Tíminn - 25.04.1990, Qupperneq 13
Miövikudagur 25. apríl 1990
Tíminn 13
rbviu\gg i Mnr
KEFLAVIK
Málefnafundir
Rabbfundir um hina ýmsu málaflokka
verða haldnir eftir páska í félagsheimili
framsóknarmanna að Hafnargötu 62 kl.
20.30.
Fimmtudaginn 26/4:
Skólar, dagvistarheimili, listir og menning
Mánudaginn 30/4:
Heilbrigðismál, málefni aldraðra
Allir bæjarbúar velkomnir.
Frambjóðendur
Kópavogur - kosningastarfið
Ákveöiö hefur veriö að efna til opinna kynninga og umræðufunda um
hin ýmsu málefni í húsnæöi Framsóknarfélaganna í Hamraborg 5
næstu vikur.
Gert er ráö fyrir aö allir þeir sem áhuga hafa geti komið skoðunum
sínum varðandi málaflokka á framfæri á þessum fundum.
Fimmtudagurinn 26. apríl 1990 kl. 20.30
Fundur um: Mótun stefnuskrár fyrir komandi kosningar.
Allir velunnarar velkomnir.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Ráðstefna um
sveitastjórnarmál
veröur haldin á vegurn Framsóknarflokksins laugardaginn 28. apríl í
Fteykjavík.
Dagskrá auglýst síöar.
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofa kjördæmissambands
Iframsóknarmanna á Vestfjörðum
Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjöröum,
Framsóknarfélags fsafjarðarog (sfirðings að Hafnarstræti 8 á (safirði
verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl.
17. Síminn er 94-3690.
Kópavogur - Kosningaskrifstofa
Kosningastarfið er í fullum gangi.
Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl.
10.00-13.00. Sími 41590.
Framsóknarfélögin i Kópavogi
Selfoss - Kosningaskrifstofa
Kosningastarfið í fullum gangi.
Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga
kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955
Allir velkomnir. - Heitt á könnunni.
Framsóknarfélag Selfoss
REYKJANES
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222.
KFR.
Framsóknárfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Emily Lloyd, sem leikur
í „Cookie“ í Bíóhöllinni,
- fær mörg gælunöfn hjá gagnrýnendum
Emily Lloyd er eftirlæti Ijósmyndaranna, því að hún er alltaf til í eitthvert sprell.
Sem „Brooklyn“-stelpan Cookie
fer Emily á kostum svo sem sjá
má á myndinni.
Móðirin Sheila (t.v.) með dætur sínar, Charlotte og Emily (t.h.), en
Charlotte hefur verið fengin til að leika Emily á unga aldri. „Hún er
svo alvarleg, - en við mamma erum grínkerlingar!" segir Emily.
Illlllllllllllllllllllllll SPEGILL llllllllillllillllllllllllllllllllllllllllllllilllll
koma þangað og ieika í nokkrum
myndum. Hún sló til og þegar hafa
komið hingað til lands tvær af
myndunum sem hún lék í í Amer-
íku: Myndin „In Country", sem
var sýnd hér fyrir nokkrum mánuð-
um. Þar lék hún á móti Bruce
Willis. Myndin gerðist í Suðurríkj-
unum og Emily varð að æfa sig í að
tala með viðeigandi Suðurríkja-
hreim.
í myndinni „Cookie“, sem nú er
sýnd í Bíóhöllinni leikur hún á
móti Peter Falk (Colombo úr sam-
nefndum sjónvarpsþáttum). Emily
leikur þar óskilgetna dóttur Falk,
en hann er tugthúslimur. Emily
hefur náð Brooklyn-málfari og
tyggur tyggigúmmí í gríð og erg.
Það vakti athygli hvað hún er nösk
að tileinka sér á stuttum tíma
mállýskur og margvíslegt tungu-
tak. „Ég er svoddan hermikráka!"
segir hún sjálf.
Þegar hin unga enska leikkona,
Emily Lloyd fyrst sást á hvíta
tjaldinu sem Lynda í myndinni
„Ég vildi að þú værir hér“ (Wish
You Were Here), var hún oft
kölluð „Hin nýja Lolíta", en síðan
hefur hún fengið mörg viðurnefni í
viðbót. Má t.d. nefna gagnrýnanda
nokkurn sem kallaði Emily „kven-
lega útgáfu af goðinu James Dean“
og á einum stað er hún kölluð „Hin
unga Bardot" og sést hefur líka
„Ný Marilyn Monroe“!
Emily Lloyd hafði rétt lokið
grunnskólaprófi þegar hún fór á
kvikmyndahátíð í Cannes, en þar
var þá sýnd myndin „Wish You
Were Here“ og þarna var strax
farið að bjóða í þessa 16 ára stelpu,
sem vissi varla hvað var að gerast í
kring um hana.
Reyndar segist Emily hafa verið
ákveðin - frá því hún var 5 ára og
sá Elizabeth Taylor í „National
Velvet" - í því, að hún ætlaði að
verða kvikmyndastjarna, „en ég
vissi bara ekki að þetta gæti komið
eins og þruma úr heiðskíru lofti,“
sagði hún í blaðaviðtali í Cannes.
Þar var Emily látin færa Diönu
prinsessu blómvönd, en stjórnend-
ur hátíðarinnar höfðu þó áhyggjur
af því að Emily myndi ekki haga
sér eftir settum reglum, en það fór
allt vel. Emily var stórhrifin af
prinsessunni, og þegar Diönu varð
að orði, þegar hún fékk blómvönd-
inn: „Váá, þvílíkur fjöldi er hér af
ljósmyndurum!“ þá var komið
fram á varir hinnar ungu leikkonu:
Þú ættir nú að vera orðin vön
ljósmyndurunum, en það var
búið að segja mér hvað ég ætti að
segja - og ekki neitt annað - svo ég
bara brosti," segir Emily.
Kvikmyndaframleiðendur í
Bandaríkjunum fengu Emily til að