Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn briðjudagur 19. júní 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kvennadagur 19. júní er séríslenskur kvennadagur, sem á rætur að rekja til þess að þann dag árið 1915, fyrir 75 ár- um, staðfesti konungur breytingu sem Alþingi hafði gert á stjómarskrá landsins og fól það í sér að konur, sem náð höfðu fertugsaldri og uppfylltu önnur skil- yrði, skyldu hafa kosningarétt til Alþingis. Löngu fyrr höfðu íslenskar konur öðlast nokkum kosninga- rétt til sveitarstjóma og notfært sér hann með eftir- minnilegum hætti, m.a. í kosningum til bæjarstjóm- ar Reykjavíkur. Kosningaréttar- og kjörgengisákvæði íslensku stjómarskrárinnar fyrir 75 áram hafa mikla sögulega þýðingu, því að óvíða höfðu konur þá öðlast kosn- ingarétt, þrátt fyrir harðvítuga baráttu sína. íslend- ingar vom á þessum tímum engir eftirbátar annarra þjóða um aukin réttindi kvenna, miklu firemur í far- arbroddi. Margir ímynda sér að íslensk kvennabarátta sé nýt- ilkomin og hefjist með Rauðsokkum og samtökum um kvennalista og öðm sem tilheyrir allra síðustu ár- um. Svo er auðvitað ekki. Kvennabarátta á sér meira en 100 ára óslitna sögu hér á landi og ekki annað að sjá en hún sé með svipuðum megineinkennum og í öðmm kristnum, vestrænum lýðræðislöndum. Ekki sýnist ástæða til að slíta þessa sögu úr samhengi við aðra réttindabaráttu almennings á síðustu manns- öldmm, heldur er hún grein á þeim meiði. Saga kvennabaráttunnar er vörðuð áfangasigrum eins og önnur lýðræðisleg mannréttindabarátta. Hins vegar er það rétt að jafhréttisbarátta síðustu 15-20 ár hefur verið atkvæðamikil og árangursrík. Ástæða er til að veita athygli þróun löggjafar um jafnréttismál síðasta einn og hálfan áratug, eða firá því lög nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla vom sett þar til endurskoðuð jafnréttislög vom sam- þykkt 1985 og þau síðan endurbætt með núgildandi lögum. Saga jafnréttislöggjafar sýnir að Alþingi hef- ur verið frjálslynt í þessum efnum, enda í fiillu sam- ræmi við almenn viðhorf í þjóðfélaginu til þessara mála. Allir íslensku þingflokkamir hafa stutt að framgangi réttindabaráttu kvenna í farsælu samstarfi á Alþingi. Margir em því þeirrar skoðunar að varla verði í bili haldið lengra á þeirri braut að orða jafnréttisstefnuna í lögum. Nú sé komið að því að tilgangi laganna verði náð með markvissri framkvæmd þeirra eins og þau mál snúa að félagsmálaráðherra og ríkisvaldi yf- irleitt. Auk þess sýnist jafnréttisbaráttan hljóta að færast inn á vinnumarkaðinn með beinum hætti að því er tekur til samninga um kaup og kjör og þó e.t.v. fremur hvað varðar ráðningar og stöðuveitingar, þar sem kannanir benda til að karlar séu teknir fram yfir konur þegar um tvennt er að velja. Vandamál af þessu tagi verður ekki leyst með lagafyrirmælum firekar en orðið er. Oftrú á lagabókstaf kemur þama að litlu haldi, ef viðhorf á vinnumarkaði em þau að fara sér hægt um framkvæmd markaðrar stefnu. Kvenréttindabaráttan verður að aðlagast þessum vanda af raunsæi. GARRI Kannski cr það að bera í bakka- fullan lækinn að lialda áfram að eltast við gæluverkefni ihulds- meirihlutans í Reykjavík iöngu eftir að menn hafa fengið sig fuil- sadda af borgarstjómarkosning- um, auk þess sem komin er há- sumartið, þegar fóik vill fara að njðta útivistar i hressandi veðr- um, sem ailtaf fylgja íslenskum sumrum, hvort sem er í kuidast- eytu þegar hann leggst i norða- náttir eða í útsynningi sem á það til að blása um suðvesturhornið með lemjanda og rigningu. Náttúrufegurö og En jafnvel þótt Reykvíkingar legóu aila stund á að gleyma verk- um borgarstjórnarracirihlutans til þess að muna þeim mun bctur eftir dásemdum náítúrunuar sjálfrar úr hendi skaparans roeð óspUltu umhverfi, sein svo viða má finna á borgarlandinu og svipmlklum sjóndeildarhring borgarinnar — þá er það hægara sagt en gert Engu er Jíkara en að sú ógæfa fyigi höfuðborginni, aó þar þurfi manrranna verk að verða þeim mun umdeiianiegri sem mcira er í þau lagk Skipulag Reykjavíkur miðar að því að sundra og dreifa, Það stúkar allt niður í hólf. I»ar á meðal hefur höfuðborg íslands á sér sama stéttaskiptingarbraginn og tii- hneigingu til að sýna mun auðs og fátæktar eins og stórborgum hcimsins er lagið. Engu cr iíkara en að Skipuiagsfræðingum kot- ríkja þyki óhjákvæmitegt að apa þetta eftir. Það sem betur fer í skipulagi erlendra borga verður þeim síður að fyrirmynd. Þó er verst hversu h'tið fer fyrir því að reynt sé rneð manuavcrkum að láta höfuðborgina íalla inn i stór- brotið Jandslagið, þannig að inönnuin finnist hún eins og sjálf* sprottin úr Jjví. í'tlendingar undr- ast formlevsið í yftrbragði Reykjavíkur, eins og þó er mikið iagt í byggingar og hvers kyns mannvirki. Gervináttúra Eitthvert furðulegasta framtak borgarstjórnar á síðari árum er svokallaður dýragarður í Laugar- dal. Það htýtur að vekja undrun aö borgaryfirvöid skuli telja það til frægðar- og nauðsynjaverka að keppa við skaparann sjáifan með því að búa til gervináttúru á borð við þcnnan garð. Fáránleiki þess verks kemur þehn mun betur i Ijós að nú er básumar og auðvelt að komast út úr borginni til þess að njóta sköpunarverka skapar- ans sjálfs i landi sem er frægt af iandslagi og óendanlegri formfeg- urð og Iffi. Það er aó visu satt að sú ónáttúra hefur fyigt kúngum og kcisurutn frá ómunatíð að láta nema dýr á brott úr náttúrlegu umhverfi sínu og flytja þau i gerviheima dýra- garða iimnn borgannarka. F.in- hver lífseigasta tegund misnevt- ingar i skepnuhaldi og hin full- komna andstæða náttúrlegs bú~ skapar, er sá manniegi skepnuskapur að ioka viiiidýr inni í búrum til þess að hafa af þeim augnayndi, eins og stundum cr látið íveðri vaka, cn hefur jafn- oft veriö til þess gert að baía villi- dýr á lager til þess að þjóna bryll- ingsþörf mámtsins sjálfs. Nú skal það viðurkennt aö him- iun og haf er millí dýragarðs- stefnu rómverskra keisara fyrir 2000 árum og dýrasýniugar Reykjavíkuríhatdsins í Laugar- dai. En það breytir engu um fá- nýli þess að safna saman tegund- um úr íslenska dýraríkinu, giröa þær af í þröngum og fjandsamleg- um hólfum eða loka þær inni i rimlabúrum í þeim tilgángi að vckja áhuga borgarbúans og barnaima á h'fríki nátlúrunnar. Þessi nútímadýragarðsstefna — sem reyodar er forneskjan sjálf -• batnar ekki við það að auka í safnið öpum og siðngum og öðr- um franiandiegum dýrategund- um sem rifnar hafa verið úr heim- kynnum sínum í andstöðu við lög- mál náttúrunnar. Hví ekkí Kjös? Dýragaröurinn í Laugardal er hrœðileg afmyndun af isienskri náttúru þar sem nú er þar belst til sýnis éinmana hreindýr úr vfðátt- um Austfj arðahálendisi ns, lokað inni í þröngu hðifi með einni gæs, og sorgbitinn selkópur hímandi á einhverjum steinskúiptúr t van- smíðaðri tjörn, svo úrættis við ís- Íeuskt Selálátur sem frekast má verða. Siðan má búasl við því að stcypt verðí gryfla uodir hvíta- björn, eins og frægt var í Hafnar- firöi forðuro og dýragarðsspesia- listar halda að sé ómissandi i ís- lensku dýrasafni. En ef það verð- ur ekki, mun aitjent ætlunin að koma upp pínusauðfjárbúi til þess einkum að sýna reykvískum smábörnum hvernig ær með löinbum litur út, þútt slíkrar sjón- ar væri betur notið með þvi að skreppa upp í Kj ós. Garri VITT OG BREITT Mannlegri reisn misboðið Ef marka má það, sem útvörp og blöð segja um sambúð kynjanna, lemja karlar konur og plaga þær andlega sem líkamlega núna, þremur aldar- fjórðungum eítir að konur hlutu al- menn lýðréttindi og fengu kosninga- rétt. Einkum virðast það vera konur af erlendu bergi brotnar, en giftar Islend- ingum, sem beittar era harðræði og reyna eiginmennimir allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að konur þeirra frétti af þeim sjálfsögðu og lagalegu mannréttindum sem þær njóta hér á iandi. Ljótt er ef satt er og er engin ástæða til að bera brigður á að rétt sé með far- ið. Sögð hefúr verið hörmungarsaga pólskrar konu sem varð fyrir þeirri ógæfú að lenda í íslensku hjónabandi. Þar mátti hún þola misþyrmingar og brottrekstur frá eignum, en heíúr nú hlotið aðstoð til að ná rétti sínum. í úttekt sem Þjóðviljinn gerir á mál- efnum erlendra kvenna í íslenskum hjónaböndum kemur í ljós að 39 kon- ur fæddar erlendis leituðu ásjár í Kvennaathvarfmu á síðasta ári. Skilningsvana tildragelsi Þótt ekki sé tekið fram hve maigar konur fæddar erlendis era giftar á ís- landi sýnist hér vera ærið há hlutfalls- tala. En tekið er fram að 110-130 kon- ur frá Suðaustur-Asíu séu stærstu hópar erlendra kvenna sem búsettar era hér á landi, en þær era flestar frá Filippseyjum og Thailandi. Til hjónabandanna er stofnað með ýmsum hætti og næsta víst að mikið vantar á að alltaf ríki sá skilningur milli aðila sem lög og venja á íslandi kveða á um. Tildragelsið og allt sem því til heyrir getur verið báðum aðilum allt eins framandi og tungumálin sem þeir tala - og skilja. En jwð atriði á í sjálfu sér ekki að koma í veg fyrir að fólk sýni hvert öðra tilhlýðilega virðingu og að ekki sé gengið á rétt annars aðilans til að hygla hinum. Stjómvöld hafa skipað vinnuhóp til að kanna stöðu erlendra kvenna sem giftar era íslenskum körlum. Það seg- ir nokkuð um að vandamálið er miklu stærra í sniðum en almennt er látið í veðri vaka. Til hins sama bendir allur sá fjöldi erlendra kvenna sem lendir í þeim hremmingum að giftast til ís- lands og neyðist til að leita skjóls í Kvennaathvarfi þegar ekki er f nein önnur hús að venda, að því tilskildu að þar sé nokkuð rúm vegna fjölda is- lenskra kvenna sem þangað leitar undan þunghentum eigin- eða sam- býlismönnum. Samt leikur grunur á að þær konur séu miklu fleiri sem um- hverfi og uppeldi hefúr kennt að vera ekkert að kvarta undan körlunum, en þjóna þeim möglunarlaust í hvivetna. Mannréttindi Forystusveit íslenskra femínista berst hinni góðu baráttu sem leiða á kven- þjóðina til sigurs í jafnréttisstriðinu mikla. Er takmarkið álíka nálægt og jafúrétti sósíalismans, þar sem sumir era jafnari en aðrir. En þegar jafúrétti kynjanna er náð verður hægt að snúa sér að jafnréttis- baráttu milli kvenna en best að sleppa öllum væntingum um að nokkra sinni verði jaftirétti á meðal karla að vera- leika. En fyrir einhveiju verða herskáir að beijast og era kvenréttindi á íslandi hið verðugasta verkefiii sem allir leggja liðaf fremsta megni - í orði - og sér hveigi fyrir endann á siguigöng- unni. En það er ömurlegt til þess að hugsa að enn í dag skuli vera til íslenskir karlmenn sem halda að þeir geti farið með konur eins og réttúidalausar am- báttir og sýnt þeim harðræði sem sið- uðu fólki er ekki bjóðandi. Islenskar konur era vel meðvitaðar um réttindi sín og vita að þær era ekki í heiminn bomar til að láta brenglaða karla misbjóða sér og kúska. Yfirleitt vita þær líka um þá lagavemd sem þær njóta. Þetta vekur þá spumingu hvort löðurmenni, sem finna hjá sér hvatir til kvennakúgunar, leiti til fjar- lægra landa til kvonfangs sem þeim er að skapi. I mörgum útlöndum er staða kvenna önnur og margfalt verri en hér, hvað sem femínistar segja. Þar er viða hægt að semja um ráðahag þar sem brúður- in hefúr allar skyldumar en brúðgum- inn réttindin. Þannig era hjónabönd virðingarlausra lítilmenna, og þennan sið sýnast sumir halda að þeir geti flutt til íslands. Sú öfúgþróun sem hér á sér stað hæf- ir ekki siðaðri þjóð og öll áherslan sem lögð er á jafhréttið verður heldur hjáróma á meðan tugir erlendra eigin- kvenna íslenskra karla flýja á náðir Kvennaathvarfs vegna þess að þær era ekki komnar til Islands til að vera ambáttir hrotta. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.