Tíminn - 28.06.1990, Side 5
Fimfntudagui‘2&. júnM990
Tími’nn 5
Sú tískubylgja að flytja popptónllst í kirkjum veldur prestum áhyggjum:
Sálmar að víkja fyrir
poppi við hjónavígslur
Kirkjunnar menn hafa þessa dagana töluverðar áhyggjur
af þeirri tískubylgju sem nú rísfjöllum hærra að spila popp-
tónlist við kirkjulegar athafnir. Vill þetta einkum brenna við
í brúðkaupum og hafa brúðhjón jafnvel farið fram á upp-
setningu fýrírférðamikilla hljómflutningstækja í þeim til-
gangi að varpa poppinu yfir kirkjugesti. Það sem helst er
þó amast við er að fjölda þessara óskalaga fýlgja textar á
enskrí tungu sem mörgum finnst ekki viðeigandi í íslensk-
um kirkjum.
Þykir ástæða til að setja um tónlist-
arflutninginn reglugerðir og mun það
vera eitt af næstu verkefnum á dag-
skrá.
Um viðeigandi tónlist við kirkjuleg-
ar athafnir eru, samkvæmt heimild-
um Tímans, ekki ti! neinar reglur. Yf-
irleitt hefur verið stuðst við hefðir og
óskir hlutaðeigandi við val á tónlist.
„Eg veit ekki hvers vegna en sá siður
hefur verið tekinn upp mjög snögg-
lega að flytja popptónlist við brúð-
kaup. Þetta hefur viljað ganga út í al-
gjörar öfgar og veldur það okkur
töluverðum áhyggjum. Það hefúr
jafnvel komið fyrir að hlutaðeigandi
hafa viljað gera einskonar tónleika úr
helgistundum. Þá er bara litið á kirkj-
umar sem hvem annan sal og heilu
hljómsveitimar hafa mætt með til-
heyrandi tækniútbúnað" sagði Mar-
teinn H. Friðriksson organleikari
Dómkirkju Reykjavíkur í samtali við
Tímann.
Tíminn hafði jafnffamt samband við
Bemharð Guðmundsson ffæðslu-
stjóra kirkjunnar þar sem hann var
staddur á prestastefnu. „Mönnum ber
saman um það að þessi þróun hafi
farið út fyrir öll mörk. Kirkjan mun
taka þetta mál upp með söngmála-
stjóra til þess að finna þessu eðlileg-
an farveg" sagði Bemharður. Hann
nefndi jafhffamt að skorta þætti létt-
ari brúðkaupssálma. „Eitt af því sem
þarf að gera er að finna og semja
bæði lög og texta við slíkar gleði-
stundir."
Marteinn sagði ráð vera fyrir því
gert að ef fólk leitaði inn í kirkjur á
annað borð væri það í þeim tilgangi
að finna ákveðna helgi. Því þætti til-
hlýðilegt að meginuppistaða tónlistar
við athafhir væri svokölluð kirkjuleg
tónlist, svo sem sálmar. „Það hefúr
viljað koma fyrir að bara væri tekið
tillit til brúðhjóna og óska þeirra en
ekki annarra kirkjugesta. Það er um-
ræða i gangi um það hversu langt má
ganga og hvað tilheyrir. Það þykir til
að mynda mjög óviðeigandi að
syngja lög á ensku. Undantekningin
er ef erlent fólk er að gifta sig, þá
þætti okkur sjálfsagt að koma ti!
móts við viðkomandi með lagi á hans
tungu“ sagði Marteinn. Bemharður
tók undir að ekki færi vel á því að
syngja á útlensku yfir íslenskum
brúðhjónum og sagði að tekið yrði á
þessu. Marteinn nefndi sömuleiðis að
í Dómkirkjunni hefði verið eftir því
óskað að textar væm í minnsta lagi á
íslensku og vísað til þess að sam-
kvæmt hefð bæri að syngja einhveija
sálma einnig.
Bemharður sagði mikið hafa verið
um það rætt hvers konar tónlist mætti
spila í kirkjum yfirleitt og jafnvel
safnaðarheimilum einnig. Hann benti
á að klassísk tónlist hefúr skipað
góðan sess í kirkjum sem stundum
hafa verið notaðar undir slika tón-
leika. Bemharður ítrekaði að ekki
væri um það að ræða að menn teldu
eina tegund tónlistar göfugri en aðra.
„Það er ffekar atferli flytjenda sem
setur óhjákvæmilega ákveðinn blæ
yfir tónlistarflutninginn. Þetta er at-
riði sem rætt hefúr verið í sambandi
við til að mynda flutning á þunga-
rokki í kirkjum" sagði Bemharður.
Hann nefndi að verið væri að endur-
skoða reglur um notkun safhaðar-
heimila og kirkna og hverskonar
starfsemi þætti eðlileg að þar færi
ffam. Myndu reglur um tónlistar-
flutning vafalítið falla inn í þá um-
ræðu. „Þetta verður eitt af næstu
verkefnum og ég gæti jafnvel ímynd-
að mér að eitthvað gæti verið komið
varðandi þetta fyrir haustið" sagði
Bemharður. jkb
Kirkjunnar menn telja þörf á að setja einhverjar reglur um tónlistarflutning í
kirkjum. Upp á síðkastið hafa sífellt fleiri brúöhjón óskað eftir að fá leikin út-
lend rokklög við hjónavígslur. Á myndinni eru nokkrir meðlimir bresku hljóm-
sveitarinnar Stranglers.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson afhendir forsætisráðherra undirskriftalista og yfiriýsingu í gær.
Landsmót hestamanna hefst í næstu viku:
Undirbúningur
á lokastigi
Landsmótssvæði hestamanna á Vind-
heimamelum verður opnað á morgun.
Að sögn Þórarins Sólmundssonar
starfsmanns framkvæmdastjómar er
undirbúningur fyrir mótið á lokastigi
og þegar er fólk farið á láta sjá sig og
kanna aðstæður. Sjálft mótið hefst
ekki fyrr en á þriðjudag.
Þórarinn átti von á fyrstu hópum ríð-
andi manna á morgun og um helgina.
Hann átti von á kynbótahrossum í
kvöld og keppnishrossum um helgina.
„Eg held að flest öll keppnisfu-oss
verði kominn ekki seinna en á sunnu-
dag. Hópar ríðandi manna dreifast
meira og ég á von á þeim alveg ffam á
miðvikudag." Hann sagði að móts-
svæðið verði í stómm dráttum tilbúið
á morgun en helgin notuð í að taka til
og snyrta svæðið.
„Annars emm við lausir við skrekk-
inn“ sagði Þórarinn um undirbúning
ffamkvæmdarstjómar. „Þetta em líka
vanir menn sem hafa langa reynslu í
slíku mótahaldi. Einnig höfúm við
haft góða tíð undanfarið sem hefur
gert okkur auðveldara fyrir" sagði
Þórarinn að lokum. -hs.
PRESTAR MÓTMÆLA
Prestar af prestastefnunni, sem nú er
haldin í Reykjavík, komu saman fyr-
ir utan forsætisráðuneytið i gær og
mótmæltu ákvörðun ríkisstjómarinn-
ar um að slá á frest ákvæðum í kjara-
samningi við BHMR um nýtt launa-
kerfi.
Kaup og kjör presta hafa töluvert
verið og verða áfram meðal umræðu-
efna yfirstandandi prestastefnu. Þyk-
ir prestum þeim vera nokkuð mis-
skipt milli prestakalla. Sumir prestar
búa að sögn við töluverð sjálfvirk
hlunnindi á meðan aðrir hafa það litla
þjónustu að þeir sækja í önnur störf
með prestsþjónustunni. En meðal
annars vegna þessa mun prestum,
samkvæmt heimildum Tímans, hafa
þótt erfitt að sækja almennar kjara-
hækkanir.
Að auki hafa prestar einnig í sumum
tilfellum þurft að innheimta sjálfir
allt að þriðjung tekna sinna, eftir
fjölda aukaverka. Hefur sr. Þorvaldur
Karl Helgason í Njarðvík reiknað út
meðal brauðið út ffá meðaltali allra
prestsverka á landinu. Jafnframt hef-
ur hann lagt fram tillögur varðandi
það hvemig hægt væri að taka inn
ákveðið þjónustu gjald með sóknar-
gjöldum í stað greiðslna fýrir auka-
verk og greiða síðan prestum í hlut-
falli við mannfjölda.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson afhenti
Steingrími Hermannssyni forsætis-
ráðherra yfirlýsingu sem samþykkt
var á aðalfúndi Prestafélags íslands
og undirskriftalista þar sem þorri
presta i landinu hefúr skrifað undir. I
yfirlýsingunni er fúllri ábyrgð lýst á
hendur ríkisstjóminni „vegna þessar-
ar valdníðslu og aðfarar að fijálsum
samningsrétti háskólamanna," eins
og segir í yfirlýsingunni. Þess er
krafist að ákvörðunin verði felld úr
gildi tafarlaust.
Við sama tækifæri afhentu einnig
undirskriftalista og mótmæli; fulltrú-
ar Kjarafélags arkitekta, Félags ís-
lenskra fræða og Kennarafélags
Kennaraháskóla Islands.
í máli forsætisráðherra kom fram að
rikisstjómin á í viðræðum við for-
ystumenn BHMR um að finna lausn
á málinu og þá einnig koma í veg fyr-
ir verðbólgu. „Og ég vona að með
ykkar hjálp, og ég leyfi mér að segja
Guðs hjálp einnig, megi það takast,"
sagði Steingrímur.
GS./jkb
Nýtt ábúendatal
Undirbúningur vegna nýrrar út- bókunum ásamt litmyndum af
gáfu á bókunum „Byggðir Eyja- býlum og núverandi ábúendum
fjarðar“ er nú kominn á fullan auk fjölda eldri mynda. Einnig
skrið. Stefnt er að því að bækurn- verður lögð áhersla á að gcra
ar komi út árið 1992 en þær voru cyðibýlum góð skil en í fyrri út-
fyrst gefnar út árið 1972. Um gáfu féll það nánast niður. Gerð
næstu mánaðamót munu Ijós- verður grein fyrir búskapar-
myndararleggjaland undirfótog brcytingum siðustu áratuga og
mynda býli og búalið og verður * rakin saga búnaðarfélaganna.
lögð áhersla á að ljúka myndatök- Saga ýmissa félagasamtaka svo
um i sumar. Allar upplýsingar í og béraös- og sveitaíýsingum
bókinni miðast við árið 1990. sem gerð voru góð skil í fyrri út-
Að sögn Guðmundar Steindórs- gáfunni verður sleppt nú.
sonar sem sæti á í ritnefnd bók- Guðmundur sagði að gffurlega
anna er efnisval og uppsetning mikil vinna væri við upplýsinga-
bókanna ekki fastmótað ennþá. öflun og úrvinnslu gagna og þvi
Þóerljóstaðlögð verður áhersla veitti ekki af tveimur árum tíl
á jarðalýsingar. Nákvæmt ábú- undirbúnings útgáfúnnar.
endatal frá aldamótum verður í hiá-akureyri.