Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 3. apríl 1990 Tíminn 3 Rannsóknir íslenskra og norskra vísindamanna benda til að olíu kunni að vera að finna á Jan Mayen- hryggnum: Einhver bið á að við verðum olíuþjóð Góðar líkur eru á því að á Jan Mayen-hryggnum sé að finna olíu, en Islendingar eiga um fjórðung af hryggnum á móti Norömönnum. Til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þama er olíu að finna eður ei þarf að gera dýrar og umfangs miklar rannsóknir á hryggnum. Sem stendur eru litlar likur á að far- ið verði út í þær á allra næstu ár- um, m.a. vegna þess að ekki er til í heiminum tækni til að vinna olíu við þær aðstæður sem þama eru. Á sínum tima deildu íslendingar og Norðmenn um yfirráð yfir Jan Mayen. Þjóðirnar náðu samkomulagi um að eyjan skyldi áfram tilheyra Noregi. Jafhffamt var samið um gagnkvæman nýtingarrétt auðlinda á skilgreindu svæði á Jan Mayen-hryggnum. Á því svæði eru líklegustu olíusvæðin. Stærð svæðisins er um 45 þúsund ferkíló- metrar eða u.þ.b. hálft ísland. Tæplega 75% svæðisins tilheyrir Noregi en rúmur fjórðungur íslandi. íslendingar eiga rétt á fjórðungs hlut í sameigin- legu áhættufyrirtæki þjóðanna um ol- íuleit á norska svæðinu og Norðmenn sama hlut í íslenska hluta svæðisins. I samningi þjóðanna var kveðið á um að gerðar skuli ffumathuganir á svæð- inu. Norðmenn kostuðu rannsóknirnar en íslenskir vísindamenn á vegum Orkustofhunar tóku virkan þátt þeim. Notaðar voru endurkastsmælingar, en þær eru ríkjandi aðferð við ffumkönn- un setlaga og olíusvæða. Markmið rannsóknanna var að kortleggja jarð- myndanir Jan Mayens-hryggjarins og leita setlaga. Niðurstöður rannsóknanna eru í stuttu máli þær að engar beinar sannanir eru fyrir því að þama séu setlög sem hafa að geyma olíu. Ymsar óbeinar vís- bendingar gefa hins vegar til kynna að þama kunni að vera olía. Jarðlögin eru t.d. um margt lík þeim sem eru á Grænlandi og á landgrunninu í kring- um Noreg. Hugsanlegt er þó talið að það sem vísindamenn telja að séu set- lög sé í raun mjög þykkt hraunlag. Næsti áfangi i rannsóknum jarðlaga á Jan Mayen-hryggnum er að hefja rann- sóknarboranir. Aðeins með því móti verður hægt að skera úr um gerð, aldur og eiginleika jarðlaganna. Slíkar bor- anir eru dýrar og er með öllu óvist hve- nær í þær verður ráðist. Ekkert er kveðið á um rannsóknarboranir í milli- ríkjasamningi landanna. Áhugi er þó fyrir hendi hjá báðum aðilum að halda þessu samstarfi áffam. Áhugi norskra olíufélaga er hins vegar ekki mikill, t.d. hefur aðeins eitt olíufélag keypt niðurstöður rannsóknanna en þær voru boðnar til sölu á almennum markaði. Karl Gunnarsson jarðeðlisffæðingur sagði um niðurstöður rannsóknanna á ársfundi Orkustofhunar sem haldinn var fyrir helgina. „Sem stendur verður að viðurkenna að svæðið er ekki sérlega fysilegt til olíuleitar. Ein ástæðan er sú að jarð- lagagerðin er lítt þekkt miðað við önn- ur vel könnuð olíusvæði. Gera þar dýr- ar og umfangsmiklar rannsóknir á svæðinu áður en þar geta hafist olíu- boranir. Annar ókostur svæðisins er að Reykjavíkurskákmótið: Tíu hömpuðu sigurlaunum Tíu skákmenn urðu efstir og jafhir á Reykjavíkurskákmótinu með 7,5 vinning af 11 mögulegum. Þetta voru Helgi Ólafsson, Jón L. Árna- son, Dolmatov, Polugajevski, Vag- anjan, Serawan, deFirmian, Razu- vajev, Ernst og Mortensen. -EÓ vinnsla olíu á 800 metra sjávardýpi eða meira á þessu afskekkta og erfiða haf- svæði er líklega ómöguleg með núver- andi tækni. Þó er engan vegin ástæða til að afskrifa Jan Mayen-hrygginn sem olíusvæði. Tækni til olíuvinnslu í djúpum sjó fleygir ffam og eftirspurn eftir olíu á sjálfsagt eftir að aukast." Að líkindum verður að bíða eftir þvi að markaðsaðstæður hvetji til ffekari könnunar á þessu svæði. -EÓ Frá aðalfundi Orkustofnunar fyrir helgina. Timamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.