Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 8
8 Timinn,, Þriðjudagur 3. apríl 1990 Vonirnar brugðust og loð- dýrarækt er orðin stærsta vandamál landbúnaðarins: Er viðreisn lílllJL4:.lil[J»B rarækt eða er hún ¦flEI EISITO El „Prestafélag Vestfjarða hvetur ríkisstjórn íslands til að aflétta þeirri ánauð óvissu og ótta sem íslenskir loðdýrabændur búa nú við. Þær fréttir sem berast þjóðinni af því fólki er á sínum tíma hóf að leita nýrra leiða í íslenskum landbúnaði, hvatt af öllum yfir- völdum, eru sorglegar. Þegar svo er komið að bændur þessir og börn þeirra þurfa jafh- vel að seðjast af fæðu dýra sinna hlýtur hver kristinn maður að vakna til samúðar og leit- ast við af fremsta megni að losa meðbræður sína úr þessum viðjum." Þetta er ályktun sem Prestafélag Vest- fjarða sendi frá sér fyrir skömmu. Almenn- ingur hefur hingað til reynt að leiða vanda- mál loðdýraræktarinnar hjá sér. Þeir sem ekki þekkja vandamálið nema af afspurn hafa öðru hverju hneykslast á því þegar stjórnvöld hafa verið að leggja fjármuni í greinina í von um að geta haldið henni á floti. Frásagnir fjölmiðla af persónulegum hörmungum loðdýrabænda hafa þó komið við marga og nú er svo komið kirkjan biður um að óvissunni verði létt af loðdýrabænd- um. Hver ber ábyrgö? í umræðum um loðdýrarækt á umliðnum mánuðum hefur margsinnis verið minnt á ábyrgð þeirra sem hvöttu bændur til að snúa sér að loðdýrarækt. Aróður þeirra sem sögðu loðdýraræktina vera vaxtarbrodd íslensks landbúnaðar var sterkur. Þetta var á þeim tíma þegar erfiðleikar steðjuðu að hefð- bundnum búgreinum og leitað var allra leiða til að finna nýjar atvinnugreinar fyrir bænd- ur. I nýjasta tölublaði búnaðarblaðsins Freys fá forystumenn bænda þunga ádrepu frá Indriða Aðalsteinssyni, bónda á Skjaldfönn við ísafjarðardjúp. Indriði segir m.a.: „Ég held að mér sé óhætt að segja að mikill meirihluti bænda hafi haft megnustu ótrú á þessu „bjargræði" [loðdýraræktinni] og stuðst þar við reynslu fyrri ára, vitaðar markaðssveiflur og auk þess var bent á litla verkmenntun íslendinga á þessu sviði. Þrátt fyrir þetta tókst loðdýratrúboðum í virðing- ar- og valdastöðum í bændasamtökum og landbúnaðarráðuneyti að teyma fjölda tal- hlýðinna og nýjungagjarnra bænda út í það fen, sem þeir eru annaðhvort drukknaðir eða dauðvona í. Loðdýraræktin er nú hneykslunarhella al- menningsálitsins á tímum sem bændastéttin má síst við sliku, og milljarðar króna hafa farið í súginn og enn er verið að henda millj- ónatugum í því skyni að draga einhverja að landi eða milda helstríðið. Hver er svo ábyrgur fyrir þessum hörm- ungum öllum saman? Varla fóru loðdýrabændur út á þessa braut í augnabliks brjálsemi, hitt mun sönnu nær, að vonin um fljóttekinn gróða og þau sérkjör sem þeir nutu til uppbyggingarinnar hafi þar mestu ráðið, enda hafa þeir til skamms tíma verið uppáhaldsdýr Stofnlána- deildar og Framleiðnisjóðs. Og þó að loðdýrabændur hljóti auðvitað að vera ábyrgir gerða sinna, eru þeir einnig fómardýr þeirra forystu- og trúnaðarmanna bændasamtakanna, sem með fljótfærni og dómgreindarskorti hafa átt drjúgan þátt í að koma hundruðum bændafjölskyldna á von- arvöl." Landbúnaðarráð herr vill ekki gefast upp Þessa dagana spyrja menn, hver sé fram- tíð loðdýraræktarinnar. Hvað ber að gera úr því sem komið er? Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráð- herra var spurður hvort staða loðdýraræktar- innar væri orðin það slæm að skynsamlegast væri að segja: Loðdýraræktin var tilraun sem mistókst. Við skulum hætta þessari atvinnu- grein og haga aðgerðum samkvæmt því. „Nei, ég tel að svo sé ekki komið. Ég vil halda í þá von að við getum fleytt lífvænleg- asta hluta greinarinnar yfir þessa erfiðleika. Auðvitað gera allir sér grein fyrir því að svo getur farið að menn verði að gefast upp fyrir ofureflinu, en ég vil ekki gera það á þessu stigi. Mér finnst að í þessu sambandi verði fólk að hafa í huga hve mikið menn eru búnir að leggja á sig, bæði þessir einstaklingar sem eru í greininni og hafa fært gríðarlegar fóm- ir, og stjórnvöld sem hafa sett mikla fjármuni í greinina. Það má endalaust deila um hversu langt ríkissjóður hefði átt að ganga i þá átt að styðja við greinina. Á síðasta ári fór í loð- dýrarækt með einum eða öðrum hætti um 160 milljónir og verulegar skuldbindingar eru ákveðnar á þessu ári, m.a. ríkisábyrgð á skuldbreytingum upp á 300 milljónir. Þá hafa aðrir aðilar lagt mikið í þetta, sérstak- lega Framleiðnisjóður. Það væri afar slæmt ef það þyrfti að afskrifa allt þetta. Nú er líka kominn sá tími ársins að ég held að það væri mjög óskynsamlegt að reyna ekki að sjá til með þetta framleiðslu- ár." Þú sagðir á fundi á Hvanneyri fyrir skömmu að svo gæti farið að menn yrðu að hætta loðdýrarækt ef ekki birti til á næstu ár- um. „Ég held að það sé öllum ljóst að ef verð á skinnum hækkar ekki verður þessu ekki haldið áfram. En það gildir þá ekki um iís- lendinga eina. Slíkt mundi þýða hrun á allri loðdýrarækt í heiminum. Enn sem komið ér mat allra þeirra sem mest vit hafa á þessum hlutum að yfirgnæfandi líkur séu á því að verðið fari að lyfta sér aftur þegar framboðið minnkar. Framboð á skinnum hefur snar- minnkað á síðustu misserum, sérstaklega á refaskinnum. Samkvæmt lögmálum um framboð og eftirspurn bendir allt til þess.að verð á skinnum fari hækkandi svo fremi sem markaðurinn er ekki alveg hruninn fyrir þessa vöru. Framleiðslan á ári er orðin svo miklu minni en eftirspurnin var fyrir fáum árum. Það eitt og sér ætti að leiða til mikillar verðhækkunar," sagði landbúnaðarráðherra. Bændur mundu fagna öllum lausnum Á aðalfundi Félags loðdýrabænda fyrr í vetur lýstu margir bændur því yfir að þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.