa verið teknir í notkun til viðbótar þeim sal sem í húsinu er. Forsendur viðbyggingarinnar voru samnýtíng húsnæðisins fyrir kennslu, kvikmyndasýningar og ráðstefnur. Heildarstærð viðbygg- íngarinnar er um 4000 fermetrar og lætur nærri að um tvöföldun hús- rýmis sé að ræða. Með þessari við- bótarbyggingu hefur tekist að bæta úr þeirri þörf sem Háskólabíó hafði fyrir minni sali. Háskóli íslands hefur einnig fengið verulega bót á brýnni þörf fyrir fyrirlestrasali og öll aðstaða til ráðstefhuhalds hefur gjörbreyst. Þá hefur verið komið fyrir i nýju sölunum sérstökum hljóðbúnaði fyrir heyrnarskerta. —ABÓ íslenskir framreiðslunemar hlutu fyrsta sæti og íslenskir matreiðslunemar lentu í öðru sæti í árlegrí norrænni nemendakeppni í framreiðslu og mat- reiðslu. Keppnin fór fram í Stavanger í Noregi dagana 16. til 18. mars sl. blensku nemamir vöktu almenna athygli og hrifningu fyrír kunnáttu, fag- mannleg vinnubrögö og glæsilega framkomu. Lið framreiðslunema skip- uðu þeir Amar Þór vllhjálmsson, Hótel Holti, og Gunnar Már Geirsson, Hótel Sögu. Þeir eru hér á myndinni að taka við verðlaununum, ásamt leiðbeinanda sínum Halldórí Malmberg, kennara í Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. Lið matreiðslunema var skipað Fjólu Guðnadóttur, Bautan- um/Smiðjunni Akureyri, og Helgu Björg Finnsdóttur, Hótel Óðinsvéum. Leiðbeinandi þeirra var Kristján Sæmundsson matreiðslumeistari. -ABÓ Islenskir eigendur „þriggja bala húsa" eiga sér marga þýska þjáningabræður: LEK FLÖT ÞÖK ALGENGASTA GALLAMAT Á ÞÝSKUM HÚSUM Mat á skemindum á flötum luis- þökum eru stærstu viðfangsefni þýsks ráðgjafarverkfræðings sem fenginn var sem ieiöbeinandi á námsstefnu Matsmannafélags fs- lands og Endurmenntunamefnd- ar HÍ á sl. hausti. Þeir sem baríst hafa við hriplek flöt húsþök hér- lendis eiga sér því marga þján- ingabræður, a.m.k. í Þýskalandi, enda „tiskan" ekki ólíklega þaðan komin að hluta til meö þýsk- mermtuðum arkitektum. Guttormur Sigurbjörnsson, fyrrv. forstjóri Fasteignamats ríkisins, greinir frá þcssu í nýju frcttabréfi FMR. Á námsstefhunot var fjallað um tjónamat og fasteignamat landa og lóða, en fyrrnefndur leiðbein- andi, sem rekur sjálfstæða raðgjafar- þjónustu í iandi sínu, hefur sérhæft sig á þeim sviðum matstækninnar. Er Guttormur spurði þennan þýska . sérfræðing uxn hans hcistu viðfangs- efni var svarið að þau væru fólgin í mati á skemmdutn á flötum húsþök- um. Þessi flötu þök befðu verið mikið I tísku í Þýskalandi um og upp úr 1960. Arkitektar hafi þá ver- ið uppteknir af að teikna fiöt þðk og öllum þótt þetta hið mcsta snjall- ræði. En siðan hcfði hins vcgar komið i Ijós að þessi þök hafi yfir- leitt farið að leka og það hafi reynst erfitt að þétta þau þannig að þau héldu vatni. Fjöldi manna starfi nú við það að reyna að finna leiðir til að gera húsin vatnshcld en mcð mis- jö&um árangri. Að sögn Guttorms hefur það vcrið stórt máí hjá Þjóðverjum að finna einhverja bótaskylda í þessu sam- bandi. Er sá seki arkitektinn eða verkfræðingurinn eða byggingar- meistarinn? Er hægt að koma þess- ari ábyrgð yfir á einhvem slikann? Mál þcssi fari oft fýrir dómstöla þar scm niðurstöður gcti verið með ýtnsum hætti. Sumir fái sér dærodar bætur þar sem sannað þyki að um byggingargalla sé að ræða sem ein- hver beri þá ábyrgð á. Guttormur tekur fram að það sem hér keraur fram sé ekki byggt á ncinum skýrslum cða slíku heldur aðeins á óformiegum viðræðum hans við þýska verkfræðinginn meðan hann dvaldi hér á landi. Jafn- rramt kom fram að Þjóðverjar hafi lært af birurri reynslu, því þeir séu nú steinhættir að byggja hús með fiötum þðkum. Þctta mál hefur c.t.v. ekki hvað síst vakið athyglí Guttomis vcgna þess að sVo vili til að sjálfur býr hann í hverfí þar sera hús voru byggð í kringum 1960 og mörg þeirra með flötum þðkum. Guttormur segist sjálfur líklega hafa verið frcmur heppinn. Því þeim manni, cr hann fékk til liðs við sig þegar hús hans fór að lcka, hafi tck- ist viðgerðin svo vel að það hafi ekki lekið siðan. Hins vegar segir Guttormur vita til að sumir nágrann- ar hans hafi átt i áralöngum vand- ræðum vegna leka allt fram undir þennan dag. 1 sumum tilfellum virð- ist ekkert duga, húsin fari alltaf að lcka á ný. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.