Tíminn - 01.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 1. maí 1990 Þriðjudagur 1. maí 1990 Tíminn 11 .. -..... ................... 1 ...... —........................................ ......... ..............................................................i----——............................. — _____ Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa kært til félagsmálaráðherra staðsetningu sorpböggunarstöðvar í Gufunesi; SORPBOGGUNARSTOÐ SKA Sigrún Magnúsdóttir borgarfúlltrúi og Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi og fúlltrúi í Skipulagsnefnd Reykjavíkur hafa kært til félagsmálaráðuneytis þau vinnu- brögð, sem borgarstjóm Reykjavíkur og önnur stjómvöld borgarinnar hafa viðhaft í sambandi við undirbúning að byggingu og rekstri svonefndrar flokkunar- og móttöku- stöðvar á lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þau krefjast þess að byggingar- leyfi það, sem bygginganefnd veitti og stað- fest var í borgarstjóm verði fellt úr gildi, þar sem með því er brotið í bága við fjölda laga- ákvæða. Á sínum tíma kom til tals að staðsetja sorpböggunarstöð í Árbæjarhverfi, en hofið var frá því eftir að íbúar hverfisins höfðu mótmælt því harðlega. Vífilfell, ffamleið- andi kók á íslandi, hótaði m.a. að flytja starf- semi sína úr Reykjavík ef sorpstöðin yrði staðsett í nágrenni við verksmiðjuna. Fram- sóknarfíokkurinn barðist mjög hart fyrir þvi að hætt yrði við byggingu sorpböggunar- stöðvar í Árbæjarhverfi. Flokkurinn hyggst beita sér að alefli gegn byggingu slíkrar stöðvar í Gufúnesi. Framsóknarflokkurinn hefur markað skýra stefnu um að sorpstöðv- ar eigi ekki að byggja í nágrenni íbúða- byggðar. Sorpböggunarstöðvar eiga ekki að vera í nágrenni við íbúðabyggð Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi var spurður nánar út í stefnu Framsóknar- flokksins í þessum málaflokki. „Það er mitt álit og raunar stefna Fram- sóknarflokksins að sorpböggunarstöðvar eigi ekki að reisa í nágrenni íbúðabyggðar, enda er nægilegt landrými fyrir slíka starf- semi annars staðar. Slík starfsemi er líka í andstöðu við nútímaleg viðhorf í umhverfis- málum. Það rikti góður friður um þau áform að sorpböggunarstöð yrði reist í iðnaðar- hverfi í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær var búinn að samþykkja það fyrir sitt leyti, sem hefði þýtt að sorpurðun hefði farið fram í Krísuvík. Illu heili sætti borgarstjórinn í Reykjavík sig ekki við þá lausn og kaus að kaup Álfsneslandið á Kjalamesi undir sorp- urðun og samdi við Áburðarverksmiðjuna um land undir sorpböggunarstöð í Gufunesi. Þessi ákvörðun hefur valdið óróa í þremur sveitarfélögum, Reykjavik, Mosfellsbæ og Kjalamesi, enda út í hött að ógna íbúða- byggð með starfsemi af þessu tagi.“ Fylgir starfsemi af þessu tagi ekki óhjá- kvæmilega vemlegur óþrifnaður? Árlega verður ekið með 100 þúsund tonn af sorpi í gegnum Grafarvogshverfið „Jú, það er ljóst að starfsemi sorpböggun- arstöðva fylgir alltaf einhver óþrifnaður þrátt fyrir góðan vilja um að koma í veg fyr- ir slíkt. Það er því deginum ljósara að sorp- böggunarstöðin í Gufúnesi kemur til með að skaða íbúðabyggðina í Grafarvogi. Aka verður með allt sorp í gegnum hverfið, fyrst til böggunar og síðan til urðunar. Ibúamir í Grafarvogshverfum vom blekktir, því að þessi starfsemi er ákveðin í trássi við aðal- skipulag sem gerði ráð fyrir að sorphaugam- ir í Gufunesi myndu hverfa á þessu ári. Það kemur hvergi fram í aðalskipulaginu að sorpböggunarstöð eigi að taka við af sorp- haugunum i Gufunesi og að aka eigi með 100 þúsund tonn af sorpi árlega í gegnum hverfið. Slíkum flutningum fylgir óhjá- kvæmilega óþrifnaður og viss hætta af eitur- efnum. Þessu höfúm við Framsóknarmenn mótmælt í Skipulagsnefnd og borgarstjóm og nú síðast með kæm sem við höfúm sent félagsmálaráðherra, en í henni er þess krafist að byggingarleyfið sé afturkallað.“ Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík hefúr tekið þessari kæm óstinnt upp og farið um hana háðungarorðum eins og hans er von og vísa. Hvað vilt þú segja um þá gagnrýni hans að kæmfrestur í þessu máli sé útrunn- inn? „Það er rétt borgarstjóri hefur gert at- hugasemdir við kæmna og þá einkum að kæmfrestur sé útmnninn. I kæm okkar til fé- lagsmálaráðherra vitnum við i 14. grein byggingarlaga þess efnis að byggingarleyfi „veiti ekki heimild til framkvæmda sem bijóta í bága við skipulag og ákvæði laga og reglugerða og rétt annarra.“ Mótmæli okkar beinast því að þeirri lög- leysu sem viðhöfð hefur verið í málinu en ekki vegna þess að brotið hafi verið á rétti okkar sem einstaklinga, en í því tilfelli gæti þriggja mánaða kæmfrestur átt við. Svo virðist sem borgarstjóri bresti minni til þess að málefni sorpböggunarstöðvarinnar vom síðast til umræðu í borgarstjóm 15. mars síð- GRAFARVOGI astliðinn vegna afgreiðslu Bygginganefndar á teikningum verksmiðjunnar. Að þeirri ástæðu einni framlengdist kæmffestur sá sem borgarstjóri gerir að aðalatriði þessa máls til 15. júnl næstkomandi.“ Verið er að koma aftan að íbúum Grafarvogshverfis Vissu íbúar Grafarvogshverfi ekki ósköp vel að hveiju þeir gengu þegar þeir ákváðu að byggja í hverfinu? „Nei, það gerðu þeir ekki. Ég lít svo á að verið sé að koma aftan að fólki þegar tekin er ákvörðun um að staðsetja sorpböggunarstöð Efstu menn B-listans í Reykjavík kynna kæru sína á blaðamannafundi. F.v. Alfreð Þorsteinsson, annar maður á listanum, Sigrún Magnúsdóttir, fýrsti maður á lista og Hallur Magnússon, þriðji maður á lista. í Grafarvogshverfi eftir að fólk hefúr flutt í hverfið. Annað mál er ef að slík stöð er reist á landi þar sem ekki var búið að úthluta lóð- um undir íbúðarhús því að þá veit fólk að hveiju það gengur. í þessu tilviki vissi fólk ekki að hveiju það gekk þegar það hóf að byggja í hverfinu. 1 því felst okkar gagn- rýni.“ Sýna ekki útreikningar að það er hag- kvæmt að velja sorpstöðinni stað í Grafar- vogshverfi? „Það er fráleitt að láta hagkvæmnis sjón- armið ráða algerlega ferðinni þegar tekin er ákvörðun um staðsetningu svona starfsemi. I dag dytti engum mann í hug að staðsetja áburðarverksmiðju á þeim stað þar sem hún er núna jafnvel þó að hægt sé með einhveiju móti að reikna út að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að staðsetja hana í Gufúnesi. Það er því fáránlegt að staðsetja sorpstöðina þama og ber raunar vott um mikla skamm- sýni,“ sagði Alfreð að lokum. Má staðsetja sorpstöð í merktu iðnaðarhverfi? Svæðið þar sem sorpstöðin á að rísa er á aðalskipulagi auðkennt sem iðnaðarsvæði (athafnasvæði, industrial area, á landnotkun- arkorti aðalskipulags). Bygging og rekstur sorpstöðvar getur þó alls ekki talist iðnaður, því að í 1. grein iðnlaga nr. 42/1982 segir: „Lög þessi taka til rekstrar hvers konar iðnaðar í atvinnuskyni. Til iðnaðar telst bæði handiðnaður og verksmiðjuiðnaður, hvaða efni eða orka, vélar eða önnur tæki sem not- uð em og hvaða vömr eða efni sem fram- leidd em. Heimilisiðnaður skal undanskilinn ákvæðum laganna.“ í orðabók Menningarsjóðs segir að orðið iðnaður þýði: „1. Skipulögð framleiðsla vamings úrhráefnum. 2. handiðnaður...“ í greinargerð með kæmnni segja borgar- fúlltrúamir að það sé lágkúmlegt sjónarspil þegar reynt sé að halda því fram að móttaka og innpökkun á sorpi til urðunar sé iðnaður. Reynt sé að komast hjá því að leggja fram tillögu um breytingu á aðalskipulagi svo að almenningi, ekki síst íbúum í nágrenni, gef- ist ekki kostur á að tjá sig um málið. I skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er mælt svo fyrir, að á aðalskipulagi skuli „auð- kenna svæði fyrir sorphauga og sorpeyðing- arstöðvar“. Af hálfú borgaryfirvalda hefúr verið bent á að fyrirhuguð sorpstöð i Gufú- nesi sé hvorki sorphaugur né sorpeyðingar- stöð. í greinargerð með kæmnni segir að engum hafi dottið í hug árið 1985 að sorp- stöð sem nú er rætt um að byggja yrði byggð í íbúðarbyggð. Spurt er hvort slík sorpstöð með öllu sem henni fylgir hefði þá frekar verið flokkuð með sorphaugum og sorpeyð- ingarstöðvum eða þá iðnaði eins og hann er skilgreindur í lögum og daglegu tali? Ekkert deiliskipulag til af svæðinu Til þess að bygginganefnd sé heimilt að veitta byggingarleyfi er henni skylt að ganga Timamynd: M.Þ. úr skugga um, að bygging, sem um er sótt sé i samræmi við aðalskipulag. Bygginga- nefndin þarf líka að ganga úr skugga um, að byggingin sé í samræmi við samþykkt deili- skipulag. Um þetta em skýlaus ákvæði í byggingarreglugerð, byggingarlögum og skipulagslögum. Þessi ákvæði hafa algerlega verið sniðgengin. Ekkert deiliskipulag hefúr verið gert að þessu svæði. I greinargerð með kæmnni segir að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að málið fái formlega meðferð samkvæmt skipulagslögum. Markvisst sé reynt að koma í veg fyrir að fólk geti fengið að tjá sig um sorpstöðvarmálið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.