Tíminn - 01.05.1990, Page 18

Tíminn - 01.05.1990, Page 18
18 Tíminn Þriðjudagur 1. maí 1990 BS-nám í búvísindum ViÖ Hvanneyrarskóla í Borgarfiröi er boöiö upp á 3 ára (90 eininga) nám í búfræöi á háskólastigi. Námlö: Miöast viö þarfir þeirra kvenna og karla, er / vilja búa sig undir aö stunda ráögjöf, kennslu og rannsóknir í ýmsum greinum landbúnaöar, eöa annast önnur ábyrgöar- og stjórnunarstörf í þágu hans. Inntökuskilyröl: Stúdentspróf eöa sambærilegt framhaldsnám, svo og búfræöipróf, er stúdentar geta lokiö á einu ári. Viöfangsefni: Undirstööunám í líf- og efnafræöi landbúnaöar, hagfræöi og aöferöafræöum. Fræöilegt og hagnýtt nám í jaröyrkju, gróöurrækt og land- nýtingu, fóöurfræöi og fóöuröflun, landbúnaöartækni og hinum ýmsu greinum búfjárræktar, svo sem nautgripa-, sauöfjár- og hrossarækt, fisk- og loödýrarækt, alifugla- og svínarækt. Rekstrarfræöi, markaösfræöi og bústjórn. Fjóröaársnám: Nemendum gefst kostur á viöbótarnámi; sérhæföu 30 eininga námi og rannsóknarþjálfun, sem skipulagt er við búvísindadeild (BS 120). Aöstaöa: Nemendagaröar og heimavist, fjölbreyttur búreksturog tilraunir í jarörækt og búfjárrækt, nábýli viö aörar búfræðistofnanir, rannsóknastofur, gróöurhús og bókasafn. Leikskóli og grunnskóli er á staönum; 14 km í næsta kaupstaö. Umsóknir: Sendist til skólastjóra Hvanneyrarskóla. Þeir sem hyggjast hefja nám viö deildina nú í haust (15. sept.) skulu senda skriflegar umsóknirsínarfyrir 10. júní nk. studdar nauösynlegum prófskírteinum. Allar nánari upplýsingar um búvísindanámiö eru veittar á Hvanneyri. Bændaskólinn á Hvanneyri - búvísindadeild 311 - Borgarnes - sími 93 - 70 000 % 4Jjs]3^ Vinningstölur laugardaginn 1 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 — 2.235.076 2. A?S$á ! 4 97.132 3. 4af5 84 7.978 4. 3af 5 3.378 462 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.854.392 kr. i UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ^IÞROTTIR Bikarkeppni HSÍ: Sigurinn Vals frá 1. mínútu gegn Víkingum 25-21 Fram vann nauman sigur á Stjörnunni í kvennaflokki 16-15 Valsmenn höföu bikarúrslitaleik- inn gegn Víkingum í hendi sér frá fýrstu mínútu á sunnudagskvöld- ið. Breiddin í Valsliðinu var mun meirí og úrslitin 25-21 voru sann- gjöm og ættu ekki að koma nein- um á óvart Leikurinn var mjög fjörugur og fjölmargir áhorfendur létu vel í sér heyra. Valsvömin var sterk og tók vel á Víkingum, en sóknarleikur þeirra miöaðist við að homamenn- irnir og Birgir á línunni kláruðu sóknimar. I vöminni gekk Víkingum illa að stöðva Valsmenn sem allir vom mjög ógnandi. Aðeins var jafnt upp að 2-2, en þá tóku Valsmenn afgerandi forystu með þremur mörkum í röð, 5-2. Þeir bættu við forystu sína smátt og smátt og í leikhléi var munurinn 5 mörk 13-8. Víkingar náðu ekki að breyta gangi máli í síðari hálfleik, munurinn var lengst af 5-7 mörk. A lokamínútun- um kom nokkur upplausn í leikinn og Víkingar náðu að laga sinn hlut í 4 mörk 25-21. Valdimar Grímsson var besti maður vallarins i þessum leik. Sigurjón Sigurðsson lék líka vel og mataði Valdimar með góðum sendingum. Jón Kristjánsson stjómaði spilinu af festu eins og svo oft áður og Brynjar Harðarson gerði skemmtileg mörk og var öruggur í vítaköstunum. Finnur Jóhannsson var mjög sterkur í vöminni, en fékk ekki úr miklu að moða i sókninni. Jakob Sigurðsson stóð fyrir sínu í hominu jafnt í vöm sem sókn. Gísli Óskarsson lék í vöm og barðist vel. Bjarki Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson vom bestir Víkinga, en þeirra var vel gætt beggja. Guð- mundur freistaðist til þess að fara inn úr hominu í þröngum fæmm og lét verja frá sér. Birgir Sigurðsson var mjög sterkur á línunni, en var yf- irleitt með 2-3 menn á sér þegar hann fékk boltann. Karl Þráinsson stóð einnig vel fyrir sínu. Heppnin var ekki með Víkingum í þessum leik, ófá skot þeirra lentu í markstöng Valsmanna. Þeim tókst ekki að nýta hraðaupphlaupin og eitt víti fór forgörðum hjá þeim. Markvarslan í þessum leik var með ágætum, Hrafn Margeirsson stóð í marki Víkinga og Einar Þorvarðar- son í marki Vals. Vörðu þeir félagar sín hvor 14 skotin. Leikinn dæmdu þeir Rögnvald Er- lingsson og Stefán Arnaldsson og stóðu þeir sig vel í hlutverki sínu. Mörkin Valur: Valdimar 8, Brynjar 6/3, Jakob 4, Jón 3, Sigurjón 3 og Finnur 1. Víkingur: Bjarki 5, Guð- mundur 5, Karl 3, Birgir 3, Siggeir 2, Ingimundur 2 og Dagur 1. Fram lagöi Stjörnuna Fram vann tvöfalt í kvenna hand- knattleiknum í ár því liðið sigraði Stjömuna 16-15 í úrslitaleik bikar- keppninnar á sunnudag. Stjörnu- stúlkur veittu Fram harða keppni í þessum leik, voru meðal annars yfir í leikhléi 9-7. í síðari hálfleik komst Stjaman í 10- 7, Fram jafhaði 10-10 og gerði siðan út um leikinn með því að komast í 15-12. Ósk Víðsdóttir skoraði flest mörk Fram 4, en Ragnheiður Stephensen gerði 5/4 mörk fyrir Stjömuna. BL Valsmenn með sigurlaun sín í bikarkeppninni 1990. Frá vinstri Theodór Guöfínnsson, Valdimar Gríms- son.Finnur Jóhannsson, Einar Þorvarðarson. Bak við Einar stendur Páll Guðnason. Tímamynd Pjetur. Glíma:, Létt hjá Ólafi Ólafur Haukur Ólafsson KR varð glímukóngur íslands í fjórða sinn á laugardaginn, er íslands- glíman var háð í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Ólafur sigraði alla keppinauta sína ömgglega og að launum fékk hann Grettisbeltið sem Glímu- kóngur íslands 1990. í örðu sæti varð Jóhannes Sveinbjörnsson HSK og þriðji varð Eyþór Péturs- son HSÞ. Körfuknattleikur: Tvö töp í Englandi íslenska landsliðið í körfúknatt- leik lék tvívegis gegn því enska ytra um helgina og tapaði báðum leikjunum. A fostudag 81-79 og á laugardag 100-88. Guðmundur Bragason skoraði mest á fostudag 21 stig og Guðjón Skúlason 19, en á laugardag gerði Guðmundur 14, Páll Kolbeinsson 15 og Pétur Guðmundsson 14. ítalska knattspyrnan: Napólí meistari Napólí tryggði sér ítalska meist- aratitilinn í knattspyma á sunnu- daginn með 1-0 sigri á Lazio. Mark Napólí gerði Marco Baroni á 7. mín. Þrátt fyrir 4-0 sigur á Bari, tókst AC mílan ekki að ná Napólí. AC varð í örðu sæti, tveimur stigum á eftir Mardona og féögum. Snóker: Hendry heimsmeistari Stephen Hendry frá Skotlandi varð heimsmeistari í snóker um helgina er hann sigraði Jimmy White frá Englandi 18-12 í úr- slitaleik HM sem fram fór í Sheffield. Hendry, sem aðeins er 21 árs, er yngsti heimsmeistarinn í íþrótt- inni til þessa. Alex Higgins vant- aði mánuð í 23. afmælidaginn, er hann varð heimsmeistari 1972. BL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.