Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. júlí 1990 HELGIN m« W --.19 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL undantekning. Nánasta vinkona henn- ar hét Karen Dietrich og henni hafði hún trúað fyrir tilfinningum sinum, draumum og vonum. Flest af því sner- ist um Don, bandaríska hermanninn sem hún hafði hitt á dansleik í febrúar. Hún hafði sagt Karenu að Don væri stórkostlegasti maður i heimi, stór, sterkur, greindur og klæddur sam- kvæmt nýjustu tísku. Hún var yfir sig ástfangin af honum og viss um að það væri gagnkvæmt. Bráðlega færi hann heim til Bandarikjanna og tæki hana með sér. Þau myndu giftast og hún verða bandarískur borgari. Lífíð yrði dásamlegt. Karen hafði leyft sér að draga þetta i efa. Hún var ekki frá litlu sveitaþorpi heldur Schweinfurt þar sem bandarisk herstöð hafði verið síðan áður en hún fæddist. Hún kunni óteljandi sögur um stúlkur sem verið höfðu með bandarískum hermönnum, jafhvel bú- ið með þeim og eignast börn. Þegar svo herskyldu mannsins lauk, fór hann bara heim og ekkert heyrðist frá honum síðan. Svona sögur hafa end- urtekið sig frá alda öðli þar sem erlent herlið hefur bækistöðvar. Sabine lét allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Hún viðurkenndi að svona lagað gæti gerst hjá öðrum en hún treysti heppni sinni. Ást þeirra Dons væri hin eina sanna. Karen hafði aðeins hitt Don tvisvar. Hún var lagleg og þótt hún væri besta vinkona Sabine, fannst Sabine ekki ráðlegt að Don kynntist henni of mik- ið. Karen sagði lögreglunni að sér hefði ekki þótt mjög mikið til Dons koma. Hann væri hávaxinn, lítið eitt of þungur og gengi með spangalaus gler- augu. Henni fannst hann kjánalegur. — Þetta ætti að nægja þeim hjá her- lögreglunni til að byrja með, sagði Weber. — Hávaxinn, þybbinn, kjána- legur, með spangalaus gleraugu, kall- aður Don og í þann mund að fara ™' Gortaðiaf verknaoinum Það reyndistnög. Herlögreglan svar- aði um hæl og sagði að enginn þessu líkur væri i herstöðinni núna en Don- ald Dale Pentecoast, 25 ára, hefði far- ið heim 28. ágúst. Hann væri nú laus úr herþjónustu og byggi að líkindum í heimabæ sínum, Pasco í Washington- ríki. Lýsing Karenar kom alveg heim við manninn, svo öruggt mátti vera að hann væri vinur Sabine. En var hann líka morðingi hennar? Hafði hún ver- iðmyrt? Sabine hafði orðið fyrir sárum von- brigðum þegar vinur hennar reyndist ekki hafa í hyggju að kvænast henni og taka hana með sér heim. Undir þeim kringumstæðum var sjálfsvig ekki útilokað. Hefði hún tekið svefh- lyf eða annað eitur gátu merki þess verið horíin úr líkamanum eftir allan þennan tíma. — Ég held samt að það sé morð, til- kynnti Weber. — Enginn fer nakinn og vafinn inn í tjald upp á Gyðinga- hæð til að fyrirfara sér. Slíkt fólk vill að aðrir fái sektarkennd og það hvarfl- ar ekki að því að reyna að dylja verkn- aðsinn. — Fötin og veskið gætu hafa horfið eftir á, sagði Max. — Krakkar gætu hafa tekið það, kannski fíkniefhaneyt- endur. Þeir hika ekki við að ræna líic. — Ekki í Waigoldshausen, sagði We- ber. — Ætli það séu ekki þrír ungling- ar þar. Nei, þetta var morð en ég sé ekki hvað við.getum gert. Án áþreif- anlegra sannana'getum við varla feng- ið Don ffamseldan. — Því skyldi hann hafa gert það? spurði Max. — Hann var hvort sem er að fara heim. Til hvers þurfti hann að myrða vinkonu sína fyrst? Weber yppti öxlum. — Kannski var það bara bríarí. Sumir halda að það sem þeir gera erlendis teljist ekki með. Þú veist hvernig Þjóðverjar haga sér á Spáni. — Ég skýri þetta fyrir þeim hjá her- lögreglunni, sagði Weber. — Kannski þeir þar hafi eitthvað til málanna að leggja. Bandarísku lögreglumennirnir höfðu raunar sitt af hverju að segja. Þegar Adolf Sauer og tíkin Emma voru á eftirlitsferð um veiðisvæðið þegar þau fundu hálfrotið lík Sabine vaf- ið inn í tjalddúk. var búið að yfirheyra nokkra flokksfé- laga Dons og þar hafði ekki reynst sem allra hreinast mjöl í pokahominu. Don hafði greinilega ekki þagað þá fimm daga sem liðu milli morðsins og heimfarar hans. Hann hafði lýst í smá- atriðum fyrir nokkrum félögum sínum hvað hann og vinur hans höfðu gert við þýska stúlku að kvöldi 23. ágúst. Sumum varð illt af að hlusta á frá- sögnina. Þriggja manna kynsvall Hann var á förum heim og ætlaði sér að gera eitthvað alveg sérstakt áður en hann færi. Þess vegna höfðu þeir fé- lagarnir farið með stúlkuna heim til félagans í íbúð hans í Schweinfurt síð- degis og leikið sér þar að henni langt fram eftir kvöldi. Leikir þeirra voru einkum kynferðislegir. Don nefhdi ekki að þeir hefðu myrt stúlkuna og nafhgreindi hana ekki heldur. Hins vegar vissu margir að vinkona hans hét Sabine og höfðu oft séð hana. Þótt Don Pentecoast væri nú kominn heim til Bandarikj anna var vinur hans, hinn 23 ára Brian Knight, enn í stöð- inni í Schweinfurt. Hann var handtek- inn og afhentur lögreglunni í Schwe- infurt til yfirheyrslu. Brian neitaði að vita nokkuð um mis- þyrmingar á stúlku en þegar íbúð hans var rannsökuð, fundust leifar af blóði, saur og þvagi í gólfteppinu. Þegar Brian var sagt það, féll hann saman og játaði sinn hlut í glæpnum. Hann sagði að Don hefði endilega viljað gera eitthvað eftirminnilegt áð- ur en hann færi heim og ákveðið að það yrði kynsvall þeirra þriggja. Þeir sóttu Sabine í skólann og hún kom fuslega með heim til Brians þar sem hún átti von á einhverju gleðilega óvæntu. I stað þess rifu hermennimir af henni fötin og beittu hana klukku- stundum saman öllu þvi kynferðislega ofbeldi sem þeir gátu látið sér detta í hug. Þegar leið á kvöldið missti Sabine meðvitund af barsmíðum og þreytu. Þá vöfðu félagarnir hana í tjalddúk og báru út í bíl Brians. Þeir settu hana i skottið og óku síðan um bæinn og ná- grenni fram á nótt uns þeir staðnæmd- ust við Gyðingahæð. Sabine var enn á lífi þegar þeir tóku hana út úr bílnum en ekki lengi því þeir stungu hana alls 14 sinnum með veiðihníf Dons áður en þeir óku burt. — Don sagði að við gætum ekki skil- ið hana eftir lifandi, sagði Brian. — Þá færi hún til lögreglunnar og við lentum í vandræðum. Eg vissi ekki að við ætluðum að myrða hana þegar þetta byrjaði. Ég var viss um að hún vildi leika sér við okkur báða. Annars hefði ég aldrei tekið þátt í þessu. Samkvæmt samningum milli ríkj- anna mega þýskir dómstólar annast mál sem varða bandaríska hermenn þegar Þjóðverjar koma líka við sögu en það er ekki einhlítt og í þessu til- felli kröfðust bandarísk yfirvöld þess að fara með málið. Brian Knight var fljótlega dæmdur í lífstíðarfangelsi. Bara leikfang Mál Dons var mun flóknara. Hann var ekki lengur í hernum og heldur ekki sakaður um neinn glæp í Banda- rikjunum, svo ekki var hægt að taka mál hans fyrir hjá bandarískum dóm- stólum. Eina leiðin var að krefjast ffamsals hans til Þýskalands og rétta í máli hans þar. Arangur slíkrar umleit- unar færi alfarið eftir afstöðu banda- riskra yfirvalda og Weber var ekki bjartsýnn. — Það eru margir þar sem muna enn eftir öllum Þjóðverjunum sem þeir myrtu í stríðinu, sagði hann beisklega. — Þeim finnst áreiðanlega góð hug- mynd að myrða unga stúlku sem treysti hermanni þeirra. Max var ekki á sama máli. — Það eru til alþjóðalög, sagði hann. — Banda- ríkjamenn halda þau ekkert siður en aðrir. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Það tók að vísu langan tima og óskaplega skriffmnsku að fá Don Pentecoast ffamseldan, en vorið 1987 kom hann fyrir rétt í Schweinfurt. Þótt hann hefði þrætt fyrir að vita nokkuð um morðið meðan hann var heima í Bandaríkjunum, játaði hann fljótlega eftir að hann hefði heyrt um játningu vinar síns og sönnunargögnin sem fúndust í íbúðinni. Hann staðfesti í að- alatriðum ffásögn Brians. Þótt ótrú- legt mætti virðast var ástæðan ekki merkilegri en áður kom ffam. Þeir vildu bara verða sér úti um ógleyman- lega reynslu. Hvorugur þeirra virtist iðrast morðs- ins hið minnsta, en þeir hörmuðu að hafa náðst og fannst refsingin í hæsta máta ranglát. Þeir höfðu bara verið að skemmta sér og álitu það ekki koma neinum öðrum við. Það sem fólki ofbauð þó mest var að Don gaf fyllilega og oft í skyn að hann hefði ekki litið á innfædda Þjóðverja á svæðinu sem fullgildar mannverur. Sabine, sem elskaði hann og treysti honum, hafði ekki verið honum neitt annað en kynlifsleikfang sem hann notaði meðan hann var á staðnum og fleygði svo. Kviðdómur hafði enga samúð með honum, skoðunum hans eða verknaði og í lok mars 1987 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi. DEUTZ-FAHR INNUTÆKI 1. DEUTZ-FAHR sláttuþyrlur — meö eöa án knosara. Vinnslubreiddir 1,65m—2,10m. m>z>m ^ámmmn PÓRí^ SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 i DEUTZ FAHR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.