Tíminn - 28.06.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 28.06.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 28. júní 1990 HVALVEKIMENN BÍÐA SPENNTIR veiðiráðs sem haldinn verður í Hoilandi anrtan tii sjötta júlí. Verði veiðamar samþykktar væri jafnvel hægt að byija strax í sumar, svo framariega sem tíðin veröur góð. Leyfi fýrir hvalveiðum gæti skipt skðpum, ekki aðeins fýrir hvalveiðímenn heldur einnig vinnslustöðvar eins og til dæmis Róka á Brjánslæk. „Ef veiðar verða hafnar á ný kemur það til með að breyta mjög niiklu fyrir okkur,“ sagði Tryggvi Guðmundsson skipstjóri í samtali við Tímann. Hann sagði stöðvun veiða hafa komið sér bagalega fyrir afkomu hvalveiðimanna. Tryggvi nefndi sem dæmi að síð- asta árið sem hann stundaði hrefnuveiðar, 1985, fiskaði áhöfn Gissurar hvíta fyrir ljórar mUij- ónir króna samkvæmt verðlagi þess árs. „Við höfum ekki fengið neinar bætur, þannig að okkar tekjurýrnun var geysimikil,“ sagði Tryggvi. Stöðvun hvaiveiða kom sér auk- inheldur afskaplega illa fyrir þau fyrirtæki sem unnu hrefnuna. Meðal annars má þar nefna fyrir- tækið Flóka á Brjánslæk. Hjá Flóka lönduðu þrjó skip og þá- verandi stjórnarformaður, Kon- ráð Eggertsson, sagði i samtali við Timann að gróilega mætti áætla að áriega hefði velta vegna hrefnuvinnslu verið um fimmtán milljónir króna. Samkvæmt heimildum Tímans stunduðu ails níu bátar brefnuveiðar á þessum tíma um állt iand, þannig að ekki fcr á milli mála að um talsverðar fjárhæðir er að ræða. „Við vorum ágætlega settir og þurftum ekki að biðja neinn um neitt. Hvorki tii sjós né lands. Síðan var bara þegj- andi og hljóðalaust ákveðið að skrúfa fyrir þessa vinnslu. Það er áreiðanlega fáheyrt i veröldinni að einn blómiegasti atvinnuvegur lands sé stöðvaður á þennan hátt,“ sagði Konráð. Hann sagði að einu atvinnuna á svæðinu hafi verið að fá hjá Flóka og þegar hvalveiðum var hætt hefðu góð ráð verið dýr. „Vlð neyddumst því til að reyna nánast aiit annað sem okkur gat dottið i hug. Við fórum út í skelvinnslu, rækju og fisk og urðum þarafleiðandi að fjárfesta í nýjum tækjum. í kjöifar þessa varð Flóki, sem frara tii 1985 hafði Öil árin skilað hagnaði, að leita inn á lánamarkaðinn og það vita nú allir hvernig hann er,“ sagði Konráð. Núverandi framkvæmdastjóri fyrirtældsins, Jón Steingrimsson, sagði Tímanum að ef hrefnuveið- ar hæfust á ný myndi það gjör- breyta rckstrargrundvelli fyrir- tækisins. „Skei- og rækjuvinnslan er engan veginn nóg fyrlr Flóka, sem var byggður sérstaklega upp fyrir hrefnuvinnslu. Þegar þær voru stöðvaðar má segja að fótun- um hafi verið kippt undan rekstr- inum,“ sagði Jón. Ef Alþjóðahval- veiðiráð tekur þá ákvörðun að ieyfa hrefnuveiðar á ný sagði Jón að svo gæti farið að starfsmenn Flóka gætu snúið sér laust að hrefnuvinnslu, umsvifa- „Hrefnu- veiðar er ekki hægt að stunda nema yfir sumartímann. Ef hrefnuveiðar verða samþykktar verðum við bara að vona að það verði ekki of seint, því tíðin verð- ur að vera góð. í sumar hefur til dæmis vcrið mjðg hér í maí, því þá voru stillur upp á hvern dag,“ sagði Jón. jkb 300 ný störf í hug- búnaði Um það bil 300 ný störf hafa skap- ast á undanfomum fimm árum í hug- búnaðariðnaði, en um 50 einkafyrir- tæki em rekin á því sviði hérlendis, að því er kemur fram í úttekt Þróun- arfélag íslands og Iðnlánasjóðs á ís- lenskum hugbúnaðarfyrirtækjum. Samkvæmt þessari úttekt er meðal- aldur þessara 50 fyrirtækja einungis fimm ár. Meðalfjöldi starfsmanna er sex manns og segir Þróunarfélagið að á þessum forsendum geíhum hafi ís- lenskur hugbúnaður skapað um 300 ný störf á síðastliðnum fimm ámm. I könnun Þróunarfélagsins og Iðn- lánasjóðs er vakin athygli á þvi hve óvemleg fjárfesting liggur að baki hveiju nýju starfi i greininni, þar sem ekki þarf að leggja i miklar fjárfest- ingar varðandi aðbúnað og ífam- leiðslutæki og virðist hvert nýtt starf krefjast lítils brots af því sem þarf í öðmm greinum. Þá er tekið ffam í könnuninni að helsta vandamál fyrirtækjanna er að þau em fjárhagslega veikburða og vantar reynt starfsfólk til að annast soiLi og markaðsmai erlendis. —só Afli netabáta hefur minnkað á sama tíma og bátum hefur fjölgað. Ástæða þessa er: ÞOBSKSTOFNINN HEFUR MINNKAD Hlutfall þorsks sem veiddur er í net hefur minnkað á síðustu árum þrátt fýrir að bátum sem stunda netaveiðar hafi fjölgað veruiega. Þetta kemur m.a. fram í nýjasta tölublaði Fiski- frétta. Farþegar Pan Am drekka lcy Árið 1967 var hlutfall netaþorsks í afia 57% af heildar þorskafia. Þetta hlutfall hefur síðan hægt og rólega minnkað og á síðasta ári var hlutfall netaþorsks 23%. „Með minnkandi afia og tilkomu kvótakerfisins árið 1984 fellur hlutur netaþorsks niður í 24% og hefúr verið á bilinu 19-28% síðan,“ segir í Fiskifréttum. Fiskifréttir telur ástæðuna fyrir minnkandi afia netaþorsks annars Góð spretta í Eyjafirði Nokkrir bændur í innanverðum Eyjafirði og Hörgárdal hafa þegar hafið slátt og almennt munu bændur við Eyjafjörð hefja slátt á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Guðmund- ar Steindórssonar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar er spretta almennt mjög góð í Eyjafirði, nokkuð sem fá- ir áttu von á miðað við útlitið í vor. „Ég hygg að bændur almennt hér við innananverðan fjörðinn og á Sval- barðsströndinni hefji slátt um leið og kemur þurrkur. Spretta í Svarfaðardal er nokkuð góð og eftir viku má búast við að þeir hefji heyskap. Ströndin vestan við Eyjafjörðinn er eitthvað skemur á veg komin. Nýtt kal í Éyjafírði er óverulegt og það litla sem það er kom á stöðum í framfirðinum sem aldrei hafa kalið áður. Töluverðar kalskemmdir urðu á Eyjaijarðarsvæðinu á síðasta ári, en þær komu fúrðu mikið til í fyrrasum- ar og virðast ekki ætla að verða við- varandi,” sagði Guðmundur Stein- dórsson að lokum. hiá-akureyri. vegar þá, að fiskurinn hefúr verið veiddur í ríkum mæli á uppeldisslóð- um fyrir norðan og austan land og skili sér þess vegna ekki til hrygning- ar suðvestanlands. Sigfús Schopka hjá Hafrannsóknarstofnun sagði, að þorskstofninn hefði minnkað frá því 1967, bæði heildarstofninn og hrygn- ingarstofninn, en netabátar eru fyrst og fremst að veiða hrygningarfisk. Þrátt fyrir þessa þróun þá hefúr bát- um, sem stunda slíkar veiðar, fjölgað all verulega. Mest hefur fjölgað bát- um undir 10 tonnum, sem koma í stað stærri báta og stunda einnig netaveiðar. Á móti þeirri aukningu kemur, að stærri netabátum hefúr fækkað og skýrir það að hluta minnk- andi afia þorsks veiddan í net. „Hins vegar hefúr þróunin verið í átt til togveiða, því eftir að kvótakerfið tók gildi telja margir sig geta fengið meira út úr þorskkvóta sínum með þvi að taka hann í troll og veiða aðrar tegundir með, sem ekki eru kvóta- bundnar. Þetta má glöggt merkja á því, að sé nýtt skip smíðað í stað hefðbundins vertíðarbáts, er það und- antekningarlítið „mini“- skuttogari,“ segir í Fiskifréttum. Sigfús segir að íslendingar hafi átt fáa togara á árun- um áður en skuttogaraöldin gekk í garð og aðeins hafi verið um 30 til 40 síðutogara að ræða. „í dag erum við komin með 100 skuttogara, við höf- um farið hlutfallslega miklu meira í togveiðar og því raskast þessi hlutföll eðlilega." Hins vegar hefúr dragnótabátum ijölgað, en i aprílmánuði árið 1984 stundaði 21 bátur dragnótaveiðar. í sama mánuði fimm árum síðar voru þeir orðnir 57. Sigfús vildi ekki segja um hvort hér væri um jákvæða eða neikvæða þró- un að ræða. „Það sem skiptir mestu máli er, að ekki sé veitt of mikið úr stofninum og stofninn haldi ekki áfram að minnka vegna of mikillar veiði," sagði Sigfús að lokum. -hs. í kjölfar samninga við flugfélagið Pan American hafa framleiðendur lcy Vodka á íslandi hafið sölu á lcy í smáflöskum á fýrsta farrými flug- félagsins. Er vegna þessa stefnt að töluverðum skipulagsbreyting- um hjá Mjólkursamlagi Borgfirð- inga þar sem átöppun fer fram. Að sögn Orra Vigfússonar er sarnn- ingurinn við Pan Am sérstaklega mik- ilvægur með tilliti til kynningar á Icy. „Við lítum fyrst og ffemst á þetta sem góða auglýsingu," sagði Orri. Hann sagði farþega á fyrsta farrými að jafh- aði eyða meira en aðrir í svokallaðar munaðarvörur. Icy er einmitt selt sem slíkt og er því nokkuð dýrara en marg- ar aðrar algengar tegundir vodka. Orri bætti því þó við að um umtalsvert magn gæti orðið að ræða sem selt yrði af smáflöskum. Jafhvel nokkur þúsund kassa á hveiju ári. Jafhframt standa nú yfir samningar við fleiri flugfélög. Fimm starfsmönnum Mjólkursam- lagsins hefúr verið sagt upp störfúm ffá og með fyrsta september næstkomandi. „Þetta erekki viðvarandi ástand," sagði Indriði Albertsson, ffamkvæmdastjóri Mjólkursamlagsins. „Það var verið að auka sjálfvirkni núverandi ffamleiðslu. En í vetur verður tekin ný vél í notkun sem mun eftir áramótin taka við þess- um starfsmönnum aftur.“ Vélin sem um ræðir er sérstaklega til þess hönnuð að tappa á smáflöskur. Oni Vigfússon sagði að hingað til hefði verið tappað á smáflöskumar í sömu vél og tappað er á stærri flöskur. „Afkastagetan var mjög lítil. En þessi nýja ffamleiðslu- samstæða ffá Bretlandi mun gera okk- ur samkeppnisfærari og auka afköst- in.“ Að öðm leyti hefúr þriggja ára frarn- leiðsluáætlun, sem unnið er eftir við sölu Icy, gengið nokkuð eftir áætlun. ,Á fyrsta fjárhagsári fórum við töluvert ffam úr söluáætlun en þetta hefúr síðan jafhast út aftur," sagði Orri. j kb Gamall póstbíll endurbyggður: Veistu eitthvað um þennan bfl? Áhugamenn um fombíla em að hefj- ast handa um að endurbyggja gamla póstbílinn sem ók milli Ákureyrar og Reykjavíkur á ámnum 1933-1936. Bíllinn var síðan seldur Steindóri bíla- útgerðarmanni Einarssyni og var lengi í hans eigu. Þeir sem muna eftir þess- um bíl, þekkja sögu hans og vita hvar var byggt var yfir hann og hveijir það gerðu, eða búa yfir einhveijum gögn- um um hann, em vinsamlegast beðnir að hafa samband við Kristján (Stjána meik), í símum 686630 og 30704. - sá Póstbíllinn sem ók milli Akureyrar og Reykjavíkur milli 1933 og 1936 og öku- maður hans, Guðmundur Albertsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.