Tíminn - 28.06.1990, Side 11
10 Tíhiinn
Fimmtudagur 28. júní 1990 Fimmtudagur 28Júní 1990
v • r.r *
'Tímihn Vl
Ríkið gaf kennarafélögunum gamla Kennaraskólann við Laufásveg, en gleymdi að gefa lóð undir húsið. Málið hefur þvælst í kerfinu í eitt og hálft ár:
SKILA KENNARASAMTOKIN KENNARA-
SKOLANUM AFTUR TIL RIKISINS?
Kennarasamband íslands og Hið íslenska
kennarafélag hafa sent rikisstjóminni bréf
þess efnis að álitamál sé hvort kennarasam-
tökin sjái sér fært að þiggja gamla Kennara-
skólann á Laufásvegi sem þau fengu að gjöf
frá ríkisstjóminni í febrúar 1989.
Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið að fá
afsal fyrir eigninni eða fá úr því skorið hvaða
lóðaréttindi fylgja henni og hefur endurbygg-
ing hússins tafist af þessum sökum en K1 og
HÍK hafa þegar lagt vemlegan kostnað í teikn-
ingar til lagfæringar á því.
Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasam-
bands íslands, sagði í samtali við Tímann í
gær að kennarasamtökin hafi fengið Kennara-
skólann að gjöf í febrúar á síðasta ári en það
síðan verið samþykkt á fjárlögum nú í ár. Hún
sagði að félögin hefðu frá því í nóvember
1989 reynt að fá úr því skorið hvaða lóðarétt-
indi fylgdu húsinu svo hægt væri að ganga frá
afsali.
Erfitt aðfáríkiö
til að losa sig við húsið!
„í upphafi var óljóst um stærð lóðarinnar og
eignarrétt á henni en það er nú orðið alveg
ljóst og það fyrir þó nokkuð löngu,“ sagði
Svanhildur.
„Við höfum verið að reyna að ýta þessu máli
áfram og menntamálaráðherra hefur sýnt okk-
ur mikinn stuðning í því. En málið virðist síð-
an hafa lent í einhveijum fiækingi milli
menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis
sem bæði hafa með þetta að gera og þess
vegna hefur málið dregist svona mikið.“
Eggert Lárusson, formaður Hins íslenska
kennarafélags, sagði málið einfaldlega fjalla
um það að einhverra hluta vegna gengi ekki
neitt að fá ríkið til þess að losa sig við þetta
hús.
„Það þurfti náttúrulega að fá fjárlagaheimild
þama um og hún kom bara með fjárlagafrum-
varpinu. Við vorum byrjuð að undirbúa afsal
en þá kemur í ljós að í níu eða tíu mánuði hafði
gefandinn ekkert gert í þessu en hélt að fjár-
lagaheimild væri nóg,“ sagði hann.
Hver á lóðina? Ríkið,
borgin eða ríkið?
Eggert tók undir það með Svanhildi að síðan
kennarasamtökin hefðu fært ríkinu uppkast að
afsali í byijun desember á síðasta ári hefði
ekkert gerst í málinu.
„Það uppkast hefur síðan verið að velkjast á
milli manna innan ráðuneyta, og síðan á milli
ráðuneyta," sagði Eggert.
Hann sagði þetta málavafstur sennilega vera
út af lóðinni en lengi var óvíst hver ætti hana.
„Þeirhéldu að ríkið ætti lóðina en svo var far-
ið að skoða málið og þá leit það þannig út að
borgin ætti hana. Þá var það skoðað ennþá bet-
ur,og það tók margar vikur, og þá kom í ljós að
ríkið átti hana. Svona er þetta búið að vera,“
sagði Eggert.
Happdrætti að þiggja húsið
Svanhildur sagði að kennarasamtökin væru
farin að ókyrrast mjög því þau hefðu þegar
lagt í mikinn kostnað vegna vinnu við teikn-
ingar og undirbúnings að endurbyggingu
hússins. Sagði hún húsið vera í mjög lélegu
ástandi og því áríðandi að hægt yrði að vinna
þá vinnu sem verður að gera utanhúss á þessu
sumri.
„Við getum ekki auglýst útboð, og við getum
ekki haldið áfram. Við erum komin í klípu
með þetta vegna þess að einungis sá sem á
húsið getur auglýst útboð á því og við getum
ekki litið á það sem okkar eign fyrr en við er-
um búin að fá afsalið,“ sagði Svanhildur.
„Þetta hangir svoleiðis saman.“
Hún sagði þetta vera ástæðuna fyrir því að
ákveðið var á fundi í fyrradag að skrifa ríkis-
stjóminni, sem væri hinn eiginlegi gefandi, og
ítreka við hana að nú þegar yrði gengið ffá
lóðaleigusamningi og afsali þannig að sam-
tökin gætu haldið áfram sínu verki.
Eggert sagði að lausleg kostnaðaráætlun um
endurbyggingu hússins hafi verið gerð í fyrra
og þá hefði það verið talið svara kostnaði.
Hann sagði það þó einungis vera ágiskun því
ekki kæmi í ljós hvert ástand hússins er fyrr en
búið er að rífa jámið utan af því.
„Þannig að þetta er náttúrulega happdrætti
fyrir okkur að þiggja þetta hús. Þetta er fyrsti
skólinn sem byggður var sem kennaraskóli ár-
ið 1908, og kennarar em voða veikir fyrir
þessu húsi og það hefúr fengið að ráða svolít-
ið í þessu máli,“ sagði hann.
Húsnæðisvandi félaganna
knýr á um skjóta lausn
Að sögn Svanhildar geta félögin ekki haldið
áffam að fjárfesta í húsinu, meðan þau sjá ekki
fyrir endann í málinu. Hún sagði það vera al-
gert frumskilyrði að nota sumarið sem nú færi
í hönd til allrar útivinnu á húsinu. Ekki lægju
fyrir neinar endanlegar kostnaðartölur en öll
útboðsgögn væm tilbúin bæði að innra og ytra
skipulagi.
„Þetta er okkur mjög mikið kappsmál því við
vorum mjög stolt og ánægð yfir því og fannst
okkur mikill heiður sýndur að okkur skyldi
treyst til þess að koma þessu húsi til vegs og
virðingar. Okkur er mjög annt um að þetta
gangi eflir þannig að við getum komist í þessa
endurbyggingu," sagði Svanhildur.
Að sögn Svanhildar höfðu KI og HIK þegar
hafið leit að sameiginlegu húsnæði til þess að
koma starfsemi þessara tveggja félaga í nánari
samvinnu þegar Kennaraskólinn var færður
þeim að gjöf. Þeirri leit hefði að sjálfsögðu
verið hætt þegar þetta kom upp á.
„Bæði félögin búa við feikilegan húsnæðis-
vanda, hér situr bara bókstaflega hver ofan á
öðrum, þannig að það er mjög áríðandi fyrir
okkur að komast inn í húsið,“ sagði Svanhildur.
Eggert sagði að það yrði að meta það hvort
þau næðu þvi að gera við húsið að utan í sumar.
„Ef við missum þetta sumar verður að meta
það hvort okkar húsnæðisvandi sé ekki orðinn
það brýnn að við verðum að leita annarra
leiða,“ sagði Eggert.
Tilfinningalegt gildi fyrir
kennarastéttina
Svanhildur sagði að það væri öllum ljóst að
húsið væri mjög illa farið að mörgu leyti þar
sem það hefði ekki fengið neitt viðhald í
marga áratugi og að það yrði kostnaðarsamt
Eftir
Sólveigu
Ólafsdóttur
Gamli Kennaraskólinn við Laufásveg var að grotna niður í eigu ríkisins og því grípu stjómvöld tíl þess ráðs að gefa húsið. Ráðuneytismenn hafa hins vegar ekki enn komið því í verk að afhenda nýjum eigendum afsal af húsinu.
að gera það upp. Svanhildur sagði að Kenn-
arasambandið hefði hins vegar litið svo á að
þama væri um að ræða verðmæti sem ekki
mætti bara taka út í krónum og aurum.
„Þetta hús er byggt árið 1908 yfir kennara
sem kennaraskóli, þannig að það hefúr alveg
óijúfanleg tengsl við kennarastéttina. Lang-
flestir félagsmenn kennarasambandsins hafa
t.d. fengið sína menntim í þessu húsi. Það hef-
ur því tilfinningalegt og menningarlegt gildi
fyrir okkur, sem ekki verður metið til fjár. Við
teljum að með þessari gjöf hafi okkur verið
mikill heiður sýndur og ég vona innilega að
við fáaum farsæla lausn á þessu straxsagði
Svanhildur.
Lóóin Landsspítalan
- máliö aö leysast
Þórhallur Arason hjá fjármálaráðuneytinu
sagði að kennarasamtökunum hefði verið gef-
ið húsið í fyrra en lóðarlaust.
„Það þarf því að setja undir það einhveija
lóð. Það sem menn hafa verið að gera núna er
að teikna einhveija hæfilega lóð í kringum
húsið,“ sagði Þórhallur.
Tímamynd PJetur
Hann sagði að húsið væri inni á lóð Lands-
spítalans og verið væri að leysa málið með því
að sníða aðeins af henni en lóðin er í eigu rik-
isins. Þórhallur gerði ráð fyrir því að lausn
yrði fúndin einhveija næstu daga. —só