Tíminn - 07.07.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 07.07.1990, Qupperneq 7
helgin 15 Laugardagur 7. júlí 1990 Jón Högnason og Lilja Amardóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur. (Tímamynd Pjetur) það hefiir áhrif á blóðstorknun í lík- ama og getur valdið blæðingum, má ekki gefa það sjúklingum, þar sem hætta er á blæðingum, svo sem sjúk- lingum með magasár. En við skyn- samlega notkun er áhætta venjulega mjög lítil. Fleiri lyfjum er hægt að beita til þess að draga úr áhættu og skemmdum við kransæðastíflu. Lyf við hjart- sláttaróreglu eru oft notuð fyrstu sól- arhringana. Þá eru önnur lyf sem not- uð eru við fylgikvilla stíflunnar. Þessum lyfjum má þakka að dánar- tíðni vegna kransæðastíflu hefur minnkað mjög mikið á undanfömum árum. A gjörgæsludeildum höfum við svo ýmis tæki er létta okkur að fylgjast með ástandi sjúklinganna, eins og sí- vakann, en með honum má stöðugt fylgjast með hjartslætti sjúklinganna á skermi. Þetta tæki skráir sjálfkrafa hjartsláttaróreglu og gefur hana til kynna. Þannig er hægt að grípa inn í með lyfjum á nokkrum andartökum, en það er það sem mestu máli skipt- ir.“ Hvert er næsta stig meðferðarinnar? „Yfirleitt viljum við að sjúklingamir jafni sig í nokkrar vikur eftir krans- æðastíflu áður en við rannsökum þá nánar, þ.e. hve kransæðaþrengslin em útbreidd. í hjartanu em þijár meginkransæðar og sumir hafa sjúk- dóminn kannske aðeins í einni æð, en aðrir í öllum þremur. Sé hann mjög útbreiddur getur þurft að gripa til kransæðaskurðaðgerðar. En þetta er mjög einstaklingsbund- ið. Þegar sjúklingur er farinn að jafha sig gemm við oft áreynslupróf, bæði til þess að meta áreynslugetu við- komandi og áhrifin á hjartað. Megin- reglan er sú að standi sjúklingur sig illa á áreynsluprófi er gerð kransæða- þræðing sem fyrst. Það á einnig við um sjúklinga sem em með vemlega verki, þrátt fyrir lyfjameðferð. Þessa þræðingu er aftur á móti ekki nauð- synlegt að gera á þeim er standa sig vel á áreynsluprófi, þótt oft veljum við að gera það, til þess að kanna út- breiðslu sjúkdómsins. Þessi þræðing fer fram á ffemur ein- faldan hátt. Þá er grönnum legg stungið inn í slagæðina í náranum og leggurinn þræddur gegn um aðalslag- æðar upp að hjartanu, þar sem krans- æðamar liggja. Þá er sprautað skuggaefni, sem sést á röntgenmynd, í gegn um þennan legg og inn í krans- æðamar. Þar með er hægt að taka af þessu röntgenkvikmynd, sem svo er skoðuð. Þetta er hættulítil aðgerð og flestir þola hana vel. En helst hefur háð okkur að á sjúkrahúsunum er skortur á húsrými, til þess að hægt sé að ffamkvæma þetta á heppilegum tíma fyrir sjúklinginn. Best er að geta metið sjúklinginn sem fyrst, en því miður verða stundum að líða nokkrir mánuðir. Kransæðablástur „Stundum eru sjúklingar aðallega með þrengsli í einni æð eða kannske tveimur, sem liggja þá vel við krans- æðablásningu. Hún er ffamkvæmd á mjög svipaðan hátt og kransæða- þræðing. Farið er með legg í gegn um náraslagaðina og upp í kransæðina. Þá er grennri leggur þræddur í gegn enn nieiri háttar OSTATILBOÐ nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum Áður kostuðu 3 dósir u.þ.b^^Kfkr., IIÚ 345 kr.* um 25% lækkun. Hve algengar eru bráðainnlagnir vegna kransæðasjúkdóma? „A bráðavöktum á sjúkrahúsum hér liggur nærri að um fjórðungur sjúk- linga komi beinlínis vegna krans- æðasjúkdóma. Stundum kemur fólk með einkenni sem líkjast kransæða- stíflu, en reynast vera af öðrum toga, því ýmsir kvillar, bæði ffá meltingar- vegi og stoðkerfi geta haft keimlík einkenni. Margir koma hér líka vegna hratt versnandi bijóstverkja ffá kransæðaþrengslum án þess að um kransæðastíflu eða hjartadrep sé að ræða. Stundum leiðir slík versnun til kransæðastíflu og mikilvægt er að grípa inní með viðeigandi aðgerð- um.“ Hver eru fyrstu viðbrögð lækna? ,JEf um kransæðastiflu er að ræða og sjúklingurinn kemur nógu snemma er oft hægt að gripa til lyfja. Lyf eins og strepókínasi geta leyst upp blóðtappa i kransæð og minnkar þá skemmdin í hjartavöðvanum og góðar líkur á að hjartað starfi betur á eftir. En til þess að hægt sé að gefa þetta lyf þarf fólk helst að koma innan sex tíma ffá því það fær kransæðastíflu. Þetta lyf hef- ur þó ýmsar aukaverkanir, og þar sem Byggðastofnun tekur í notkun nýtt símakerfi og ný simanúmer! Jafnframt breytist símanúmer hjá eftirtöldum sjóðum: • Lánasjóði Vestur-Norðurlanda • Hlutafjársjóði Byggðastofnunar • Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Frá og með mánudeginum 9. júlí verða símar Byggðastofnunar sem hér segir: • 91-605400 : Aðalnúmer • 99-6600 : Grænt númer • 91-605499 : Myndsendir • Akureyri : 96-21210 • ísafjörður: 94-4366 Byggðastofnun RAUÐARÁRSTlG 25 PÓSTHÓLF 5410 125 REYKJAVlK * leiðbeinandi smásöluverð. Tilboðið stendur til 15. júlí Tilvalið í ferðalagið!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.