Tíminn - 01.05.1990, Page 7
Þriðjudagur 1. maí 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Jónína Jónsdóttir:
GUFUNES
Ekki þurfti símastaurinn heima við
bæinn á Gemlufalli að verða grænn
aftur til að halda uppi margtóna-
söng með vírum sínum og kúlum.
Hægt var að vita hver vindáttin var
með því að hlusta á það samspil,
þar átti Norðri gamli hæsta tóninn.
Ókunnugum fannst þessi söngur
jafnvel óþolandi. „Af hverju látið
þið ekki færa staurinn?" Þetta var
nú þá, við undum þessu tækniundri
ágætlega, síminn, þvílíkt undur,
pabbi minn gat talað við bróður
sinn í Reykjavík.
Kannske munaði nokkrum fetum
á stöðu símastaursins svo allt hefði
verið hljótt. En þvílíkir smámunir.
Var það ekki svona með verk-
smiðjuna í Gufunesi? Datt nokkr-
um í hug að nærvera hennar við
höfuðborgina, sem þá var bara
mátulega stór fyrir landið ísland,
yrði seinna ógnvaldur, jafnvel í
stærra hlutfalli en svartidauði eða
bólan mikla voru á sínum tíma,
nei, alveg örugglega ekki.
Nú eru allir staurar símans horfnir
úr landareigninni á Gemlufelli,
móðir jörð hylur nú þá strengi sem
áður sungu og boðuðu vindáttir.
Dæmin um breytta stöðu eru mis-
stór. Ég var komin á tvitugsaldur
þegar fyrsti bíllinn kom í hlaðið á
Gemlufalli, það var álíka undur og
þegar faðir minn fékk þriggja hest-
afla mótor í bátinn sinn. Þau ósköp
skýrði hann fyrir okkur, fávísum
bömum sínum, með kennisetningu
sem hljóðaði svo: „Það sem tapast
í tíma, vinnst í krafti, það sem tap-
ast í krafti, vinnst í tíma,“ og það
var auðvelt að útfæra það með spil-
inu sem við settum upp bátinn hans
með, ef vindan var höfð öll á ann-
an veginn var léttara að snúa spil-
inu en við þurftum að fara stærri
hring og svo öfugt, ef hringurinn
varð styttri varð átakið meira.
Hestaflaeyðslan í Gufunesi stytti
tímann við að vinna völlinn á vorin
og erfiðið var úr sögunni. Aburðar-
verksmiðjan í Gufunesi var því
óskabam allra þeirra er grasnytjar
stunduðu.
Hversu fjarlæg var ekki kona
bílsins á hlað í Gemlufalli, bæ viö
hin ystu mörk hins byggilega
heims, þar sem stjömur himinsins
vom við hlið englamynda á jóla-
kortum og áttu enga aðra viðmiðun
bama á þeim bæ. Hversu íjarlægt
var það ekki þeim að eftir skamma
tíð sæju þau með sömu augum að
bíl var ekið um sjálfan mánann á
himingeimnum, já, raunverulega á
því sama augnabliki og það var
gert.
Svona stærðir em þrátt fyrir stað-
reyndir eins fjarlægar og þær að
litlu bami fyndist skifta máli hvar
símastaur stóð við bæjarvegg.
Ég kom fyrst til Reykjavíkur þeg-
ar Hringbraut var svo að segja ystu
byggðamörk í Reykjavík, Kópa-
vogur var sumarbústaðaland og
Öskjuhlíðin berjamór. Nú er efna-
verksmiðjan í Gufunesi komin í
þéttbýli. Öll emm við þrælar hins
hraða tíma, það má sjá á bílaeign,
flugvélum og ógnarlega stómm og
mörgum húsum. Við höfum notað
ógnmikinn kraft til að spara tíma.
Yfirsjónir em mishættulegar. Ríkis-
valdið, yfirstjómir í borg og bæjum
hafa veitt fjármagni til fram-
kvæmda, oft meira af kappi en for-
sjá, það er málið. Það hafa einstak-
lingar líka gert. Að hrópa úlfur,
úlfur er ekkert sniðugt í raun, þótt
það veki að vísu eftirtekt og gæti
jafnvel tekið á sig mynd úrbóta.
Það breytir engri stöðu að segja
„ég vissi það, ég vildi það“, það
sem var gert eða ekki gert er það
sem eftir stendur.
Fréttaflutningur af geyminum í
Gufunesi gat verið af upphafi
stærsta harmleiks í sögu þjóðar
okkar ef allt hefði farið á versta
veg. Mannleg mistök em talin al-
gjörlega geta verið til staðar,
hvernig svo sem að er hlúð eða
undir búið.
Ég er gömul kona, við fréttina um
eldinn í Gufunesi greip mig skelf-
ing, fyrri umræða um slíkt tilfelli
gerði mig algjörlega vanmáttuga,
ég sá börnin mín fyrir mér, ein-
hvem veginn, ég veit ekki hvemig,
mér varð kalt og ég skalf. Hættu-
ástandi sem aldrei var boðað, því
var aflýst, en það dugði ekki minni
aumu sál.
Núna veit ég að frétt sem hefði
hljóðað á þann veg að slökkviliði
Reykjavíkur hefði tekist með fram-
göngu af fullkomnu öryggi, snar-
ræði og djörfung hugrakks manns,
sem vann verk sitt sem óttalaus
hetja, að slökkva eld sem logaði
ofan á ammoníaksgeyminum í
Gufunesi, þá hefði ég fyllst gleði
og þakklæti og sál min engan
hnekk beðið. Maðurinn sem fór
fyrir í því vcrki að slökkva eldinn
er í mínum augum þjóðhetja.
Ég er afar þakklát stjórnun Al-
mannavama fyrir að hafa sýnt ýtr-
ustu gætni og yfirvegun, hleypa
ekki af stað þeirri ógn sem ennþá
meiri hinni fyrri var og til lítils
gagns að auki.
Við öll emm líka í þakkarskuld
við starfslið Aburðarverksmiðjunn-
ar frá fyrstu tíð, það hefur lagt bæt-
andi hendur á það sem betur hefur
mátt fara, það sýndu málsvör þess
á fundi með framsóknarmönnum
sem þeir efndu til, til umræðu um
eldsvoðann og annað sem fjölmiðl-
ar hafa talað um án nægrar þekk-
ingar.
Það er á allra vitorði að fleira hef-
ur tekið á sig aðra mynd en sýn og
samanburður frá hlaðinu á Gemlu-
falli. Það getur ekki annað verið en
að við flytjum verksmiðjuna frá
Gufunesi. Við emm búin að króa
hana þar inni, við erum búin að
skilja að peningar leysa ekki þann
ugg úr huga manns sem þegar er
fyrir hendi, það er meira að segja
fyrir löngu búið að útrýma virð-
ingu manns fyrir þeim upphæðum
þeirra þegar þær em teknar úr okk-
ar sameiginlega sjóði, hvar svo
sem á er litið, það er í það minnsta
skoðun mín.
Ég geri það að tillögu minni að
hús þau sem eftir munu standa í
Gufunesi verði fengin okkur nábú-
um hennar til þess að endurvinna
það sem í daglegu tali er nú kallað
sorp.
Dagur jarðar er nýgenginn, við
börn hennar erum ekki búin að
þurrka þann blett af augum okkar
sem í dag er stærstur og hylur alla
þá sýn sem jörðin okkar þarfnast í
dag, sem er að fjarlægja það eitur
sem þegar ógnar henni og hætta að
bæta við það, við emm að byrja að
lyfta hendinni og það er vel.
Fyrsta bók Móse er enn þann dag
í dag í gildi, það væri ráð að taka
hana til greina, hún þolir alveg
hina nýju sýn.
Ég heyrði Kristján heitinn Frið-
riksson, forstjóra Últímu, fyrstan
manna segja þessa gullvægu setn-
ingu að við hvert og eitt skyldum
„setja manngildið ofar auðgildinu".
Væri svo í reynd að við gerðum
það hefði hjarta mitt ekki þurft að
skelfast svo sem fyrr er lýst.
Munum það að við eigum jörðina
og að hún er móðir okkar. „Hugs-
um áður en við hendum.“ Hugsum
um það hversu óendanlega margt
er á okkar valdi. Jafnvel þótt hið
óviðráðanlega sé stórt í sniðum.
1. maí ávarp verkalýðsfélaganna
1. maí ávarp fulltrúaráðs Verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík, Banda-
lags starfsmanna rikis og bæja og
Iðnnemasambands Islands.
1. maí er dagur nýrrar sóknar og
nýrrar vonar. Heil öld er nú liðin
síðan verkafólk kom fýrst saman á
baráttudegi verkafólks. Á slíkum
tímamótum á vel við að meta ár-
angur af starfi verkalýðshreyfing-
arinnar, hvar okkur hafi miðað
áfram og hvar við höfum staðið í
stað.
Kjarasamningar eru mikilvægasta
verkefni verkalýðshreyfingar
hverju sinni. Þeir samningar, sem
gerðir voru í febrúar sl., marka
upphaf nýrrar sóknar í atvinnu- og
eíhahagslífi þjóðarinnar. Með víð-
tækri samstöðu, samvinnu og
áræðni félagsmanna ASI og BSRB
tókst að gera kjarasamning sem
felur í sér nýja sókn. Það þurfti
kjark og þor til að bregða út af
hefðbundinni leið. Það var niður-
staða launafólks eftir rækilega um-
ræðu í aðdraganda samninganna að
rétt væri að reyna leið lægri kaup-
hækkana, stöðugs gengis, minnk-
andi verðbólgu og lækkandi vaxta.
Vert er að vekja athygli á því að
það er fyrst og fremst fyrir frum-
kvæði stærstu heildarsamtakanna á
vinnumarkaðinum að svo víðtækt
samkomulag tókst um að reyna að
breyta efnahagsumhverfinu hér á
landi. Launafólk, atvinnurekendur,
ríkisstjórn, sveitarfélög, bænda-
samtökin í landinu og bankar og
sparisjóðir sameinuðust um að-
gerðina.
Með frumkvæði í svo víðtækri og
djarfhuga aðgerð sýnir verkalýðs-
hreyfingin enn á ný að hún er afl í
þjóðfélaginu sem lætur að sér
kveða.
Árangur samninganna er nú að
koma ffam. Nafnvextir hafa lækk-
að. Þó eru raunvextir allt of háir og
er það skýlaus krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar að þeir lækki í
samræmi við minnkandi verð-
bólgu. Þá lofar lítil hækkun fram-
færsluvísitölunnar í síðasta mánuði
góðu. Fyrirtæki og stofnanir hafa
dregið úr og hætt við verðhækkanir
að kröfu verðlagseftirlits verka-
lýðsfélaganna. Það er nauðsynlegt
að verkafólk haldi vöku sinni og
fylgist grannt með þróun verðlags.
Með lækkandi verðbólgu glæðist á
ný verðskyn neytenda.
Við fögnum því að það mikla
Ijöldaatvinnuleysi sem spáð var að
hér yrði í upphafi árs 1990 virðist
úr sögunni.
Við erum í sókn. Stóru verkefnin
eru framundan. Okkur ber að nýta
þann árangur sem nú er í sjónmáli.
I skjóli lækkandi verðbólgu eigum
við að sækja aukinn kaupmátt í
takt við batnandi þjóðarhag. Jafn-
framt skulum við standa vörð um
þau félagslegu réttindi sem verka-
lýðshreyfingin hefur knúið fram á
löngum tíma.
I síðustu samningum var gerð til-
raun með launabótum til að hækka
hina tekjulágu umfram aðra launa-
menn. Áfram verður að halda á
þeirri braut að bæta afkomu þeirra
sem búa við lökust kjör í þjóðfé-
laginu.
Við eigum að gera meiri kröfur til
fyrirtækjanna í landinu en hingað
til. Allt of mörg íslensk fyrirtæki
standast enga samkeppni vegna
slælegrar stjórnunar, fyrirhyggju-
lausra rjárfestinga og ómarkvissrar
markaðssetningar. Það er ekki hlut-
verk verkalýðshreyfingarinnar að
styðja við bakið á illa reknum fyr-
irtækjum og vanhæfum stjómend-
um. Þess vegna þarf launafólk að
efla þekkingu sína á starfsemi fýr-
irtækjanna og hafa meiri áhrif á
stjómendur þeirra og stefnumörk-
un.
Við mótmælum þeim fýrirætlun-
um útgerðarauðvaldsins á Islandi
að slá eign sinni til frambúðar á
fiskinn í sjónum. Auðlindir hafsins
eru sameign allra Islendinga og
mega aldrei verða séreign nokkurra
útgerðarmanna og fjölskyldna
þeirra.
Islenskt verkafólk mun aldrei
þola atvinnuleysi. Það er skýlaus
krafa verkalýðshreyfingarinnar að
öllu atvinnuleysi verði útrýmt. Is-
lenskt Iaunafólk fagnar öllu frum-
kvæði í atvinnumálum. Við eigum
að nýta alla möguleika okkar til at-
vinnusköpunar í landinu, þ. á m.
aukinn stóriðjurekstur. Nauðsyn-'
legt er að reka sem fiestar stoðir
undir íslenskt atvinnulíf og tryggja
með því lífskjörin betur en ella
hefði orðið.
Jafnframt ber okkur að hefja nýja
sókn í umhverfismálum. Taumlaus
auðhyggja í mörgum rikjum heims
hefur skilið eftir djúp sár á móður
jörð og auðlegð hafsins er einnig í
hættu vegna mcngunar og fyrir-
hyggjulausrar umgengni mannsins
við hafið. Hér á landi eigum við að
taka upp markvissa stefnu um nátt-
úruvemd og bæta landinu upp þau
landspjöll sem orðið hafa á liðnum
öldum.
Á baráttudegi verkafólks 1990 er
þeirri spumingu varpað fram hér
hver sé framtíð stéttarfélaga og
heildarsamtaka þcirra. Áratugum
saman hafa heildarsamtök okkar
barist fyrir launakjömm og félags-
legum réttindum. Allir þjóðfélags-
þegnar hafa notið ávaxtanna af
launabaráttunni. Félagslegu rétt-
indin hafa smám saman orðið rétt-
indi allra þjóðfélagsþegna án tillits
til skoðana þeirra, aðildar að stétt-
arfélögum cða hvort þeir hafi
áunnið sér réttindin með vinnu-
framlagi sínu. Þannig hefur hreyf-
ing launafólks ætíð staðið með
þeim veiku í okkar liði andspænis
þeim sterku sem hafa oft viljað
neyta aflsmunar.
Nú þcgar við Islendingar stöndum
frammi fyrir þátttöku í stærri og
öflugri markaðsheildum en við
höfum áður kynnst mun reyna á
hreyfingu okkar á nýjan hátt. Er
ekki rétt að beina þeirri spumingu
einnig inn á við til félaga okkar um
hvernig þeir geta eflt samtök sín
frammi fýrir öflugri og stærri fýrir-
tækjum og harðari markaðskröfum
en við höfum áður tekist á við.
Áróður atvinnurekenda hefur verið
sá að rýra eigi vald stéttarfélag-
anna og sjálfstæði þeirra. Við vís-
um þeim áróðri á bug. Um leið ber
okkur að leggja á ráðin um öfluga
uppbyggingu verkalýðshreyfingar-
innar frammi fyrir nýjum aðstæð-
um í efnahagsmálum V-Evrópu.
Þetta leiðir hugann að því að um
þessar mundir eiga sér stað miklar
breytingar á efnahagslífi Evrópu.
Stefnt er að því að koma á einum
sameiginlegum markaði Evrópu-
bandalagsríkjanna tólf og jafnvel í
sameiginlegu markaðssvæði allra
ríkja V-Evrópu. Mikil afskipti
verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu
hafa tryggt okkur ffamgang félags-
mála í þessari þróun, en brýnt er að
áfram verði unnið af alefli að þess-
um málum til þess að ekki verði
gengið á rétt launþega á nokkurn
hátt.
ASÍ og BSRB hafa unnið mjög
náið með verkalýðshreyfingunni á
Norðurlöndum um að tryggja að
hinn félagslegi þáttur fái verðugan
sess í Evrópu framtíðarinnar.
Verkalýðshreyfingin fagnar batn-
andi samskiptum stórvelda í austri
og vestri og tekur undir kröfu ís-
lendinga um afvopnun í höfunum
um leið og samið er um fækkun
kjamorkuvopna og samdrátt í heíð-
bundnum vopnabúnaði.
íslenskt launafólk fagnar hruni fá-
mennisstjórna í ríkjum Austur-
Evrópu. Ástæða er til að fagna því
að aukið lýðræði hefur tekið við í
þessum rikjum. Berlínarmúrinn er
fallinn og harðsvíruð leynilögregla
í sumum ríkjum hefur verið svipt
miklum áhrifum sínum.
Vakin er athygli á hrikalegum að-
stæðum Palestínumanna sem svipt-
ir em mannréttindum til vinnu, fé-
lagafrelsis og dvalar i landi for-
feðra sinna.
Minnt er einnig á ástandið í S-
Afríku. Islensk stjómvöld eru hvött
til að halda fast við viðskiptabann
á S-Afríku þar til apartheid-stefhan
hefur verið afnumin með öllu.
íslenskt verkafólks um allan heim
um réttinn til vinnu, ffelsis og jafn-
réttis.
Baráttudagur verkafólks er nú
haldinn undir kjörorðunum ný
sókn. Ný sókn endurspeglar kröfur
okkar um bætt lífskjör. Við sækjum
fram til jafnréttis, frelsis og
bræðralags.