Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 10
18 t f HI0J3H HELGIN OP.Qt 5Jui .TuipsbisnueJ Laugardagur 7. júlí 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Unga, ástfangna stúlkan var leikfang hermannsins Hana dreymdi um hjónaband og framtíð í heimalandi hans og grunaði síst að í hans augum var hún „bara" innfædd og því sjálfsagt leikfang handa hermönnunum. Ásunnudagsmorgun 27. október 1985 fór veiöimað- urinn Adolf Sauer að kanna veiðisvæði sitt. Afleiðing- arnar urðu þær að tvö ríki þurftu að leysa gátu sem enginn vissi að var til, 48 ára gömul ekkja varð fyrir þungri sorg og Sauer sjálfur varð skelfingu lostinn. Eins og allir atvinnuveiðimenn í V-Þýskalandi var Sauer starfsmaður ríkisins, vel þjálfaður, með próf og réttindi. Hann var í einkennisbúningi með merkjum, bar riffil um öxl og förunautur hans var trygga tíkin Emma. Svæði Sauers var skammt fyrir utan smáþorpið Waigoldshausen, um 10 km frá borginni Schweinfurt. Um níu- leytið var hann á leið upp brekku á stað sem kallast Judenhoehe (Gyð- ingahæð). Veðrið var gott og útsýni af hæðinni frábært. Sauer var ekki kom- inn upp þegar Emma gaf frá sér eink- ar ámáttlegt hljóð, sambland af span- góli ogurri. Á þeim 10 árum sem Sau- er hafði átt hana, hafði hann heyrt margt til hennar en ekkert þessu líkt. Ekki var að sjá að neitt væri athuga- vert við Emmu og þau héldu áfram upp hæðina. Emma dróst aftur úr og kveinaði lítið eitt. Hæðin var skógi vaxin að mestu og í rjóðrum var hnéhátt gras sem farið var að visna. í einu slíku rjóðri sá Sauer eitthvað tvennt ljósleitt standa upp úr grasinu. í fyrstu taldi hann að þetta væru sveppir en lögun þeirra olli því að hann fékk iskaldan fiðring í hnakka- grófina. Við hlið hans tók Emma nú að kveina eins og hún þjáðist og hörf- aðifrá. Sauer langaði mest til að fara á eftir henni en hann var skyldurækinn. Ef eitthvað óvenjulegt væri á seyði á svæði hans, var það í verkahring hans að kanna málið og leysa það. Hann gekk varlega nær og losaði ósjálfrátt um riffilinn. Úr u.þ.b. fjögurra metra fjarlægð sá hann að hér var um að ræða bera mannsfætur og er hann kom enn nær blasti við honum lík sem tek- ið var mjög að rotna. Jafhftamt sló fyrir vit hans megnri nálykt. Nú varð Sauer ljóst að Emma hafði með næmu þefskyni sínu fundið ná- vist liksins löngu á undan honum sjálfum. Það var honum óþægileg til- hugsun. Þótt hann væri yfirleitt ekki mjög viðkvæmur maður varð hann nú gripinn ólýsanlegri skelfingu. Það var eins og dimmdi í kringum hann og sögur um óhugnanlega atburði þarna á hæðinni fyrir áratugum lifnuðu í huga hans. Hann snerist á hæli, hljóp niður hæðina í átt að þorpinu og Emma fylgdi fast á eftir. Morð eöa slys? Schweinfurt er 60 þúsund manna borg sem stendur nokkuð úr alfara- leið, ekki langt frá landamærum A- Þýskalands en hún er næsta þéttbýli við Weigoldshausen svo Sauer hringdi til lögreglunnar þar. Eins og við er að búast eru stórglæpir ekki daglegt brauð á þessum slóðum og á sunnudagsmorgni var aðeins nauð- Donald Pentecoast (tv.) komst aö því að langur armur laganna náöi auöveldlega yfir Atlantshafið þegar um var aö ræða morðmál. synlegasta starfslið lögreglunnar á vakt. Þar sem Sauer var ríkisstarfsmaður var strax tekið mark á orðum hans. Lík lá úti í skógi og eitthvað varð að gera. Rannsóknarlögreglumaður á vakt kallaði út yfirmann og það eitt taldist næstum hetjudáð, því Julius Weber lögregluforingi var ógnvekj- andi maður og skapmikill með af- brigðum svo allir báru fyrir honum óttablandna virðingu. í þetta sinn brást hann þó ekki reiður við heldur bað um að Max Schreiber, aðstoðarmaður sinn, yrði kallaður út líka. Þeir lögðu síðan af stað frá stöðinni um klukkan 11.1 för með þeim var læknir en eng- inn tæknimaður, því allir gerðu ráð fyrir að líkið væri af einhverjum sem hefði dáið eðlilegum dauðdaga eða orðið fyrir slysi. Þessi kenning virtist ósköp sennileg því þegar farið var að athuga aðstæður nánar, kom í ljós að ofan á hluta líks- ins voru leifar af tjaldi í felulitum. Einhver sem var þarna í útilegu virtist hafa veikst og dáið. — Ég get ekki sagt neitt með fullri vissu, sagði læknirinn eftir lauslega athugun. — Likið er of rotnað til þess. Við verðum að fara með hana í likhús- ið og kryfja hana. — Ertu viss um að þetta sé kona? spurði lögregluforinginn. — Hún var það, svaraði hinn. — Það sést á lögun líkamans en auðvitað kemur það i ljós. Setjum hana í bílinn. Weber hikaði. — Bíðið andartak, sagði hann svo. — Reynum fyrst að komast að hver þetta er. Max, athug- aðu fötin og viðlegubúnaðinn. En ekkert slíkt fannst. Líkið var nak- ið og ekkert annað var þarna að finna en leifarnar af tjaldinu. Viðbrögð lögregluforingjans við þeim upplýs- ingum voru runa af óprenthæfum orð- um. Síðan sendi hann Max í farsí- mann til að kalla út tækniliðið sem auðvitað var ekki vel séð á sunnudegi. Morð voru sjaldgæf þarna og yfirleitt lágu þau mál ljóst fyrir. Þetta var eina morðgátan sem lögreglan hafði feng- ist við í fjölda ára. Þekktist af mynd Eftir krufningu líksins sagði læknir- inn að það hefði verið vel varðveitt eftir tveggja mánaða legu í skóginum. Stúlkan hafði verið innan við tvítugt, með ljóst, sítt, slétt hár og töluvert viðgerðar tennur. í þeim lá besta von- in um að bera kennsl á hana. Ekkert annað fannst, hvorki föt, veski, tjald- hælar eða neitt slíkt. Það benti til að tjaldið hefði einungis verið notað til að vefja um líkið. Það benti einnig til morðs. Weber ákvað nú að athuga um allar stúlkur sem horfið höfðu á svæðinu undanfama þrjá mánuði og ennfremur að reyna að búa til nothæfa mynd af stúlkunni með aðstoð meinafræðings. Það síðamefrida tókst betur en nokk- um hafði órað fyrir. Myndin var birt í fjölmiðlum og tveimur dögum síðar hringdi nunna, systir Úrsúla, og vildi tala við yfirmann rannsóknarinnar. Hún var skólastýra klausturskóla í Schweinfurt og var ekki frá því að óþekkta stúlkan væri ein nemenda sinna. Weber sendi Max þegar í stað til að ræða við hana. Max kom aftur með þær upplýsingar að nánast víst mætti telja hver óþekkta stúlkan hafði verið. — Hún hét Sabine Schobert, sagði hann. — Hún var 19 ára og á heimilisfræðibraut í klaustur- skólanum. Hún er frá Kasendorf norð- Sabine Schoebert var nemandi í klausturskóla þegar hún kynntíst bandarískum hermanni sem var „stórkostiegasti maður í heimi" Brian Knight, sem hér stígur út úr lögreglubíl, sagði frá því sem vinimir gerðu heima hjá fionum. ur í landi og miðbamið af sjö. Móðir- in er ekkja. Þann 23. ágúst yfirgaf Sa- bine klaustrið í hádegismatartímanum og kom ekki aftur. Talið var að hún hefði strokið en ekkert var gert í mál- inu. — Var móðir hennar ekki einu sinni látin vita? spurði Weber og tók að æs- ast. — Hvers konar fábjánaháttur er þetta? — Það var talin ástæða til að ætla að Sabine hefði strokið með karlmanni, hélt Max áfram. — Hún hafði Iagt lag sitt við bandarískan hermann og nunn- umar töldu að þegar sambandið tæki enda, kæmi Sabine aftur. Þær vildu ekki vekja óróa móðurinnar því laga- lega séð var Sabine sjálfráða. — Það hefði hvort sem er engu breytt, sagði Weber og róaðist aftur. — Hún hefði hvort sem er ekki fund- ist á lífi. Hafðirðu uppi á tannlæknin- um? — Þær í klaustrinu vita ekkert um hann en móðir hennar hlýtur að vita það. Viltu að ég fari norður? Weber vildi það en bað Max að reyna að fá staðfestingu tannlæknisins án þess að móðirin þyrfti að vita hvað gerst hefði. Ekki væri enn alveg víst að um Sabine væri að ræða. Það reyndist samt hún. Aðeins einn tannlæknir var í Kasendorf og ná- grenni og hann staðfesti að hann hefði. gert við tennur Sabine og kannaðist við handaverk sín af myndum. Treysti bandaríska vininum — Auðvitað verður að gera móður- inni viðvart, sagði Weber. — Það má samt bíða enn um stund eftír allan þennan tíma. Nú vantar okkur banda- riska hermanninn. — Þeir eru hér þúsundum saman í NATO-stöðinni, benti Max á. — Við verðum að fá aðstoð herlögreglunnar. —Við getum það ekki strax, sagði Weber. — Að hverju eigum við að spyrja? Fyrst er að vita hver náunginn er og þar sem liðnir eru tveir mánuðir verður það ekki auðvelt. — Ég reyni við skólasystur hennar í klaustrinu, sagði Max. — Mér skilst að stúlkur á þessum aldri trúi hver annarri fyrir flestu. Sabine Schoebert reyndist þar ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.