Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. júní 1990 Tíminn 7 Natturuauðlindir megum við aldrei af hendi láta Góðir íslendingar Við lifum á tímum mikilla breytinga. Múrar milli þjóða falla. Nágrannar kynnast ög uppgötva þann sannleika að það er langtum fleira sem þá tengir en aðskilur. Þeir eiga sömu drauma og sömu örlög. Þá dreymir báða um betra mannlíf. Það mun enginn öðlast ef þjóð- imar berast á banaspjótum eða eyða því umhverfí sem er lífinu nauðsyn. Við Islendingar emm engin undantekning að þessu leyti. Við emm ekki lengur einangr- aðir í stórum heimi. Andrúmsloftið er eitt. Mengist það á einum stað mengast það í raun allt. Hafíð, lifsbjörg okkar, ber fyrr eða síðar að ströndum landsins flest það sem í það er látið. Ofriður í einhverjum hluta heims mun ekki láta okkur ósnortin. Og nú em vopnin svo máttug að þau megna að tortíma mannkyni öllu. Það getur einnig sá úrgangur gert sem ffá lífs- kjarakapphlaupinu kemur. Við emm svo sannarlega öll á einum báti. Af þessum ástæðum ber okkur Islendingum skylda til að taka virkan þátt í alþjóðlegu sam- starfi og hafa þau áhrif til bóta sem við megum. Ræða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra Hinum nánu tengslum og sam- ofnu örlögum fylgir að þjóðim- ar verða jafnframt efnahagslega háðar hver annarri. Viðskipti aukast á öllum sviðum og fólk ferðast meira og flyst á milli landa. Um þessa þróun má margt gott segja, en hún getur orðið þung í skauti smáþjóðar sem vill vera sjálfráða og sjálf- stæð. Hún er mjó línan milli hins efnahagslega sjálfstæðis og hins þjóðlega. Það er eins og að fara einstigi í miklu bjargi. Það bjarg er sem heiðnabergið með hættur á hverri sillu. Einstigið er mjótt. Verði mönnum fótaskort- ur getur fylgt fjörtjón. Minn- umst jafiiffamt þess að ekki verður við snúið. I nánu samstarfí Evrópuþjóða er stefnt að frelsi á fjórum svið- um, frelsi i viðskiptum, frelsi í fjármagnshreyfíngum og í þjón- ustu og mannflutningum. Slík mun þróunin einnig verða hér á landi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hins vegar er ekki sama hvemig það gerist. Skammt er á milli frelsis og fjötra. Því þarf að vanda hvert skref. Mikilvægast er að efnahagslíf- ið sé heilbrigt og reyndar þjóð- lífið ekki síður. Treystum það skipulega og markvisst. Við skulum ekki ætla öðrum það verk. Þótt okkur hafí ekki ætið tekist vel hafa aðrir hvorki til þess þekkingu né vilja. Stjóm og nýtingu náttúruauð- linda til lands og sjávar megum við aldrei láta af hendi og því síður landið sjálft. Höldum því hreinu. Fjarlægjum allt það sem umhverfinu spillir. Tökum rösk- lega til hendi, græðum sárin og ræktum skóginn. Fyrir framtíð þessa lands er jafnframt mikilvægt að hlúa vel að því sem hvað verðmætast er, æskunni og þeirri þekkingu og hæfileikum sem i unga fólkinu býr. Það er ekki i framleiðslu hráefhis sem framtíðin felst. Hagsæld og gott mannlif munu byggjast á menntun og þekk- ingu. Ef við ræktum vel okkar eigin garð þurfum við ekki að óttast náið samstarf við aðrar þjóðir. A þessum þjóðhátíðardegi er það mín heitasta ósk að íslend- ingum megi takast að þræða slysalaust hið mjóa einstigi og komast í örugga höfh handan bjargsins. Megi Guð visa veginn. Eg óska Islendingum öllum gleðilegrar hátíðar. Þórður Tómasson, Skógum: Sannfræði - Sagnhefð Ég var að lesa síðasta hefti tímaritsins Skímis og ritgerðin þar sem gaf mér mest í aðra hönd er skrifuð af áttræðri alþýðu- konu, Kristínu Geirsdóttur í Hringveri á Tjömesi. Hún hefur látið áður í sér heyra eftirminnilega á sama vettvangi. Ég hugsaði með mén Guði sé lof, ekki er íslensk alþýðumenning með öllu komin á kaf í hringiðu tímans. Kristín skrifar um sagnfestu liðinna tíða á tíma þegar vísindamenn okkar í sagnfræði leika dátt við nýstáriegar hugmyndir, afskrifa þau „hin spaklegu fræði“ sem Ari inn fróði skráði á bækur í byijun 12. aldar og ætla þeim annan tilgang en þann að segja rétt frá því hvemig land byggðist Landnámabók Ara ffóða og Kol- skeggs ins fróða er týnd en yngri gerðir hennar gefa nokkuð greini- lega hugmynd um frumgerðina. Ari fróði var fæddur 1067, Kolskeggur Ásbjamarson var einnig maður 11. aldar, líklega nokkru eldri. Hálf önnur öld var liðin frá landnámi þegar þeir voru að vaxa á legg. Ekki þýðir að segja það sæmilega skyni bomu alþýðufólki sem ólst upp við gamla þjóðmenningu að Islendingar á 11. öld hafi ekki kunnað skil á at- burðum og minnum 10. aldar hér á landi. Glöggt get ég dæmt um þetta af eigin reynslu. Gamla fólkið sem ég ólst upp með undir Eyjafjöllum, fætt um og eftir miðja 19. öld, ræddi um ættir og atburði langt aftur til 18. aldar, jaínvel til þeirrar 17. og oft get ég dæmt um það eftir ömggum heimildum að það fór með rétt mál. Það gerði Margrét Þórðardóttir foð- ursystir mín þegar hún talaði um forfoður sinn Ámunda Þormóðsson í Skógum og framhjáhlaup hans í hjónabandi rétt eftir miðja 17. öld. Aldrei hafði hún lesið það á bók ff emur en aðrar henni tiltækar ættar- sagnir. Amlaug Tómasdóttir í Vallnatúni (f. 1860) sagði mér sagnir af forfoð- ur sínum Oddi Bárðarsyni (f. 1658), sr. Þorsteini Oddssyni í Holti (1668- 1752) og Nikulási Magnússyni sýslumanni (1700-1742) og var í engu á þeim þjóðsagnablær. Þuriður Jónsdóttir í Hvammi undir Eyja- fjöllum (f. 1852) og Magnús Magn- ússon í Lambhúshóli vom bmnnar fróðleiks. Sagnir þeirra um ættir og atburði náðu afturtil 18. aldar, jafn- vel lengra aftur. Sagnir þessa fróða fólks finnst mér ég geyma enn jafn ferskar i huga mínum og þegar ég nam þær á fjórða áratugi aldarinnar. Sumar skráði ég þá, aðrar ekki. Ógleymanlegt er mér er ég hitti fyrst systumar á Heiði á Síðu, Krist- ínu og Elínu Bjamadætur. Kristin ávarpaði mig þegar sem frænda, við áttum bæði ætt að rekja til Eiriks Jónssonar í Holti á Síðu, sem þar bjó á 17. öld. Kristín vissi glögg deili þess að ég var kominn út af Dómhildi dótturdóttur hans, móður Jóns Vigfússonar lögréttumanns á Fossi (síðar i Varmahlíð) sem var langa-langafi föður míns. Raunar var ég einnig kominn út af bróður Dómhildar, sr. Jóni á Mýmm. Þetta gat Kristín rakið saman af því hún hafði lagt eyrun við í æsku þegar rætt var um mannfræði byggðarinn- ar og hún átti það sem nefnt var tröllaminni. Engar handbækur í ætt- fræði hafði hún við að styðjast. I for með mér var frænka mín, Þórey Jónsdóttir í Moldnúpi undir Eyja- fjöllum, af Seljalandsætt í Fljóts- hverfi. Hiklaust rakti Kristín ætt hennar til Þórarins Isleikssonar í Mörtungu (f. 1742). Ég held að Kristín hafi kunnað skil á ættum allra „í sveitunum milli sanda“ auk margra annarra, já, allt út undir Eyjafjöll. Mig furðaði ekkert á þessu, ættir manna gátu raðast upp í huga mínum langt aftur i tímann. Sumt hafði ég lært á bók, sumt af því að hlusta á gamalt fólk og marg- ir Eyfellingar vom ættræknir og ætt- fróðir á uppvaxtarárum mínum. Ég minni hér á það sem ættfaðir minn, sr. Jón Steingrímsson, segir um afasystur sína, Guðnýju Stefáns- dóttur frá Silfrastöðum í Skagafirði: „Hún var svo ættfróð að nálega vissi hvers manns ætt, svo sá rekstur gekk stundum langt á kvöld er hún fékk nokkum sem þar í var ei fram- andi eður fræðast vildi af henni.“ Eftirtektarverð em og orð sr. Jóns um einstaka minnisgáfu konu hans, Þórannar Hannesdóttur. Guðný Ólafsdóttir frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, 86 ára gömul kona, skýr og skemmtileg í við- ræðu, heimsótti mig fyrir nokkram dögum. Við ræddum ættir og mann- fræði og án umhugsunar rakti Guð- ný þá móðurætt sína afhir til einnar langa- langömmu, Þóm Þórðardótt- ur í Merkihvoli í Landsveit, sem fædd var um 1760. Amma Guðnýj- ar, Guðlaug Eiríksdóttir, dótturbam Þóm, var menntuð í „skóla“ Skarðs- systra í Skarði í Landsveit og enn em til minjar hannyrða hennar. Hún var á dvöl með sr. Magnúsi Torfa- syni í Eyvindarhólum (1806-1852) og konu hans, Guðrúnu Ingvarsdótt- ur frá Skarði, síðar lengi húsfreyja í Skarðshlíð. Á þessu öllu kunni Guðný góð skil frá móður sinni. Þetta er þá hluti reynslu mirtnar af gömlu fólki, lífs og liðnu, en margt fleira gæti ég fram talið. Vísinda- mönnum er ftjálst að setja ffarn nýj- ar og nýjar kenningar og rökræða fræðin en Landnámu mína held ég í sömu metum og í æsku meðan get- gátur en ekki sannanir færa það til að hún fari vill vega um kjamaefhi landnáms. Eðlilegt virðist að ritun hennar eigi þann einn tilgang en ekki þann að hlaða undir hagsmuni höfðingjastéttar á 12. öld. Gott er meðan fólk á borð við Kristínu í Hringveri heldur velli með þjóðinni í þeirri ofurgnótt fjölmiðlafræðslu sem oft virðist skilja lítið eftir þegar upp er staðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.