Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriöjudagur 3. apríl 1990 Timttin MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prerrtun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð [ lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Krabbamein, tóbak og áfengi Helgin sem leið var skipulögð til fjársöfnunar handa Krabbameinsfélagi Islands undir kjörorðinu: Þjóðar- átak gegn krabbameini. Söfnunarherferðin mun hafa gengið vel, enda starf Krabbameinsfélagsins rækilega kynnt í fjölmiðlum og þjóðinni gerð grein fyrir að þótt krabbamein í sínum ýmsu myndum sé erfiður sjúk- dómur og.auk þess algengur, sé fjölmargt hægt að gera til varnar því að krabbamein komist á alvarlegt stig auk þess sem sífellt er unnið að lækningum þessa sjúkdóms með batnandi árangri. Greinilegt virðist að mikilvægur þáttur í því að kynna almenningi alvöru krabbameins fyrir lífslíkur manna, er leiðbeining um hollustusamlegt líferni, matarvenjur og áhrif skaðlegra efna á mannslíkamann. Eins og jafnan áður þegar ráðist er í útbreiðsluherferð á vegum krabbameinsvarnanna í landinu er sérstök áhersla lögð á skaðsemi tóbaksreykinga fyrir mannslíkamann. Efnt var til „reyklauss dags" í sambandi við nýafstaðið þjóðarátak gegn krabbameini, sem áreiðanlega hefur vakið margan reykingamann til umhugsunar um að hægt sé að reykja sér til óbóta. Ekki er vafi á því að skipulögð kynningarstarfsemi á skaðsemi reykinga hefur haft gagnleg áhrif. Hagtölur sýna að talsvert hefur dregið úr reykingum á undan- förnum árum. Með réttu má segja að orðið hafi eins konar vakning meðal fólks um að forðast tóbaksreyk- ingar og það svo að það telst ekki lengur sjálfsagður hlutur í gestrisni að hafa reyktóbak á boðstólum í sam- kvæmum, miklu fremur að það sé andstætt ríkjandi tísku. Löggjafinn hefur gert sitt til þess að útrýma, reykingum á opinberum stöðum, og mikið hefur áunn- ist í því að úthýsa reykingum í almannafarartækjum, þ. á m. í fiugvélum. Með skipulagðri herferð, þar sem heilbrigðisstéttir og yfirvöld hafa tekið höndum sam- an, er smám saman verið að gera reykingatískuna að ósið og það svo að stefnt er að því að Island verði „reyklaust land" um aldamót. Það markmið hefur ver- ið sett fram í heilbrigðisáætlun sem lögð hefur verið fyrir Alþingi. I heilbrigðisáætluninni er einnig stefnt að því að draga úr heildaráfengisneyslu þjóðarinnar. Svo athygl- isvert markmið sem það er, er ólíku saman að jafna um almenn viðhorf við áfengisneyslu og tóbaksreyking- um. Áfengisnotkun er sívaxandi á íslandi. Tíðarandinn er vínveitingum hliðhollur. Áfengisneysla tilheyrir í vaxandi mæli íslenskum samkvæmissiðum og beinlín- is að því unnið að gera áfengi að daglegri neysluvöru með útbreiðslu áfengs öls á áfengismarkaði. Áhugafólk um kynningarherferðir um skaðsemi ávana- og vímuefna — þ. á m. þeir sem berjast ötul- lega gegn tóbaksreykingum — ætti að leiða hugann að áfengistískunni og hvort ekki sé ástæða til að fara að beita áróðursmætti skipulagðra samtaka heilbrigðis- stéttanna sem þætti í forvörnum gegn heilsutjóni ein- staklinga af áfengisneyslu og baráttu við félagslegar afieiðingar ofneyslu áfengis. Þótt ekki komi annað til en markmið heilbrigðisáætlunar um að draga úr áfeng- isneyslu á næstu árum, er ekki seinna vænna að heil- brigðisstéttirnar taki til hendinni í þessu efni, gangi til liðs við þau samtök sem sérstaklega helga sig baráttu gegn áfengisbölinu. GARRI Skáldi snúið heim Síoustu tvær helgar hefur Birgir Thorlacius, fyrrum ráðu- neyrisstjóri, liirt frásögn bér í Helgarblaði Tímaus um aðdrag- anda þess aö bein Jðuasai Hall- grímssonar voru flutt til íslauds, flutning þeirra bingað pg frágang á ÞíngvðUum. Etns og við var að lniast var hér mi> merkustu sam- antekt að ræðu. Grein Bírgis skýrir þett a tlutningsinál lil fulls og þarf enginn að velkjast í vafa u in |iað lengur, að íslensk stjórn- völd stóðu að hciniflutniiignum, en hann annaöist Mattbías Þórö- arson, þjððminja vorður, grand- var muður og msetur. Þðtí ákaf- iiin í Sigurjóni á Álai'ossi bæri hann ofurliði í flutningsmálinu, þá bár hann ekki beint af leíð. Að- eins munaði þvi h vort Jónas ætti að livíla að Bakka í Öxnadal, eða liggja í hciðursgrafreit á ÞingvðU- um, þar sem þjóðin faefur kosið bestu sonum siiiiini stað og mtin gtra framvegis. Mannhatur mestanpart En bein Jónasar sitja föst i koki þeirra viustri manna, sem tóku sína barnatrú á Statfnstíma ásamt öliii þvf úppfóstraða mann- batri, sem heimsbaráttan fyrir kommúnisma krafðist. B í r gi r bendir réttilega á, að kommúnist- ar í ríkisstjórn Ólafs Thors 1946 settu upp hundshaus, þegar mínnst var á heimflu tningiun. af því svo hafði viljað tU að öflugasti andstæðingur þeirra, Jónas Jóns- son frá Hriflu, hafði sem meðlira- ur Þingvallanefndar latiö sér (letta í hug aó flytja bein Jðnasar lieim. Þetta var nóg. Á þeim degi varð nafni hans frá Steinsstöðum ómerkur maður, sem ekki var tU annars en hafa íflimtingum, eink- um þó hcimfliitninginn. Sjaldan hefur mannhatur Stalínstiraans tekið á sig ðmurlegri mynd. Mannhatur af þessu tagi var algengf meðal koimnúnista og ræktun þess næstum íþrótt hjá stjórnvöldum i Sovéli íkjunum fram að tíma Gorbatsjovs. Lítill ómerkingur á íslandi, ÞjóðvUj- in n, bergmálaði í áratugi þessa vimniaöferö gagnvart miiiinum sem blaðinu þðtti vera fyrir. Og þeir urðu margir áður en lauk. Hina aUra síðustu mánuði liefur dregið úr mannhat ursskrifum Þjóðviljans mest vegna þess að hann yeit ekki deginum lengur bverjum faann er að þjóna. Dætni um þetta hafur kom fram í tali sovésks rithöfundar, sem var hér fyrir nokkrum árum, og talaðl þá um .,andrúmsloft morðsins", sem léki f kringum andófsmenn í Sov- ét og ufan þeirra, þ.e. þá memi sem ráðamenn vUdu feiga. Merde í París Skrif íslenskra kommúnista um bein Jðnasar HaUgrimssonar siierusf um að koma upp í kring- um þau andrúmi vandræða og virðingarleysis. Það tðkst um tima, eða á meðan kommúnistar voru hér allsráðándi í menningar- ináluiu, Þeir skrifuðu mikiö um bein Jónasar og kómu af staö livíslinguni, sem voru þeirra sér- greiu. um að beinin í þjðoargraf- reitnuin væru af dönskum bakara eða konu hans, ef þau voru ckki af þeim báðura. Það var jafnvei gerð kvikmynd, þar sem flutningur á heinum Jðnasar fram og til baka kbm við sðgu, Jafnvél Heimsfrið- arráðið iagði kvikmynd þessarí lið af því ráóið taldi aö hún hefðf eitthvað að gerá með atóm-; .sprcngj'una. Leikarar voru svp upprifnir að þeir héldu að þeim væri gefið að éta í Cannes, þegar þeir þurftu ekki að boga roorguní verðinn. SHkur var liáííðleikinn. Síðan kom kYikmyndarýnir i Le Monde, sem taiið er vinstra blað og er að auki gefið ót í París. Ilnnn fann enga atómsprengju í myudinni, aðeins meiningarlaus- an beinaflutiiiiig pg sagði Mei tie. Þar ii)eó var draumtirinn búiuii. Enekkialveg. Tuggan endurtekin Sjðn varpið kpstaði þ ví til að fá Bjðrn Th. Björnsson til að ráfa uni Ivaupmannahöfu, og leita uppi dýrðarstaði öldrykkjunnar, sem hann tcngtii íslendingum sér- staklega, enda þyrstur maóur svona frakkaklivddur i hitáiium. Og þar sem hann er yflrkirkju- garðsvörður íslands, eftir að hafa skrifað um garðin n yið Suðurgðtu og eiidurreist Þorleif Bcpp, sem á símnn tíma var jarðaður með viö- höfn, sneri faann sér að leiði í kirkjugarði í Kaupniannahofn og sagði sem svo: Hér liggur Jónas Ilallgrímsson grafinn Og hefur aldrei verið hreyfður. Járntjaldið hef'ur veriö dregið frá og Austur- Evrópulondin hafa kvatf stefnu- mið heímsyfirráön. Hins vegar er lljorn Th. trúr gamalli kölltin. Einhver annar en Jónas hvíltr í þjóðargrafreit fslendinga. Garri VITT OG BREITT UPPHEFÐ AÐ UTAN Fjöldmiðlungar eru lagnir að finna þjóð sinni ástmegi og er þeim lyft á stall og hafðir þar þangað til nýjabrumið skolast af þeim og ann- að upptekur hugi gjápressunar, sí- blaðrandi dagskrárgerðarfólks og sjónvarpsfríka sem kann að tala brosandi og flissandi. Það fólk not- ar ástmegina til að Iyfta sjálfu sér á stallinn. Ástsæld þjóðarinnar er hægt að vinna sér með ýmsu móti, en aldrei án þess að ganga gegnum hina þykkt sminkuðu gerviveröld sem fjölmiðlungar og auglýsisngakon- tórar færa uppáhöldin sín í til að meðtaka aðdáun múgsins. Tilefhin eru tiltölulega fjöl- breytt en mynstrið samt furðulíkt, eins og það, að ftægðin kemur að utan. Astmögur er ungur, finn í tau- inu og hlýtur velgengni í útlöndum. Ljóshærðar og leggjalangar stúlkur gera feiknlega lukku í Austur-Asíu og hljóta fyrir það sérstaka aðdáun á Fróni. Spjótkastarar eru stundum i mikilli tísku og handaboltastrákar þegar þeir eiga aðeins eftir að leika örfáa leiki til að verða heimsmeist- arar, en skákmenn passa einhvern veginn ekki í leðurmublurnar, en þær eru sem sniðnar undir tekjuháa fótboltamenn í útlöndum. Spilamenn og söngvarar eru samkvæmt hefð sí og æ á þörskuldi heimsfrægðarinnar. Hugsað stórt Upp er risin ný tegund ástmaga sem fara vel í litprentun og raf- eindaskermi. Það eru athafhamenn sem sækja frægð sína og frama mitt inn í hringiðu samkeppninnar i stóru löndunum. Einn i biófélag og veltir milljörðum á miiíjarða ofan af því hann er svo flínkur að meika myndbönd með poppi. Annar kaup- ir og selur flugvélar af slikri list að margar sýnast á lofti í senn. (Munur en hjá veslings, jarðbundna Arnar- fluginu okkar) Enn einn lærði svo snilldarlega á kauphallir í útlöndum að þegar hann flutti heim varð hann ýmist eigandi eða seljandi sjón- varpa og annarra stórfyrirtækja og er hvergi hugsað stórt á íslensku at- hafhasviði án þess að nafh hans komi ekki þar við sögu. Nú bíður flugtækjalaust flugfélag eftir ákvörðun ríkisstjórnar um ríkis- ábyrgð á hlutabréfakaupum þessa ástmagar til að takast megi að hífa starfsemina á loft og eru allar vonir bundnar við manninn sem kunni á kauphallir í útlöndum. Talaö frá upphæðum Þessa dagana er samt undrið mesta á ástmagamarkaði ungur efti- ismaður sem er á mála hjá þeim for- riku Japönum og skákar Ameríkön- um á þeirra eigin heimavelli. Það indæla veraldarundur okkar stendur báðum fótum í íslenskri menningu Qg leggur henni jafhvel eitthvað til og kaupir og selur heilu kvikmyndafélögin í Hollywood og annað smáræði á milli mála. Sem geta má nærri er þarna feitt á stykkinu fyrir alla þá sem lyfta sér í hæðir með útbásúnuðum viðtölum við aðra. Enn eitt litmyndaviðtalið við ástmöginn á 43 hæð fyrir ofan Central Park gat að líta um helgina síðustu og var hvergi til sparað að dreifa sem mest úr. Þó ekki væri. Þarna er haft eftir frægðar- manni: „Peningar skipta mig engu." í sömu roálsgrein er upplýst að menn í hans stöðu, sem kaupa upp heilu amerísku kvikmyndafélögin og gömul og fræg útgáfufyrirtæki hljómplataa fyrir Japani fái svo sem sex milljónir króna í mánaðarlaun. „Hvaða máli skiptir þótt maður hafi góð laun á þrítugsaldri," er haft eftir ástmegi íslenskra fjölmiðla og telur hann annað eftirsóknarverðara i lífinu. Auðvitað skipta peningar engu máli fyrir mann sem fær sex millj- ónir á mánuði inn á bankabókina sína og eignast væntanlga sjálfkrafa hlutabréf, eins og oftast tíðast í Am- eriku hjá stjórnendum stórfyrir- tækja. Hvort sem rétt er haft eftir eða ekki kemur þarna í ljós gamalt og nýtt gildismat peninga. Þeir ríku og ofsariku gera lítið úr mikilvægi aur- anna og skilja aldrei þá eymdarlegu grámyglu sem umlykur líf þeirra sem skortir fé. Á íslandi eru meðallaun um 1% af kaupi ástmögursins í Ameríku. Peningar skipta miklu máli fyrir það fólk sem gerir sér það litla pund að góðu. Á íslandi eru líka margir sem hafa 2 eða 5 eða 10% af kaupi sem japanskir borga sínum manni í New York. Þeir segja iíka:Peningar skipta mig engu," af því þeir skynja ekki mikilvægi þess að vera efria- lega sjálfstæður, fremur en maður sem stendur úti í á veit hvað þorsti er. A Islandi segja fyrirmenn að 1% af kaupi ástmögursins skipti öllu máli. Núllið eirt getur bjargað efna- hagnum, þ.e.a.s. kaup þeirra sem hafa eina prósentið verður að vera á núllinu i bráð og lengd. Hálaunamennirnir eru yfir alla lífsbaráttu hafnir og geta tekið und- ir með súperuppanum: Peningar skipta mig engu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.