Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 7. júlí 1990 Rætt við Jón Högnason, sérfræðing i hjartasjúk- dómum á Landakotsspítala Framfarir á sviði lyflækn- inga geta líklega dregið úr þörf á hjartaskurðaðgerðum r A jyrra ári tók til starfa Endurhœfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, sem komið var á fót að frumkvœði Samtaka hjartasjúklinga, SIBS og Hjartaverndar. Stöðin er til húsa að Háaleitisbraut 11 — 13 í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og hefur þessi aðstaða gjörbreytt endur- hœfingarmöguleikum bœði hjarta- og lungnasjúklinga til batnaðar. Þarna eru ágœtir möguleikar til hverskyns æfinga og njóta sjúklingarnir við þœr leiðbeininga sérfróðra lungna- og hjartalækna. Einn þeirra er Jón Högnason, sér- fræðingur í hjartasjúkdómum, sem starfað hefúr á Landakotsspítala firá 1986. Jón er fæddur árið 1952, lauk kandidatsprófi frá H.í. 1978 og sér- námi í lyflækningum og hjartasjúk- dómum við University of Connect- icut 1986.1 tilefni afHjartaviku sam- takanna fyrir nokkru leituðum við eftir samtali við Jón og fyrst báðum við hann að segja okkur hvenær á ævinni sé mest hætta á að fá krans- æðasjúkdóm og hvað kransæðastífla sé. „Tíðni kamsæðastíflu fer vaxandi upp úr fimmtugu, en yngra fólk getur lika fengið sjúkdóminn," segir Jón Högnason. „I langflestum tilfellum hefúr myndast svokölluð fituskella innan á kransæð, sem er sambland af kalki, blóðfitu og bandvef. Þessi fitu- skella myndast á mörgum árum og áratugum og fyrir áhrif ýmissa þátta. Verði fituskellan nógu stór hindrar hún blóðflæði um æðina og krans- æðakveisa getur komið ffarn. Krans- æðastífla verður oftast þannig að við vissar aðstæður myndast blóðkökkur eða storka á eða við fituskelluna og viðeigandi kransæð stíflast. Þetta er oft kallað að fá blóðtappa í kransæð.“ Arfgengni og áhætta Hverjir eru hinir helstu áhættu- þættir? „Kransæðasjúkdómar hafa nokkra vel þekkta áhættuþætti. Þar má í fyrsta lagi nefna að tilhneigingin til þess að fá kransæðasjúkdóma er meðfædd og arfgeng, þótt hún sé mismunandi sterk. Því ætti fólk sem veit um mikla ættarfylgni kransæða- sjúkdóma í sinni fjölskyldu að huga mjög tímanlega að áhættuþáttunum. Það er einstaklingbundið hve snemma þessir sjúkdómar koma fram, en líkumar aukast eftir því sem áhættuþættimir em fleiri. Arfgengi er líka á áhættuþáttunum. Kransæða- sjúkdómar virðast koma ffarn fyrir samspil arfgengis, áhættuþátta og lífsstíls, þ.á m. mataræðis. En hveijir em hinir áhættuþættimir? Meðal þeirra ber helst að telja reyk- ingar, en auk þeirra eykur of hár blóðþrýstingur hættuna og vinnur þannig með reykingunum, og 1 þriðja lagi er það kólesterol í blóði. Og ekki má gleyma streitu og hreyfingarleysi. Því ætti fólk sem hefúr ástæðu til að óttast kransæðastíflu að haga eða breyta lífemi þannig að það vinni gegn þessum þáttum og minnki þar með líkumar á sjúkdómnum.“ Ör aukning eftir stríð Hvað um tíðni kransæðasjúk- dóma meðal okkar íslendinga? „Jú, tíðni kransæðasjúkdóma hér- lendis er mikil miðað við vestrænar þjóðir. Segja má að kransæðasjúk- dómar séu menningarsjúkdómar, sem tengjast mataræði og atvinnu- háttum þróaðra nútímaþjóða og á þessu sviði emm við vissulega menn- ingarþjóð. Meðal annars neyta íslendingar mikils magns af mettaðri fitu. Það var að vísu hún sem hélt lífinu i þjóð- inni á fyrri öldum, en eftir að húsa- kynni breyttust og meira var tekið að vinna innivið, hætti líkaminn að brenna öllum þessum hitaeiningum, sem hann safhar nú á sig í formi fitu og blóðfitu, sem er mjög skaðleg íyr- ir æðakerfið og er stór þáttur í mynd- un kransæðastíflu. Þessu til staðfest- ingar má benda á að kransæðasjúk- dómar vom mjög lítið þekktir hér- lendis fyrir seinna strið, en strax að því loknu fer að bera á fjölgun þeirra og annarra æðasjúkdóma. Þessir sjúkdómar höfðu aftur á móti verið þekktir í Bretlandi í nokkrar aldir, en þá einkum meðal fólks sem betur mátti sín og hafði getað veitt sér betra fæði en almenningur. Æðasjúkdómar hafa verið þekktir frá öndverðu, og hafa meðal annars fundist í múmíum í Kína. Kransæðasjúkdómum hérlendis hef- ur verið að fjölga ffam á þennan ára- tug, en nú er ýmislegt er bendir til að heldur sé að hægja á hraðanum. Með sumum þjóðum, eins og til dæmis Bandaríkjamönnum, hefúr heldur dregið úr kransæðasjúkdómum síð- ustu ár. Það er þakkað hollara mata- ræði þjóðarinnar og þar með lægra kólesterólmagni.“ Hvernig áttar fólk sig á að krans- æðastífla eða kransæðaþrengsli kunni að vera að myndast? „Rétt er að gera nokkuð skýran greinarmun á kransæðaþrengslum og stiflu og eins því að einkenni eru oft misjöfn milli einstaklinga og oft ekki dæmigerð. Við kransæðaþrengsli getur orðið skortur á súrefhismettuðu blóði, sérstaklega við áreynslu. Þetta lýsir sér oftast með verkjum eða þyngslum fyrir bijósti, sem koma við áreynslu, eins og að ganga upp stiga eða upp brekkur og lagast við hvíld eða tungurótartöflur, sem gerðar eru úr nítróglyseríni. Þetta er kallað hjartakveisa á íslensku. Rransæðastífla lýsir sér með svip- uðum verk, bara mun verri og oft leiðir verkinn víðar, t.d. út í hand- leggi. Ógleði og sviti fylgir oft. Þessi verkur getur allt eins komið í hvíld og lætur ekki undan tungurótartöfl- um. Rransæðastífla leiðir yfirleitt af sér hjartadrep, þ.e. skemmd verður í hjartavöðvanum. Sé skemmdin nægilega stór, dregur úr starfshæfni hjartans. Þess vegna er miklvægt að reyna að fyrirbyggja kransæðastíflu eða reyna að minnka skemmdina, verði stífla. Þegar sjúklingar leita til læknis vegna gruns um kransæðaþrengsli er tekið hjartalínurit, sem getur stund- um sýnt merki um sjúkdóminn. Ef hjartalínurit er eðlilegt og ennþá grunur um kransæðaþrengsli er gert áreynslupróf undir lækniseftirliti. Það fer þannig ffam að sjúklingurinn er tengdur hjartalínuritstæki og síðan gengur hann á traðkbraut eða hjólar. Við áreynsluna geta þá komið ffam merki um súrefhisskort í hjarta- vöðva.“ Aö bregöast rétt viö En stundum koma einkennin skyndilega? „Jú, það kemur fyrir að fólk fær mjög skyndileg einkenni, en það er sem betur fer hjá aðeins litlum hluta sjúklinga. Meirihlutinn fær þessi all- dæmigerðu foreinkenni. En þó eru sumir einkennalausir, uns þeir fá kransæðastíflu í fyrsta sinni. Slæmur verkur eða þyngsli fyrir bijósti sem koma skyndilega, getur verið merki um kransæðastíflu. Þá er mikilvægt að bregðast fljótt við og koma sjúk- lingnum sem fyrst til læknis. Krans- æðastífla er hættulegur sjúkdómur, sérstaklega fyrstu klukkustundimar og mikið af dauðsfollum verður vegna þess að fólk bíður of lengi með að láta rannsaka orsök verkjanna. Margir era hræddir og spenntir og vilja taka þann kostinn að bíða og sjá hvort þessir verkir jafni sig ekki. Réttast er þó að hafa sambandi við lækni sem fyrst ef þessi einkenni koma ffam. Fyrstu klukkustundiraar er hjartsláttaróregla hættulegust. Því þurfa þessir sjúklingar nákvæmt eft- irlit sem fyrst og einnig er oft hægt að opna stífluna með lyfjum, komi sjúk- lingur innan 4 — 6 klukkustunda frá upphafi verkja.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.