Tíminn - 01.05.1990, Side 4

Tíminn - 01.05.1990, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 1. maí 1990 FRÉTTAYFIRLIT DAMASKUS - Islömsk samtök hliðholl írönum, létu í gær lausan úr haldi bandarísk- an gísl, Frank Reed. Hann er 57 ára gamall skólastjóri sem hefur verið í gíslingu í fjögurár. MOSKVA - Óánægðir Úkraínubúar í Kænugarði hafa ákveðið að stofna ókommún- ístískan flokk. Stefna hans á að vera að stuðla að aðskilnaði frá Sovétríkjunum. BONN - Leiðtogar þýsku ríkjanna sögðust báðir trúa því að hægt væri að semja við Sovétmenn um hernaðarstöðu sameinaðs Þýskalands en Sovétmenn hafa krafist þess að það verði hlutlaust. Sér- fræðingar bandamanna úr seinna stríði og fulltrúar þýsku ríkjanna ræða nú hernaðar- stöðu sameinaðs Þýskalands í Austur-Berlín en það er liður í undirbúningi fundar stórveld- anna á laugardag. WASHINGTON - Forset- ar Bandaríkjanna og Panama hittust í gær en sem kunnugt er studdu Bandaríkjamenn núverandi ríkisstjórn Panama til valda. Bush hefur viljað styðja Panamabúa efnahags- lega og sagðist vera leiður yfir þeirri töf sem hefði orðið á því að Bandaríkjaþing afgreiddi það mál. NÝJA DELHI - Forsætis- ráðherra Japana, Toshiki Kai- fu, hefur heitið því að láta 20% af efnahagsaðstoð Japana renna til ríkja Suður-Asíu. Hann sagði ennfremur að Jap- an vildi nota ef nahagsmátt sinn til að stuðla að framþróun og stöðugleika í þessum heims- hluta. KAÍRÓ - Hosni Mubarak, forseti Egypta, hefur ákveðið að heimsækja Damaskus á miðvikudag. Hann verður fyrsti leiðtogi Egypta til að fara til Sýrlands síðan ósætti kom upp á milli þjóðanna vegna mis- munandi afstöðu þeirra til Isra- els fyrir 13 árum. SEOUL - Meir en 2000 lögreglumenn réðust inn í hús ríkisútvarþsins í Suður-Kóreu í þeim tilgangi að binda enda á verkfall starfsmanna sem staðið hefur í 17 daga. Starfs- mennirnir kröfðust þess að yfir- maður þeirra, skipaðuraf ríkis- stjórninni, yrði rekinn. Hersýning á Rauða torginu í Moskvu á 1. maí. Slíkar hersýningar hafa tíðkast um áratugaskeið og verið skilaboð til verkalýðs út um heim um óbil- andi styrk kommúnismans á Alþjóðadegi verkalýðsins. Alþjóðasamband ffjálsra verkalýðsfélaga segir í ávarpi sínu í dag að hrun kommúnismans marki kaflaskipti í sögu verkalýsðhreyfingarinnar, framundan sé nýtt upphaf réttlætis og frelsis. Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1. maí 1990: Hmn kommúnismans markar nýjan kafla Hér á eftir fer ávarp Alþjóða- sambands frjálsra verkalýðs- félaga á 1. maí, en að því sam- bandi er ASÍ m.a. aðili: Nýir landvinningar frelsisins I. maí markar tímamót. Barátta verkalýðsins fyrir félagslegu réttlæti og sjálfsvirðingu er aldargömul. Sið- asta ár hafa áunnist stórir sigrar og glæstar vonir vaknað hjá frjálsri verkalýðshreyfíngu. Fyrir ári síðan var baráttudagurinn víða haldinn undir þrúgandi oki kúgunar. Fyrir að- eins einu ári voru Ceaucescu, Honec- ker, Jivkov og Pinochet enn við völd. Við eigum þó að gera meira en að staldra við og líta yfir farinn veg. I dag eigum við að leggja drög að framtíðaráformum. Við þurfum að tryggja að frjáls verkalýðshreyfing eigi verðskuldaða hlutdeild í endur- uppbyggingunni. Pólitísk umbrot í Austur- og Mið-Evrópu, einn Evr- ópumarkaður árið 1993 og þróunin í þriðja heiminum kalla á tillögur. Þó þarf meira en tillögumar einar. Við þurfum að hafa hönd í bagga við end- uruppbygginguna. Framtiðin verður hvorki mótuð gegn okkur né án okk- ar. Hún verður mótuð með beinni þátttöku samstíga verkalýðshreyf- ingar, undir merkjum lýðræðis og sjálfstæðis. Upphafið Hrun kommúnismans táknar ekki sögulok fyrir samband frjálsra verka- lýðsfélaga. Nýr kafli í baráttu hreyf- ingarinnar er að hefjast. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja rétt- læti og frelsi á rústum alræðis og kúgunar. Sumir óttast áð óheftur, her- skár kapítalismi leysi kommúnis- mann af hólmi. Til að koma í veg fyr- ir það verður við að hjálpa til við að koma á heilbrigðu lýðræði. Sú þróun verður að taka mið af þeim atriðum sem við höfum að leiðarljósi; réttlæti jöfnuði, frelsi og friði. Aðstoðin við Austur-Evrópu má ekki ganga gegn þessum gildum. Við höfnum útlend- ingahatri og ofuráherslu á þjóðemis- hyggju, en viljum félagslega þróun og nýsköpun í efnahagslífi. Afvopnun í þágu þróunar Breyttar aðstæður færa okkur ein- stakt tækifæri. Þíða í samskiptum risaveldanna veitir svigrúm til af- vopnunar og lýðræðisþróunar. Al- þjóðleg verkalýðshreyfing má þó ekki gleyma öðmm mikilvægum verkefnum. Við verðum að efla sam- stöðu með þróunarlöndum, þar sem efnahagskreppa, erlendar skuldir, fé- lagsleg cinangmn og uppreisnir ógna lýðræðinu. Það er æ erfiðara að draga fram lífið og mannslífið er lítils met- ið. I þessum löndum hafa frjáls verkalýðsfélög mikilvægu hlutverki að gegna. Lýðræði getur ekki þróast án efnahagsþróunar. An lýðræðis og frelsis verður engin þróun. Viðskiln- aður gömlu kommúnistaforingjanna, herforingjastjómanna í rómönsku Ameríku og síðustu vígi nýlendu- stefnu og kynþáttaaðskilnaðar bera þessu glöggt vitni. Alls staðar þar sem harðstjóm er við lýði munu ftjáls verkalýðsfélög stór- efla baráttuna. Þau munu gefa gaum að vonum og væntingum þeirra sem verst verða úti vegna félagslegs rang- lætis, efnahagskreppu og kúgunar. Fyrir okkur er ekkcrt til sem heitir góð harðstjóm. Það er aldrei réttlæt- anlegt að neita fólki um frelsi. Jöröin er fyrir okkur öll Baráttan fýrir vemd umhverfisins er hluti af hinu nýja hugtaki alþjóðleg samstaða. Mengunarslys í Austur- Evrópu, rányrkja í þriðja heiminum og vaxandi mengunarhætta setja Al- þjóðasambandi frjálsra verkalýðsfé- laga ný landvinningamarkmið. Verkamenn verða fyrstir fyrir barð- inu á umhverfisslysum og óheilnæm- um vinnuskilyrðum. Slíkt kemur þó öllum við. Umhverfismál snerta alla jarðarbúa. Þess vegna krefjumst við fyrirhyggju í umhverfismálum, alls staðar í heiminum. Fyrir hundrað ámm börðust verka- menn I Chicago íyrir átta stunda vinnudegi, sjálfsvirðingu og íyrir réttinum til að vinna. Heimurinn þarfnast þess í dag, meira en nokkm sinni, að við fetum í fótspor þeirra. Samband ftjálsra verkalýðsfélaga mun beita öllum kröftum sínum til að einkunnarorð sambandsins, brauð, ffiður og frelsi verði að vemleika í öllum heimsálfum. Við munum beij- ast fyrir því að nýfengnu frelsi í heiminum fylgi jöfnuður og bræðra- lag. NJÓSNARAR AFHJÚPAMR Upplýsingar frá fyrrverandi starfsmönnum austur-þýsku leyni- þjónustunnar hafa þegar leitt til þess að komist hefur upp um mörg hundruð njósnara í Vestur-Þýska- landi. Talsmenn vestur-þýsku leyniþjónustunnar í Bonn áætla að útsendarar austur-þýsku leyni- þjónustunnar, Stasi, hafi verið um 5000 og þeir segja að reynt verði að handtaka þá alla. Við sameiningu Þýskalands verður öllum njósnumm líklega veitt sakaruppgjöf en þó hyggjast vestur-þýsk stjórnvöld rétta í máli sem flestra. Þeir njósnarar sem gefa sig fram sjálfir fá þó mildari meðferð. Vestur-Þjóðverjar vilja afhjúpa sem flesta njósnara m.a. af ótta við að margir þeirra hafi þegar skipt um vinnuveitendur og tekið að njósna fyrir Sovétríkin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.