Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur29.júní1990 Nýbygging Sláturfélags Suöurland við Laugamesveg í Reykjavík. Flutningur á starfsemi SS til Hvolsvallar er undir því kominn að fyrirtækinu takist að selja húsið. íbúar á Hvolsvelli búa sig nú undir að taka á móti stl Eins og að fá heilt á Sláturfélag Suðurlands ráðgerir nú um- fangsmikla flutninga fyrirtækisins frá Reykjavík til Hvolsvallar. Þar er meiningin að öll framleiðsla fari fram utan lítillar framleiðslu sem verður eftir í Reykjavík. Hér er um að ræða geysilegt hagsmunamál fyrir heimaaðila á Hvolsvelli og reyndar á öllu Suðurlandi. Heimamenn segja að flutningur Sláturfélagsins heim í hérað sé í líkingu við að reist verði nýtt álver nema hvað Sunnlendingar eru lausir við hugsan- lega mengun. Samdráttur hefur verið í slátrun hér á landi og hefur sá samdráttur ekki sist bitnað á Sláturfélagi Suðurlands. Fyrirtækið hefur átt í ýmsum resktrarerfíðleikum og situr nú uppi með dýrar fjárfestingar sem nýtast ekki eða illa. Þar við bætist að menn í kjöt- iðnaði sjá fram á áframhaldandi samdrátt á því sviði. Fyrir nokkrum árum var talið óhugsandi að setja upp kjötiðnað fjarri mörkuðum í Reykjavik. Nú er öldin önnur og opnast hafa ýmsir möguleikar fyrir fyr- irtæki í því sambandi. Það er einmítt það sem Sláturfélag Suðurlands sér í stöðunni. Fyrirtækið fyrirhugar nú að selja flestar eignir sínar á höfuðborgarsvæðinu og nýta betur eignirnar á Suðurlandi. Talað er um að nota nýlegt sláturhús fyrirtækisins á Hvolsvelli undir úrvinnslu og verksmiðju og að slátrun fari eíngöngu fram á Vík og Selfossi. Þá er fyrirhugað að í framtíðinni verði starfsemi fyrirtækisins, sem eftir verður í Reykjavík, sameinuð á einn stað og þar verði svokölluð dagvöruvinnsla og skrifstofur. Þannig er ráðgert að hagræða töluvert mikið í rekstri fyrirtækisins. Stein- þór Skúlason forstjóri Sláturfélagsins sagði þessa áætlun leysa einkum tvö vandamál fyrirtækisins. „Með þessu komum við til með að bæta mikið nýtingu okkar slátur- húsa með því að taka stærsta húsið úr rekstri og nota það undir kjötvinnslu sem annars hefði þurft að byggja upp." Flutningarnir kosta fé Þessir flutningar geta samt ekki gengið fyrir sig án nokkurra tilfæringa og flutning- arnir koma til með að kosta Sláturfélagið um 300 milljónir. Stækka þarf húsnæðið á Hvolsvelli um 1600 fermetra og ýmsu fleiru þarf að breyta áður en hægt er að flytja starfsemina. Hins vegar er ljóst að ekki getur orðið af flutningunum nema fyr- irtækið losni við eignir sínar í Reykjavík og er þar einkum talað um nýlegt húsnæði Sláturfélagsins í Laugarnesi. Þegar það hús var hannað á sínum tima var gert ráð fyrir miklu meira hráefni til vinnslu en síðar varð. Þá hafa átt sér stað breyting- ar í vinnslu kjötvara og í dag er t.d. nauta- kjöt og svínakjöt selt ferskt en ekki fryst eins og meira var um áður. Sláturfélagið hefur átt í viðræðum víð ríkið um kaup á húsnæðinu í Laugarnesi og í því sambandi er rætt um að ríkið geti nýtt það sem lista- háskóla eða fyrir Þjóðminjasamið. Ekki hefur komið neitt út úr þessum samningum en hvort sem ríkið kaupir eða ekki virðast Sláturfélagsmenn bjartsýnir á að geta selt húsnæðið. „Við höfum mætt velvilja hjá ríkinu og það er ljóst að fjölmargir aðilar hafa áhuga á að nota húsið. Við erum þess vegna bjartsýnir á aðflötur finnist fyrir því að selja húsið" sagði Steinþór. Margt hangir á spýtunni í sambandi við flutaing á starfsfólki er tal- að um tilflutning á um 100 ársverkum. Steinþór sagði að almennur skilningur væri meðal starfsmanna á ástandinu og því sem er að gerast. „Auðvitað viljum við sem allra flesta starfsmenn með okkur en starfsmenn munu að sjálfsögðu endurnýjast í framtíð- inni með heimamönnum." Ýmsar spurningar hafa vaknað í sambandi við þessa flutninga sem erfitt getur reynst að fá svör við. Það eru einkum atriði sem lúta að starfsfólki. „Þó að þetta sé óhemju mikil breyting er það sem snýr að starfs- fólki erfiðasti hluturinn. Ljóst er að við þurfum á því að halda að stærstur hluti iðn- aðarmannanna fylgi okkur austur. Einnig þurfum við, sérstaklega í upphafi, nokkurn hluta af þjálfuðu starfsfólki. Þetta eru hlutir sem við verðum að útfæra, bjóða fólkinu einhverja kosti sem það getur fallist á hvað varðar búsetuflutninga eða ef það vill sækja vinnu sína austur en búa áfram í Reykja- vík." Auður Þórðardóttir er formaður starfs- mannafélags Sláturfélagsins. Hún sagði starfsmenn sjá fram á mikla röskun og fyrir suma muni það ekki henta að fylgja starf- seminni eftir á þennan hátt. Á aðalfundi sem starfsmannafélagið hélt í síðasta mán- uði var samþykkt ályktun vegna flutning- anna. Þar lýstu starfsmenn yfir áhyggjum sínum vegna þeirra miklu breytinga sem koma til með að hafa á hagi starfsmanna. „Jafnframt hvöttum við fyrirtækið til þess að vera sér vel meðvitað um þá hluti og að- stóða fólk ýmist við að fá aðra vinnu eða við flutninga með fyrirtækinu" sagði Auð- ur. Hún sagði að fyrir austan væri verka- lýðsfélag sem hefði hagsmuna að gæta fyr- ir sína umbjóðendur. „Eg held hins vegar að aðal vandinn verði sá að hjá Sláturfélaginu vinnur svo mikið af fullorðnu fólki sem vegna ýmissa fjölskylduaðstæðna getur ekki flutt sig ausrur á Hvolsvöll. Þess vegna getur það reynst erfitt fyrir þetta fólk að fá ai er yi ve ei C iý hí st; le H vi Of ur ái Sl öl hs vi sti fy st Stl m m rá H in

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.