Tíminn - 01.05.1990, Page 12

Tíminn - 01.05.1990, Page 12
12 Tíminn Þriðjudagur 1. maí 1990 Þórarínn Krístjánsson bóndi, Holti í Þistilfirði Fæddur 29. júlí 1910 Dáinn 22. apríl 1990 Þórarinn Kristjánsson, bóndi í Holti í Þistilfirði, fyrrum oddviti í Sval- barðshreppi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. f.m. hátt á áttugasta aldursári. Hann verður jarðsettur frá Svalbarðskirkju í dag, 1. maí. Með Þórami í Holti er merkur bóndi og vel gerður maður að moldu hnig- inn. Oft er svo til orða tekið að menn eigi til góðra að telja. Víst er, að svo var um Þórarin Kristjánsson. Ég hef haft góð kynni í meira en 30 ár af honum og hans frændgarði og falla þau kynni því betur sem ég hugsa meira um þau. Meðal svo ágæts fólks var Þórarinn laukur sinnar ættar, kannske var hann ekki einn um það, en bar það nafn með rentu. Hann var sómi stéttar sinnar, sveitar og héraðs, sem hann unni og helgaði hug sinn og krafta. I allri sinni hógværð og prúðmennsku var hann fyrirmaður sem allir gátu treyst um góða mála- fylgju og holl ráð. Það var ekki af því að hann skipaði fyrir eins og sá sem valdið hefur, hcldur af því að hann hafði heilbrigða hugsun á valdi sínu, dómgreindina, og lét ráðast af henni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur í sjálfs sín þágu og annarra. Þess vegna var hann í senn farsæll bóndi fyrir sig og sína, sem kunni fótum sínum forráð, og traustur félagsmála- maður í samstarfi við aðra um al- mannaheill. Þórarinn Kristjánsson fæddist í Lax- árdal í Þistilfirði 29. júlí 1910, sonur Kristjáns Þórarinssonar, þá bónda þar og konu hans Ingiríðar Ámadótt- ur ffá Gunnarsstöðum. Laxárdalur og Gunnarsstaðir eiga lönd saman. Kristján og Ingiríður réðust í að reisa nýbýli í Gunnarsstaðalandi næst Laxárdal árið 1913 og kölluðu Holt og höfðu einnig undir hluta úr Dal. Þar bjuggu þau hjón og í sambýli við Þorstein Þórarinsson, bróður Krist- jáns, þar til Kristján Þórarinsson lést 1942. Eftir það bjó Ingiríður með þremur bömum sínum nokkur ár og í sambýli við Þorstein meðan hann liíði, þar til þau systkin tóku að fullu við búi árið 1952. Systkinin þijú, sem svo lengi hafa búið í Holti, Ambjörg, Ámi og Þórar- inn, ásamt fósturbróður sínum Frið- geiri Guðjónssyni, hafa ekkert þeirra gifst, en haldið þar uppi ágætum bú- skap og fyrirmyndarheimili. Fleiri vom þau systkin frá Holti og löngum búsett annars staðar. Samheldni systkinanna, hvert sem leið þeirra lá, var ævinlega mikil og tíður samgang- ur milli jjeirra og annarra skyld- menna við heimilið í Holti. Engum gat dulist hversu sterk fjölskyldu- böndin vom. Um búskapinn vom þeir Ámi í öllu samstiga og sáu fyrir honum af einhug eins og best verður á kosið, en Ambjörg réð innanstokks eftir gömlum sið, og hefur sú verk- skipting dugað vel. Og öllum má vera Ijóst það lið, sem Friðgeir Guð- jónsson hefur veitt á þessu friðsæla búi Holtssystkina, þar sem allt skyldi vera í skorðum og hverjum hlut til skila haldið. Slík reyndust mér kynn- in af Holtsheimilinu og býst ekki við breytingum á því í neinu, þótt nú sé skarð fyrir skildi, þegar Þórarinn er fallinn frá. Þórarinn Kristjánsson naut ekki skólagöngu fram yfir barnafræðsluna og nám i alþýðuskóla á Laugum og Eiðum. Það sem á skólalærdóminn skorti bætti hann upp með lestri og sjálfsnámi, sem entist honum vel vegna góðra hæfileika og vitsmuna. Allt kom það honum að haldi í þeim félags- og menningarstörfum sem hann tók að sér í þágu sveitunga og héraðsmanna. Þegar ekki var öðrum til að dreifa annaðist hann kennslu bama og unglinga um eitt skeið. Hann var orgelleikari við kirkju sína á Svalbarði áratugum saman og hélt uppi sönglífi í sveitinni af öðmm til- efnum. í hreppsnefnd var hann um 40 ára skeið og lengst af oddviti hennar. Þá gegndi hann manna lengst trúnað- arstörfum fyrir Kaupfélag Langnes- inga, bæði sem deildarstjóri í félags- deild sinni og kjörinn endurskoðandi félagsreikninga. Búnaðarþingsfull- trúi fyrir Norður- Þingeyjarsýslu var hann um áratugi, enda lét hann sig mjög varða félagsmál stéttar sinnar, bæði í sveitinni og héraðinu öllu. Persónulega er mér minnisstætt hversu ötull liðsmaður hann var í röðum okkar framsóknarmanna, og þakklátur er ég hversu vel okkur kom ásamt ávallt og alla tíð. Þegar upp er staðið gerir það pólitískt þras bæri- legt að hafa starfað með mönnum eins og Þórami í Holti. Síðustu ár hefur samband okkar mest verið úr fjarlægð, en „svo ei brestur minni mitt, mörg þótt sporin fenni, að hugsi fátt um handtak þitt, heiðan svip um enni.“ Eins og bjart var yfir Þórarni og lund hans öguð var skapfestan ekki minni. Þannig minnast hans samferðamenn og vinir. Ingvar Gíslason Það var haustið 1951 sem ég kom fyrst að Holti í Þistilfirði, fjárræktar- búsins landsþekkta, sem Kristján Þórarinsson frá Laxárdal og kona hans Ingiríður Ámadóttir frá Gunn- arsstöðum byggðu uppmnalega sem nýbýli úr landi Gunnarsstaða og Lax- árdals árið 1913. Erindi mitt að þessu sinni var að vera dómari þama á hrútasýningu, sem halda átti þar þetta haust, og man ég að Halldór Pálsson sagði við mig, þegar hann bað mig að fara í þessa sýningaferð fyrir sig, að ég skyldi gera þetta, því að ég hefði mikið gagn af því sjálfur að sjá féð í Holti og kynnast ræktunarsögu fjárstofns- ins þar og einnig hjá samstarfsmönn- um þeirra Holtsbræðra í fjárræktarfé- laginu Þistli. Ekki leikur neinn vafi á þvi, að hér reyndist Halldór sannspár, því að mér varð þá strax ljóst, að þama höfðu menn náð meiri árangri í ræktun holdafjár en annars staðar í landinu og það í svo ríkum mæli, að síðan hef ég jafnan haft það sem viðmiðun hve langt hefði náðst í ræktunarstarfmu, að bera það saman við fjárbúið í Holti í Þistilfirði. Ekki skal fjölyrt um ræktunarsögu þessa merka fjárstofns, en þegar fjár- ræktarfélagið Þistill var stofhað fyrir 50 árum var Þórarinn Kristjánsson í Holti kosinn fyrsti formaður félags- ins, en fljótlega tók Ámi bróðir hans við formennsku í félaginu og er hann það enn í dag. Mér var nokkur forvitni á að kynn- ast fólkinu þama í Þistilfirðinum og ekki síst Þórami Kristjánssyni, sem gegndi þá fjölmörgum félagsmála- störfum. M.a. var hann þá, að mig minnir, sláturhússtjóri Kaupfélags Langncsinga á Þórshöfn, formaður búnaðarfélagsins og oddviti sveitar- innar og fleira mætti telja. Þessi fyrstu kynni greyptu í hug minn mynd af honum Þórami, glað- sinna manni með björtu yfirbragði, með drenglundaða ffamgöngu og væri hann laus við allt stærilæti, en bæri þess í stað djúpstæða góðvild í brjósti til allra samferðamanna sinna. Síðar lágu leiðir okkar Þórarins saman á Búnaðarþingi, en þar vorum við í sömu nefnd í 17 ár og var sam- starf okkar þar því mjög náið. Hann var þar alla tíð ritari neftidarinnar og vann hann það starf af sérstakri kost- gæfni eins og að öllum öðrum þing- störfum, og gamla myndin sem greyptist i huga minn við okkar fyrsta fund breyttist ekki en skýrðist og mun geymast þar á meðan ég lifi. Árið 1968 kom ég aftur að Holti í Þistilfirði og þá í hrútakaupaerindum fyrir sæðingarstöðina í Laugardæl- um. Ég kom þar á réttadaginn, sem að því sinni var seint í september og lenti ég í krapaveðri og nokkrum vandræðum vegna veðursins, en t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Oddný Egilsdóttir frá Efri-Sýrlæk andaðist á Landakotsspítala 22. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Guðlaug Snjólfsdóttir Steinunn Snjólfsdóttir Ingimundur Jónsson Guðrún Snjólfsdóttir Sigurkarl Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. t Bjarni Gestsson fyrrum bóndi Björnólfsstöðum, Langadal, Hátúni 10b, Reykjavík lést f Landspítalanum hinn 25. apríl. Útförin fer fram frá Nýju kapellunni f Fossvogi föstudaginn 4. maí kl. 15.00. Herborg Gestsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn Páil Guðbjörnsson rafverktaki, Garðsenda 6, Reykjavik lést í Landakotsspítala laugardaginn 28. apríl. Anna Jónasdóttir. móttökumar þama á bæjunum vom einstaklega hlýjar og árangur ferðar- innar býsna mikill og góður. Enn kom ég í Þistilfjörðinn haustið 1978 I svipuðum erindum og var eins og fyrr margt glæsilegra hrútsefna á boðstólum í Holti og þeir látnir með ljúfu geði til kynbóta í fjarlægum byggðarlögum. Síðasta ferð mín að Holti var farin nú fyrir fáum dögum, en þá kom ég þar með nokkmm íjárræktarmönnum í þeim tvíþætta tilgangi að sitja há- tíða-fund fjárræktarfélagsins Þistils, sem er 50 ára um þessar mundir, og svo að kaupa nokkra úrvals hrúta á sæðingarstöðvamar. Afmælishátíðin var hin veglegasta, miklar og góðar veitingar og ágætar ræður fluttar um störf félagsins og al- mennt um ræktunarstörfm í sauðfjár- rækt. Hátíðin hófst með gagnmerkri ræðu Þórarins í Holti, sem var grein- argott ágrip af sögu félagsins. Að fagnaðinum loknum var okkur skipt á milli bæjanna til næturgisting- ar og ákveðið að hittast síðan allir morguninn eftir kl. 9.30 í fjárhúsun- um í Holti, ásamt meðlimum fjár- ræktarfélagsins og skoða fjárbúið, og um leið athuga um kaup á sæðingar- hrútum. Ég var einn af þeim sem gisti í Holti og áttum við góða og glaða stund um morguninn með þeim bræðrum Þór- ami og Áma, þar sem fjárræktar- störfin vom rædd, ásamt breyttum búskaparháttum, sem alltaf em að gerast og nú á s.l. sumri í Holti, þar sem þeir hófu verkun heys í vemleg- um mæli í plastrúllum. Á tilsettum tíma var haldið í fjárhús- ið, og á leiðinni hóf Þórarinn máls á því, að hann langaði til að sýna mér fram á heiðamar þar sem féð gengur að sumarlagi. Bað hann mig að ætla tíma í það á næsta sumri, því að ég þyrfti að kynnast afréttinum þeirra. En enginn veit sín ferðalok. Við átt- um aðeins fáein fótmál ófarin inn í fjárhúsin þegar þessi orð vom sögð og gekk Þórarinn inn fyrstur en að- eins eitt eða tvö skref, en þá hneig hann örendur niður. Þó að Þórarinn í Holti væri kominn á áttugasta aldursárið dó hann í fullu starfi, og eftir hann liggur nú stór- merkilegt ævistarf, þar sem honum heppnaðist ásamt félögum sínum I sauðfjárræktarfélaginu Þistli að ná gagnmerkum árangri í sauðfjárrækt. Reynir nú á yngri mennina í félaginu að halda starfmu áfram, en á þann hátt einan getur fjárræktarfélagið haldið á lofti minningu frumheijanna sem stofnuðu félagið, og er þar fyrst og ffemst að nefna þá Þórarin í Holti og Grím á Syðra Álandi sem lést s.l. ár. Ég votta systkinum Þórarins, þeim Áma og Ambjörgu ásamt öðmm skyldmennum hans og vandamönn- um mína dýpstu samúð vegna hins skyndilega og óvænta brottfalls Þór- arins í Holti, og einnig sveitinni hans og héraðinu öllu, sem mega nú sjá á bak góðum dreng og sönnum heið- ursmanni. Blessuð veri minning hans. Hjalti Gestsson Laugardagurinn fyrsti í sumri var viðhafnardagur hjá fjárræktarbænd- um í Þistilfirði. Þeir komu saman ásamt gestum sínum að Svalbarði til að minnast 50 ára afmælis Fjárrækt- arfélagsins Þistils og daginn eftir var farið til fjárhúsa að skoða fallegt fé og þangað stefndi Þórarinn frændi minn í Holti sínum síðustu spomm er hann hneig skyndilega niður örendur. Gamla hlýja hjartað hætt að slá. Góður dauðdagi er það öldmðum manni að falla óvænt og snöggt í fang dauðans við verk sín á heimaslóðum, upptendraður af áhuga og tilhlökkun þótt sviplegt sé fyrir hans nánustu. Þannig veit ég að Þórami var í huga eins og hann var reyndar nær alltaf og táknrænt fyrir hann að kvöldið áð- ur hafði það eitt skyggt á gleði hans að geta ekki líka farið á tónleika úti á Raufarhöfn. Þórarinn Kristjánsson var fæddur í Laxárdal í Þistilfirði 29. júlí 1910, sonur hjónanna Kristjáns Þórarins- sonar síðar bónda í Holti og konu hans, Ingiríðar Ámadóttur. Kristján í Holti (f. 14,maí 1877, d. 4. mars 1942) var sonur Þórarins bónda í Laxárdal, áður í Efrihólum, Benj- amínssonar frá Akurseli Þorsteins- sonar og Vilborgar Sigurðardóttur ffá Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá Jóns- sonar. Systkini Kristjáns vom Magn- ús (1867-1924) fjármaður hjá bræðr- um sínum, sr. Haraldur í Mjóafirði (1868-1960), Stefán bóndi í Efrihól- um (1870-1898), faðir Þorláks á Svalbarði, Guðrún (1872-1875), Ól- afur (1875-1966), bóndi í Laxárdal, Herborg (1878-1948) rjómabústýra við Mjólkurbú Flóamanna og Þor- steinn (1882-1952) bóndi í Laxárdal. Ingiriður í Holti var dóttir Áma á Gunnarsstöðum, Davíðssonar frá Heiði Jónssonar og Ambjargar Jó- hannesdóttur ffá Staðarlóni Ámason- ar. Systkini Ingiríðar (23. febr. 1887- 29. júní 1971) vom Þuríður Stefanía (1888-1982) húsffeyja á Gunnars- stöðum, Jóhannes (1890-1971), bóndi á Gunnarsstöðum, Davíð (1892-1983) stöðvarstjóri útvarps á Eiðum og Skjaldarvík, Sigríður (1896-1941) húsfreyja á Grýtubakka, Guðbjörg f. 29. sept. 1899 matráðs- kona við sjúkrahúsið á Akranesi, Gunnar f. 15. júní 1901 skrifstofu- stjóri Búnaðarfélags Islands og Margrét. g. Gísla Guðmundssyni alþm. (1904-1988). Þórarinn í Holti var næstelstur ell- eflu systkina en hin vom: Ambjörg f. 21. sept. 1908 húsmóðir í Holti, Ámi f. 4. febr. 1912 bóndi í Holti, Vilborg f. 5. sept. 1913 g. Karli Hauki Kjart- anssyni bifrstj. á Þórshöffi, Bergþóra (1915-1941) g. færeyskum manni, Guðrún f. 16. ág. 1917 g. Einari Kristjánssyni rith. frá Hermundar- felli, Ásmundur kennari f. 23. júlí 1920 g. Ásdísi Eysteinsdóttur kenn- ara, Herborg kennari (2. des. 1922- 19. sept. 1989) g. Þóri Sigurðssyni námsstjóra, Þórhalla f. 18. ág. 1925 g. Herði Bjömssyni byggingatækni- fræðingi í Kópavogi, Guðbjörg kenn- ari f. 16. ág. 1927 g. Eiríki Jónssyni lektor við KHÍ og Hólmfríður f. 23. júlí 1929 hjúkmnarfræðingur g. Sig- urði Ola Brynjólfssyni (d. 31. jan. 1984) kennara og bæjarfulltrúa á Ak- ureyri. Þórarinn ólst upp í fíjðurhúsum en Kristján hóf búskap í Laxárdal og flutti í nýbýlið Holt haustið 1913. Hann fór til náms í Alþýðuskólanum á Eiðum 1930-1931 og síðar við Gagnfræðaskóla Rvíkur. Þess má geta að öll systkinin frá Holti vom kostuð til nokkurrar skólagöngu af efnum búsins og segir það nokkra sögu. Ennffemur má nefna að Holts- hjónin ásamt Laxárdalsfjölskyldunni héldu heimilisskóla í Holti 1926- 1927 og var kennarinn Viktoría Jóns- dóttir ffá Stokkseyri. Þórarinn var kennari í Svalbarðs- hreppi 1933-1934 og 1947- 1948 og við bamaskóla í Eiðahreppi 1948- 1949. Árið 1940-1941 hélthannung- lingaskóla f Holti ásamt Ásmundi bróður sínum. Eftir fráfall Kristjáns í Holti (4.3.1942) stóð hann fyrir búi ásamt móður sinni og systkinum en nokkm eftir 1950 tóku þeir bræður, hann og Ámi, við búsforsjá og var Holtsbúið á þessum ámm í stórbýla röð og nafhtogað fyrir kynbætur á sauðfén- aði en um þær var Þórarinn mikill áhugamaður og tóku þeir bræður við því starfi sem þar var áður hafið af Þorsteini Þórarinssyni fyrst og ffemst og hefur staðið ffam á þennan dag,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.