Tíminn - 28.06.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 28. júní 1990
Tíminn 9
Vestur-þýskir ■ leynilögreglumenn
hafa gefið í skyn að fyrrverandi
Stasi-maður, sem fór til Vestur-
Þýskalands eftir umskiptin, hafi gef-
ið þær upplýsingar sem skiptu sköp-
um.
Það starf sem þá var óunnið var
ósköp hefðbundið. Á meðan Sus-
anne Albrecht dvaldist í Moskvu
ásamt eiginmanni og bami, en þar
vann eðlisfræðingurinn að rannsókn-
arverkefni við vísindaakademíuna,
tók rannsóknarlögreglan í Austur-
Berlín fingrafor i íbúðinni í Marza-
hn. Með því að bera þau saman við
fingrafor þeirrar grunuðu var ótví-
rætt sannað að hér var Susanne Al-
brecht á ferðinni.
Þegar hjónin sneru til baka, eftir
tveggja ára dvöl í Moskvu, til að
undirbúa skólagöngu dóttur sinnar,
var Susanne Albrecht tekin höndum.
Austur-þýskt
réttárfar í klípu
En þar með hefur austur-þýskt rétt-
arfar hengt sér myllustein um háls. I
Austur-Berlín hefur verið gefin út
handtökuskipun á hana vegna gruns
um morð, en skv. núgildandi austur-
þýskum lögum má ekki einfaldlega
framselja austur-þýskan borgara til
Vestur-Þýskalands. Hans-Jiirgen
Joseph, ríkissaksóknari Austur-
Þýskalands, sem vill losna sem allra
fyrst við fangann, greip til neyðarúr-
ræðis. Þegar Susanne Albrecht á í
hlut sé ekki um ekta, heldur „með-
höndlaðan" austur-þýskan borgara
að ræða þar sem hún hafi komið til
landsins undir folsku nafhi. Þar af
leiðandi verði hún að sæta sömu
meðferð og vestur-þýskir borgarar
og verði því framseld innan skamms.
En „meðhöndlunin" hafði notið
blessunar öryggisráðuneytisins, sem
útvegaði dulnefni og persónuskil-
nki. Diestel innanríkisráðherra gat
ekki viðurkennt opinberlaga að ör-
yggislögreglan hefði verið á bólakafi
í málum hryðjuverkamannanna, ann-
ars hefði hann orðið framsetningu
Josephs að falli.
Vestur-þýskir öryggisþjónustumenn
álíta að Stasi hafi endurgoldið
hryðjuverkamönnunum söguburð
með því að veita þeim hæli. Þannig
er Susanne Albrecht sögð hafa haft
sérstakt vegabréf til útlanda, sem var
mjög óvenjulegt, og verið send á
vegum Stasi til félaga Palestínu-
manna í Damskus, Beirút og írak.
Gömul gremja
vestur-þýskra í garð
austur-þýskra vegna
RAF endurvakin
Foreldrar Susanne hafa ráðið virtan
lögfræðing í Berlín til að annast mál
dóttur sinnar, en handtaka hennar
hefúr á ný vakið upp gamla gremju
vestur-þýskra hryðjuverkasérfræð-
inga í garð austur-þýska kommún-
istarikisins. Þeir vitna til þess að
þegar á áttunda áratugnum hafi
RAF-félagar fengið að ferðast
óhindrað og ótruflaðir um yfirráða-
svæði Austur- Þjóðverja.
Allt þar til umskiptin urðu var flug-
völlurinn Schönefeld í Austur- Berl-
ín aðalumferðarmiðstöð alþjóðlegra
hryðjuverkamanna. Þar eiga austur-
þýskir eftirlitsinenn að hafa lokað
augunum þegar RAF- félagar lögðu
þaðan upp í ferðalög til Austurlanda
nær til að heilsa upp á palestínska
baráttubræður. Og sama gilti um
ferðir arabiskra sjálfboðaliða til
hryðjuverka í Vestur-Evrópu.
En virkir liðsmenn RAF litu ekki á
flokksgæðinga SED-ríkisins sem
pólitíska bandamenn. Þeir litu ekki
heldur svo á að Austur-Þýskaland
væri íysilegur þjóðfélagsvalkostur
frekar en kapitalistakerfið í Vestur-
Þýskalandi sem þeir beindu spjótum
sínum gegn. Og á hinn bóginn voru
öfgakenndir regludýrkendur í Stasi-
ríkinu ákaflega tortryggnir á þá sem
beita hryðjuverkum gegn hvaða yfir-
ráðum sem er.
Einasti samnefnarinn fyrir tilvilj-
anakennt samstarf var augljóslega
hin ósveigjanlega ósk um að koma
hinu hataða vestur-þýska ríki út af
sporinu. Hversu langt kommúnisku
valdhafamir í Austur- Þýskalandi
gengu má sjá á hinni fáránlegu til-
raun að koma á fót leynilegum
„hemaðarsamtökum“ í samvinnu við
hreintrúaða félaga vestur-þýska
kommúnistaflokksins. Þessum hem-
aðarsamtökum var ætlað að æsa til
vandræða með skæruliðaaðgerðum.
Nýlegar upplýsingar um starfsemi
Stasi sýna að síðan á miðjum áttunda
áratugnum hafa 176 vestrænir
kommúnistar fengið þjálfun í með-
ferð vopna og sprengiefna í leynileg-
um búðum í grennd við Frankfúrt am
Oder.
Fyrirlitlegur glæpur
Susanne Albrecht
Leit var gerð að Susanne Albrecht
vegna aðildar hennar að glæp sem
alls staðar þótti sérlega fyrirlitlegar.
Hún hafði misnotað persónulegan
kunningsskap við fjölskyldu Jiirgens
Ponto, bankastjóra Dresdenar-
banka, til að útvega árásarsveit RAF
aðgang að íbúðarhúsi bankastjórans
í grennd við Frankíúrt, en þar var
mikill öiyggisviðbúnaður, einmitt
vegna ótta við árásir á bankastjór-
ann.
Fjölskyldur bankastjórans og Sus-
anne vom nákunnugar og banka-
stjórinn var guðfaðir eins systkina
Susanne. Sjálf hafði Susanne verið
velkominn næturgestur á heimili
Pontos, en nú notaði hún vináttuna
til að svíkja íjölskylduvininn.
Bankastjórinn var gmnlaus þegar
unga stúlkan hringdi bjöllunni við
garðhliðið síðari hluta dags 30. júlí
1977 með rósavönd i hendi. „Það er
ég, Susanne,“ sagði hún. Ponto varð
ekki heldur tortrygginn þegar stúlk-
an hafði í för með sér tvær ókunnug-
ar manneskjur, hryðjuverkakonuna
Brigitte Mohnhaupt, sem síðar var
dæmd í ævilangt fangelsi fyrir morð,
og karlmann með stuttklippt hár og
snyrtilega klæddan. Ekki er vitað
enn í dag hver sá maður er.
Það var ekki fýrr en óþekkti maður-
inn dró skyndilega upp skammbyssu
og miðaði henni á bankastjórann að
Ponto gerði sér ljóst að hann var
genginn í gildru. Síðar kom í ljós að
hryðjuverkamennimir höfðu ætlað
að taka auðkýfmginn sem gísl. En
Ponto snerist til vamar, sagði: „Þið
hljótið að vera bijáluð"; og úr mann-
ráninu varð hrein og bein aftaka.
Fimm skot rötuðu í líkama banka-
stjórans.
„Búin aö fá mig full-
sadda af kavíaráti“
Susanne átti vemdaða bemsku í
flnu hverfi í Hamborg. Hún er dóttir
dómara og fyrrum þingmanns flokks
kristilegra demókrata í Hamborg,
Hans-Christian Albrecht og konu
hans Christu. Til vina fjölskyldunnar
töldust máttarstólpar þjóðfélagsins í
Hamborg, bankastjórar, útgefendur
og þingmenn.
Þegar Susanne hóf nám í háskóla
1971 fóm að koma brestir í fjöl-
skyldulífið. Verðandi uppeldis- og
félagsfræðingur gekk fram af for-
eldrum, systkinum og félögum með
róttækum athugasemdum um lífsstíl
sinn fram að þeim tíma. „Ég er búin
að fá mig fúllsadda af kaviaráti,"
sagði hún. Tveim ámm síðar tók hún
þátt í því að leggja undir sig hús sem
átti að rífa í Hamborg ásamt fleiri
róttæklingum. Kunningsskapur við
Sigrid Stemebeck og Silke Maier-
Witt virðist líka hafa gert hana her-
skárri.
Þó að Susanne flokkaðist undir þá
RAF-liða sem yfírvöld fylgdust með
álitu þau hana bara vera eina af tagl-
hnýtingunum. í júní 1977 lét hún sig
hverfa frá Hamborg og varð ekki
vart við hana fyrr en við drápið á
Ponto og, nokkmm mánuðum síðar,
þegar hún tók líklega þátt í mis-
heppnuðu RAF-árásinni á saksókn-
araembættið í Karlsmhe.
Nokkmm ámm síðar virðist hún
hafa sagt skilið við hryðjuverkin.
Ný kenning:
Eru yngri systkini
líklegri til að
hafa snilligáfu?
Hvernig er samhengið milli snilli og stöðunnar
í systkinahópnum? Bandarískur vísindasagnfrœðingur
hefur komist að þeirri niðurstöðu að nœstelsta barnið
í systkinaröðinni standi best að vígi.
Nikulás Kópemikus á að styðja kenningu sagnfræðingsins sem þykist hafa
komist að þeirri niðurstöðu, eftir nákvæma athugun, að mestar líkur séu til að
næstelsta bamið í systkinahópnum hafi mestar gáfur til að bera.
Nikulás Kópemikus ýtö jörðinni ffá
miðpunkti á útjaðar alheimsins.
Charles Darwin setti manninn og
apann í næsta nágrenni hvom við
annan á ættartré tegundanna.
Báðirvom þessirmenn byttingar-
menn í vísindum sem hristu sam-
tímamenn sína upp úr vana-
bundnum þankagangi.
Það kemur á óvart áð annað áttu þessir
tveir menn sameiginlegt — og aðrir vís-
indamenn af álíka gæðaflokki — heldur
vísindasagnfTæðingurinn Frank Sullo-
way fram að hann hafi komist að cftir 19
ára eljusamt starf við að kynna sér mál-
ið. Næstum allirbyltingarvaldandi snill-
ingar eiga eldri systkini sem, að því er
Sulloway fúllyrðir, gefa yngra systkin-
inu hvatningu til að hugsa sjálfstætt
Könnuö systkini
2784 vísindamanna
Síðustu fimm árin hefúr sagnfræðingur-
inn Sulloway setið í gluggalausri skonsu
í Harvard háskólanum í Cambridge og
tínt til systkini 2784 vísindamanna á síð-
ustu 400 árum, og raðað þeim í aldurs-
röð. Niðurstaðan varð sú að frumburðir
og einkaböm vaxa upp sem vanabundn-
ir vísindamenn, þar sem aftur á móti þeir
sem yngri eru í röðinni kollsteypa viður-
kenndum visindalegum hugsanagangi af
stalli. I samræmi við þessa niðurstöðu
sprattu 23 af 28 byltingarkenndum
kenningum — þar af alheimsmynd Kó-
pemikusar, sálfrasði Freuds og landreks-
kenning Alfreds Wegeners — upp í
heilabúi yngri systkina.
SuIIoway heldur því fram að röðin í
systkinahópnum ráði persónuleika við-
komandi um aldur og ævi. Elsta systkin-
ið hveiju sinni setji sig í spor foreldr-
anna og annarra sem með völdin fara,
aðlagist þeirra viðhorfúm og tileinki sér
hefðbundin þjóðfélagsgildi. Þau yngri
aftur á móti geri ofl uppreisn gegn for-
eldrum, systkinum og öðram yfirvöld-
um — sem er augljóslega æskilegasta
forsendan fyrir vísindalegri uppreisn
líka.
Kenningin frá 1874
um yfirburði einkabarna
og frumburöa
Umræður um áhrif þess á gáfúr, vel-
gengni og fleiri örlagarik atriði hvar í
röðinni einhver er í systkinahópnum,
hafa nú staðið í meira en eina öld. Allt
frá því Francis Galton safnaði saman
upplýsingum hjá starfsbræðram sínum
við háskóla í Englandi á Viktoriútíman-
um, á árinu 1874 leit lengi vel út fýrir að
einkabömum og fiumburðum væri ætl-
að að skara fram úr á öllum sviðum.
Svo að bara sé litið á síðustu tvö árin
hafa alls 45 vísindalegar rannsóknir snú-
ist um spuminguna hvort eitthvert sam-
hengi sé milli raðar í systkinahópnum
og t.d. leiðtogahæfileika, en líka hvort
fýlgni sé milli stöðunnar í systkinahópn-
um og fikniefnamisnotkunar, glæpsam-
legs athæfis eða bameigna á ungum
aldri. Meira en þriðjungur þeirra sem
tóku þátt í þessum rannsóknum fúndu
ekkert samhengi.
Nú orðiö hafna æ fleiri
kenningunni um aö systk-
inaröðin skipti máli
Æ fleiri félagsvisindamenn og sál-
ffæðingar hafna núorðið þeirri kenningu
að staðan í systkinahópnum hafi eitt-
hvað að segja um atferli eða persónu-
leika. Svissnesku sálfiæðingamir Cécile
Emst og Jules Angst skiluðu af sér fýrir
nokkram árum víðtækustu og best
grundvölluðu skilgreiningu sem finnst í
lærðum bókum. Þeir komust að þeirri
niðurstöðu að flestum athugunum sé
ábótavant, t.d. vegna þess að í þeim sé
sleppt að taka mikilvæga félagslega
þætti með í reikninginn.
Félagsffæðingurinn Judith Blake við
Kalifomíuháskóla í Los Angeles sýndi
ffam á það i rannsókn sinni á árinu
1989, að systkinaröðin hafi hvorki áhrif
á greind né námsárangur. Ástæðumar
fýrir því hvort vel tekst til eða illa segir
hún allt aðrar og samantekt hennar er
eftirfarandi: Það sem skiptir máli er
stærð fjölskyldunnar og staða hennar í
þjóðfélaginu.
Sulloway er sjálfúr þriðji i röðinni af
fjórum systkinum. Hann hefúr hvorki
sparað tíma né vinnu við að þrælast í
gegnum vísindalegar bókmenntir og
afla sér þannig niðurstaðna sem u.þ.b.
100 vísindasagnffæðingar hafa komist
að. Til að fýrirbyggja gagmýni á töl-
ffæðilegar aðferðir hans tók hann líka
tekið með t reikninginn í skilgreiningu
sinni atriði eins og efnahagslega og
þjóðfélagslega stöðu viðkomandi, fjöl-
skyldustærð og trúmála- og stjómmála-
afstöðu.
Undantekningarnar
sem sanna regluna?
Með því að líta á niðurstöður talna- og
reikningsdæmanna þykist vísindasagn-
ffæðingurinn hafa fengið ffekari stað-
festingu á kenningu sinni um að röðin í
systkinahópnum ákvarði gáfnalega rót-
tækni miklu ffekar en allir aðrir þættir.
Hann segir líkumar á þvi að ffumburður
taki undir byltingarkennda hugmynd
séu aðeins 34%. Aftur á móti séu líkum-
ar 64% hjá yngri syni sem eigi a.m.k.
einn eldri bróður.
Hins vegar era líka til byltingarvald-
andi vísindasnillingar sem ekki falla
fúllkomlega að hugmynd Sulloways.
T.d. var Isaac Newton einkabam, Albert
Einstein eldri bróðir einnar systur. Og
þegar Sigmund Freud er tekinn til at-
hugunar verður málið fýrst reglulega
flókið. Hann átti tvo eldri stjúpbræður,
sem reyndar vora búnir að yfirgefa for-
eldrahúsin þegar Sigmund fæddist.
Fyrstu þijú æviárin vora hann og sonur
stjúpbróður hans óaðskiljanlegir - og í
þokkabót var stjúpbróðursonurinn eldri
en Sigmund Freud.
Sulloway lætur sér ekki nægja að fella
úrskurð um glæstar horfúr systkinis nr.
tvö í röðinni í vísindalegum uppgötvun-
um. Hann þykist líka hafa komist að
raun um það að það séu yngri systkinin
sem alls staðar sé að finna þar sem kall-
að sé eftir umbótabaráttuanda og því að
nýtt verði tekið upp í stað þess gamla.
Hann nefnir sem dæmi mótmælendasið-
bótina, uppreisnina gegn þrælahaldi og
kynþáttaaðskilnaði og baráttuna fýrir
réttindum verkalýðs og kvenna.