Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.05.1990, Blaðsíða 7
Miövikudagur 30. maí 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: Merki og tákn Orð eru tákn. Og tákn eru hinn rauði þráður allrar menningar. Líklega eru það kaupmennimir í Mesópótamíu sem búa til hin fyrstu skráðu tákn á leirtöflur af einskærrí nauðsyn. Ekki er sennilegt að kaupmaðurínn hafi gert sér grein fyrír út á hvaða braut hann var að halda. Þessi tákn hans urðu upphaf nýrrar menningar. Þau verða fýrsta letrið og upphaf reikningslistar. Tákn hans áttu eftir að þróast upp í ákveðna heimsmynd. Heimspeki og menning þróast af trúarhugmyndum. Innsta eðli mannsins er sú rót sem búið til tákn. Hann getur líka skilið öll menning vex frá. Hin nýja menn- ing gat að vísu ekki orðið til án táknsins. Samt er táknið aðeins að- ferð sem maðurinn notar til að túlka eðli sitt og trú sína. Hið innsta eðli mannsins er augljóslega skilningi okkar ofvaxið. Það tekst ekki að koma því fyrir í einhveiju ákveðnu hugmyndakerfi. Það verður ekki mælt og vegið. Og það vill ekki láta taka af sér mynd, sem er afmörkuð og stendur kyrr. Þeir sem reyna að lýsa okkar innsta eðli enda ævinlega í mósku þar sem sjón okkar þrýtur. Þegar við reynum að gera okkur skynsamlega grein fyrir hugtakinu menning verður sá skilningur að byggjast á lýsingu á athöfnum mannsins. Við skiljum ekki innsta eðli hans, en við getum skilið hann eins og hann birtist okkur í verkum sínum, orðum og hugmyndum. Með öðrum orðum: Við skiljum mann- inn aðeins sem tákn. Öll menning er samsafh af táknum sem þróast í ákveðna heimsmynd. Þessi tákn eru t.d. orð, hljóð og mynd. Andstætt dýrum getur maðurinn ekki aðeins tákn og brugðist við þeim á skap- andi hátt, gagnrýnt og skilgreint. Öll gömul menning er samsafu tákna sem verður mönnum efniviður í nýja hugsun. Þessi efhiviður kemur jöfnum höndum frá náttúmnni og þeim heimi sem maðurinn hefúr sjálfhr byggt upp með táknum sín- um og er þegar fyrir hendi. Gera verður greinarmun á merki og tákni. Bæði menn og dýr nota og skilja merki. Tákn notar maðurinn einn. Merki er bundið einu ákveðnu fyrirbæri í því samhengi sem það birtist I. Sem dæmi um slíkt merki má nefna bjölluhljóminn í tilraun- um Pavlovs um viðbrögð hunda. Bjölluhljómurinn var hundunum merki um mat. Hundamir vöndust því að bjölluhljómur og matur færu alltaf saman. Hljóðið eitt var því merki um að kjöt væri komið í dall- inn. Tilvera manna og dýra í náttúr- legu umhverfi byggist á að skilja slík merki og bregðast rétt við þeim. Tákn eru annars eðlis. I tákni eru bæði náttúrlegar og andlegar víddir. Úr táknum, hvort sem þau em mynd, orð eða hljóð, geta menn skapað hugmyndir í huga sér. Og þær em ekki bundnar umhverfi og aðstæðum á sama hátt og merkið. Með tilstyrk tákna sinna getur mað- urinn öðlast nýja reynslu og upp- götvað og jafhvel skapað nýja heima. Að skilja merki er að aðlag- ast umhverfi. Með tákninu getur maðurinn komist út úr umhverfi sínu með því að breyta því. Með þessum samanburði á merki og tákni er ekki verið að neita því að maðurinn sé hluti af einingu lifsins. Það er ekki nauðsynlegt að gera neinn gmndvallarmun á merki og tákni. Lifið er í þróun og ekki aðeins maðurinn. Merki mætti skoða sem Náttúrleg fæðuöflun dýra breytist hjá manni í landbúnað, sjávarútveg, iðnað og verslun. Nátt- úrleg neysla matar get- ur hjá manni breyst í mannfagnað og veislu- höld. Náttúrleg eðlun í ást og fjölskyldulíf, hyrningarstein samfé- lagsins. fyrsta stigið í þróun táknsins. Enn sem komið er er maðurinn þó eina lífveran á jörðinni sem notar tákn og með því byggir maðurinn heim sinn. En hvemig notar maðurinn tákn sín? Hvemig fer hann að því að gera umhverfi sitt annað en hinn náttúrlega heim? Hvemig byggir hann upp hinn andlega heim sinn? Þegar maðurinn dæmir aðra menn og umhverfi sitt notar hann ekki að- eins augu sín og eyru og önnur skilningarvit. Hann notar við dóma sína erfðakenningar, trú og siði, margvíslegar mcnningarstofhanir, bókmenntir, vísindi og listir. Það er fyrst og fremst þetta menningarlega umhverfi sem stjómar hegðun okk- ar og viðbrögðum. Við höfum að miklu leyti horfið frá náttúrlegum viðbrögðum: Brennt bam forðast eldinn, segir máltækið. Náttúrleg viðbrögð við eldinum em að nota hann og gera hann að hluta af dag- legu lífi. Náttúrleg viðbrögð við Ijósi eru t.d. að baða sig í sólskininu. Þessi viðbrögð eru sameiginleg mönnum og dýrum. Menningarleg viðbrögð við ljósi eru að framleiða ljós og nota það með ýmsu móti í daglegu lífi. Náttúrleg fæðuöflun dýra breytist hjá manni í landbúnað, sjávarútveg, iðnað og verslun. Náttúrleg neysla matar getur hjá manni breyst í mannfagnað og veisluhöld. Náttúr- leg eðlun í ást og fjölskyldulíf, hymingarstein samfélagsins. Með því að ígmnda einn dag í lífi sínu og gera sér grein fyrir hverri stund þess dags frá morgni til kvölds getur nútímamaðurinn auð- veldlega gert sér grein fyrir hvað hið menningarlega umhverfi er orð- ið mikill hluti af lífi hans og um leið fráhvarfið frá náttúmnni. Maðurinn er ekki félagsvera á sama hátt og maurinn. Maurinn virðist fyrir löngu hafa leyst sín fé- lagslegu vandamál að svo miklu leyti sem þau verða leyst af hans hálfu. Maðurinn er hins vegar sífellt að skapa ný vandamál, vandamál sem koma óhjákvæmilega í kjölfar nýrrar þekkingar. Maðurinn virðist vera sérstæð breyting í lífsþróuninni og hvert vegur hans liggur veit enginn. Sum- ir halda að vegur mannsins sé blind- gata vegna þess að náttúran leyfi frávik aðeins að vissu marki. Aðrir halda að maðurinn sé aðeins fálm- kennt upphaf að nýrri þjóðbraut vit- undarinnar og eigi sér meiri framtíð en nokkum geti órað fyrir. Þessir bjartsýnu menn benda á að enn er maðurinn svo ungur á heimsvísu að segja má að hann hafi enn ekki yfir- gefið vöggu sína, jörðina. Eitt er víst: Maðurinn er bundinn afrekum sínum og kemst ekki frá eigin verk- um. Hann verður að lifa í þeim heimi sem hann hefur búið sér til. Og við verðum að vona að vilji mannsins sé birtingarhæfur vilji. ■... .'............................................................ UR VIÐSKIPTALIFINU „Kúaæði“ á Bretlandi Krefst Þýskaland EBE- banns viö innflutningi bresks nautakjöts? Á Bretlandi er kominn upp sjúk- dómur í nautgripum, „bovine sponiform encephalopathy", BSE, oftast nefndur kúaæði. Sagði Sunday Times 13. maí 1990, svo frá: „BSE, sem þegar hefur fundist í 13.000 nautgrip- um á Bretlandi, er rakið til þess að kýr hafi etið próteinríkt fóður, blandað leifum af sauðfé, sýktu af riðu eða öðrum heilasjúk- dómi.“ Vísindamönnum ber ekki saman um hvort kjöt af nautgripum með pest þessa sé hæft til manneldis. Prófessor í örverufræðum við há- skólann í Leeds, Richard Lacey, varar við kjötinu, en hann sagði sig úr dýrafæðunefnd ríkisins í desem- ber 1989 sakir þess að viðvörunum hans um salmónellusýkingu hafði ekki verið sinnt. Leggur Lacey jafn- vel til að útflutningur nautakjöts frá Bretlandi verði stöðvaður og segir: „Tvö spendýr enn — naut og kettir - BOKMENNT frskir kjötkaupmenn græða vel á sölu til Englands. Hér eru þeir að bjóða í naut á markaði í Belfast. Sagt er að nautpeningur á friandi sé ósýktur. - hafa nú af náttúrlegum hætti sýkst í fyrsta sinn af þessum völdum. Meiri líkindi en áður eru á þeim möguleika að smit berist í menn úr nautgripum." Að auki, segir Lacey prófessor, að fólk sem komið er yfir fimmtugt þurfi síður að gæta sín en ungt fólk. I mönnum nefnist sjúk- dómur þessi Creutzfeldt-Jacob sjúk- dómur og er meðgöngutími hans 20 ár. Breski matvælaráðherrann vísar orðum Lacey á bug: „Lacey lætur vel að hlaupa í Qölmiðla með hryll- ingssögur.“ Aðeins eitt fylki á Bret- landi, Humberside, hefur bannað að bera nautakjöt á borð fyrir böm í skólum. Sunday Times segir enn: „Frá því að staðfesting fékkst fyrst á sjúk- dómnum 1986 hefur 13.139 naut- gripum með einkenni þessa ban- væna heilakvilla verið lógað, því að óttast var að þeir gætu smitað aðra nautgripi og fólk. I síðasta mánuði var 300 nautgripum lógað á viku, tvöfalt fleiri en í fyrra að meðaltali. Áþekkir sjúkdómar hafa fúndist í öðmm dýmm, á meðal þeirra antil- ópum í dýragörðum og músum í til- raunastofum, sem aldar höfðu verið á sýktu kjöti. Stígandi. í European, 2. tbl., 18.-20. maí 1990, sagði í helstu frétt á forsíðu: „Sá ótti Þýskalands, að heilsu manna stafi hætta af sjúkdómnum kúa-æði er að baki tilburða til að stöðva innflutning nautakjöts frá Bretlandi, þegar landbúnaðarráð- herrar EBE koma saman í Bmssel mánudaginn 21. maí 1990. Stjóm- völd í Bonn hafa þegar sett skorður við innflutningi á bresku nautakjöti, en allsherjar bann Efnahagsbanda- lagsins tæki fyrir útflutning um 112.000 tonna nautakjöts á ári. Vest- ur-Þýskaland vakti reiði Bretlands, þegar það setti innflutningi bresks nautakjöts þrengri skorður en önnur EBE-lönd fyrr á árinu (1990). En þá var Bretlandi bannað að flytja út nautgripi á fæti eldri en sex mánaða og einnig mör og merg, svo sem úr heila og hrygg, eða innyfli. Stígandi. Siglaugur Brynleifsson: Stuttur stans í vestrinu Piers Paul Read: A Season in the West. Secker & Warburg 1988. Piers Paul Read skrifar skemmti- legar skáldsögur. Hann er kaþólskur og aðspurður í sjónvarpsþætti fýrir nokkmm ámm hvort hann tryði á þrennar vistarvemr annars heims, kvað hann svo vera. Þetta féll ekki í sem bestan jarðveg meðal þeirra sem leitast við að móta bókmennta- smekk Englendinga, gagnrýnenda og svokallaðra „róttækra rithöf- unda“. Þetta vakti mikla hneykslan í hópum „vinstri intelligensíunnar“. Meðal skáldsagna Reads er „The Free Frenchman“, löng skáldsaga um Frakkland á stríðsárunum, sem mætti vera miklu lengri. í þessari skáldsögu, A Season in the West, segir af flóttamanni frá al- þýðulýðveldinu Tékkóslóvakíu sem tekst að komast úr landi. Josef Birek er rithöfúndur og andófsmaður í heimalandi sínu. Nokkur kvæði og smásögur hafa birst í óleyfi yfir- valda í heimalandi hans og verið smyglað til Vesturlanda. Honum er tekið opnum örmum fyrst í stað í London sem nokkurs konar píslar- vætti. Stofnun sem annast flótta- menn úr stétt rithöfúnda auglýsir komu hans og Laura Morton, sem cr starfsmaður stofnunarinnar, hefúr allan veg og vanda af honum fyrstu daga og vikur. Hann er kynntur fyrir væntanlegum útgefendum og ensk- um og bandarískum rithöfundum, útgáfustjórum og stjómarmönnum rithöfúndasamtaka. Fundir hans og Láru með þessu fólki verða oftast kátlegir. Höfundur dregur fram ýmis heldur neikvæð einkenni þessara hópa og einfeldningslega afstöðu flóttaskáldsins til „vestrænna gilda“. Þegar flóttaskáldið fer að tala um negra sem ainæmissmitbera dettur andlitið af intelligensíunni. Eins og kunnugt er eru það kynþáttafordóm- ar að bera sér orðið „niggari" í munn og að tengja þá alnæmi er fasista- áróður. Einnig verður flóttaskáldi það á að tala um Guð almáttugan, ekki leist gáfnaelítunni á slíkar ræð- ur. Hrifning þeirra, sem reka flótta- mannaaðstoð andófsrithöfunda sem sloppið hafa vestur yfir, dofhar á skáldskap þessa skálds og loks tekur Laura hann upp á sína eigin arma í' bókstaflegri merkingu. En það stendur ekki lengi. Bráðlega er hann yfirgefinn af öllum fyrri aðdáendum og lokin verða þau að hann hverfur aftur austur fyrir tjald. Mynd sú sem Paul Read dregur upp af engilsaxneskum rithöfundum og útgáfustjómm er ekki sérstaklega aðlaðandi. Þetta eru mestan part blautleg sýndarmenni, hræsnisfúllir potarar sem hafa lapið upp útþynnta hugmyndafræði og telja sig baráttu- menn jafnréttis, félagshyggju og andlegs frelsis en hugsa í peningum. Súgan er ákaflega skemmtileg og vel skrifuð, húmor og glöggsýni höfúndarins nýtur sín vel og hann virðist njóta þess að hæða framúr- stefnu framagosa og sjálfskipaðra menningarpostula.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.