Tíminn - 24.05.1990, Qupperneq 4

Tíminn - 24.05.1990, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 24. maí 1990 FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - (srales- stjórn sakaði stjórn Banda- ríkjanna um að auka ofbeldi á hersetnu landsvæðunum með því að segja með óbeinum hætti að óbilgirni ísraels ( friðarumleitunum stæði í vegi friðar. Georg Bush forseti Bandaríkjanna tengdi á þriðjudag saman skort á friðarumleitunum og átökin að undanförnu. A.m.k. 21 Palestínumaður og einn Gyðingur hafa látið lífið síðustu daga. MOSKVA - Þing Lithauga- lands hefur boðist til að fresta gildistöku allra laga sem sett hafa verið eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði sínu. Þetta vill þingið gera ef Sovétmenn fást til samn- ingaviðræðna um sjálfstæði landsins. NIKÓSÍA - (ranskur þing- maður, Mehdi Karrubi sagði í gær að leiötogar Araba, sem ætla að hittast í Bagdad í næstu viku, ætli að stöðva olíuútflutning til vesturlanda og styðja með því við bakið á Palestínumönnum. BRUSSEL - Bandaríkja- menn sögðu frá því að sum kjarnorkuskeyti þeirra í V- Þýskalandi hefðu ekki reynst uppfylla kröfur um öryggi. Varnarmálaráðherra BNA Dich Cheney sagði eftir fund með varnarmálaráðherrum NATO að V-þýskum stjórn- völdum hefði verið sagt frá þessu og að búið væri að gera við skeytin, svo engin hætta væri lengur á spreng- ingum. NATO-ráðherrarnir hvöttu Sovétmenn til samn- inga um fækkun hefðbund- inna vopna og hófu viðræður um nýja stefnu NATO [ Ijósi bættrar sambúðar austurs og vesturs. PEKING - Lögregla hefur handtekið að nýju einn af forsvarsmönnum stúdenta. Með þessu virðist reynt að koma í veg fyrir að stúdentar minnist mótmælanna á ár- safmæli þeirra í byrjun júni. AUSTUR-BERLÍN - Vest- ræn ríki hafa ákveðið að leyfa innflutning á hvers kyns hátæknibúnaöi til Aust- ur- Þýskalands. MOSKVA - Háttsettur sov- éskur embættismaður sagði að ríkisstjórnin ætlaði að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um róttækar um- bætur í efnahagsmálum. Hann varaði við þeim hörm- ungum, sem yrðu ef umbæt- urnar næðu ekki fram að ganga, en sagði að umbót- unum yrði ekki komið á, gegn vilja landsmanna. bað pólska járnbrautar- starfsmenn um að hætta i verkfalli. Hann sagði að kröf- ur þeirra og verkföll stefndu í hættu lýðræði og efnahag landsins. KWANGJU, S-KÓREU - Þúsundir róttækra stúdenta í Suður-Kóreu fóru í jarðarför stúdents sem dó í kröfu- göngu gegn ríkisstjórninni. Gorbatsjof vill ekki verkföll: Gorbatsjof segir verk- fallsmönnum að hætta Rússneskir verkamenn i Eistlandi aflýstu í gær verkfollum sínum. Þeir hafa verið verkfalli í þrjá daga til að mótmæla sjálfstæðisyfirlýsingum eistneska þingsins og hafa viljað styðja með því Gorbatsjof. Gorbat- sjof bað þá hins vegar í gær að hætta verkföllum, til að skaða ekki frekar efnahag landsins og því hlýddu þeir. Verkföllin höfðu stöðvað alla um- ferð um aðalhöfn lýðveldisins,' trufl- að samgöngur og orðið til að stórum verksmiðjum var lokað. Talsmaður verkfallsmanna sagðist i gær hafa fengið skilaboð frá Gorbatsjof um að hann styddi og hefði samúð með bar- áttu þeirra en vegna þess hve efna- hagsástandið væri slæmt, vildi hann að þeir hættu verkföllum. Mikahaíl Gorbatsjof kemur enn á óvart Nýtt hótel á Grænlandi anshaab gefst líka kostur á að leigja þar aðstöðu til samkomuhalds. Margir íbúar Qiristianshaab eiga hlut í hótelinu og binda miklar vonir við rekstur þess. Þeir hafa boðið gestum annars staðar af Grænlandi og frá Danmörku að vera við- staddir opnunina en hótelið er nútíma- legasta hótelið á Grænlandi. Ferðamenn geta á sumrum virt íýrir sér miðætursólina en staðurinn er 300 km norðar en heimskautsbaugurinn. Ferða- mönnum verður boðið upp á siglingar á seglbátum og að veiða fisk og á vetrum geta þeir kynnst akstri á hundasnjósleð- um eða farið á skíði. Grænlendingar opna á laugardag nýtt hótel í Christianshaab við Diskóflóa. Mikil Jxirfhefur verið fyrir hótel á þess- um stað sem er mjög áhugaverður fyrir ferðamenn. Hótelið er með 15 stórum, velbúnum svefnherbergjum, borðsal, dansstað og kaffihúsi. Skortur hefur verið á gistiað- stöðu fyrir ferðamenn, en íbúum Christi- Visindamenn finna aðferð til að framleiða ofurleiðara: Langur ofurleiðari Amerískir vísindamenn segjast hafa fundið aðferð til að framleiða not- hæfa ofurleiðara og vonast menn til að það styttist í að þeir geti nýtt ofur- leiðni til að framleiða hraðvirkari tölvur, lestir, sem svífa á segulsviði og til að flytja orlcu, án nokkurs orku- taps, langar vegalengdir. Frá því snemma á öldinni hafa menn vitað að málmar geta leitt rafmagn viðstöðulaust án nokkurs viðnáms ef þeir eru kældir niður að alkuli. Vegna þess hve það var dýrt hafa menn ekki getað nýtt sér þá möguleika sem slík ofurleiðni býður upp á. T.a.m. væru engin takmörk fyrir því hve sterka raffnagnsegla mætti útbúa með slík- um leiðurum. Fyrir fjórum árum komust vísindamenn að því að ker- amísk efni verða ofurleiðandi við langtum hærra hitastig (156 gráðu ffost) sem auðvelt er að ná t.a.m. með ís úr köfhunarefhi. Hingað til hefur enginn getað sýnt hvemig mætti framleiða leiðslu úr þessum efnum sem eru mjög brothætt. I síðasta hefti Nature, sem kom út á þriðjudag, segja Paul Chu og félagar hans við háskól- ann í Houston að þeim hafi tekist að búa til fimm sentimetra langa stöng úr ofurleiðandi keramikefni og finna að- ferð sem ffæðilega getur gert ofur- leiðara eins langa og verkast vill. Þar með er miklum áfanga náð í leitinni að nothæfum ofurleiðurum sem beðið er með eftirvæntingu um alian heim. Bush hringdi í Mubarak: IBNA? Bush forseti Bandaríkjanna hringdi í leiðtoga Egypta Hosni Mubarak í gær og sagði að Banda- ríkjamenn ætluðu að leyfa sovésk- um gyðingum að flytja til Banda- ríkjanna. Sovéskir gyðingar hafa ffcmur kosið að flytja til Bandarikjímna en til ísraels en Bandaríkjamenn hafa aðeins leyft litlum fjölda þeirra að setjast þar að. Arabar eru æfír yfír ráðagerðum ísraelsstjórnar um að láta mikinn fjölda sovéskra gyðínga sctjast að á hertcknum landsvæðum og í næstu viku halda þeir neyðar- fund í Bagdad til að ræða það mál. Egyptar, sem eru miklir vinir Bandaríkjamanna, hafa verið meðal þeirra þjóða sem látið hafa ófrið- lega. Á þriðjudag sagði Mubarak að flutningur gyðinga til herteknu svæðanna gætí komið af stað stríðí. Átök undanfarandi daga milli mót- mælenda og ísraelshers hafa ekki orðið til að auka friðarhorfur. Bandaríkjamenn hafa lýst áhyggj- um yfír því hve margir menn hafa látið lífíð og þeir hafa sagt að óánægja Palestínumanna sé skiljan- Ieg meðan ekki sé unnið að neinum marktækum áætlunum um ffið. Að sögn Monhcim, upplýsingafulltrúa egypska forsætisráðherrans, sagði Bush í símtali sínu við Mubarak að hann harmaði atburði þá sem orðið hafa á herteknu svæðunum síðan á sunnudag. Hann sagði að Banda- ríkjamenn vildu þrýsta á að viðræð- ur um frið færu fram og sagði að það væri eina lciðin til að binda cndi a ofbeldið. Fjármálaráðherra Vestur-Þjóðverja: Sameinumst strax meðan það er unnt Theo Waigel, Ijármálaráðherra V- Þýskalands, hvatti I gær Þjóð- veija til að grípa það tækifærí sem þeim gæfist nú til að sam- eina þýsku ríkin og sagði að ann- að eins tækifæri kynni þeim aldrei að gefast aftur. Ætlast er til að þing þýsku ríkjanna samþykki í næsta mánuði samning um sameiningu sem undirritaður var í síðustu viku og eru umræður um hann þegar haffiar. Waigel hvatti til að sameiningin yrði ekki dregin á langinn og sagði meðal annars að pólitískt andrúmsloft í Austur-Þýska- landi væri óstöðugt, að enginn vissi hvort haldið yrði áffam umbótum í Austur- Evrópu og enginn vissi með neinni vissu hvort og hve lengi hinn nýi hugsunarháttur Gorbatsjofs entist í Sovétríkjunum. „Sögulegt tækifæri eins og þetta, verða stjómmálamenn að grípa vegna þess að enginn veit hvort það gefst nokkum tíma aftur“. í þeirri deild þýska þingsins þar sem flokkur Helmuts Kohls og samstarfs- flokkur hans hafa meirihluta er búist við að samningurinn verði sam- þykktur en í effi deild, „Bundesrat," hafa kratar beðið um breytingar á honum sem draga eiga úr gjaldþrot- um og atvinnuleysi í Austur-Þýska- landi. Atvinnuleysi og hærra verðlag mun gera sameininguna erfiða fyrir marga Austur-Þjóðveija. Waigel sagðist vilja fullvissa Austur-Þjóð- veija um að félagsmálakerfi land- anna yrði nógu traust til að geta hjálpað þeim við aðlögun að vest- rænu þjóðfélagi en þeir yrðu líka að bretta upp ermamar og vinna hörðum höndum að því að rétta við efnahag- inn. Þeir yrðu að lokum sjálfir að skapa næga atvinnu, velmegun og fé- lagslegt öryggi. Prófessorum í Marx-Len- ínisma sagtupp Hin nýja ríkisstjóm í Austur- Þýskalandi hefur sagt upp störfum 550 prófessorum í Marx-Lenín- isma. Nám í þeim ffæðum er ekki lengur skyldunám í Austur- Þýskalandi. Skólastjórar i nærri 6700 gagnffæðaskólum em líka að missa vinnuna. Þegar komm- únistar fóm með völd urðu skóla- stjórar að vera félagar í kommún- istaflokknum. Þetta er liður í þvt að koma á lýðræðisbreytingum í menntakerfínu sagði talsmaður menntamálaráðuneytisins í gær.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.