Tíminn - 01.05.1990, Qupperneq 13

Tíminn - 01.05.1990, Qupperneq 13
Þriðjudagur 1. maí 1990 Tíminn 13 m.a. í samvinnu við nágrannabændur. En Þórarinn var kallaður til fleiri verka. Hann var verkstjóri við sláturhús KL á Þórshöfn 1936-1955. Hann var hreppsneíhdannaður í Svalbarðs- hreppi 1942-1982 og oddviti 1958- 1982. Endurskoðandi KL á Þórshöfh ffá 1946 og ffam á síðustu ár. Organ- leikari í Svalbarðskirkju 1945-1985 og formaður Kirkjukórasamb. N- Þing. 1974-1982. Hann var formaður UMF Aftureld- ingar 1933-1946 og starfaði mikið í Iþróttasambandi N-Þing. og síðan í Ungmsamb. N-Þing. og var þar at- kvæðamikill bæði sem keppandi og félagsmaður. Þá var hann fyrsti formaður Fjár- ræktarfél. Þistils, formaður Búnaðar- fél. Þistilfj. 1950-1981, búnaðar- þingsfulltrúi 1962-1982 og form. Ræktunarsamb. N-Þing. austan heið- ar 1955-1972. Þórarinn var einn þriggja ritnefhdar- manna að útgáfu bókarinnar Land og fólk - byggðasaga Norður- Þingeyjar- sýslu. Hann tók saman Niðjatal Þór- arins Benjamínssonar og Vilborgar Sigurðardóttur og gaf út skráð með eigin hendi. Þá átti hann í fórum sín- um fullunnið handrit að sögu Kaup- félags Langnesinga. Þessi upptalning sem er engan veg- inn tæmandi ber það með sér að á Þórarinn hlóðust trúnaðarstörf og hann var off til kallaður þar sem vandinn krafðist félagslegrar úr- lausnar. Hann var enda samvinnu- og félagshyggjumaður ekki aðeins í orði heldur fyrst og ffemst í verki og kom það ekki síst fram í búrekstri þeirra bræðra hans og Áma sem vom svo samrýmdir að þeir vom nánast sem einn maður. En samvinnuhugurinn var ekki bundinn við fjölskyldubúið og nánasta nágrenni, hann var ein- staklega vakandi fýrir þörfum sinnar byggðar og nauðsyn samvinnu í verslun, ræktun og ýmsum fram- kvæmdum. I öllum greinum bar hann hag heildarinnar fyrir bijósti af sann- gimi og brennandi réttlætiskennd. Sérhagsmunapot, valdafíkn og eigna- græðgi átti hann einfaldlega ekki til og ég hef engum manni kynnst jafn- Qarri ýmsum mannlegum brestum, svo sem öfund, eyðslusemi, drambi og hégómleika. Hann var lítillátur og ljúfgeðja en þaultaminn skaphiti ólg- aði undir. Gaman var að ræða þjóðfélagsmál við Þórarinn og minnist ég þess ffá unglingsárum mínum þegar ég hreifst sem ákafast af róttækum sósíalískum hugsjónum og hlýddi á talsmenn þeirra að mér fannst hugmynda- grundvöllur Þórarins sem alltaf fylgdi þó Framsóknarflokknum kannski róttækastur allra. Þórarinn var mikill hófsemdarmaður að öllu leyti, orðvar og umræðugóð- ur, bindindismaður og gerði ekki kröfur sér til handa. Eina „óhófíð" sem hann leyfði sér var hugarflugið þegar rætt var um ffamfaramál og ffamtíðarsýn. Hugsun hans var mjög mörkuð af græskulausri gamansemi, orðatiltæki hans og athugasemdir með sérkennilegum talanda vöktu ofl kátínu og hlátur. Þórarinn var mjög tónhneigður og sérstaklega söngelskur, fátt snart við- kvæma strengi í brjósti hans meira en fagur söngur. Þegar systkinin úr Holti komu saman var jafnan sungið, stundum „fjárlögin“ nær öll og sum mörgum sinnum með meiru og þar lagði „Doddi“til djúpa, mjúka og sterka bassarödd. Ymsar þær stundir eiga sér nú sess meðal minna ljúfustu minninga og nú er Þórarins sárt sakn- að úr „Holtskómum“. Þórarinn kvæntist ekki og átti ekki böm en systkinaböm hans og fleiri sem tengdust fjölskyldum þeirra fengu sannarlega að kynnast bam- gæsku hans og fátt var honum meira tilhlökkunarefni en að fá þau í heim- sókn. Og Þórarinn kunni að hlakka til. Frændsystkinin sem vom á þriðja tug komu flest ef ekki öll í Holt til lengri eða skemmri sumardvalar og helmingur þeirra var þar ámm saman allt sumarið og síðan tóku böm þeirra við. Öllum er minnisstætt hvemig tekið var á móti þeim í Holti og ekki síst átti Doddi ffændi hlýtt faðmlag og yngstu bömin þurfti hann að faðma fast og kyssa oft en þá kvört- uðu sumir í gamni undan stingandi skeggbroddum sem fengu að þrifast lengur en vanalega í sauðburðar- og heyskaparönnum. Sjálfur var ég aðeins eitt sumar i Holti sem bam en synir mínir urðu þar sumrungar og við höfum feðgar saman nágrennis vegna átt því láni að fagna að geta stundum létt þeim bræðmm vor- og sumarannir. Við ffá- fall Þórarins er okkur söknuður í huga en eftir stendur björt og hlý minning og engan skugga að finna. Eg leyfi mér fyrir hönd sumargest- anna allra að votta innilegt þakklæti og samúð. Hugur okkar er heima í Holti hjá systkinunum sem eftir lifa og syrgjandi ástvinum. I dag, 1. maí, verður Þórarinn Krist- jánsson frá Holti borinn til moldar að Svalbarðskirkju í Þistilfírði. Þar munu ættingjar hans, vinir og sveit- ungar fjölmenna og verður eflaust mörgum hugsað á þá leið semkveðið var í gömlu erfiljóði: „Finnst oss Þistiljjörður fátœkari en áður". Angantýr Einarsson. Sigríður Böðvarsdóttir Ijósmóðir Fædd 29. ágúst 1912 Dáin 19. aprfl 1990 Mig langar til að minnast ömmu með fáeinum línum. Það koma margar minningar upp í hugann en erfitt að festa þær á blað. Amma var alltaf svo sterk og svo fjarri manni að einhver sjúkdómur ætti eftir að buga hana enda þegar ég kom heim til Islands síðastliðið haust og hitti hana í veikindum sínum þá minntist ég á að það væri nú ekki svo langt að heim- sækja okkur þegar henni liði betur, ó já hún ætlaði sér að verða ffísk og þegar sá tími kæmi þá væri nú hægt að taka það til athugunar. Eg var aðeins nokkurra ára gömul þegar amma og afi fluttu til Reykjavík- ur en hún var alltaf „amma í sveitinni" hjá mér ffam á unglingsaldur þar til mér var bent á að það væri nú ekki hægt að kalla hana „ömmu í sveitinni“ þegar hún byggi í Reykjavík og væri búin að búa þar í mörg ár. Eg hætti svo smátt og smátt að kalla hana „ömmu í sveitinni“ þó að í huganum væri hún það alltaf þvi allar sögur sem hún sagði mér ffá pabba, hans systkinum og hennar eigin uppvexti tengdu mig sterkum böndum til Laugarvatns. Og reyndar er það svo í dag að bömin mín kalla ömmu og afa „langömmu og langafa í sveitinni". Amma kenndi mér að passa upp á náttúruna og ég ætti að vemda hana. í bústað ömmu og afa „inni í dal“ plönt- uðu þau grenitré fyrir hvert bamabam og bamabamabam og sem bam var ég svo stolt yfir því hvað tréð mitt óx vel, eins og dóttir mín var síðan stolt yfir sínu tré. Tónlistaráhugi minn kviknaði hjá ömmu og afa. Þau áttu píanó sem Gunnar frændi spilaði á og þótti mér ljúfl að hlusta á hann spila svo það varð úr að ég byrjaði að læra á píanó. Fyrsta árið æfði ég mig hjá þeim og fékk margt hrósið fyrir það litla sem ég gat spilað. Elsku afi, við hér í Vejle, Halli, Fríða, Böðvar og Barði vitum að mikill sökn- uður og tómleiki mun vera hjá þér, en biðjum Guð að styrkja þig. Sigríður Böðvarsdóttir Kveðja frá Ameríku Eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna. Vorið, sem kom i gœr, er aftur orðið að vetri. (Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi) Nú þegar amma er dáin, viljum við í fáeinum orðum þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Þakka íyrir hvað hún var yndislega góð amma. Að eiga minningar um slíka ömmu er eins og að eiga gullkistu sem aldrei tæmist, jafhvel þó sífellt sé tekið úr henni. Amma hefur verið okkur til fyrir- myndar í óendanlega mörgu. Hún var óþreytandi við að segja okkur sögur af uppvexti sínum á Laugarvatni og síðar búskap þeirra afa í Laugardalnum, þeg- ar mamma og bræður hennar vom að alast upp. Fyrir bragðið fannst manni afskaplega merkilegt að alast upp á Laugarvatni, þar sem ættaróðalið var fyrmm. Af ömmu lærðum við betur að meta náttúruna og fegurð hennar. Síðari árin hafa tengslin við Laugar- vatn haldist með sumarbústaðaferðum, sem em margar hveijar ógleymanlegar. Þrátt fýrir nýbyggingar var einhvem veginn alltaf skemmtilegast að fara upp í gamla sumó, sérstaklega ef afi og amma vora þar. Það var í raun ólýsan- lega notalegt að dvelja þar með þeim. Oftast rigningarsuddi eins og gengur og gerist á Suðurlandi, en það var bara þægilegra. Afi stússandi úti í lóðinni og amma segjandi sögur á milli þess sem hún var á þönum í eldhúsinu. Yfir öllu rikti stóísk ró. Hamingjusamt hjóna- band afa og ömmu vcrður afkomend- um þeirra enn ein fýrirmyndin úr lifi þeirra. Þegar Þórir fæddist var amma strax boðin og búin til þess að passa. Hann var ekki nema 7 vikna þegar langamma tók við bamapíustarfinu. Þetta var ómetanlegt og ekki hægt að hugsa sér bamið í betri höndum. Næstu tvo vetur passaði amma svo Þóri og fýrir það emm við óendanlega þakklát. Þórir litli kemur til með að búa að þessu alla tíð. Þó langt sé síðan, alla vega mælt í ævi lítils drengs, er víst að hann man ýmislegt sem gerðist, sumt kannski eftir ffásögnum, en það er jafn skemmtilegt fýrir það. Ekkert finnst honum skemmtilegra en að rifja upp þegar hann var að dansa við langömmu sína eða afa við undirleik sinfóníu- hljómsveitarinnar eða hvað langamma varð hrædd þegar botninn pompaði úr rúmi litla karlsins, sem lét sérþó hvergi bregða heldur hélt bara áfram að sofa. Allir sem þekktu ömmu koma til með að sakna hennar, afa missir er þó að sjálfsögðu mestur og við vottum hon- um innilega samúð okkar. Víst er að mikið hefðum við viljað fá að njóta ná- vistar við hana lengur. Þannig verður það því miður ekki. Við verðum að hugga okkur við að hún fékk að lifa mjög hamingjusömu lífi. Sé hamingjan í því fólgin að eign- ast góða fjölskyldu og sjá hana þrosk- ast og dafna vel, sem víst er að henni fannst, vom fáir sem hamingjan lék meira við. Kristín, Gunnar, Þórir og Gestur Léft spjall á laugardegi Laugardaginn 5. maí kl. 10.30 verður létt spjall að Grensásvegi 44, þar sem rætt verður um staðsetningu Sorpböggunarstöðvarinnar. Sigrún Magnúsdóttir Alfreð Þorsteinsson Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson ræða málin. Allir velkomnir. Hll Sigríður Jóhanna Hjartar Snorradóttir Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Sigríður Hjartar og Jóhanna Snorradóttir. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag 6. maí kl. 14.00 í Danshöllinni (Þórscafé). Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Haraldur Ólafsson flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Framsóknarfélögin í Kópavogi bjóða Kópavogsbúum í kaffi að Hamraborg 5, í dag 1. maí frá kl. 15-17. Frambjóðendur B-listans verða á staðnum ásamt varafor- manni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, og Þórði Ólafs- syni, formanni verkalýðsmálanefndar Framsóknarflokksins í Suður- landskjördæmi. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Senclum félögum okkcir, verkafólki nl lands og sjávar, bestu kveðjur og ánmð- aróskir í tilefni 1. maí. Landssðmbartd iðnverkafólks

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.