Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 30. maí 1990 Tfminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofúr: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Seigla flokkakerfisins Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að vonum ánægður með útkomu flokks síns í sveitarstjómarkosningunum og á heiður skilinn fyr- ir þá skýringu sem hann gefur í því sambandi. Hann segir í viðtali við Tímann að kosningaúrslitin sýni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sameinast að nýju eft- ir klofninginn í alþingiskosningunum 1987. Annað gerðist ekki. Þetta er laukrétt mat hjá formanni Sjálfstæðis- flokksins og sýnir að hann er ekki trúaður á að nein- ir krafitaverkamenn hafí miklu ráðið um úrslitin hér eða þar. Hvort sem andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins líkar það betur eða verr fór svo að móður- sýkisástandið, sem spratt upp kringum nafn Alberts Guðmundssonar vorið 1987, ljaraði smám saman út og hjörðin lallaði heim að gömlu jötunni sem hún mátti ekki við að missa til langframa. Með skrumlausri skýringu sinni á viðgangi Sjálfstæðis- flokksins hefur Þorsteinn Pálsson hitt naglann á höfuðið, sem íhaldsandstæðingum er skylt að veita eftirtekt ekki síður en liðsmönnum Þorsteins sjálfs, að í grónum stjómmálaflokkum — hverjir sem þeir em — leita hlutimir jafnvægis eftir átök og klofn- ing. Það er þetta sem Oddur Olafsson kallaði í dálki sínum í Tímanum í gær að væri „sigur flokkakerfis- ins“ og byggist á seiglu sem ekki bilar. Oddur bendir á að „f]órflokkakerfið“, sem varð til um og eftir miðbik fjórða áratugarins, eftir að hafa verið all lengi í mótun, er í rauninni lífseigt. Því hefur aldrei verið haggað þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til þess að velta því. „Nýir flokkar og fram- boð eiga sér stutt eða löng gönuskeið og lognast svo út af og allt fellur í gamla góða farið. Flokkar þessir og klofningsframboð fá eitt eða tvö kjörtíma- bil áður en þau víkja fyrir gamalgrónu flokkakerfi. Þeir sem lifa af tvennar kosningar veslast upp allt síðara kjörtímabilið og hverfa inn í söguna.“ Varla er unnt að segja sögu íslensks flokkakerfis í styttra máli og koma þó kjamanum til skila, þ.e. að meginflokkar í íslensku flokkakerfí hafa haldið tölu sinni og em nokkum veginn þeir sömu og þeir hafa verið í meira en hálfa öld. „Uppstokkun flokkakerf- isins“, sem eigi að síður hefur verið munntamt orð og mörgum góðum manni áhugamál, hcfur reynst heldur gagnslítil iðja og líkari afþreyingu funda- glaðra manna og pólitískri ofvirkni en þeirri breyt- inga- og endumýjunarþörf sem á að vera aflvakinn í fyrirgangi uppstokkunarstefnunnar. Sumum kann að fínnast það illa gert að vera að skensa Nýjan vettvang, þar sem hann liggur í sámm eftir ósigur sinn í borgarstjómarkosningunum, en það er ekkert skens þótt aðstandendum hans sé sagður sannleikurinn um stöðu sína og hversu ólík- legt það sýnist að þessi framboðshreyfing eigi langt líf fyrir höndum. Nýr vettvangur - nýjasta tilraunin til þess að stokka upp flokkakerfið — hefur öll ein- kenni þess að hverfa skjótt inn í söguna án þess að skilja mikið eftir sig. J»ví hefur veriö spáð bér í þessum »ð kommúnisman, og jafovd infllj- arður fólks í Kina gcngið undan merkjum bans, nmni fyrirönnast framt væri sá síðasti f heiminum. Kosningarnar um síðustu hclgi renna einmitt stoðum undir þennan spádóm. Um alla Austur-Evrópu hefur almenningur verið að kvcðja koromúoismaun á síðustu mánuð- um. En í fyrstu kosningum sera fraro fara ó íslandi eftir hrno „heimsstefnunnar44 fær Alþýðu- bandalagið viðuoandi kosnlngu, og varla verri en oft hefur gerst áður : þegar umtáLsverðar sveiflur verða á1 fylgi flukka. Scgja má með nokkrum sanni, miðaö við aðstæður, að Al- þýöuhandalagið hafi vcrið sigurveg- ári kosninganna. Sögulaust flipp Eii það er ekki aiveg víst að sú blekking haidi fil lengdar að ekkert hafi gerst 1 löndum kommúnista á síðusfu mánuðum þótt fréttir af því virðist hafa borist skritiiega seint til kjóscndafylgis Alþýðubandalagsins. Forkólfar i þeim flokki voru varla stignir á land bér heima eftir kurt- eisisbeimsóknir i austurveg þegar afncitunin liófst og „heimsstcfnan“ stakkst lóðbeint á bauslnn inn í Þeir af forystullðl Alþýðubanda- lagsins, sem ekki eru menntaðir í Austur-Þýskalandi eða annars stað- ar þar sem rctta menntun var að hafa fyrir unga kandidata á vegum ,,heimsstefhunnar“, verða nú að sæta ákxiTum fyrir að hafa yerið of CljóUr á sér að víkja undan Stalín- ismanum eða hvað það er nú kallað þetta sögulausa flipp sem enginu viH kaimast við Íengur. Frerast- ur í þeirra húpi er Ólafur Ragoar Gríms- son, sem á erf- iða glingu fram- undan vegna framboðs H-iistans í Reykjavík, þar scm sýnt þóttí að hann vlldi blanda geði við ókristilega krata cf það mætti verða til bjargar Alþýðubaodalaginu sem svo kom á dagiun að ekki þurfíi að bjarga fra sjálfu sér eins og ætlunin halði verið. H-listínn tapaðí af tækmlegum ástæðum cn ekki vegna þess að plottið væri vont. Liðið var svo hláeygt og ánægt með sigað það raðaði fyrstu þremur sætunum vh- laust á lisiann vegna þess að það héit að fundið vœri sjónvarpsbarn sein siægi aðra frambjóðendur út. Ilið eina sem sjúnvarpsbarnið gerði i fyrsta sæti var aðhrekja kralatOað kjósa ibaldið. Hefði röðou listans verið Bjanii, Kristín, Ólína, helðu allir skilað sér sem reiknað var með. Þetta vLssi frelsisherinn ekki. Sjóhrakið hafvillufóik Það cr hastarlegt að sæmileg kosn- ingaúrslh«flokki skuii þýða að sótt er aö formanni flokksins að kosning- um lokmtm. Sanna þessar aðfarir enn einu sinni að Alþýðubandalagiö er frekar deild « trúarbrögðum en fullgildur flokkur þar sem hægt er að ræða deildar meiningar án blóðs- útheilinga. í Jón Baldvin út í tilraun sem var sjálfsögð áf hálfu Alþýðubandalags- ?ns miðað við bvenúg komið var fyr- ir kommúnismanum. Hann gat ekki reiknað roeð að engar fréttír frá Austur-Evrópu hefðu borist til Al- þýóubandalagsins. Þessi tilruun var einnig vel þcss virði fyrir krata enda átti Alþýðuflokkurinn að verða eins- konar móðurskip IVrir sjóhrakið bafvillufólk úr Alþýðubandalaginu. Nú dró sjónvarpsbarnið í efsta sæti H-Iistans hafvillufólkið ekki um borð eins og vænst hafði verið. Það trúir enn á að hin daufu neyðarblys bjargi þvi upp á vafurloganna strönd „heimstefúunnar“. Þrátt fyrir að svona tækist tfl i þctta sinn á Alþýðubandalgið erfiða tíma fvrlr höndum svona elft í veröldinni hér á vesturhveö jarðar. Heimsókn- arstöðum hefur fækkað, og ekkert iand orðið eftír ncma Albanía. Aldr- ei fór það svo að Albania kæmist ekki á óskalista íslensks stjórnmála- flokks. Næstu kosningar verða mjög hæpnar roeð einlita forystuhjörð fyrir flokknum. Tvennt hefur orðið Alþýðubandaiaginu til bjargar á stefnuna“ hafa gengið. I fyrsta lagi er vert að geta þess að Alþýðu- handalagiö cr í rikisstjórn og stend- ur síg bara sæmilega. í öðru iagi er Ólafur Ragnar Grímsson formaður flokksins en hann hefur akirei orðið dráttarklár eða þræll „heimsstefo- unnur“. Þráit fyrir alll geta móðgað- ir forystumenn I flokknum þakkað Ólafi Ragnari að ekki fór verr i kosningunum. Sé hægt að tala um kosningasigur Alþýðubandalagsins vegna aðstæðna, þá cr líka um að ckki annað sér til skammar og van- virðu að mati iiðsoddanna en að vfldka aðcins björgunarflekann svo það frestaðist um tíma að heitda göinlu Stalínistunum fyrirborð. Garrf VÍTT OG BREITT Aö vita ekkert um flest Eftir að vera búinn að fara yfir fréttir og önnur skrif allra flokks- blaðanna um sigur sinna flokka í sveitarstjómarkosningunum er aug- ljóst að ekkert er meira um þau mál að segja. Ljósvakamiðlanir hafa líka verið duglegir að hjálpa öllum til að vera sigurvegarar með viðtöl- um við forystuliðin. Þar sem allir hafa sigrað og em ánægðir með sig, nema Bjami P., er engu við umfjöll- un kosninganna að bæta og rétt að snúa sér að öðru málefni og verður þá fyrir greinarkom sem birtist í Lesbók málgagns Sjálfstæðis- flokksins á kosningadaginn. Þar er frá því sagt að Bandaríkjamenn séu að verða ólæsir og er heimildin þýska blaðið Spiegel. Hér er ekki um neina timanióta- uppgötkvun að ræða. Skrif og um- ræða um þá staðreynd að þjóð sem var og er enn í hugum sumra öflug- asta þjóð heims er á hraðferð til ólæsis. Fáfræði verður einnig al- gengari og í landi frelsisins og auðsins er ekki til fjármagn til að kenna krökkum almennilega að lesa og skrifa. Eða því er borið við. Enginn vill vita Hins vegar em ástæðumar aðrar og að því að virðist em margar þeirra feimnismál. Einfaldast er að kenna forsetum um fáfræði landa sinna og menntunarskort. Sú þægi- lega staðhæfing er að minnsta kosti algeng. Margar kannanir staðfesta að menntun og þekkingu fer hrakandi og að þeir sem góða menntun hljóta vita sífellt meira á þrengri sviðum en öðlast minna af því sem einu sinni var kölluð almenn þekking. Tugmilljónir bandarískra unglinga og fullorðinna em ólæsir og geta ekki dregið til stafs. Góður helm- ingur 12 ára barna hefur ekki hug- mynd um hvar New York er. Önnur þekking hjakkar í svipuðu fari. Spiegel og málgagn Sjálfstæðis- flokksins telja litla von um bata. Hvað fór úrskeiðis?, spyr maður en könnuðir veita ekki svör. Hvergi í veröldinni er upplýsinga- iðnaðurinn eins magnaður og í Bandaríkjunum og þarlendir hafa mikið forskot í notkun hjálpartækja til að útbreiða þekkingu. Blöð og timarit em stærri og öflugri en ann- ars staðar í veröldinni. Hollywood ber ægishjálm yfir alla bíófTamlcið- endur annars staðar á jarðarkringl- unni. Auk kvikmynda era fram- leiddir þar allir öflugustu áróðursþættir sjónvarps um allan heim og er heilaþvotturinn slíkur að kommúnistastjómir mættu öfund- ast út af. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar em stærri og fleiri í Bandaríkjunum en annars staðar þekkist. I alla þá nægtabmnna virðist ekki mikinn fróðleik að sækja hvorki fyrir læsa né ólæsa. Rangar áherslur Hið óhugnanlega er að fáfræðin eykst eftir því sem fjölmiðlunin er meiri. Hér hlýtur að leyfast að draga þá ályktun að áhersluatriði allrar dag- skrár og upplýsingamiðlun öflug- ustu fjölmiðlanna sé menningar- fjandsamleg lágkúra sem metnaðarlausir stjómendur haldi að fólk kjósi. Samkeppnin á auglýsingamarkað- inum veldur því að ávallt er verið að leita vinsælda hins breiða fjölda eða öllu heldur að draga athygli hans að tilteknum stöðvum eða blöðum. Lítt merkilegum skemmtikröftum er lyft upp í að vera goðum líkar vemr og trúðar og sprelligosar alls konar em þær fyriimyndir sem ólæs og fávís lýður í samfélagi gráðugrar auðsældar er mataður á í tíma og ótíma. Rotarar og hlaupagikkir eiga sess á sama Olympstindi og er eng- inn skortur á að slíku fólki sé otað að fjölmiðlaneytendum í tíma og ótíma og er það yfirleitt á öllum tímum árið um kring. Skólar hafa yfirleitt öll önnur hlut- verk nú til dags en að kenna lestur og örfá önnur undurstöðuatriði til að einstaklingar geti aflað sér áframhaldandi menntunar. Sumum tekst að verða sér úti um ágæta menntun og víðtæka þekkingu í skólum og læra að vinsa úr það sem bitastætt kann að vera úr öllu Ijöl- miðlaflæðinu. Því miður kemur íslendingum þró- un í Bandaríkjunum mikið við. Hérlendis feta menn í fótsporin og krossa- og punktapróf em tekin upp á amerískan móð og ofvaxin fjöl- miðlun dælir út þekkingarleysi og fáffæði á milli auglýsingarunanna. Enginn vogar sér að kanna hve út- breitt ólæsi er eða hve þekkingar- snauðir menn em að verða, enda óþarfi, því alltént vita allir hvar í röðinni við urðum í júróvisjón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.