Tíminn - 28.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 28. júní 1990
Tfminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Oddur Ólafsson
Birgir Guðmundsson
Steingrlmur Gíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Síml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Evrópuveldið í nánd
Leiðtogar Evrópubandalagsins héldu fund á írlandi
á mánudag og þriðjudag þar sem rædd voru mikilvæg
mál sem ástæða er til að veita athygli.
Ekki fer milli mála að Evrópubandalagið finnur
mjög til máttar síns og stefnir að því að auka veldi sitt
á næstu árum langt umfram það sem tekur til þess að
koma á innri markaði 1992. Leiðtogafundurinn sýndi
að stefnan er tekin á að gera Evrópubandalagið að
raunverulegum Bandaríkjum Evrópu, ekki aðeins
efnahags- og tollabandalagi, heldur stjómarfarslegu
stórríki, með sterkri miðstjóm í alríkismálum.
I sjálfu sér þarf þetta ekki að koma á óvart. Það sem
um þetta var sagt á íundi leiðtoganna nú er ekki ann-
að en endurtekning á því sem er framtíðarmarkmið
Evrópubandalagsins. En úr því að þetta grundvallar-
stefnumál Evrópubandalagsins er svo rækilega undir-
strikað við þetta tækifæri og í ljósi þeirrar umræðu
sem á sér stað hér á landi um Evrópumál og afstöðu
Islendinga til þeirra, er nauðsynlegt að íslenskir
áhrifamenn gefi hinum pólitísku markmiðum Evr-
ópubandalagsins meiri gaum en oft virðist vera.
Þótt það sé að vísu hin yfírlýsta stefna núverandi rík-
isstjómar að aðild að Evrópubandalaginu sé ekki á
döfínni, þá er öllum vitanlegt, að til em áhrifaöfl hér
á landi sem ekki útiloka íslenska aðild að bandalag-
inu, þegar til lengri tíma er litið. Þess er einnig að geta
að viðræður þær sem brátt fara að heljast fyrir alvöru
milli EB og EFTA munu fjalla um stofnun alhliða
efnahagsbandalags á vegum þessara samtaka, sem
ætlað er að koma í staðinn íyrir EFTA sem fríverslun-
arsamtök og kann að vera eins og fordyri að sjálfu
Evrópubandalaginu. Er mikil nauðsyn að íslenskir
stjómmálamenn fari að gefa þessum málum fullar
gætur og átti sig á þróunarlíkum þeirra og pólitískum
afleiðingum.
EB og Gorbatsjov
Á leiðtogafundi Evrópubandalagsins var ekki látið
við það sitja að ræða innbyrðis stefnumál bandalags-
ins sjálfs, heldur urðu allmerkilegar umræður um
efnahagsaðstoð við Sovétríkin í þeim tilgangi að
styrkja umbótastefnu Gorbatsjovs og þá ekki síður að
styrkja Sovétforsetann persónulega í þeirri valdabar-
áttu sem komin er upp í Sovétríkjunum.
Leiðtogar Evrópubandalagsins sjá það fyrir sér, að
efnahagsumbætur í Sovétríkjunum eiga erfítt upp-
dráttar og vandinn við að koma þeim á er meiri en það
eitt að gefa yfírlýsingar um að breyta þurfi fram-
leiðslukerfinu úr miðstýrðum áætlunarbúskap í mark-
aðshagkerfi. Hitt er svo annað mál hvort útlend efna-
hagsaðstoð megnar að sætta þær pólitísku andstæður
sem komnar eru upp í Sovétríkjunum. Þrátt íyrir þau
miklu völd sem Gorbatsjov hefúr að formi til, er hann
bersýnilega ekki sá einvaldur sem hin fonnlega staða
hans í stjómkerfi og kommúnistaflokknum gæti bent
til. Hann hefur ekki við það eitt að glíma að koma á
efnahagsumbótum, heldur stendur hann í hreinrækt-
aðri stjómmálabaráttu, þar sem tekist er á um völd og
stefnumál um hin ólíkustu efni.
GARRI
Forvarnir og líknarstörf
Fyrir mörgum árum hcyröi
Garri það eftir starfandi lækni I
stórum útgerðarbæ á íslandi aft
eitt aftalheilbrigftisvandamál
síaðarins væri olneysia áfengis og
alleiðingar af drykkjuskap á
heilsufar manna. Ekki eru mjög
rnörg ár síðan fundur Líeknafé-
lags Islands ályktaði, að eitthvert
nauðsynlegasta heilsubótarátak
sem íslendingar gætu gert væri
að draga úr áfengisneyslu. Sú
ályktun er reyndar í samræmi við
áfengismálastefnu Alþjóðlegu
hcilbrigðisstofnunarinnar, scm
starfar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna.
Þrátt fyrir þetta fer drykkju-
skapur sivaxandi i landiou og
dyggilega stefnt að þvi að alkó-
hólisera íslendlnga gegnum sí-
drykkju öls og léttra vína til við-
bótar brennivínsdrykkjunni, því
að ekki dregur neitt úr henni. Tii
er félagsskapur sem kaliast Sam-
tök áhugafólks um áfengisvanda-
máiið, skammstafað SÁA, og hef-
ur mikla starfsemi í Rcykjavik,
Sarotök þessi hufa nú víkkað úf
sfarfsemi sina og tekið upp
„Iandsbyggðarþjónuslu“, sem
svo er nefnd, og mun ekki af
veita. Um það vitnar frásögn yfir-
læknis á sjúkrahúsí á iands-
byggðinni, Magnúsar Asmunds-
sonar i Neskaupstað, sem scgir
svo i frásögn t tímaritinu Sveifar-
sfjúrnarmálutn:
Orð yfirlækmsins
„Þegar minn hópur útskrifaðist
úr iæknadeiidinni fyrir rúmum
30 árum, vorum við mjög fá-
kunnandi um aikóhólisma, bæði
um einkenni hans og meðferð og
einnig um það, hversu útbreiddur
hann er.
Það kom okkur því mjög á
óvart, að jafnvel í liflum friðstel-
um bæjarféiögum væru margir
tugir fðlks, sem ættu í mjög al«
varlegu stríði við úfengisvand-
ann, og að mörg heimiii væru
sundruð af þessum ástasðum.
Ég komst í kynni við AA-sam-
tökin og samtök aðstandenda
aikóhóiista (AFAnon) fyrir rúm-
um árafug og kynntist þá hinu
geysilega mikla starli, sera þar er
unnið. Mér varð þá Ijóst, að fag-
raenn — læknar, sálfræðingar og
félagsráðgjafar — eru ekki lík-
legir tíl þess að lcysa áfengis-
vanda fólks í vinnutimanum tnilli
kl. 8 og 17.00, hversu hæfir og
duglegir sem þeir eru.
Það verkefni vlnnst ekki nema
með fórnfúsu sfarfi þeirra, sem
sjálfir hafa stritt við áfengisvand-
ann og ttáð tökum á honutn. Þéir
þekkja þessi mál úf og Inn og vita
hvar skórinn kreppir,
AA-samtökin hafa starfað af
miklum krafti um alit land í
meira en tvo áratugi. Og það er
sannast sagna, að tökin á áfengis-
vandanum hafa gjörbrevtzt. Sú
mikla skömmustukcnnd og
laumuspii, sem fylgdi alkóhóiism-
anum, hefur minnkað; margir
eru farnir að viðurkenna áfcngis-
vanda siun og fala opinskátt um
hann eins og hvem annan sjúk-
dóm.
Öflug meðferðarheimili hafa ris-
ið og menn hafa gert sér grein fyr-
ir, hvcrsu gríðarlegt gildi fræðsi-
an um eðii og eiukenni áfengis-
sýkinnar hefur, jafnf fyrir alkó-
hólistana sjálfa og ættingja og
venzlamenn þeirra. öflugar AA-
deildlr tii stuðnings og samhjálp-
ar hafa verið stofnaðar um land
ailt og jafnframt sterk samtök
ætiuð fyrir fjölskyldur þeirra og
vini.
Fræðslustarf og námskeiðahaid
hefur verið mjög öflugt á höfuð-
borgarsvæðinu. En vandinn er sá,
að þessi starfsemi hefur ekki náð
út til landsbyggðarinnar. Fðlk úr
strjálbýlinu hefur orðið að leggja
í tniklnn kostnað vegna ferðalaga
og dvalar í Reykjavík. Og það,
sem verra er: flestir hafa orðið að
fara á mis við þessa fræðsiu, sem
þó er grundvailaratriði í baráttu
gegn misnotkun á áfengi. SÁÁ
hefur viljað bæta úr þessu og síð-
ustu máuuði hefur veriö hafin
landsbyggðarþjónusta.
Tveir ágætir menn hafa ferðazt
uro Austuriand, fiutt erindi og
veitt persónuiega ráðgjöf alkðhói-
isfum, fjölskyidum þeirra og
vinnuveitendum. Ljóst cr, aö
þörfin er geysilega niikil, og hafa
þessir menn þurft að vinna
myrkranna á millí. Og þvi er ckki
vafi á, að slík landsbyggðarþjón-
usta cr það, sera koma skal.
Mikiii árangur er þegar orðinn
af starfiou, sem sést meðai annars
á því, að þeim, sem hafa farið i
meðferð, hefur fjölgað stórlega.
Starfsemin kostar auðvitað töiu-
vert fé, en við, sem vinnum að
þessum málum, fínnum, að þörfin
er mikil.
Við treystum því, að sveitar-
stjórnarmenn og forstöðumenn
fyrirtækja geri sér líka grein fyrir
þvi og veiti starfseminni allan
þann stuðning. sem þeir megna,
svo að þetta framtak þurfi ekki að
fjara út vegna fjárskorts. Það fé,
sem fer tii þessara máia, inun ör-
ugglega skila sér í bættri heilsu og
minni fjarvistum frá vinnu.“
Hinnskýri
boöskapur
Fuli ástæða er til að gera sér
grein fyrir ágæti þess starfs sem
unnið er á vcgum líknarféiaga af
því tagi sem SÁÁ er. Slik félög
koma tii hjáipar þeim setn orðið
hafa sjúkdómum og slysuni að
bráð, í þessu tilfeiii þeim sem
failið hafa fyrir ofdrykkj u áfcng-
is með alvariegum afleiöingum
fyrir þá sjáifa, fjölskyldu og
heimiiislif. Það n»á ráða af orð*
um yfirlœknisins hér að franian,
að starfsemi AA-samtaka og
SÁÁ fyllir nánast upp í tóma-
rúm, sem er i heilsugæslunni
hvað varðar Tagmanniega þjón-
ustu við ofdrykkjufólk og vanda-
mean þess. ;;v
En spurningin er cigi að siður:
Er ekki jafnbrýnt að efla féiags-
skap sem vinnur gegn áfengis-
oeysiu með skýrum boðskap og
fœst ekki eiugöngu við iiknar-
störf, svo göfug sem þau ero? Fé-
lög sem hafa bindindi á áfengi á
stefnuskrá sinni eru sannarlega
tii í þessu landi. Góðtemplara-
reglan á t.d. meira en 100 ára
sögu að baki. Hún lifði sift blóma-
skeið fyrir löngu, en nú virðisf
það iiðið, og kcmur þar áreiðan-
lega margt fU, sent Garri kann
ekki að skýra nema að litlu leyti.
Hitt er eins vist að bindindisboð-
skapur góðtemplararegiunnar á
fuilan rétt á sér. Það er engu
óeðlilegra og síst öfgafyllra að
setja sér þaft niark aft útrýma
ófengi en töbaksreykingum, sem
nú cr mjög haft á orði og er ágæt
bugmynd. Virkasta forvarnar-
starf í áfengismólum er að drekka
aidrci áfenga drykki. Svo einfait
er það.
Garri
w
MALGAGNIÐ
Leiðari Morgunblaðsins var í gær
skrifaður með koddaversletri eins
og Jónas stýrimaður og rithöfundur
kallaði stóra og læsilega leturgerð
sem er þægileg fyrir böm að stauta
sig fram úr. Þessi viðhöfn var höfð
til hátíðarbrigða vegna stórafmælis
þeirrar deildar Sjálfstæðisflokksins
sem gengur undir heitinu Heimdall-
ur.
Nú er ekki um að sakast þótt
Moggi skrifi fallega um Heimdall
og Flokkinn og stæri sig af að
standa yfir höfúðsvörðum sósíal-
isma og samvinnuhreyfingar.
Það er í rauninni ekkert sjálfsagð-
ara en að málgagnið geri veg
Flokksins sem mestan og taki svari
hans í hvívetna. Maður talar nú ekki
um þegar hægt er að lyfta stærsta
hluthafa í Árvakri í upphæðir í leið-
inni og fer þá saman vegsemd
Flokksins, Árvakurs og Morgun-
blaðsins og er hið dægilegasta
harmóní.
En galli er það á málgagninu að
þar veit vinstri höndin ekki hvað sú
hægri gjörir nema kannski er engin
vinstri hönd í herbúðunum og fer þá
að vandast málið.
Á sunnudögum helgar Moggi fjöl-
Frelsiein hafíð til \ ¥T m helgina var þess minnst að 60 ár eru lið- in frá því að Samband ungra sjálfstæðismanna var stofn- að. Af þvf tilefni heiðruðu ungir sjálfstæðismenn Geir Hallgrímsson, seðlabanka- stjóra og fyrrum formann Sjálfstaeðisflokksins, í þakk- lætis- og virðingarskyni fyrtr störf hans í þágu sjálfstæðis- stpfnnnnar ntr RÁrstpklpcm staklinga drðingar margir eins og þau séu $já! sögð og eðlileg, það lig einfaldlega ( hlutarins o að menn hafni ekki frut kvæði cinstaklingsins e« takmarki ekki svigrúm ha: í atvinnulifi eða svipti hat eignarrétti. Þeim, sem a hylltust önnur viðhorf en þ: sem nú eru í sigurfor u heiminn, er að gjálfsögi mocto •*' **
miðlun tvær dýrmætar síður. Þar
skrifar einatt maður sem veit allt
um fjölmiðlun, gott ef hann er ekki
fjölmiðlafræðingur með próf upp á
vasann. Sá hefur uppi mörg og ljót
orð um „flokksblöðin" og kann skil
á því að í þau skrifa eingöngu
flokksþrælar undir eftirliti flokk-
anna og ráðleggur þessi leigupenni
Morgunblaðsins fólki frá að líta
nokkru sinni í „litlu flokksblöðin“,
enda les þau enginn, segir sá fróði
fjölmiðlungur. Ekkert er að marka
neitt af því sem þar stendur á prenti.
Mogunblaðið er fritt og frjálst og
engu háð fremur en ljósvakamiðl-
arnir sem að vísu væla eftir opin-
berum tryggingum og tollafrelsi sér
til handa en eru annars öllu óháðir,
líka eigendum sínum, segja þeir
fjölmiðlafróðu og leigupenni
Moggans sem étið hefur af skiln-
ingstrénu er fúndvís á flokks-
stimpla allra málgagna nema Morg-
unblaðsins.
Nú ætti sá vísi maður að fara yfir
efhistök Morgunblaðsins fýrir
borgarstjómarkosningamar síðustu
og svo t.d. koddaversieiðarann í
gær og skrifa síðan lærða grein um
hlutleysi málgagnsins.
Subbuskapur
Hausavíxl vom höfð á hugtaki í
þessum dálki í gær. Þar var urgað í
íslensku dómskerfí og skal ekkert
tekið aftur af því sem þar stendur,
nema að undir lok pistilsins er hrap-
að að því að setja skuldunautar í
stað lánardrottnar.
Rétt á setningin að vera svona:
Hún skal á götuna og allir lánar-
drottnar fá sitt og gott betur.
Athugulir lesendur hafa séð hver
rökleysa var þama á ferð en leið-
rétting og skömmustuleg yfirbót
sakar samt ekki. OÓ