Tíminn - 28.06.1990, Síða 8
9 iinirr 8 Tíminn il 009 i' ».vi .01 Fimmtudagur 28. júní 1990
1 AÐ UTAN
Hryðjuverkakon-
urnar Silke Maier-
Witt, Inge Viett
og Sigrid Sterne-
beck létu mikið
að sér kveða á
blómaárum RAF
í Vestur-Þýska-
landi. Þær tvær
síöarnefndu hafa
nú verið hand-
teknar í Austur-
Þýskalandi.
Vestur-þýskir hermdar-
verkamenn í skjóli Stasi
í Austur-Þýskalandi
Örín bendir á Susanne Albrecht í hópi skoðanasystkina, sem krefjast betrí meðferðar á RAF-föngum áríð
1974.
í mörg ár var vestur-
þýska hermdarverkakon-
an Susanne Albrecht eft-
irlýst en leitarmönnum
hennar datt helst í hug
að hún hefði falið sig
sem lengst í burtu, í
Austurlöndum.
Um tíma álitu yfirvöld í
Vestur- Þýskalandi að
þessi fýrrum félagi í
innsta hring Rauðu her-
deildanna (RAF), ynni á
skrifstofu einhverra frels-
issamtaka Palestínu-
manna í Damaskus, höf-
uðborg Sýrlands. Eða
hefði tekið sinnaskiptum
og ynni hjálparstarf í
flóttamannabúðum í
Beirút.
En nú hcfúr komið í ljós að allar
þessar vangaveltur voru fjarri sanni
því að í stað þess að flýja út í víða
veröld hafði eftirlýsta konan fúndið
fylgsni í næsta nágrenni.
Embættismenn í austur-þýsku rann-
sóknarlögreglunni handtóku Sus-
anne Albrecht, 39 ára gamla, mið-
vikudaginn 6. júní sl. kl. 15 í íbúð
hennar í Marzahn, ömurlegu hverfi í
Austur-Berlín. Þar hafði þessi fyrr-
um RAF-liði búið undir dulnefni
síðan 1980.
Þessi óvænta handtaka á frú Al-
brecht, sem var óvopnuð og veitti
ekki minnsta viðnám, virðist stað-
festa langlífan grun vestur- þýsku
leyniþjónustunnar um að gamla
kommúnistastjómin hans Erichs
Honecker vílaði ekki einu sinni fyrir
sér að veita RAF- hryðjuverkamönn-
um í felum aðstoð í viðleitni sinni
við að koma vestur- þýskum stjóm-
völdum á kné.
Það var austur-þýski innanríkisráð-
herrann Peter-Michael Diestel sem
tilkynnti um handtökuna. Frá Bonn
sendi vestur-þýski innanríkisráð-
herrann Wolfgang Schauble ham-
ingjuóskir og lét hugann reika til
ánægjulegrar samvinnu í framtíð-
inni.
Embættismönnum austur-þýska
innanríkisráðherrans Diestel hafði
tekist það sem vestur-þýskir RAF-
leitarmenn hafa enn bara látið sig
dreyma um, þ.e. að taka höndum
einn af æðstu hryðjuverkamönnum
RAF.
Þrátt fyrir að verðlaunum svo millj-
ónum marka skipti hafi verið heitið
íyrir upplýsingar og þó að reglugerð
hafi verið sett í júní 1989 þar sem
heitið er mildari refsingum þeim til
handa sem gangast inn á að verða
vitni saksóknara, jafnvel þó að þeir
hafi játað á sig ólöglegar aðgerðir og
jafnvel morð, hefúr vestur-þýskum
rannsóknarlögreglumönnum ekki
tekist að hafa hendur í hári eins ein-
asta meðlims RAF síðan 1982.
Óupplýst morö RAF
Ekki hefúr enn tekist að hafa hendur
í hári morðingja vopnaframleiðand-
ans Emsts Zimmermann (1985), Sie-
mensforstjórans Karls Heinz Beck-
urts (1986), háttsetta stjómarerind-
rekandans Gerolds von Braunmúhl
(1986) og fómarlambs síðustu blóði
drifnu aðgarðarinnar, sprengjuárás-
arinnar sem varð Alfred Hermhaus-
en, yfirmanni Deutsche Bank, að
bana á árinu sem leið.
Nú gera rannsóknarmennimir sér
vonir um að geta senn bætt úr þess-
um rýra árangri. Þegar þeim tókst að
klófesta Susanne Albrecht gerðu þeir
sér vonir um að þar væri bara fyrsta
handtakan á hryðjuverkamönnum af
mörgum á ferðinni. Vestrænir örygg-
issérfræðingar álíta að fleiri gmnaðir
hryðjuverkamenn RAF búi enn í
Austur-Þýskalandi undir folskum
nöfnum. Þar em álitnar hafa hreiðrað
um sig
* Silke Maier-Witt, fertug, sem er
eftirlýst vegna hlutdeildar sinnar að
ráninu og morðinu á forseta vinnu-
veitendasambandsins, Hanns Martin
Schleyer 1977.
*Sigrid Stemebeck, sömuleiðis fer-
tug að aldri, sem er á lista rannsókn-
arlögreglunnar yfir eftirlýsta vegna
tilraunar til eldflaugaárásar á skrif-
stofúr saksóknara í Karlsmhe 1977.
* Inge Viett, 46 ára, sem.kölluð er
„RAF-amma“ og er álitin hafa tekið
þátt í morðinu á Berlínardómaranum
Gúnter von Drenkmann 1974 svo og
ráninu á þáverandi foringja kristi-
legra demókrata í Vestur-Berlín, Pet-
er Lorenz, 1975. Ekki þykir ólíklegt
að þau hafi farið sömu leið og Sus-
anne Albrecht — leitað hælis í Aust-
ur-Þýskalandi, ásamt fleirum úr
gömlum liðskjama RAF.
Hlutverk Stasi
Allir þræðir þessara samskipta vom
saman komnir í hinu almáttuga ör-
yggisráðuneyti undir stjóm hers-
höfðingjans Erich Mielke. Það er
tæplega hægt að ímynda sér að
Honecker og aðrir foringjar SED-
flokksins hafi ekki verið upplýstir
um leynimakkið. Starfsfólk austur-
þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, út-
vegaði ný persónuskilriki, íbúðir og
vinnustaði fyrir þetta eftirlýsta fólk
sem myndir héngu af á öllum lög-
reglustöðvum Vestur-Þýskalands.
Susanne Albrecht var 29 ára þegar
henni var lóssað frá Austurlöndum
nær 1980 um Tékkóslóvakíu og
komið fyrir í venjulegu fjölbýlishúsi
á nyrsta jaðri ffamleiðsluhverfis Tra-
bantsins, Marzahn í Austur- Berlín.
Nú hét hún Ingrid Jager og vann á
efnafræðistofu.
Dulargervið virtist lýtalaust. Þama
byggði Susanne Albrecht, sem átti
uppmna sinn i góðborgaraumhverfi í
Hamborg, upp ósköp venjulega smá-
borgaralega tilvem.
Ekki leið á löngu þar til hún giftist
eðlisfræðingnum Claus Becker og
árið 1983 fæddist þeim dóttir. Maður
hennar hefúr vottað að hann hafi
lengi vel ekki haft hugmynd um
hryðjuverkafortíð konu sinnar. Hann
segir ekki langt um liðið síðan hún
trúði honum fyrir henni.
Jafnffamt því sem gamla SED-
stjómkerfið hefúr hmnið í Austur-
Þýskalandi fóm líka að koma brestir
í dulargervið. Yfirmenn rannsóknar-
lögreglunnar vestur-þýsku segja að
alltaf öðm hverju hafi komið vís-
bendingar frá austur-þýskum al-
menningi um eftirlýsta RAF- hryðju-
verkamenn. Þannig segja þeir að
komist hafi upp um Susanne Al-
brecht þegar austur-þýskir embættis-
menn fóm að kynna sér nánar hóp
innflytjenda til Austur- Þýskalands.
Hins vegar er sennilegra að einhver
liðhlaupi hafi orðið henni að falli.