Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. júlí 1990 HELGIN Ui 15 Jón Högnason og (Tímamynd Pjetur) Amardóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur. Hve algengar eru bráðainnlagnir vegna kransæðasjúkdóma? „Á bráðavöktum á sjúkrahúsum hér liggur nærri að um fjórðungur sjúk- linga komi beinlínis vegna krans- æðasjúkdóma. Stundum kemur fólk með einkenni sem líkjast kransæða- stíflu, en reynast vera af öðrum toga, því ýmsir kvillar, bæði frá meltingar-- vegi og stoðkerfi geta haft keimlík einkenni. Margir koma hér líka vegna hratt versnandi brjóstverkja frá kransæðaþrengslum án þess að um kransæðastifiu eða hjartadrep sé að ræða. Stundum leiðir slflc versnun til kransæðastífiu og mikilvægt er að grípa inní með viðeigandi aðgerð- um." Hver eru fyrstu viðbrögð lækna? ,JEf um kransæðastiflu er að ræða og sjúklingurinn kemur nógu snemma er oft hægt að gripa til lyfja. Lyf eins og strepókínasi geta leyst upp blóðtappa í kransæð og minnkar þá skemmdin í hjartavöðvanum og góðar líkur á að hjartað starfi betur á eftir. En til þess að hægt sé að gefa þetta lyf þarf fólk helst að koma innan sex tíma frá því það fær kransæðastiflu. Þetta lyf hef- ur þó ýmsar aukaverkanir, og þar sem Byggðastofnun tekur í notkun nýtt símakerf i og ný símanúmer! Jafnframt breytist símanúmer hjá eftirtöldum sjóðum: • Lánasjóði Vestur-Norðurlanda • Hlutafjársjóði Byggðastofnunar • Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Frá og með mánudeginum 9. júlí verða símar Byggðastofnunar sem hér segir: • 91-605400 : Aðalnúmer • 99-6600 : Grænt númer • 91-605499 : Myndsendir • Akureyri : 96-21210 • ísaf jörður: 94-4366 W> Byggðastof nun RAUÐARÁRSTlG 25 PÓSTHÓLF 5410 125 REYKJAVlK það hefur áhrif á blóðstorknun í lík- ama og getur valdið blæðingum, má ekki gefa það sjúklingum, þar sem hætta er á blæðingum, svo sem sjúk- lingum með magasár. En við skyn- samlega notkun er áhætta venjulega mjög lítil. Fleiri lyfjum er hægt að beita til þess að draga úr áhættu og skemmdum við kransæðastíflu. Lyf við hjart- sláttaróreglu eru oft notuð fyrstu sól- arhringana. Þá eru önnur lyf sem not- uð eru við fylgikvilla stiflunnar. Þessum lyfjum má þakka að dánar- tiðni vegna kransæðastíflu hefur minnkað mjög mikið á undanfornum árum. Á gjörgæsludeildum höfum við svo ýmis tæki er létta okkur að fylgjast með ástandi sjúklinganna, eins og sí- vakann, en með honum má stöðugt fylgjast með hjartslætti sjúklinganna á skermi. Þetta tæki skráir sjálfkrafa hjartsláttaróreglu og gefur hana til kynna. Þannig er hægt að gripa inn i með lyfjum á nokkrum andartökum, en það er það sem mestu máli skipt- Hvert er næsta stig meðferðarinnar? „Yfirleitt viljum við að sjúklingarnir jafhi sig í nokkrar vikur eftir krans- æðastífiu áður en við rannsökum þá nánar, þ.e. hve kransæðaþrengslin eru útbreidd. í hjartanu eru þrjár meginkransæðar og sumir hafa sjúk- dóminn kannske aðeins í einni æð, en aðrir í öllum þremur. Sé hann mjög útbreiddur getur þurft að grípa til kransæðaskurðaðgerðar. . En þetta er mjög einstaklingsbund- ið. Þegar sjúklingur er fárinn að jafna sig gerum við oft áreynslupróf, bæði til þess að meta áreynslugetu við- komandi og áhrifin á hjartað. Megin- reglan er sú að standi sjúklingur sig illa á áreynsluprófi er gerð kransæða- þræðing sem fyrst. Það á einnig við um sjúklinga sem eru með verulega verki, þrátt fyrir lyfjameðferð. Þessa þræðingu er aftur á móti ekki nauð- synlegt að gera á þeim er standa sig vel á áreynsluprófi, þótt oft veljum við að gera það, til þess að kanna út- breiðslu sjúkdómsins. Þessi þræðing fer fram á fremur ein- faldan hátt. Þá er grönnum legg stungið inn í slagæðina í náranum og leggurinn þræddur gegn um aðalslag- æðar upp að hjartanu, þar sem krans- æðarnar liggja. Þá er sprautað skuggaefhi, sem sést á röntgenmynd, í gegn um þennan legg og inn í krans- æðarnar. Þar með er hægt að taka af þessu röntgenkvikmynd, sem svo er skoðuð. Þetta er hættulítil aðgerð og flestir þola hana vel. En helst hefur háð okkur að á sjúkrahúsunum er skortur á húsrými, til þess að hægt sé að framkvæma þetta á heppilegum tíma fyrir sjúklinginn. Best er að geta metið sjúklinginn sem fyrst, en því miður verða stundum að líða nokkrir mánuðir. Kransæðablástur „Stundum eru sjúklingar aðallega með þrengsli í einni æð eða kannske tveimur, sem liggja þá vel við krans- æðablásningu. Hún er framkvæmd á mjög svipaðan hátt og kransæða- þræðing. Farið er með legg í gegn um náraslagaðina og upp i kransæðina. Þá er grennri leggur þræddur í gegn enn meirí háttar 0SMTILB0D nú eru það smurostarair, 3 dósir í pakka af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum Áður kostuðu 3 dósiru.þ.b^Tkr., nú 345 kr.* um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Tilboðið stendur til 15. júlí Tilvalið í ferðalagið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.