Tíminn - 01.05.1990, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 -
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 ^érrrélen.omrf^ UERDBREMVWSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691
LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM
Kringlunni 8-12 Sími 689888
ríiiiiiin
ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1990
HBBB
Skaut á lögreglubifreið út um glugga í grunnskólanum á Olafsfirði. Víkingasveitinni fiogið norður til að yfirbuga manninn:
Samræmdu próf i af lýst
vegna byssumannsins
Kalla þurfti til Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík
í gærmorgun, þar sem ungur maður á Ólafsfirði, sem
brotist hafði inn í grunnskólann á staðnum, skaut að
lögreglubíl í tvígang í gærmorgun. Annað skotið
hæfði lögreglubílinn, en engar skemmdir urðu á
honum. Eftir aðflogið hafði verið með Víkingasveitina
norður og hún umkringt skólahúsið, gafst maðurinn
upp og gaf sig fram við lögreglu.
Samræmt próf í stærðfræði átti
að fara fram í skólanum í gær-
morgun, en af því varð ekki vegna
þessa. Að sögn Hrólfs Kjartans-
sonar deildarstjóra hjá skrifstofu
samræmdra prófa var ákveðið í
samráði við skólastjóra skólans að
af samræmdu prófi í stærðfræði
yrði ekki í skólanum og væri það
í höndum kennara skólans að
meta frammistöðu nemendanna í
vetur.
Tilkvnning barst til lögreglunn-
ar á Olafsfirði, um klukkan sjö,
þess efnis að skothvellir heyrðust
frá skólanum. Jón Konráðsson
lögreglumaður á Ólafsfirði, sem
var á vakt ók að skólanum og var
þá skotið að bílnum á um 30 til 50
metra færi, í gegn um rúðu á
skólahúsinu. Höglin buldu á
bílnum, án þess að hann
skemmdist. Þegar maðurinn skaut
aftur að lögreglubílnum, þá af
styttra færi, hæfði hann ekki. „Ég
sá hann í glugganum þegar hann
beindi byssunni að mér þegar ég
keyrði fram hjá. Þegar ég var
kominn í skjól stoppaði ég bílinn
og hafði samband við bæjarfóget-
ann, sem tók þá við stjórninni,"
sagði Jón.
Kjartan Þorkelsson bæjarfógeti
á Ólafsfirði sagði í samtali við
Tímann að þeir hafi þegar í stað
kallað út björgunarsveitina á
staðnum til að Ioka svæðinu af og
Víkingasveit lögreglunnar í
Reykjavík. Atvikið var einnig til-
kynnt rannsóknarlögreglunni og
voru þaðan sendir tveir menn.
Svo vel vildi til að fyrir utan
lögregiu var enginn á ferli á þessu
svæði þegar maðurinn skaut af
byssunni, sem er tvíhleypt hagla-
byssa. Björgunarsveitin lokaði af
stóru svæði í grennd við skólann,
þar til Víkingasveitin var komin á
staðinn um klukkan hálf tíu. Þá
var skólahúsið umkringt og um
hálftíma síðar, eftir að Víkinga-
sveitarmenn höfðu rætt við
manninn, gafst hann upp og kom
út. Að svo búnu fóru Víkinga-
sveitarmenn af vettvangi með
flugi. Maðurinn var færður til
yfirheyrslu á lögreglustöðinni og
rannsóknarlögreglan tók við mál-
inu.
Fjölmargir Ólafsfirðingar fylgd-
ust með framgangi mála úr
fjarlægð, enda báðir skólarnir lok-
aðir, heilsugæslan og hótelið inn-
an þess svæðis sem lokað var allri
umferð.
Maðurinn skaut fjölmörgum
skotum bæði inni í skólahúsinu og
út úr því. M.a. skaut hann á 1000
lítra fiskabúr sem stóð í anddyri
skólans. I því voru um 800 lítrar
af vatni sem runnu um 'ganga og
fjölmargir skrautfiskar lágu eins
og hráviði um gólf. Þá braut hann
nokkrar hurðir og skaut að
minnsta kosti tvær rúður úr.
Vakt var um skólahúsið í nótt
þar sem rannsókn var fram haldið
í dag.
Maðurinn sem hér var að verki
er heimamaður og hefur komið
við sögu lögreglu á staðnum áður.
-ABÓ
Jón Konráðsson, lögreglumað-
urinn sem skotið var að, á leið
inn á lögreglustöð.
Tímamynd ES
Stjórnendur Olíufélagsins vilja bjóða há peningaverðlaun fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku ódæðismannanna:
RLR neitar verólaunafé
Tíminn hefíir örugga vitneskju
um aö stjómendur Olíufélagsins
h.f. vilji heita verölaunum til þess
sem veitt gæti upplýsingar sem
leiddu til handtöku ódæðis-
mannsins eða mannanna er
myrtu Þorstein Guðnason stöðv-
arstjóra á bensínstöð félagsins
við Stóragerði. Stjómendumir
munu hafa ráðgast um þetta við
RLR en RLR hafnað hugmyndinni
alfarið. Tímanum tókst ekki að ná
tali af stjómendum rannsóknar-
innar og bera undir þá af hverju
þeir neituðu hugmynd stjómenda
Olíufélagsins h.f. Tíminn hefur
fyrir því öruggar heimildir að yfir-
stjóm Olíufélagsins hafði hugsað
sér háar peningaupphæðir til að
bjóða þeim er gæti veitt upplýs-
ingar er leiddu til handtöku ódæð-
ismannsins.
Morðið á bensínafgreiðslunni við
Stóragerði er enn óupplýst. RLR
mun vinna að því að rannsaka morð-
málið út frá þeirri kenningu að tveir
menn hafi framið glæpinn og hafi
þeir verið allvel kunnugir verklagi og
vinnuháttum á bensínstöðinni.
Svo virðist sem mennimir hafi vitað
að uppgjör og afrakstur bensínsölu
seinni vaktarinnar á stöðinni daginn
áður var geymdur í stöðvarhúsinu og
að fyrsta verk vaktstjóra um morgun-
inn myndi vej:a að.tærpa bensínsjálf-
Frá fmmrannsókn við Stóragerði.
salann og gera sölu næturinnar upp
áður en stöðin opnaði kl. 7.30 um
morguninn. Þeir hafi beðið með að
láta til skarar skríða þar til vaktstjór-
inn; Þorsteinn heitinn Guðnason
lauk uppgjörinu.
Þorsteinn hafði lokið við að gera
sjálfsalann upp og hafði verið búinn
_ að skipta um prentrúllu í sölukassa
stöðvarinnar og farinn inn í bakher-
bergi þar sem hann var að undirbúa
að hella upp á kaffi þegar ódæðis-
maðurinn eða mennimir létu til skar-
ar skríða.
Þeir tóku síðan bíl Þorsteins og óku
niður í miðbæ þar sem þeir lögðu
honum. Á leiðinni hafa þeir dundað
sér við að flokka ávísanir ffá reiðufé
sem var i peningatöskunum sem þeir
rændu úr peningaskáp bensínstöðv-
arinnar. Ávísanimar fundust síðan
allar í bílnum þar sem hann stóð á
stæði bak við Hlaðvarpann að Vest-
urgötu 3. Eftir því sem Tíminn kemst
hafa morðingjamir haft upp úr krafs-
inu um 300 þúsund krónur.
ES/SÁ
Viöræður
umnýjan
búvöru-
samning
Formlegar viðræður um
nýjan búvörusamning eru
að hefjast. Forystumenn
Stéttarsambands bænda og
fulltrúar landbúnaðarráðu-
neytis héldu fund í gær, en
þar var skipað niður í nefnd-
ir og ákveðið hvernig staðið
verður að viðræðum. Land-
búnaðarráðherra sendi
Stéttarsambandinu nokkra
umræðupunkta fyrr í apríl-
mánuði, en um eiginlegar
viðræður hefur ekkl verið að
ræða fyrr en nú.
liaukur Halldórsson for-
maður Stéttarsambands
bænda segir að markmiðið
sé að ná fram einhverri nið-
urstöðu í viðræðunum í
haust svo að aðalfundur
Stéttarsambandsins geti tek-
ið afstöðu til málsins. ^
_____________