Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 4
12 W HELGIN Laugardagur 7. júlí 1990 Hertoginn festist w ¦ ¦ i eigin svikavef K LUKKAN SJO að morgni þann 8. júlí 1943 var hringt til hertogans af Winsor, fyrrum Bretakonungs, en þá landstjóra á Bahamaeyjum. I símanum var vinur hans, viðskiptajöfur nokkur þar á eyjunum, Harold Christie. Hertoganum brá er hann heyrði að Sir Harry Oakes, einn ríkustu manna í breska heimsveldinu, hefði verið myrtur á hroðalegan hátt í rúmi sínu. Christie, sem hafði aðstoðað Oakes í viðskipt- um hans, sagði síðar að hann hefði sofið hinn rólegasti í rúmi sínu í húsi Oakes þessa nótt, en húsið var ein mesta glæsihöllin á Bahamaeyjum. Þar hafði verið samkvæmi kvöldið áður. Er hann fór á stjá, skömmu eftir sólarupp- rás, rakst hann á lemstrað og hálfbrunnið lík Oakes. Sem landstjóri tók hertoginn persónulega að sér stjóm rann- sóknarinnar. Hann kvaddi til lögregluna — en ekki heimalög- regluna. Ekki heldur Scotland Yard. Hann sneri sér ekki heldur til FBI, sem vegna samstarfs- tengsla hefði getað komið til álita. Þess í stað ákvað hertoginn að hringja til lögreglunnar á Mi- ami. Þar óskaði hann sérstaklega eftir þjónustu þeirra lögreglufor- ingjanna Barkers og Melchan. Ed Melchan hafði tvívegis verið lífvörður hertogans á ferðum hans til Florida, sem farnar voru í einhverjum óljósum erinda- gjörðum. Honum tengdist gam- all orðrómur um sambönd við ýmsa glæpamenn og J.Edgar Hoover, yfirmaður FBI, hafði lengi haft hann á svarta lista sín- um, vegna gruns um samstarf við nasista. Hoover hafði og lengi haft auga með hertoganum sjálfum af sömu sökum. Mel- chan hafði lengi verið í vasanum á Mafíu- leiðtoganum á Florida, Meyer Lansky. Lansky var vel kunnur Sir Harry Oakes, Christie og nær örugglega her- toganum sjálfum. Rannsókn Miami-lögreglunnar var tómt fum og fát. Þeir skildu fingrafaraljósmyndavél sína eftir heima og keyptu í staðinn ódýra ferðamyndavél. Þeir litu alveg fram hjá Harold Christie sem mögulegum sökudólg og ákærðu þess í stað tengdason Sir Harry, Alfred de Marigny. Vísbending- arnar voru þó ekki aðrar en þær að sviðin hár fundust á fram- handlegg de Marigny. Óvinsæll hjá heldra fólkinu Alfred de Marigny var 35 ára gamall Frakki, ættaður frá Maur- itus. Hann var illa séður af heldra fólki á eyjunum, sem taldi að hann hefði kvænst hinni 18 ára gömlu Nancy Oakes vegna pen- inganna einna. Samkvæmt því er segir í bók er hann nú hefur gefið út, en í umfjöllun um hana í The Sunday Times er frásögn þessi byggð, virðist hann hafa verið ekki síður hégómlegur maður og stærilátur en hertoginn af Wind- sor. Eða hve margir myndu birta mynd af sjálfum sér með undir- skriftinni: „Hinn sérlega glæsi- De Marigny á leið til réttarhalda. legi de Marigny í Nassau 1943" og „Hann ber aldurinn virðulega. Alfred de Marigny, eins og hann lítur út í dag." Ef til vill gat ekki hjá því farið að de Marigny yrði lítt vinsæll hjá hertoganum og í nokkur skipti urðu árekstrar. Hinn lýsir einni orðasennu þeirra sérstak- lega, en henni lauk með því að hann sagði við hertogann að hann væri ekkert annað en „kýli á rassi breska heimsveldisins." Það voru uppákomur eins og þessi ásamt heiftarlegum deilum við Sir Harry Oakes, sem urðu víðfræg- ar, er gerðu de Marigny tilvalinn blóraböggul. Óhreint í pokahorninu De Marigny er þess fullviss að það hafí verið hertoginn sem fyrstur benti Miamilögreglunni á hann sem „fyrirlitlega persónu", sem rért væri að rannsaka nánar. Hann er auk þess ekki í vafa um að hetoginn hafí haft hinar og þessar ástæður til þess að óska að morðinginn fyndist ekki. I trássi við bresku gjaldeyrislög- in hafði Christie hjálpað Sir Harry og fleirum að smygla milljónum dollara í mexikanskan banka, sem „hreinsaði" peninga, sem nasistar höfðu komið undan frá hinni her- numdu Evrópu. Aðrir í þessu Talið er að samskipti hertogans af Windsor við nasista og vafasama fjármálamenn hafí tengst morðmáli, sem allt var roynt til að þagga niður. Hertoginn af Windsor. bralli voru auðugur nasisti nokkur, Axel Wenner-Gren og náinn vinur hans — hertoginn af Windsor. Þótt vera kunni að Christie hafi látið myrða Sir Henry er sá síðar- nefhdi komst að ýmsum svikum hans í öðrum viðskiptum, er sá möguleiki enn fyrir hendi að sér- hver gagnger rannsókn á Christie hefði flett ofan af viðskiptum her- togans við nasista og mexikanska bankann. Hvað sem þessu líður má telja víst að hertoginn hafi tekið þátt í að beina athyglinni að de Ma- rigny. Síður verða færðar sönnur á þær fullyrðingar de Marigny að hertoginn hafi vísvitandi gerst samsærismaður gegn honum og að Christie hefði ekki svarið meinsæri gegn honum nema án hvatningar hins konungborna manns. Honum sést yfír þann aug- ljósa möguleika að er Christie hringdi til hertogans um morgun- inn, hafði hann beitt landsrjórann hótunum. Hvað er sennilegra en að Christie hafi sagt hinum enn mjög áhrifamikla hertoga að yrði hann bendlaður við morðið á Sir Oakes, mundi hann sjá til þess að allur heimurinn frérti af ólöglegum og sviksamlegum tengslum hans við mexikanska bankann? Hver efast um að hinn pervisalegi og hrelldi maður mundi hafa guggnað fyrir slíku og reynt að hafa áhrif á stefhu rannsóknarinnar? Þetta gæri skýrt vegna hvers her- toginn, sem vissulega hryllti við að láta hengja saklausan mann, spurði lögreglumennina frá Miami hvort ekki gæti hafa verið um sjálfsmorð að ræða. Efalaust hafa þeir kurteislega skýrt út fyrir hon- um að maður sem hefði látið sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.