Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 29. júní 1990 MINNING Valdimar Thorarensen Gjögri Fæddur20. maí 1904 Dúinii 1K. jiiní 1990 í dag er kvaddur hinstu kveðju Valdimar Thorarensen á Gjögri í Strandasýslu. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 18. júní sl. Mig lang- ar að minnast hans með nokkrum orðum.. Valdi fæddist á Gjögri, næstelstur átta systkina. Foreldrar hans voru Jakob Jens Thorarensen, úrsmiður og bóndi á Gjögri, og kona hans, Jó- hanna Sigrún Guðmundsdóttir. For- eldrar Jakobs voru Jakob Jóhann Thorarensen, kaupmaður á Kúvíkum við Reykjarfjörð, og kona hans, Guðrún Óladóttir Viborg, ættuð úr Ófeigsfirði. Foreldrar Jóhönnu, móður Valda, voru Guðmundur Páls- son, bóndi í Kjós, og kona hans, Guðriður Jónsdóttir. Hann var sonur Páls Jónssonar i Kaldbak. Valdi var því kominn af sterkum stofhum í báðar ættir. I föðurætt Thorarensen- og Viborgættunum og í móðurætt af Pálsætt. Valdi ólst upp í foreldrahúsum á Gjögri, en fór ung- ur til sjóróðra og var hann á skipum frá Hafnarfirði og ísafirði. Þetta var á milli stríðsáranna, þegar öll að- staða sjómanna var gjörólík þvi sem nú er og ekki fyrir hvern sem var að stunda sjómennsku í þá daga. Valda skorti hvorki hörku né dugnað og var sjaldan í vandræðum með að fá „pláss". Um 1944 reisti Valdi sér íbúðarhús á Gjögri og átti þar heimili upp frá því. Hann stundaði vinnu á Djúpavík þegar síldarævintýrið stóð þar sem hæst, síðar sjómennsku og eigin út- gerð á Gjögri ásamt lítilsháttar bú- skap. Valdi eignaðist tvö börn. Þau eru: Adolf, f. 1948, og Jóhanna, f. 1951. Móðir þeirra er Hildur Pálsdóttir frá Kálfshamarsvík. Hún Iést 1972. Þau hafa haldið heimili með föður sínum og sýndi Jóhanna honum einstaka umhyggju og hjálpsemi í ellinni. Ég kynntist Valda þegar ég fór að fara með fjölskyldunni norður á Strandir í sumarleyfum og enn betur þegar ég fór sem unglingur í sveit til hans og barna hans, sumarið 1980. Dvaldi ég hjá þeim nokkur sumur sem voru mjög þroskandi og lær- dómsrík ungum Reykjavíkurdreng. Tókst með okkur Valda góð vinátta sem hélst upp frá því. Valdi tilheyrði þeirri kynslóð Islendinga sem lifað hefur einhverjar mestu breytingar og framfarir í islensku þjóðfélagi frá upphafi byggðar í landinu og mundi því tímana tvenna. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman og ræddum liðna tíð, rhenn og málefni. Hefi ég numið af Valda mikinn fróð- leik. Hann gaf mér innsýn í líf og störf fólksins fyrr á öldinni, sem barðist af dugnaði í hörðum leik lífs- baráttunnar. Ég er nú þakklátur fyrir þá vitaeskju og þann fróðleik, vegna þess að því fer fækkandi, gamla fólk- inu sem kynntist þessum tímum af eigin raun og lagði grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við nú lifum í. Valdi var stálminnugur og fróður og gerði frásagnir sínar lifandi og skemmtilegar. Hann var skapmaður og lét í ljós skoðanir sínar af mikilli hreinskilni. Þannig var það alltaf, það skipti ekki máli hver átti í hlut. Valdi var vel ritfær; hann hélt dag- bækur í nær hálfa öld og ég á í fórum mínum mörg stórkostleg bréf sem hann sendi mér. Hann las mikið og oft mátti sjá hann í herberginu sínu, eftir starfsaman dag, með bók í hönd. Ég trúi því að áhugi minn á ættfræði hafi fyrst vaknað eftir að ég fór að vera á Gjögri. Tel ég að Valdi hafi átt sinn þátt í því að ég fór að gefa ættfræði gaum. Hann sagði mér frá svo mörgu frá liðinni tíð, atburð- um og fólki, að áhugi minn vaknaði og ég varð að vita meira. Þegar ég kom til Reykjavíkur á haustin hóf ég ættfræðirannsóknir mínar, fór á söfnin og viðaði að mér heimildarit- um. Þessi áhugi hefur síðan aukist jafnt og þétt. Vegna þess hve minnugur Valdi var og lýsingar hans frá fyrri tíð voru ná- kvæmar og skýrar, reyndist það mér létt verk að teikna upp gamla torfbæ- inn á Gjögri. Hann fæddist í þessum bæ og var átta ára þegar hann flutti með foreldrum sínum í nýbýggt steinhús sem faðir hans hafði reist. Hafði ég mikla ánægju af að teikna upp bæinn eftir lýsingum hans. Tók það nokkurn tíma og lagfæra varð mörg atriði áður en endanleg mynd fékkst, en að lokum varð Valdi ánægður með árangurinn. Og við er- um báðir ánægðir, því mér fannst til- ganginum vera náð, þ.e. að sú vitn- eskja, sem Valdi bjó yfir varðandi þennan gamla bæ, glatast ekki held- ur varðveitist á blöðum um ókominn tíma. Um hvítasunnuna fór ég á Gjögur og hitti Valda. Það hafði staðið til frá því fyrir jól að ég kæmi norður og hentum við gaman að, hve jólin væru síðbúin hjá mér. Hann hafði vissu- lega látið á sjá, frá því ég sá hann sumarið áður, enda nýorðinn 86 ára. Hann var þó vel hress þessa viku sem ég dvaldi á Gjögri og spjölluð- um við margt, eins og okkar var vani. Hann var að huga að bátnum sínum og skrapaði ég fyrir hann bát- inn, því nú átti að botnmála og snyrta fyrir sumarið. Hann var ekki af baki dottinn, þrátt fyrir erfiðan vemr. Nú var sumarið framundan og á sjó yrði farið. Það fylgdi sumarkomunni að mála bátinn. En Valdi ýtti ekki báti sínum úr vör þetta sumarið. Hann fór ekki í sjóferð, heldur í lengri, en létt- ari, ferð gömlum sjómanni, ferð að ströndum nýrra heimkynna. Guð blessi minningu vinar míns, Valdimars Thorarensen. Ingimar F. Jóhannsson. Gísli Sigurbjömsson Fæddur 26. aprfl 1919 Dáinn20.júní 1990 Fyrstu kynni mín af frænda mínum, Gísla Sigurbjörnssyni, voru á Siglu- firði þegar ég var enn á barnsaldri. Ég minnist þess að það var alltaf hátíð hjá okkur drengjunum á Hvanneyrar- brautinni þegar Gísli kom í land. Gísli frændi var þá á síldarbátum á sumrin og landaði stundum á Siglufirði. Ég hefvart verið meira en fjögurra, fimm ára þegar ég sá Gísla fyrst. Gosdrykk- urinn Vallas var þá mun merkilegri en aðrir drykkir. Gísli átti það oft til að lauma pening í Iitlu hendumar. Það kunnum við vel að meta. Ég rifja þessi litlu atvik úr bernsku minni hér, því mér finnst að þau lýsi frænda mínum, Gísla Sigurbjörns- syni, vel. Örlæti hans og vinsemd við okkur börnin á Siglufirði báru vott um eðliskosti sem ég átti síðar eftir að kynnast mjög betur. Ef til vill var það fjarlægðin frá hans eigin börnum, á síldarbátum á sumrin, sem kallaði fram hlýrri tilfinningar hjá frænda mínum en ella. Gísli lést á sjúkrahúsinu á ísafirði Umboösmenn Tímans: Kaupsta&ur: Nafn umbo&smanns Heimili Sími Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Gar&abasr Ragnar Borgþórsson Holtageröi 28 45228 Koflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883 Sandger&i Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njar&vík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjör&ur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Bú&ardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 ísafjör&ur Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjamason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sau&árkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-35311 Síglufjör&ur Sveinn Þorsteinsson Hliðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13 (austan) 96-27890 Svalbar&seyrí Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavik Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjör&ur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjör&ur Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgótu 44 97-31289 Egilssta&ir Páll Péturssori Árskógum 13 97-1350 Sey&isfjör&ur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupsta&ur Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Rey&arfjör&ur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjör&ur Sigurbjórg Sigurðardóttir Ljósárbrekku 1 97-61191 Fáskrú&sfjör&ur Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargótu 4 97-51299 Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandí 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hverager&i Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdis Hannesdóttir Lyngbergi 13 98-33813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónína og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vik Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyja Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 20. júní sl. Andlát hans kom þeim ekki á óvart sem til þekktu, því um nokkurt skeið hafði hann gengið með erfiðan sjúkdóm sem að lokum bar hann ofurliði. Veikindum sínum tók Gísli af svipuðu æðruleysi og einkennt hafði líf hans allt. Hann var ekki maður sem lét á miklu bera þó eitthvað amaði að. Gísli Sigurbjörnsson fæddist að Ökr- um í Fljótum í Skagafirði þ. 26. apríl 1919. Hann var sonur hjónanna Sig- urbjöms Jósepssonar og Friðrikku Símonardóttur, en þeim varð sjö bama auðið saman og var Gísli yngst- ur barna þeirra. Tvö böm þeirra létust í æsku. Þeir sem eftir lifa eru þeir Björn og Jón Sigurbjömssynir. Gísli átti einnig þrjár hálfsystur: móður mína, Hermínu Sigurbjömsdóttur, Ríkey og Lovísu Sigurbjömsdætur. Ég veit með vissu að þetta fólk mun sakna Gísla mikið. Hann var ávallt einstakur frændi og skemmtilegur í góðra vina hópi. Ættrækinn var hann og gaf sér alltaf tíma til að heilsa upp á frændur sína og vini þegar heilsa og tími leyfði síðustu árin. Sérstak- lega naut hann þess að heimsækja æskuslóðimar og var tíðrætt um sveitina heima í Fljótum. Hálfsystr- um sínum sýndi Gísli ætíð mikla ræktarsemi og vinsemd og þakka þær honum að leiðarlokum fyrir hversu elskulegur og góður bróðir hann ætíð var. Gísli fór ungur úr foreldrahúsum. Hann sótti sjóinn fyrstu árin og var á sumrin á síldarbátum íyrir norðan og austan, eins og þá vartítt. Lengst af var hann á bátunum Kristjönu og Helgu. Þegar foreldrar mínir fluttu í Skútu handan Siglufjarðar árið 1942 hafði Gísli frændi minn kynnst stúlku að vestan, Guðríði Halldórsdóttur frá Neðri-Grund í Súðavík. Þetta sumar bjó Guðríður hjá foreldrum mínum í Skútu meðan Gísli var á síld og þar fæddist fyrsta bam þeirra hjóna, Sig- rún, þá um haustið. Foreldrar mínir hafa oft talað um þetta sumar sem þau áttu með Gísla og Gauju, en svo var Guðríður jafnan kölluð. Minnast þau samverustundanna í Skútu jafn- an með hlýhug. Kynni mín af Gísla frænda mínum hófust fyrir alvöru þegar ég fluttist vestur á ísafjörð 1973 til að taka þar við kennslustöðu við Menntaskólann á ísafirði. Það var sannarlega gott á þeim tíma, þegar við hjónin voram að setj- ast að á ísafirði, að eiga þau Gísla og Gauju og börn þeirra að. Þau hjónin tóku okkur Jiannig að seint mun gleymast og Isafjörður verður í huga okkar ætíð tengdur Súðavík og frændfólki okkar þar. Sérstaklega minnist ég margra ánægjustunda sem við áttum með Gísla, Gauju og fjölskyldunni. Ekki síst koma þorrablótin upp í hugann þegar stiginn var dans í félagsheim- ilinu í Súðavík eftir stórkostlega skemmtun og góðan mat. Ég minnist einnig með hvílíkri natni Guðríður undirbjó þessar skemmtanir. Skötu- stappa, hangikjöt, harðfiskur og ljúf- ur andi á heimili þeirra hjóna gerði þessar stundir ógleymanlegar. Þama vorum við hjónin og böm okkar jafnan velkomin. Þar kynntist ég á ný örlæti þeirra hjóna og gestrisni. Og þó að væri yfir snjóflóð að fara á heimleiðinni sá maður aldrei eftir ferð inn í Súðavík! En nú er komið að leiðarlokum. Guðríður lést fyrir nokkrum árum og var það þungbært að missa hana svo snemma. Gísli á Grund verður ekki oftar hrókur alls fagnaðar meðal ætt- ingja og vina. Þegar ég heimsótti hann íyrir nokkrum mánuðum á sjúkrahús hér syðra, fannst mér ég skynja nálægð hinnar síðustu stund- ar með honum. Það var sárt en verð- ur ekki umflúið. Að leiðarlokum er þakklætið öðrum tilfinningum sterkara. Það er gott að hafa átt slíkan frænda að. Gísli Sig- urbjörnsson var að mörgu leyti gæfumaður. Gæfa hans fólst í því að eignast trygga eiginkonu, góða fjöl- skyldu og böm sem í dag öll eru mannkostafólk. Fjölskylda mín sendir börnum hans, tengdafólki og ættingjum öll- um samúðarkveðjur. Þráinn Hallgrímsson Á þessari stundu er erfitt fyrir mig að vera í burtu. Ég vildi helst vera kominn heim til að geta verið með ættingjum mínum á þessari stundu. Mamma sagði að afi vildi ekki að ég kæmi heim, því hann væri ánægður með það sem ég er að gera héma úti i Portúgal. Þrátt fyrir allt sem hann sagði við mig áður en ég fór út, að þetta væri náttúrlega bara vitleysa að vera að hlaupa til útlanda frá fastri vinnu og svo framvegis. En þetta er ég nú búinn að vera að gera síðan ég var krakki og þetta er orðin ævin- týraþrá sem ungur maður eins og ég fæ ekki svalað heima á íslandi og það er mér mikils virði að hann skuli hafa skilið það, þrátt fyrir allt, þótt hann hafi aldrei sagt mér það, hann var ekki þannig. Hans kynslóð er kynslóð af hörku körlum og konum sem á 50 árum, með ódrepandi hörku og vinnugleði, hafa dregið ísland upp úr vesæld og uppí það að vera þjóð öðmm þjóðum til fyrirmyndar. Þetta fólk á okkar virðingu og þakk- læti skilið. Það er erfitt fyrir mig að kveðja manninn sem ég er búinn að virða, elska og dá síðan ég man eftir mér. Manninn sem ávallt hefur verið ímynd hörku og dugnaðar í mínum augum. Þetta var maðurinn sem gekk mér í föðurstað meðan pabbi var í útlönd- um. Þetta var maðurinn sem 61 mig upp, skammaði mig og elskaði og hann var eini maðurinn sem ég tók mark á og var tilbúinn að gera allt fyrir. Ég á honum allt að þakka og ég vona að ég sé nafhi hans sem hann getur verið stoltur af, vegna þess að það er honum að þakka að ég er það sem ég er í dag. Það er mér mikils virði að ég skuli hafa getað verið með honum síðasta árið okkar á Grund. Það var góður tími sem við áttum saman, félagamir litli og stóri Gísli á Gmnd. En nú er kominn tími til að kveðja þennan hörku kall og ég veit að við eigum öll eftir að sakna hans mikið. En nú er hann sæll og kominn til ömmu Gauju, loksins eftir öll þessi ár. Ég þakka þér með öllu mínu hjarta, elsku afi minn, fyrir öll okkar ár og allt það sem við tveir, bara við, áttum saman. Guð gefi öllum ættingjum afa styrk á þessari stundu. Eg mun sakna hans meira en orð fá sagt. Hvíl þú í friði, afi minn, og vaktu yfir mér og gefðu mér styrk. Með virðingu og ást, Gísli Kristinn ísleifsson, Portúgal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.