Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. júlí 1990 Tíminn 5 Samkvæmt heimildum Tímans verður mál Stöðvar 2 tekið fýr- ir og afgreitt á borgarráðsfundi í dag, en umræðum um hvort Reykjavíkurborg eigi að gangast í ábyrgð fýrir sjónvarpsstöðina var frestað á fundi borgarráðs í síðustu viku. Forráðamenn Stöðvar 2 hafa óskað eftir því að Reykjavíkurborg gangist í ábyrgð vegna 200 milljóna króna lántöku fyrirtækisins. Mikill ágrein- ingur er um umsókn fyrirtækisins innan borgarstjómarmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins. í leiðara Morgunblaðsins sunnu- daginn 2. júli er harðlega deilt á ákvörðun forráðamanna Stöðvar 2 vegna umsóknar þeirra um borgar- ábyrgð, og segir þar orðrétt: „Engin eíhisleg rök eru til þess að borgin veiti slíka ábyrgð. Það getur komið til álita að Reykjavíkurborg veiti ábyrgð vegna lántöku atvinnu- fyrirtækja í algerum undantekningar- tilvikum, ef um er að ræða undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og al- varlegt kreppuástand blasir við. Slík- ar aðstæður em ekki fyrir hendi í sambandi við rekstur þjónustufyrir- tækis á borð við Stöð 2. Hún verður að standast samkeppni eins og aðrir fjölmiðlar". I Morgunblaðinu segir ennfremur: „Stuðningur Reykjavíkurborgar við Stöð 2 mundi þýða, að fréttaflutning- ur og önnur umfjöllun sjónvarpsfyr- irtækisins um málefni borgarinnar yrði ekki trúverðugur í augum al- mennings og hið sama myndi eiga við um öll samskipti forráðamanna borgarinnar við Stöð 2. Meirihluti Sjálfstæðismanna í borg- arstjóm Reykjavíkur á eftir að taka afstöðu til þessa máls. Tilmælin frá Stöð 2 bijóta i bága við þá viðleitni borgarstjómar undir forystu Davíðs Oddsonar að setja skýr skil milli borgarsjóðs og einstakra atvinnufyr- irtækja. Veiting slíkrar ábyrgðar gengur þvert á allar grundvallarhug- sjónir og meginstefnu —só Enn saxast á Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík: Fimm gengnir út, en verða þó í flokknum Arthúr Morthens, sem gekk úr Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavíkur á miðstjómarfundi Alþýðubanda- lagsins á Egilsstöðum um síðustu helgi, segir úrsögn sína vera mót- mæii við vinnubrögð flokksfélaga sinna vegna frestunar um stofhun kjördæmisráðs í Reykjavík, og að hann vildi með þessu leggja áherslu nauðsyn stofnunar þess. g er auðvitað áfram í Birtingu, sem er Alþýðubandalagsfélag, sit í mið- stjóm flokksins og tek þátt í starfi flokksins á þeim vettvangi. Hins vegar sé ég einfaldlega, og hef lengi gert, að Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík er ekki sá vettvangur sem ég kýs að starfa á“, sagði Arthúr. Arthúr sagðist hafa talið rétt að halda félagsréttindum sínum í Alþýðubanda- lagsfélagi Reykjavíkur og sjá hvemig mál æxluðust, og hvort það yrðu ein- hveijar breytingar í félaginu sem gerði það að verkum að það yrði pláss fyrir hann. „Það verður að hafa það í huga að Al- þýðubandalagsfélagið í Reykjavik hef- ur á undanfomum tveimur árum rekið mjög harða pólitík, þar sem ekki hefúr verið pláss fyrir sjónarmið stórs hóps félaga. Þeir hafa verið útilokaðir frá nefedum, þeir vora útilokaðir fyrir síð- ustu borgarstjómarkosningar að eiga mann í uppstillingamefhd - honum var bara ratt út - og menn taka þessu bara ekki til lengdar“, sagði Arthúr. Arthúr sagðist vera þeirrar skoðunar að það hefði átt að stofha kjördæmis- ráð flokksins í Reykjavík fyrir löngu, og að óskað hefði verið eftir því með bréfi í júli i fyrra, en því hefði ekki ver- ið svarað af hálfu Alþýðubandalagsfé- lagsins í Reykjavík. „Tillögum Sunnlendinga á fundinum þess efnis var ekki vel tekið af þessu fólki, og þau þurfa sjálfsagt tíma til að skoða þetta mál því það er komin mik- il pressa á þau að gera þetta. En við vildum einfaldlega leggja áherslu á það að þetta væri afar nauðsynlegt, og við töldum rétt að mótmæla þeirri af- greiðslu, sem þar var á þessu máli, með því að segja okkur úr félaginu í Reykjavík", sagði hann. Aðspurður sagði Arthúr að með stofhun kjördæmisráðs í Reykjavík myndi sú breyting verða á að þessi tvö félög, Birting og Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík, gætu talað saman á stofn- anagrundvelli, sem ekki væri hægt í dag, og hvað varðar val á lista flokks- ins yrði það þá gert á grundvelli kjör- dæmisráðs en ekki af þröngri klíku í Reykjavíkurfélaginu eins og hefur ver- ið ffarn til þessa. „Síðan er að sjá það hvort ágreining- urinn er ekki orðinn það mikill að það verði erfitt að leysa hann, það verður bara að koma í ljós. Þama er þá fund- inn vettvangur til þess að tala saman,“ sagði Arthúr. Arthúr sagði það hins vegar vera mis- skilning að hann og félagar hans hefðu sagt sig úr Alþýðubandalaginu með úrsögn sinni úr Reykjavíkurfélaginu. „Auðvitað snýst þetta um það hvort hér eigi að vera lítill, þröngur sósíal- istaflokkur, eða hvort eigi að afhenda Alþýðuflokknum það hlutverk sem Alþýðubandalagið hefhr hafl sem við- sýnan stóran jafiiaðarmannaflokk, eða hvort Alþýðubandalagið eigi að gegna þvi hlutverki áffam", sagði Arthúr að lokum. Landsmöt hesta- manna hefst í dag: Hey selt á Kili Síðastlióna viku hafa um 600- 700 hross farið um Bláfellsháls á leið norður á landsmót hesta- manna á Vindheimamelum. Á Bláfellshálsi hetúr hestamönnum verið boðið hey til sölu og hafa tugir tonna horfið ofan i reið- skjótana. Með heysölunni vilja hestamenn og sveitarfélög koma í veg fyrir að hestarnir éti upp þann litla og viðkvæma gróður sem er á leiðinni noröur. Það er Landssamband hestarnanna, ís- hestar og nokkur sveitarfélög sem standa að heysölunni. Vegir á hálendinu eru í þokka- legu ástandi. Veðrið heftir leikið við hesta og menn siðustu vik- una, en að vísu hefur verið nokk- uð kalt á nóttunni. Landsmót hestamanna á Vind- heimantelum hefst í dag. Grænlenskir sveitastjórnarmenn kynntu sér sveitastjórnarmál á íslandi: Flest grænlensk störf á vegum hins opinbera 42 grænlenskir sveitastjómarmenn sveitarfélaga. „Þetta hefiir verið eins- skipulagði, og við hlökkum til að koma hafaundanfamavikudvaliðhérálandi konar námsferð sem samband græn- heim og miðla af reynslu okkar í ferð- og kynnt sér stjóm og störf íslenskra lenskra sveitarfélaga, Kanukoka, inni“, sagði Anders Andreassen, fyrsti varabæjarstjóri í Tasiilapbyggð í Am- massalik. Anders Andreassen sagði að skipu- lag sveitastjómarmála á Grænlandi væri með líkum hætti og í Danmörku og markmið með förinni til íslands hefði verið að fá nýjar hugmyndir með því að kynna sér hvemig íslend- ingar leystu málin. Þetta hefði orðið að ráði í ljósi þess að staðhættir á ís- landi væra um margt hliðstæðir stað- háttum og aðstæðum á Grænlandi. Grænlensku sveitastjómarmennimir hafa einkum kynnt sér hér húsnæðis- mál, félagslega húsnæðiskerfið, fé- lagsleg vandamál og úrlausn þeirra auk atvinnumála. Ellen Egede Hansen er ffamkvæmda- stjóri Kanukoka og farastjóri hópsins ffá Grænlandi. Hún sagði að aðalat- vinnuvegir Grænlendinga tengdust einkum fiskveiðum en eftir þvi sem norðar drægi lifðu hlutfallslega fleiri af Tvöfaldur verðmunur algengur í tilboðum Um og yfir tvöfaldur munur á hæsta og lægsta tilboði er ekki óal- gengur í þeim 13 útboðum á vega- ffamkvæmdum sem greint er ffá í Vegamálum. Tilboð eru líka mörg langt yfir kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar. Tilboð í 4,1 km vegar- spotta á Norðurlandsvegi vora t.d. allt ffá 51 m.kr. (60% yfir 32 m.kr. kostnaðaráætlun) og niður i 24 m.kr. og var samið við hinn lægst- bjóðanda. Kostnaðaráætlanir Vegagerðarinn- ar í öll þessi 13 verkefni hljóða upp á samtals 459 m.kr. Samanlögð hæstu tilboð vora um 530 m.kr. (16% yfir kostnaðaráætlunum að meðaltali) en samanlögð lægstu til- boð um 377 m.kr. (18% undir kostnaðaráætlunum). Framkvæmd- um þessum á að ljúka á tímabilinu ffá ágúst til október n.k. Framkvæmdir í Dýrafirði era kostnaðarsamastar þessara verka. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á rúmar 166 m.kr. Samið var við Klæðningu og Suð- urverk sem gerðu rúmlega 139 m.kr. tilboð í verkið. Hæsta boð var nær 177 m.kr. - HEI Grænlenskir sveitastjómarmenn sem verið hafa í kynnisferð á fslandi um viku tíma héldu heimleiðis í morgun. Fararstjóramir Anders Andre- assen og Ellen Egede Hansen standa fremst á myndinni. Tímamynd: Ámi Bjama. heföbundnum veiðum veiðimanna- samfélagsins. I bæjunum í suðurhluta landsins þar sem flestir íbúar landsins búa, er hins vegar mikið atvinnuleysi jafhframt því að óvenju hátt hlutfall vinnandi fólks starfar hjá hinu opin- bera. Það stafar af því að sáralítið er um einkarekin atvinnufyrirtæki heldur er mest allur rekstur á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hópurinn heimsótti Selfoss og þar vakti það nokkra athygli þeirra að sögn fararstjóranna hve yfirstjóm bæjarins hafði fámennt starfslið, aðeins 7 manns á bæjarskrifstofiinni. í álíka stórum bæ á Grænlandi vinna um 50 manns á bæj- arskrifstofúnni. „Það hefúr verið rætt um það á Grænlandi að stjómunaryfir- byggingin sé of viðamikil og það má vel vera“, sagði Anders Andreassen. „Það vakti þvi veralega fúrðu okkar að á Selfossi töldu heimamenn að of mik- ið væri að hafa sjö manns starfandi á bæjarskrifstofúnni". Þau Ellen Egede Hansen og Anders Andreassen sögðu að förin hingað heföi verið bæði ánægjuleg og lær- dómsrík og kváðust vonast til þess að samvinna sú milli íslendinga og Græn- Iendinga sem hafist heföi fyrir tiltölu- lega fáum árum, mætti halda áfram að eflast á sem flestum sviðum. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.