Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINGASÍMAR: 680001 — 686300 1 RlKlSSKIP NtlTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, @ 28822 UEROBRÉHWWSKIPn SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Réttur bíll á réttum stað. LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kdnglunni 8-12 Sími 689888 Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1990 Brotlending í Mosfellsbæ: SKALL NKMJR UTAN BRAUTAR „Ég fer eins og ég er vanur í loftið, þangað til vélin missir afl í flugtakinu og skellur niður. Ég reyndi nauðlendingu austan brautar þar sem er sandmelur. Vélin lendir á metra háum síma- staur, snarsnýst og ég missi stjóm á henni." Þannig lýsir ísak K. Pétursson, flugmaður og einn af eigendum eins hreyfils flugvélarinnar TF- LUL, óhappi sem hann varð fyrir á flugvellinum í Mosfellsbæ kl.19:00 á sunnudag. ísak hélt frá Reykjavíkurflugvelli í útsýnisflug með tengdamóður sína, konu og fjögurra mánaða bam og flaug til Mosfellsbæjar, þar sem flug- klúbburinn var með flugdag. Eftir hálftíma stopp var ætlunin að halda í loftið aftur, en flugtakið fór sem fyrr segir. Vélin endaði út í vegakanti og er að öllum líkind- um ónýt. Orsakir slysins liggja ekki ljósar fyrir, en rannsókn málsins hófst í gær. Flugvélin var á lítilli ferð og náði um tíu metra hæð áður en hún skall niður í ójafha jörð við enda flugbrautarinnar. Engin slys urðu á fólki enda farþegar allir í beltum og bamið í sérstökum bamastól. Að sögn ísaks hefði getað farið verr. „En það eina sem maður hugsar um á stundum sem þessum er að bjarga þeim sem em í vél- inni,“ sagði ísak, „og það tókst.“ GS. Flugvélin endaði út í vegakanti og skemmdist mikið. Engin slys urðu á fólki. Tímamynd: Jón Stefánsson. Ekkert „gullæði" vegna Grænlands- þorsks. Veiðar ekki auknar: Gangan styrki þorskstofninn Vart hefúr verið við þorskgöngu frá Grænlandi á Islandsmiðum nú í ár, en sjávarútvegsráðherra hefúr sagt að hann muni ekki auka fiskveiðar vegna þessa, heldur nota gönguna til að stækka stofninn. Aðspurður sagði Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofhun, að hann teldi þessa ákvörðun ráðherra mjög skynsamlega. Arið 1984 barst mikill fjöldi þorsk- seiða á fyrsta ári ffá íslandströndum til Grænlands. Fiskifræðingar höfðu spáð þvi í fyrra að Grænlandsganga þessa þorsks væri hugsanleg, en þó ekki á þessu ári heldur á því næsta og þamæsta, en margt bendir til þess að hún hafi verið fyrr á ferðinni sökum þess að fiskurinn hafi orðið fýrr kyn- þroska, að sögn Sigfúsar. „Fyrir vikið er fiskurinn minni og léttari, svo þetta er ekki mikið sem virðist hafa komið á miðin núna“, sagði Sigfús. Hann sagði einnig að samkvæmt at- hugunum þeirra nú í vor þá væm yngstu árgangamir í þorskstofninum hér við land allir undir meðallagi, þannig að stofhinn kæmi óhjákvæmi- lega til með að rýma á næstunni verði veiðum ekki stillt í hóf. „Aðalgangan er eftir, og svo fer það eftir veiðunum við Grænland í ár hve mikið kemur á næsta ári“, sagði Sig- fús um Grænlandsgönguna. —só Tveir lukkulegir vinningshafar: 5,4 milljónir á afmælisdaga Níu manna fjölskylda datt í þrefald- an lukkupott lottósins og hreppti 5,4 milljónir nú um helgina, en heildar- vinningur var rúmar 10,3 milljónir og deildist hann í tvennt, að sögn Vil- hjálms Vilhjálmssonar framkvæmd- arstjóra íslenskrar getspár. Vilhjálmur sagði að konan sem sótti annan helming fyrsta vinnings hefði unnið á lítinn kerfisseðil og hefði hún einnig haft bónustöluna rétta, og því komu 200 þús. kr. að auki í hennar hlut. Að sögn Vilhjálms er þetta f fyrsta skipti sem slíkt kemur upp á teninginn. Konan krafðist nafhleyndar, en Vil- hjálmur sagði að þar sem þetta væri stór fjölskylda kæmi þetta sér ákaf- lega vel, en konan á sjö böm. Tölumar sem komu upp vom 3,4,8,9,15 og bónustalan 10, og vom þetta allt afmælisdagar i fjölskyld- unni að sögn Vilhjálms. Hinn verð- launahafmn hafði ekki enn gefíð sig ffam. —só Afneitar krókódíl „Þetta var nú allt í gríni gert, þetta er allt uppspuni frá rótum", sagði Ág- úst Kárason eigandi krókódílsins Króka, sem slapp í Norðfjarðará þeg- ar hann og Ágúst bmgðu sér í göngu- túr, þegar blaðamaður Tímans innti hann eftir afdrifúm krókódílsins í gær. Ágúst sagði blaðamann DV hafa trúað því að um helberan sannleik væri að ræða, en hið rétta væri að krókódíllinn væri úr gúmíi, en að margir hefðu trúað því að hann væri lifandi og þetta væri fljótt að blásast út. „Ég kom þessu smátt og smátt af stað og það héldu margir að ég ætti ekta krókódíl“, sagði Ágúst. Lögreglan á Neskaupstað tók skýrslu af Ágústi vegna þessa máls, og Finnbogi Birgisson lögregluþjónn staðfesti að frétt DV að um raunveru- legan krókódíl hefði verið að ræða væri rétt, er Tíminn hafði samband við hann í gær. Ágúst flutti Króka til íslands í komflexpakka um síðustu áramót. Þegar hann kom til landsins var hann 30-40 cm á lengd en var orðinn um hálfur metri þegar hann týndist. Litl- ar líkur em taldar á að Króki finnist á lífi því að hann er ekki vanur því að svamla um í ísköldu vatni. Innflutningur krókódíla biýtur að sjálfsögðu í bága við öll sóttvamar- ákvæði hérlendis. —só Grasspretta mjög góð um allt land Grasspretta hefur verið sérstaklega allmargir bændur færu að huga að húsdýraáburður væri borinn á tún. góð í júnimánuði um allt land og er slætti um næstu helgi. Bændur á Suð- Ólafur Vagnsson ráðunautur hjá búist við að margir bændur hefji slátt urlandi hafa aukið grænfóðurræktun Búnaðarsambandi Eyjaljarðar sagði um næstu helgi. Veður undanfarna á seinni árum og sagði Hjalti að það grassprettu á Eyjafjarðarsvæðinu daga hefur verið gróðrinum hag- mætti m.a. þakka rúllubaggatækn- mjöggóða.Hinsvegar værikaiitún- stætt; hiti ■ góðu meðallagi og hæfileg inni. um á nokkrum bæjum, en það er rigning. Bændum leist híns vegar Svipaða sögu er aö segja af gras- óvenjnlegtíEyjafirðLÓIafursagðiað ekki meira en svo á ástandið fyrir sprettuíBorgarfirðiogá Vesturlandi. gróðurinn þyrfti þessa dagana á rúmum mánuði síðan þegarsnjór var Ólafur Egilsson, bóndi á Hundastapa meiri rigningu að halda, en að öðru enn á túnum og kuldi um aUt land. á Mýrum, sagði að grasið sprytti leytí væri ástandið gott Eins og Tím- Nú er staðan allt önnur ogbetri. hratt þessa dagana. Hlýtt væri Í veðri inn hefur þegar greint frá er sláttur Hjalti Gestsson, ráðunautur hjá og væta hæfdeg. Ólafur taldi að hafmn á einum bæ i Eyjafirði Ólafur Búnaðarsambandi Suðurlands, sagði bændur færu að huga að slætti á sagði að þó nokkrir bændur færu að að grasspretta væri góð og miklu næstu dögum ef tíðaríar héldist huga að slættí eftir helgina. Úthagi betri en menn bjuggust við að hún óbreytt Spretta er þó mismunandi sprettur einnig vel í góða veðrinu og yrði þegar haft er í huga hversu seint milli bæja og í þvi sambandi skiptír eru ílestír bændur Norðaniands bún- vorið var á ferðinni. ,JEg man í fljótu beit og áburðartími miklu máU. Ólaf- ir að reka sauðfé af ræktuðu landi. bragði ekki eftir jafn slæmum maí- ur sagði ekki vafa leika á að mikið -EÓ mánuði“, sagði Hjaltí. Hann taldi að mættí spara af tilbúnum áburði ef

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.