Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 2
I 10 W,,HELGIN Laugardagur 7. júlí 1990 SACHS KÚPLINQAR DISKAR HÖGGDEYFAR 1 BENZ • BMW - VOLVO QG FLESTALLIRAÐRIR EVRÓPSKIR FRAMLEŒNDUR VANDAÐRA BlLA NOTA SACHS KÚPLINGAR OG HÖGGDEYFASEM UPPRUNAHLUTII BIFREIÐAR SÍNAR. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUDURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Bessastaðir um daga Gríms Thomsen þar. Utsala Útsala Brítains landbúnaðaríeikföng. Indíánatjöld. Fjarstýröir bíl- ar. Barbie leikföng. Fisher Price. Sandgröfur. Hjólaskaut- ar. Sparkboltar. Legokubbar. Talstöðvar áður kr. 6.500 nú kr. 4.500. Sundlaugar: Rafhlöður: Stærð 152x25 183x38 224x46 Áður kr. 1550 kr. 2489 kr. 3400 Nú kr. 1200 kr. 1990 kr. 2700 Stór, áður kr. 59.- nú 12. stk. kr. 350.- Mið, áður kr. 43.- nú 24 stk. kr. 480.- Lítil, áður kr. 34.- nú 24 stk. kr. 350.- 10 —20 —50%afsláttur Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 8. Sími14806 ir í allt aðra átt en þá að Grím hafi skort ást á Islandi. Á Bessastöðum Það er því ekki víst að Grími hafi þótt það með öllu illt er nýtt öldurót skolaði honum út úr þessu öllu sam- an. Eftir ófarirnar í síðari Slésvíkuró- friðnum var laust um þá sem við völdin voru. Var fækkað mjög emb- ættismönnum og fékk útlendingurinn þá lausn í náð með biðlaunum og eft- irlaunum 1866. Fluttist hann þá heim til íslands á næsta ári, eftir 30 ára dvöl ytra, tókst að fá æskuheimili sitt Bessastaði til eignar, reisti þar gott bú og bjó þar til æviloka, næstum því 30 ár. Er þetta síðasti og merkasti kafl- inn i ævi Gríms. Þar skilur hann eftir flest og dýpst spor. Þó að nú yrði hljótt um Grím móts við það sem áður var, fer því fjarri að hann græfi sig lifandi eða settist í helgan stein. Nú varð hann að fá sér lífsfbrunaut og þurfti ekki að hafa áhyggjur af efhahag. Kvæntist hann 1870 norðlenskri konu af góðri ætt, Jakobínu Jónsdóttur frá Reykjahlíð, er stóð fyrir búi hans með rausn og myndarskap. Hér varð nokkurs konar aðalsmannssetur, þótt ekki væri íburðarmikið að ytra búnaði eða skarti, og þótti til dæmis nálega sjálf- sagt að fara með merka útlenda gesti að Bessastöðum. Um Grím sjálfan fór tvennu fram. Hann þótti nokkuð grár og kaldur, ef því var að skipta, og rigur var milli þeirra höfðingjanna á Bessastöðum og í Görðum, þar sem séra Þórarinn Böðvarsson sat, eins og kom til dæmis fram í skólamálunum. En á hinn bóginn fór af honum ágæt- isorð. Menn dáðu hann, gáfur hans, lærdóm, tiginmannlega framkomu og málmskæra rödd. Hann sat á Al- þingi lengst af fyrir Rangæinga, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borg- firðinga 1869-91. Kvað mjög að hon- um á Alþingi og hafa ekki aðrir setið þar glæsilegri né skæðari í mann- flutningi, en ekki náði hann þar neinni forystu, og féll ekki inn í þá strauma er þar réðu förinni. Þá var hann um tima ritstjóri ísafoldar. Fimmtán ára þögn En það sem umfram allt geymist frá þessum síðasta kafla ævi Gríms Thomsens er ljóðagerð hans, sem nú fyrst fær fullt næði til að dafha, þó að ýms af mestu kvæðum hans séu fyrr til orðin. Grímur andaðist 27. nóv. 1896. Grímur byrjaði ungur að yrkja. Er SLÁTTUÞYRLU- HNÍFAR Á GÓÐU VERÐI M.a. fyrir PZ vélar. Boginn hnífur kr. 52.- m/vsk. Beinn hnífur kr. 50.- m/vsk. Vélar og þjónusta hf. Járnhálsi 2 112 Reykjavík, sími 91-83266 Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. HEYVINNUVELA- DRIFSKÖFT VARAHLUTIR í DRIFSKÖFT T.D.: DRIFSKAFTSHLÍFAR, HJÖRULIÐIR O.FL. GOTT VERÐ VÉLAR OG ÞJONUSTA HF. Járnhálsi 2 112 Reykjavík, sími 91-83266 fyrsta ljóðaþýðing hans, Alpaskyttan eftir Schiller, birt í Fjölni 1839, þegar Grímur er 19 ára. Fyrsta frumorta ljóð hans kemur í Fjölni 1844. Það er eitt af kunnustu kvæðum Gríms, Ólund. Grímur var þá að fást við Byronsritgerð sína, og er því ekki furða þó að menn leiti áhrifa frá þeim skáldjöfri í kvæðinu. En sannleikur- inn er sá að þetta fyrsta kvæði Gríms er sérmótað af hans eigin stíl, svo að annað kemst varla að. Hitt er annað mál, að þessi mikli lífsleiði, þessi „ólund", er ekki sérlega eðlileg rúm- lega tvítugum, bráðgáfuðum ung- lingi. Nokkur kvæði birti hann í Nýj- um félagsritum og má af þvi sjá að hann var engan veginn frá samlönd- um sinum skilinn þó að hann færi sínar eigin götur. Var hann um hríð einn í ritstjórn Nýrra félagsrita. En svo hættir Grimur að birta kvæði. Hin þjóðskáldin létu ljóð sin streyma til þjóðarinnar, en Grímur þegir hér um bíl 15 ár. Hann er þá all- ur i sókn sinni til frekari metorða, og hefir nóg annað á sinni könnu. Enda hverfur hann þá mjög úr samneyti við landa sína. En um 1860 verða hér umskipti. Það er eins og hvort tveggja komi í senn, að tómleiki þessa veraldarvafsturs fyllir sál hans og að skáldadísin vitjar hans. Hann finnur allt í einu, maður um fertugt, að hann er orðinn „karlinn gamli". Ævi hans er að ljúka. Hann finnur helkuldann leggjast að hjarta sínu. Srjarna kvæða hans „er horfin vest- ur". Og nú er eins og allar lindir opn- ist og hvert kvæðið verður til eftir annað, sum hans bestu kvæði og op- inskáustu. Hann beinlínis gerir upp reikningana við sjálfan sig og ákveð- ur að dveljast ekki lengur en hann þarf í höll Goðmundar á Glæsivöll- um. Má vel vera að breytingin, sem verður 1866, hafi ekki verið honum neitt hryggðarefhi, eins og áður er vikið að. Hann hafði fengið nóg af Danmörku og höfðingjalífinu. ísland og stjarna kvæða hans opnuðu huga hans betur. Hirðvistin mun holl ei reynast, hreinna er loftið upp tilfjalla, segir hann síðar. Hnitmiöa og samanrekiö Enn líða þó mörg ár áður en út kem- ur ljóðabók eftir Grím. Loks gefa þeir Bjöm Jónsson og Snorri Pálsson út eftir hann ljóðakver, „Ljóðmæli", 1880, þegar Grímur er sextugur, 75 bls. í litlu broti. Næst komu svo Ljóð- mæli, nýtt safh, 1895, allmikil bók, nærri hálft fjórða hundrað blaðsíður. Enn komu svo út 1906 Ljóðmæli, nýtt og gamalt. Eru þar kvæðin úr fyrsta kverinu, sum nokkuð breytt og bætt við því sem fannst nýtt og sama ár komu Búarímur Andríðssonar. Var þá nokkurn veginn gengið frá því að gefa út ljóðmæli Gríms. Árið 1934 kom svo prýðileg útgáfa ljóðmæl- anna allra saman með ritgerðum um Grim og skáldskap hans eftir Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð og Sigurð Nordal. Hefir Grímur mjög sótt á um skáldfrægð og er nú enginn, er ekki telji hann fullkomlega í tölu þjóð- skálda við hlið hinna þriggja. Tón- skáld hafa gert vinsæl lög við sum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.