Tíminn - 28.06.1990, Page 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 28. júní 1990
VETTVANGUR
Unnur Stefánsdóttir:
Kvennahlaupiö
Íþróttahátíð íþróttasambands ís-
lands verður um næstu helgi, eins
og flestir vita.
Slík hátíð er haldin á 10 ára fresti
og mun þessi vera sú fjölmennasta
og fjölbreyttasta, enda hefúr mikil
vinna verið lögð í allt skipulag og
undirbúning hátíðarinnar.
Það sem gerir þessa hátíð frá-
brugðna fyrri hátíðum eru þau þrjú
sérverkefhi sem tekin verða á dag-
skrá hátíðarinnar, þ.e. kvenna-
hlaupið, íþróttir og leikskólinn og
æskuhlaupið.
Hvers vegna
kvennahlaup?
Aldrei íyrr hefúr verið efnt til sér-
staks kvennahlaups hér á landi og
mun þetta framtak Í.S.Í. því marka
spor í sögu kvenna á Islandi.
Fyrirmynd að þessu hlaupi er m.a.
að fá hjá ffændum okkar í Finn-
landi, sem hafa boðað til sérstakra
kvennahlaupa á undanfomum árum
og fengið mjög góða þátttöku.
Nú kann einhver að spyrja: Hvers
vegna kvennahlaup? Geta konur
ekki hlaupið í venjulegum víða-
vangshlaupum?
Því er til að svara að auðvitað get-
um við konur hlaupið í öllum víða-
vangshlaupum, en þó er oft lítil
þátttaka kvenþjóðarinnar í slíkum
hlaupum. Menn spyrja sig hvers
vegna svo sé, en erfitt hefúr reynst
að fá skýringar. Það hefúr margoft
sýnt sig að þegar konur hafa ákveð-
ið að gera sameiginlegt átak, þá
hefúr það gengið mjög vel. Að
þessu sinni hefúr I.S.I. ákveðið að
fara þessa leið til þess að fá konur
til að vera þátttakendur í íþróttahá-
tíð og er það verðugt framtak og á
örugglega eftir að skila góðum ár-
angri.
Ég veit að margir kvennahópar úr
félögum og vinnustöðum ætla að
fjölmenna í hlaupið. Þetta hlaup
verður vonandi sú hvatning sem
þarf til að konur kunni að meta
hvað það er heilsusamlegt að njóta
útivistar og hreyfingar.
íþróttir og
leikskólinn
Þátttaka bama á leikskólaaldri er
alveg ný í sögu íþróttasambands ís-
lands. Þetta er stórmerkilegt ffarn-
tak sem án efa á eftir að skila sér
margfalt fýrir komandi kynslóðir.
Hugsunin á bak við þetta verkefni
er fýrst og fremst sú að hvetja böm
á leikskólaaldri til þátttöku í íþrótt-
um og koma þvi inn hjá þeim að
íþróttir em ekki bara „keppni“,
heldur holl hreyfmg í hópi félaga. I
samvinnu við heilbrigðisráðuneyt-
ið/nefnd um heilbrigða lífshætti
æskufólks, hefúr verið gerður bæk-
lingur sem á að vera leiðbeinandi
fýrir foreldra og fóstrar um hvað
það er mikilvægt að taka þátt í
íþróttum og útivist. Bæklingnum
hefúr verið dreiff til allra leikskóla-
bama á landinu og einnig hefúr
hver leikskóli fengið leikjabók sem
hefúr að geyma úrval hreyftleikja
fýrir þennan aldursflokk.
Það verður gaman að fýlgjast með
þeim þúsundum bama sem taka þátt
í opnunarhátíðinni 28. júní nk. og
leikskóladagskránni 29. júní. Aldr-
ei fýrr hefúr bömum á þessum aldri
verið boðin þátttaka í slíkum stór-
íþróttaviðburði.
Æskuhlaupið
Æskuhlaupið verður á Miklatúni
30. júní og er ætlað öllum bömum
og ungmennum á aldrinum 7-14
ára. Þar er fýrst og ffemst ætlunin
að gefa þessum aldursflokkum
tækifæri til að taka þátt í íþróttahá-
tið með því að skokka með sínum
jafhöldmm.
Þátttakendur fá viðurkenningar-
skjal, en oft hefúr það viðgengist að
einungis þeir fljótustu fá verðlaun.
Með því að vera þátttakandi i
æskuhlaupinu með vinum og kunn-
ingjum og hafa gaman af því er til-
ganginum náð.
Ég hvet alla krakka á þessum aldri
til að láta þetta tækifæri ekki ffarn-
hjá sér fara. Þetta verður örugglega
gleðistund sem ekki gleymist.
Yndislegt að hlaupa
Þeir sem hafa alist upp við það að
skokka og hlaupa lengri eða
skemmri tíma, kannast ömgglega
við þá stórkostlegu tilfmningu sem
ganga, skokk eða hlaup gefa.
Það er ekkert sem jaíhast á við það
að fara út í allskyns veður, vel
klæddur, og njóta hreina loflsins og
hreyfmgarinnar. Þreyta og áhyggjur
hverfa út í veður og vind og orkan
eykst margfalt.
Ég get svo sannarlega hvatt ungar
og eldri konur til þess að koma með
í Kvennahlaupið á Íþróttahátíðinni
næsta laugardag, skokka eða ganga
og njóta þess að vera með í
skemmtilegum leik með hundmð-
um kvenna.
Gleðilega Íþróttahátíð.
Umdeild ákvörðun stjórnar Félagsstofnunar stúdenta um
hugsanlegt val næsta framkvæmdastjóra stofnunarinnar:
Óánægja meðal starfs-
manna Félagsstofnunar
Leigjendasamtökin:
OPNA SKRIFSTOFU
Stjóm Félagsstofnunar Stúdenta
hefur ákveðið að ganga til við-
ræðna við Amar Þórisson, stjómar-
mann Félagsstofhunar og fynver-
andi fulltrúa Vöku í Stúdentaráði,
um ráðningu í framkvæmdastjóra-
starf stofhunarinnar, sem nú er
laust
Alls vom fimm umsækjendur um
stöðuna og þar á meðal var núverandi
íjármálastjóri stofnunarinnar, Helgi
Lámsson. Allir starfsmenn Félags-
stofnunar höfðu skrifað undir stuðn-
ingsyfirlýsingu við Helga, en meiri-
hluti stjómar Félagsstofhunar virðist
ekki hafa tekið tillit til þess.
í stjóm Félagsstofhunar sitja fimm
menn og þar af em þrir fúlltrúar stúd-
enta, sem að þessu sinni em allt fúll-
trúar Vöku. Auk þess sitja í stjóm
stofnunarinnar fulltrúi frá Háskólan-
um og frá menntamálaráðherra. Sam-
kvæmt heimildum Tímans var fúlltrúi
menntamálaráðherra eini stjómarmað-
urinn sem ekki greiddi atkvæði með
því að ganga til viðræðna við Amar.
„Þessi stuðningsyfirlýsing okkar
starfsfólks Félagsstofnunar við Helga
var fýrst og ffernst til þess að hvetja
stjómina til að ráða Helga sem ffarn-
kvæmdastjóra," sagði einn starfs-
manna Félagsstofnunar. Hann sagði að
allir starfsmenn Félagsstofhunar hafi
skrifað undir stuðningsyfirlýsinguna,
eða um 30 manns. „Það em blendnar
tilfinningar," sagði hann um hug
starfsmanna vegna ákvörðunar stjóm-
ar Félagsstofhunar.
Guðjón Olafur Jónsson, einn fúlltrúa
Röskvu í Stúdentaráði, en Röskva er í
minnihluta, sagði að hér væri greini-
lega um pólitíska stöðuveitingu að
ræða. „Helgi hefúr verið fjármálastjóri
hjá fýrirtækinu um árabil og þess
vegna hefúr hann mikla þekkingu á
málefhum Félagsstofnunar. Auk þess
nýtur hann fýllsta trausts og stuðnings
starfsmanna og þess vegna hefði verið
eðlilegra að ráða hann ffernur en Am-
ar.“ Guðjón sagði að allt virtist benda
til þess að þessi stöðuveiting hafi verið
ákveðin með löngum fýrirvara. ,Æg
harma, að það skuli gengið ffam hjá
jafn hæfum og reyndum starfsmanni
og Helgi er. Fulltrúar Röskvu munu
fýlgjast með þessu máli áffam, en ég
vona að sátt og ffiður megi rikja um
Félagsstofnun í ffamtíðinni sem hing-
að til,“ sagði Guðjón að lokum.
Leigjendasamtökin, upplýsinga- og
ráðgjafaþjónusta fýrir leigjendur,
hafa nú opnað skrifstofú í Hafnar-
stræti 15 í Reykjavík. Skrifstofan er
opin eftir hádegi alla virka daga og
símatími er kl. 14:00 til 17:00.
Leigjendasamtökin vom stofnuð
1978, en síðan 1986 hafa samtökin
verið skrifstofúlaus. I haust samein-
uðust samtökin Nýju leigjendasam-
tökunum, sem þá vora nýstofnuð.
Að sögn Jón Kjartanssonar, for-
manns samtakanna, er mest um það
að fólk leiti til þeirra með spumingar
um hvaða rétt það hafi miðað við
ástand sem það lýsir, og er þá oft um
að ræða óljós ákvæði í leigusamning-
um viðkomandi. Samtökin starffækja
ekki leigumiðlun, en slíkt er þó í at-
hugun. GS.
Kristniboðssambandið í Vatnaskógi:
mmu ■■ ■ ■ i i w m
Fjolskyldumot
yfir helgina
Á morgun, föstudag, hefst hið al annars ratleikur og listflug á
árlega svonefnda almenna mót tvíþekju verður sýntkl. 14 ef veð-
Kristniboðssambandsins í Vatna- ur leyfir.
skógi. Mótinu lýkur svo á sunnu- Vatnaskógur er annálaður fyrir
dag. friðsæld og náttúrufegurð. Þar
Vandað hefur verið til allrar verður hægt að eyða helginni í
dagskrár og er vænst fjölmargra tengslum við óspillta náttúru.
þátttakenda alls staðar að af land- Dvöl þar býður upp á næga úti-
inu. Yflrskrift mótsins er: „Drott- veru og nóg tjaldstæði eru á
inn er í nánd“; Og er þar höfð í staðnum, en einnig er gisting inn-
huga endurkoma Drottins, jafn- anhúss möguleg meðan húsrúm
framt því að hann er þegar ná- leyfir. Hana má panta á aðalskrif-
lægur í samfélagi kristinna stofu SÍK og KFUM og -K.
manna. Bflferð verður frá Umferðarmið-
Barnasamkomur verða meðan stöðinni í Reykjavík á morgun kl
almennar samkomur standa yfir 18.30 og til baka sunnudag. Mat-
alla dagana. íþróttir og leikir fyr- sala verður á matmálstímum, en
ir alla fjölskylduna verða eftir há- verslun sem selur léttar veitingar
degi á laugardag. Þá verður með- er einnig á staðnum. -sá
HÁTÍÐARMESSA
AÐ ÓSPAKSEYRI
Á hátíðarmessu á Óspakseyri í
Bitra nk. sunnudag verður þess
minnst að 50 ár era liðin síðan
kirkjuhúsið þar var vígt af Sigur-
geiri Sigurðssyni, þáverandi bisk-
upi Islands.
Kirkjan að Óspakseyri varð út-
kirkja frá Prestsbakka í Hrútafirði
árið 1951, en núverandi sóknar-
prestur þar er sr. Ágúst Sigurðsson.
Við hátíðarmessuna mun'biskup ís-
lands, herra Ólafúr Skúlason, pred-
ika. Fyrir altari þjónar sr. Ágúst
Sigurðsson ásamt sr. Kristjáni
Bjömssyni í Breiðabólsstaðar-
prestakalli, sr. Baldri Sigurðssyni á
Hólmavík og sr. Ingva Þ. Amasyni,
lýrrv. sóknarpresti á Prestsbakka.
Organleikari og söngstjóri við há-
tíðarmessuna verður Guðrún Krist-
jánsdóttir. Fluttir verða m.a. hátíð-
arsöngvar sr. Bjama Þorsteinssonar.