Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. apríl 1990 Tíminn 11 frá Akureyri suður að Brúaijökli og áfram suður yfir Vatnajökul til Esju- fjalla og til baka, samanlagt um 65 km leið á jökli, og tók sú ferð 16 klukkustundir. Sigurður Þórarinsson segir svo frá ferðinni yfir Grænlandsjökul í Nátt- úruftæðingnum (1981): „Fjórmenningamir höfðu vetursetu austast á meginjökli Grænlands. Þeir urðu fyrir ýmsum skakkaföllum. Wegener rifbrotnaði 16. september og Koch fótbrotnaði er hann datt niður í 15 m djúpa sprungu. En 20. apríl 1913 lögðu þeir af stað vestur yfir meginjökulinn og komust vestur af honum 4. júlí. Ferðin reyndist hin mesta svaðilför, veður válynd og færið afleitt á köflum. Þrautseigja hestanna var vonum framar og var snjóblinda þeim mest til baga. Þegar Qórmenningamir nálguðust vestur- jaðar meginjökulsins var aðeins dug- mesti hesturinn, Gráni, uppistand- andi og svo illa farinn að sjálfir drógu þeir hann á köflum á sleða í vonlítilli tilraun til að koma þessari eftirlætisskepnu á græn grös, en urðu að skjóta hann skammt ffá jök- ulrönd. Er af jöklinum kom lentu þeir í mannlausum firði og urðu nær hungurmorða. Stóðst það á endum að þeir voru að sjóða Glóa, eina hundinn sem var með í forinni, þeg- ar sást til leitarmanna.“ Grænlandsleiöangrar 1929 og 1930 Arin 1919-24 var Wegener deildar- stjóri við þýsku hafrannsóknastofn- unina í Hamborg. Þjóðverjar höfðu um það leyti talsverðan áhuga á rannsókn heimskautasvæðanna og töldu meðal annars að loftstraumar þaðan gætu haft áhrif á veðurfar í Þýskalandi. Til að mæla þessa há- loftavinda kom einn nánasti sam- starfsmaður Wegeners, Johannes Georgi, hingað til lands ásamt að- stoðarmönnum sumrin 1926 og ‘27 og hefur Leó Kristjánsson skrifað um þessar rannsóknir, m.a. í Arsrit Sögufélags ísfirðinga 1987. Vísinda- mennimir höfðust við í Skáladal við Aðalvík og sendu upp vetnisfyllta loftbelgi, 86 alls, og fylgdust með ferð þeirra í sjónauka með hallamáli upp í allt að 21 km hæð. Þannig uppgötvaðist sterkur vindstrengur sem blés frá norðri eða norðvestri í rúmlega 5 km hæð óháð vindátt nær jörð. Þessar niðurstöður urðu til þess að Þjóðveijar sendu rannsóknaskipið „Meteor“ norður í höf 1928 til að fylgja þessum mælingum eftir og ennffemur ein helsta ástæða þess að Alffed Wegener réðst í mikinn leið- angur til Grænlands 1930 sem Félag þýskra vísindavina stóð straum af. Sumarið 1929 fór Wegener í undir- búningsleiðangur ásamt þremur öðr- um vísindamönnum, fyrrnefndum Jóhannesi Georgi, Fritz Loewe og Emst Sorge, til Umanak-svæðisins á Grænlandi til að finna heppilega uppgönguleið á hájökulinn og reyna ýmis vísindatæki og aðferðir, m.a. tæki til bergmálsmælinga á þykkt jökulsins, sem þá var nýlunda. Fyrir valinu til uppgöngu á meginjökulinn varð skriðjökull í botni Kamamjuk- fjarðar, um 100 km NA af Diskó. Meginleiðangurinn, 20 manns, lagði upp frá Kaupmannahöfn með Grænlandsfarinu „Diskó“ 1. apríl 1930. Hinn 6. apríl kom skipið til Reykjavíkur — þann dag 60 áram síðar var Wegenersýningin sem nú stendur í Reykjavík opnuð. I Reykjavík gengu að borði þrír ís- lendingar, Vigfús Sigurðsson, sem fyrr var nefndur, Jón Jónsson frá Laug og Guðmundur Gíslason síðar læknir, og var hlutverk þeirra m.a. að annast 25 íslenska hesta sem nota átti við að flytja 120 tonn af búnaði upp á jökulinn. Meðal þess farang- Svipmyndir úr vistarverum leiðangursmanna. urs vora tveir vélsleðar, knúðir loff- skrúfii, sem nota skyldi til ferða um jökulinn og höfðu verið sérsmíðaðir fyrir leiðangurinn og áttu að geta borið eitt tonn hvor og komist í allt að 100 km hraða á klst. Sleðarnir dugðu þó illa og varð leiðangurinn að reiða sig að mestu á skíði og hundasleða. A miðjum hájöklinum i 3000 m hæð átti að koma upp rannsókna- stöð, „Eismitte" eða Miðjökulsstöð, til veðurathugana og ýmissa annarra mælinga í a.m.k. eitt ár, en að auki birgða- og bækistöð við austur- og vesturbrún jökulsins á 71 gráðu N og var Vesturstöðin 400 km ffá Ei- smitte. I Náttúrufræðingsgreininni 1981 segir Sigurður Þórarinsson svo: „Þegar leiðangurinn komst loks inn í botn Kamarujukfjarðar hinn 22. júní hófust Islendingarnir þegar handa um flutning á farangrinum upp ferlega spranginn og nær ófæran skriðjökulinn til birgðastöðvarinnar í 975 m hæð. Aldrei hafði reynt meira á íslensku hestana í Grænlandsleið- öngram þeim er Wegener tók þátt í og aldrei höfðu þeir reynst betur. Þessum hættulegu og afar erfiðu flutningum var þó ekki lokið fýrr en 4. október og lögðu Jón og Vigfús þá heim á leið og komu til Reykja- víkur rétt fyrir jól 1930. Um miðjan júlí hélt fyrsti hópurinn með hunda- sleðana inn á Eismitte með vísinda- tæki og nokkur matföng og varð dr. Georgi þar eftir. Siðast i ágúst var farið í aðra ferð þangað og dr. Sorge skilinn eftir hjá Georgi. Treyst hafði verið á mótorsleðana til að flytja megnið af farangrinum inn á Ei- smitte, en það er skemmst að segja að þeir brugðust gersamlega og komust aldrei til Eismitte." Dauði Wegeners „Laust eftir miðjan september barst Wegener bréf frá Georgi og Sorge þess efnis að þeir myndu yfirgefa Eismitte-stöðina og halda gangandi til Vesturstöðvar ef ekki bærust meiri matföng fyrir 20. október. Wegener var ljóst að ef svo færi væri höfuðmarkmið leiðangursins fyrir bí og hann taldi einnig að þeir Sorge og Georgi myndu öragglega farast ef þeir legðu af stað gangandi vestur yfir jökulinn á þessum árstíma. Til að koma í veg fyrir þctta hvort tveggja lagði hann sjálfur af stað til Eismitte 21. sept. ásamt dr. Loewe og allmörgum Grænlendingum. Þeir hrepptu verstu veður, svo Grænlend- ingamir vora sendir til baka í tveim- ur hópum, sinn frá hvoram áfangan- um, og eftir 40 daga ferð komust þrír á leiðarenda þann 30. október með þrjá tóma sleða, Wegener, Loe- we og 22 ára eskimói, Rasmus Will- umsen. Frost var þá 54 gráður í Ei- smitte. Þar fiindu þeir fyrir þá Sorge og Georgi sem höfðu hætt við að fara til baka og grafið sér skýli í hjamið þar eð hús það er flytja átti til Eismitte hafði aldrei komist á leiðarenda. Nú varð Wegener aftur að taka erf- iða ákvörðun. Ekki var þama vetrar- forði fyrir fimm manns og urðu því einhveijir að halda til baka þótt litil von væri til að þeir kæmust alla leið. Loewe varð að skilja eftir því hann var kalinn á báðum fótum. Wegener tók ekki í mál annað en að fara sjálf- ur og á fimmtugsafmæli sínu, 1. nóvember 1930, lagði hann af stað með eskimóanum Rasmusi. Hvorag- ur komst alla leið. Þann 8. maí 1931 fannst lík Wegeners nær miðja vegu milli Eismitte og Vesturstöðvar. Er líklegt talið að hann hafi látist í tjaldi sínu og að banamein hans hafi verið ofþreyta og hjartabilun. Haföi Rasm- us lagt félaga sinn til í svefnpoka á hreinbjálfa, merkt staðinn með skíð- um hans og tekið með sér dagbók hans í því skyni að koma henni tii manna, en til þessa trúa Grænlend- ings hefur aldrei spurst." Kurt Wegener tók við forystu leið- angursins við hvarf bróður síns og tókst að ljúka stórhuga ætlunarverki hans þrátt fyrir þetta áfall. Landrekskenningin Sú hugmynd er gömul að megin- löndin hafi upphaflega myndað eina heild, en klofnað í smærri einingar á síðari jarðsöguskeiðum. Aðalrökin voru þau hve vel útlínur landanna austan Atlantshafs og vestan falla saman. Fyrstur viðraði hugmyndina svo vitað sé Sir Francis Drake 1620, Glettingur hf. Þorlákshöfn óskar landsmönnum gleðilegs sumars og þakkar jafnframt starfsfólki og viðskiptavinum ánægjuleg viðskipti Til ökumanna Gleðilegt sumar Sumardekkin undir bifreiðina Sparið naglana, bensínið og malbikið G ATN AMÁLAST JÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.